Alþýðublaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.02.1979, Blaðsíða 1
alþýðu- Fimmtudagur 22. febrúar 1979, 38. tbl. 60. árg. Jafnaðarmenn Gerizt áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag ALÞYÐUBANDALAGIÐ RUNNID A RASSINN MEP ÖLL STÚRYRÐIN Lúðvík gafst hreinlega upp í sjónvarpsþættinum um efnahagsmál Sighvatur kom vift kaunin á Lúðvik Ekki varð betur séð, eftir að hafa horft á sjónvarpsþáttinn um efnahagsmál s.l. þriðjudagskvöld, en að Alþýðubandalagið væri að renna á rassinn með öll stóryrðin. For- maður Alþýðubanda- lagsins, Lúðvik Jósefs- son reyndi samt að þvi er virtist að klóra máttleysislega yfir mistök sin án þess að geta sannfært áhorf- endur, þvi öll vopn voru bókstaflega numin brott úr höndum hans. Alþýðublaðið hafði samband við Sighvat Björgvinsson alþingismann og innti hann álits á þættinum og einnig hvað hon- um finndist um ofangreint álit Alþýðublaðsins. Sagði Sig- hvatur eftirfarandi: Égmetþað þannig að Alþýðubandalagiö sé búiö að gera sér þaö ljóst að þeir hafi og þó sérstaklega ráö- herrar ftokksins með þessari bókun hlaupiö stórkostlega á sig og hafi raunverulega rokið til að algerlega óathuguðu máli og Lúðvlk Jósefsson sé fyrir löngu búinn að gera sér þaö ljóst þrátt fyrir öll stóryrðin sem hann hefur haft yfir og það sé auð- vitað ekki stætt á þvi fyrir Alþýðubandalagiö aö vera að leggja fyrir þingiö ákveðna hluti i dag og gera svo bókanir á morgun um það aö þessir hlutir sem þeir er u aö biðja þingið um aö samþykkja stefiii þjóðinni I atvinnuleysi. Ég tel fullvist eftir þessuað Alþýðubandalagið ætli að leita sér að einhverri afsökun til þess aðgeta fylgt þessu. Útaf fyrir sig er allt i lagi að gefa þeim hana ef þá langar til þess að koma með einhverjar mein- ingarlitlar viðbætur sem að litlu breyta um efni málsins, þá er þaö guövelkomiö. —gbk Lúbvflc áttí i vök að verjast. LEITAÐ ALITS VEGFARENDA A SJONVARPSÞÆTTINUM Vegna þeirra um- ræðna er áttu sér stað um efnahagsmál i sjón- varpinu s.l. þriðju- dagskvöld lagði blaða- maður Alþýðublaðsins leið sina inn á nokkra vinnustaði og innti menn álits á þættinum og hvað þeim hefði fundist koma út úr hon- um. haldi velli þó svo að mönnum greini á. Þaö er ósköp eölilegt þegar um samstjórn þriggja flokka er að ræða”. Þá rakst blaöamaöur AB á matreiðslunema Gunnar Ar- sælsson að nafni. Sagði Gunnar Guðmundur Sigurðsson verslunarmaður Heiðdal Jónsson pfpulagn- ngamaður Blaðið hitti fyrstan að máli Guðmund Sigurösson versl- unarmann. Sagöi Guðmundur að sér hefði fundist þátturinn I heild skemmtilegur og að sinum dómi hefði Sighvatur Björgvins- son veriö málefnalegastur. Þá sagði Guðmundur að sér hefði þótt Lúðvik Jósefsson vera nokkuð sér á parti, jafnvel I öðr- um heimi, allavega hefði hann ekki skilið það sem hann hefði veriðaðreynaaö útskýra. Þetta hefði veriö hálf þokukennt hjá honum. Næstur varð fyrir svörum Heiðdal Jónsson pipulagninga- maður. Heiðdal sagði: ,,Eg fæ ekki betur séð en að stjórnin Óskar Sigurðsson fram- kvæmdastjóri hjá Hilti umboð- inu varö næstur á vegi blaöa- manns AB. Honum fannst að Al- þýðubandalagiö væri nú 100% búiðaö fara hringinn i kringum sig. Taldi Óskar það liklegast að þeir I Alþýðubandalaginu vissu nánast ekki lengur hvaö þeir væru aö samþykkja enda hefðu þeir ef til vill takmarkaö vit á efnahagsmálum. Óskar taldi að Geir Hallgrimsson hefði komiö Að lokum hitti blaðið Ragnar Guöjónsson, sem i fyrstu vildi ekki tjá sig neitt um þáttinn en sló svo til. Sagöi Ragnar að sér Gunnar Arsælsson matreiöslunemi að sér hefði þótt LúðvDc ákaf- lega linur. Hann heföi ekki átt nein svör við ábendingum Sig- hvats, varðandi þaö að Alþýðu- bandalagið væri að gera bókun um þaö sem þeir heföu áður verið búnir að samþykkja. Þá sagði Gunnar I lokin aö sér hefði fundist þátturinn i heild nokkuð fjörugur. Geir og Óiafur heföu staðið sig ágætlega og einnig Sighvatur. Óskar Sigurðsson kvæmdastjóri fram- sterkast út úr þættinum, en tók fram að ábending Sighvats heföi svo sannarlega skotiö Lúðvik skelk i bringu, þvi hann hefði hreinlega koðnað niður. Ragnar Guðjónsson hefði fundist þátturinn efnislega lélegur þar sem umræðurnar áttu fyrst og fremst að snúast um efnahagsmál en hann heföi ekki betur séð en aö þátturinn heföi snúiö um flest annað en efiiahagsmál. Þá sagði Ragnar aö þaö væri nú greinilegt að Ólafur Jóhannesson forsætis- ráöherra hagaði seglum eftir vindi. Hann væri ekki að hugsa um þjóðarhag heldur fyrst og fremst um flokkshagsmuni. Fannst Ragnari Geir vera skárstur af þeim sem fram komu i þættinum. —gbk Fæðingarorlof kvenna í sveitum Nokkrir þingmenn Alþýðuflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar að lútandi Lögö hefur veriö fram í sameinuðu þingi tillaga til þingsályktunar# um fæðingarorlof kvenna í sveitum. Flutningsmenn eru þingmenn Alþýöu- flokksins/ þau Árni Gunnarsson, Jóhanna Siguröardóttir, Finnur Torfi Stefánsson og Eiður Guðnason. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að skora á rikisstjórnina að beita sér fyrir þvi, aö eiginkonur bænda og aör- ar útivinnandi konur I sveitum fái notið fæöingarorlofs er jafngildi þeim fæðingarorlofsgreiöslum sem nú eru I gildi. 1 greinargerö sem þingsálykt- unartillögunni fylgir segir: Um árabil hafa konur, félagar I verkalýðsfélögum, fengið greitt fæðingarorlof. Þessar greiöslur hafa nýverið hækkað allverulega og nema nú 426 þúsund krónum miðaö við 90 daga orlof vegna barnsfæðinga. A slðasta ári greiddi Atvinnu- leysistryggingasjóður 295,5 milljónir króna I fæðingarorlof, en ætla má að heildarfjárhæö i ár veröi 450 miljónir króna eftir hækkanir, sem nýlega voru ákveðnar. Tilgangurinn með þessum greiðslum er aö bæta mæðrum. tekjutap, sem þær verða fyrir, vinni þær utan heimilis og kaup- greiöslur til þeirra falli niöur vegna fjarveru frá störfum I tengslum við barnsfæðingar. Meðal kvenna i sveitum, sem enga aðild eiga að stéttarfélögum eru þessar orlofsgreiðslur óþekktar. 1 þessu felst mikið mis- rétti, stéttamisrétti, sem ástæða er til að vekja athygli á og færa til betri vegar. Samkvæmt búreikningum er vinnutimi eiginkvenna bænda, utan heimilis, 800 kiukkustundir á ári. Hinn 1. mars s.l. var timakaup þeirra I dagvinnu 703 krónur, 984 krónur 1 eftirvinnu og 1266krónur i nætur- og helgidaga- vinnu. Lætur nærri að vikulaun hafi numið tæplega 41 þúsund krónum og árslaun 2.1 milljón. Þótt vinnutimi til sveita sé mjög óreglulegur, ef miðaö er við fastan vinnutima fólks i stéttar- félögum, mun varla hvarfla aö nokkrum manni að draga i efa Framhald á bls. 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.