Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.02.1979, Blaðsíða 1
alþýðu Föstudagur 9. febrúar 1979, 29. tbl. 60. árg. Grín eða alvara! Alþýðublaðinu barst frumvarp til laga um lausn á efnahagsvanda þjóðarinnar. Er þar m.a. lagt til að hver landsmaður éti helmingi meira af landbúnaðarafurðum en hann hingað til hefur gert. Sjá nánar á bls. 3 Er áfengislöggjöfin raunhæf aðhaldslög eða steindautt plagg? Sjá grein á baksíðu Að loknu fyrsta starfsári Borgarfjarðardeildar N.S. Neytendasamtökin í Borgar- firði geta ekki mælt með við- skiptum við Ferðamiðstöðina hf. — nema því aðeins að þessir aðilar sjái að sér og sýni meiri sanngirni Alþýðublaðinu hefur borist fréttabréf frá Borgarfjarðardeild Neytendasamtakanna og kemur þar eftirfar- andi fram: Eitt ár er nú liðið frá þvi að Neytendasamtökin hösluðu sér völl hér i Borgar- firði, en 21. janúar á sl. ári var haldinn hér fjölmennur kynningarfundur sem var upp- hafiðá þvi starfi sem hér hefur veriðhaldið uppi. Þá vorufélag- ar á starfssvæði deildarinnar 6, en eru nú 123 og sýnir það best hve mikilvægt er að hafa starf- andi deildir sem víðast urn landið, auk þess sem slikt fyrir- komulag hefur sýnt sig að hafa ótalmarga aðrakosti fyrirhinn almenna neytanda. Verðkannanir Við timamót sem þessi er ekki úr vegi að staldra við og rifja upp ihverjumeginstarf deildar- innar hefur veriö fólgiö. tJtgáfa fréttabréfsins hefur að öðru ó- löstuðu verið viöamestur og fjárfrekastur. Bréfi þessuhefur veriðdreifti öll hús á svæði sem afmarkast af Hafnarfjalli að sunnan verðu og vestur á Breiöuvik. Eflaust má deila um gildi verðkannanna sem þarna hafa birst, en þess má geta að i nokkrum tilfellum hefur vöru- verð fengist lagfært i framhaldi af þessum verðkönnunum. Auk þess er visst samstarf á milli Neytendasamtakanna og verð- lagseftirlitsins og fær deildin allar tilkynningar þaðan um samþykktir verölagsnefndar um nýtt vöruverð. Hér er einnig rétt að geta þess að aðeins hluti af þeim vörutegundum sem við könnum, birtist f fréttabréfinu, en að sjálfsögðu könnum við réttmæti vöruverös á öllum þessum vörutegundum sem eru um 100 talsins. Kvörtunarþjónusta Annar stór hluti i starfinu er kvörtunarþjónustan og eins og áður hefur verið getið er árang- ur þar mjög góöur, öll mál unn- ist aö einu undanskildu, mál sem varðar Ferðamiöstöðina h.f., en unnið er i þvi máli nú. Þvimiður er staða þess máls nú súog þá sérstaklega framkoma forstöðumanns þessarar ferða- skrifstofu þannig með ein- dæmum, að stjórn Borgar- fjarðardeildar Neytendasam- takanna getur ekki mælt með viðskiptum við þessa ferða- skrifstofu, nema þá aðeins að þessi aðili sjái að sér og sýni meiri sanngirni. Pétur Snæland h.f. brást vel við Sem beturferer það þó svo að flestir þeir aðilar sem deildin hefur þurft að hafa afskipti af, sýna miklu meiri skilning og sannar það að þeir taka fullt mark á hinum frjálsu samtök- um neytenda. Hérmá t.d. nefna fyrirtækið Pétur Snæland h.f., en einn félagi deildarinnar keypli þar vöru nýlega sem reyndist vera litilsháttar gölluð, galli sem reyndar sást varla Bætur þær sem kaupandi fékk voru þannig, að þær eru fyrir- tækinu til sóma og væri vonandi að önnur fyrirtæki sýndu um- kvörtunum kaupenda jafnmik- inn skilning og sanngirni. Réttur neytandans? Annar hluti i starfi kvörtunar- þjónustunnar er könnun á ýms- um fyrirspurnum um vöruverð og margt fleira, t.d. réttindi neytenda. En þvi miður er það svo að allt of oft er leitað til okk- ar þegar neytandinn hefur sætt Framhald á bls. 3 Geymslukostnaður smjörfjallsins 1000 milljónir á ári Nú munu vera i landinu birgð- ir af um 1400 tonnum af smjöri. Það er álit manna er til þekkja, að ef svo fer fram sem horfir verði birgðirnar um 2000 tonn að ári. Þá fékk Alþýöublaðið það staðfest hjá Stéttarsambandi bænda að geymslukostnaður vegna 1 kilós af smjöri muni nema um 600 kr. á ári. Geymslukostnaðurinn mun vera margþættur svo sem hús- næðiskostnaður, lánakostnaður ofl. Ef lögð er til grundvallar sú meöaltals aukning sem spáð er að verði á smjörfjallinu á næsta ári, þá má reikna með að meðal birgðir ársins verði um 1700 tonn. 1700 tonn eða 1700000 kg munu þá valda geymslukostn- aðiá næsta ári upp á 1040 miljón ir króna. Stjórnvöld með land- búnaðarráðherra i broddi fylk- ingar munu hafa uppi áform um að draga úr framleiðslunni, en gárungarnir segja að bændur hafi séð við yfirvöldum þegar þauboðuðu hækkun á kjarnfóðri með skattlagningu, þá hafi bændur fundið aur hér og þar og hamstrað kjarnfóöur. Það kom fram i viðtölum sem Alþýðublaðið átti við seljendur kjarnfóðurs, að salan hafi verið töluvert meiri i desember en á sama tima áður, hins vegar hefði breyting orðið á nú i janú- ar frá þvi sem var i desember og mætti segja aö salan nú væri eölileg miðað við árstima. Þá má i þessu sambandi geta þeirr- ar þróunar sem átt hefur sér stað á notkun kjarnfóðurs hér- lendis. Samkvæmt skýrslum Stéttasambands bænda kemur fram i reikningum fyrir sk. bú- reikningsbú að á árinu 1975 hafi meðal notkun kjarnfóðurs á ær- gildi numiö 26,5 kilóum. Hins vegar hefði kjarnfóðurnotkunin numið 37,5 kilóum á ærgildi áriö 1977. Þá mun ástand mála i land- búnaðinum viðar vera háska- legt. Heyrst hefur að fram- leiðsla siðasta árs hafi verið slik á landbúnaðarafuröum að i stað 6 milljarða I útflutningsbætur eins og lög leyfa og ætlað er á fjárlögum þessa árs þá muni þurfa að tvöfalda þá upphæð og nemi hún um 12 milljörðum. Ef af yrði þá næmu útflutn- ingsbætur einar saman um 3 milljónum króna á hvern bónda i landinu. Þá gefur það auga leiö aö við svo búiö veröur ekki un- aö, þvi verður aö fara fram at- hugun á þvi hver erlendur til- kostnaður sé við landbúnaðar- framleiðsluna. Þegar sá kostn- aöur er fenginn sést hve núver- andi landbúnaöarstefna er hag- kvæm fyrir þjóöarbúið. B. VÖRUTEGUND KJÖRBÓÐ KB VÖRUMARKAÐUR KB NESKJÖR VERSLUN JÓNS EGGERTSS Sykur 2 kg 378.- 341.- 340.- 340.- Flórsykur, dansulcker 1/2 kg. 153.- 162.- 150,- 153.- Púiursykur, brun farin 1/2 kg. 194.- 179.- - 149.r Hveiti Robin Hood 10 lbs.974.- Robin Hood - 5 lbs. 432.- 10 lbs. 864,- Pillsburys 10 lbs.900.- Pilsburys 10 lbs.820.- Pama hrismjöl 350 gr. 243.- 219.- 233.- 225.- Kartöflumjöl 1 kg. 249.- 266.- 300.- 220,- Rúgmjöl 2 kg. 411.- 2 kg. 391.- 5 kg. 725.- 2 kg. 290.- 1 kg. 138.- 2 kg. 276.- River Rice hrísgrjón 454 gr. ' 186.- 168.- - 175.- Cheerios 198 gr. 326.- - 330.- 300.- Coco Puffs 226 gr. 456.- - 456.- 430.- Royal lyftiduft 450' gr. 435.- 383.- 307.- 456.- Vanilludropar 90.- - 90.- 85.- Kókósmjöl 100 gr. 137.- 171,- - 160.- Royal vanillubúöingur 90 gr. 117.- 105.- 104.- 110.- Vilko súpa 264.- 230.- 201.- 195.- Holts mjólkurkex 250 gr. 199.- 173.- 198.- 195.- Frón mjólkurkex 400 gr. 300.- 226,- - 270.- Frón kremkex 305.- 254.- 279.- 335.- Franskbrauð 140.- - 136.- 130,- Grænar baunir, stór dós Coop 364.- Coop 318.- K.jónss.317.- ORA 327.- Tómatsósa, 340 gr. Libbys 268.- Coop 240.- Libbys 260.- Libbis 340,- Egg 1 kg. 1.170.- - 1.100.- 750,- Bananar 1 kg. 480.- - 360,- N 360.- Epli 1 kg. 420.- - 430.- 400.- Appelsínur 1 kg. 440.- - 425.- 420.- Vex þvottaefni 3 kg. 1.542.- 1.384,- 1.450.- - C-ll þvottaefni 3 kg. i 1.630,- 1.376,- 1.360.- 1 kg.í L.422.- 3 kg. 1.266,- Þessa verökönnun geröi Borgarf jaröardeild Neytendasamtakanna 30. januar s.l. 1 henni kemur f ram aö verslun Jóns Eggertssonar býður upp á hagstæðustu kjörin. Td. má benda á aö hjá Jóni kostar eitt kg. af eggjum kr. 750 en aftur á móti 1170 í Kjörbúðinni, eða kr. 420 i m;..mun. Fyrir þennan mismun má kaupa t.d. eitt kg. af eplum. Meö þvi aö gefa sér örlitinn tima til aö skyggnast ofan í þessa könnun getur fólk sparað sér mikinn pening.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.