Alþýðublaðið - 22.02.1979, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.02.1979, Qupperneq 4
alþýou blaöið Cftgefandi Alþýöuflokkurinn v Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Siðu ' Fimmtudagur 22. febrúar 1979. múla 11, simi 81866. Frumvarp til laga um Stjórn efnahagsmála og ráðstafanir til þess að draga úr verðbólgu og stuðla að framförum í þjóðarbúskapnum þriðji hluti Um 25. gr. Hér er gerö tillaga um viðmiö- un fyrir aukningu peningamagns á næstu tveimur árum. Peninga- magn má skiigreina með ýmsum hætti. í þrengri skilgreiningu er átt viö samtölu seðla og myntar i umferð og veltiinnlána, þ.e. inn- stæðna á sparifjárávisanareikn- ingum og hlaupareikningum. Er einkum miðað viðþað hugtak hér Auk þess má svo vikka hugtakið og bæta þá viö innstæöum á al- mennum sparifjárbókum. I við- asta skilningi er svo loks bætt við bundnum sparifjárinnstæðum. Vegna þess aö ýmsar utanaðkom- andi breytingar geta haft áhrif á þessa stærð, veröur hér að vera um stefnuyfirlýsingu að ræöa, fremur en alveg ákveðið mark. Hins vegar er það ákveðinn vilji rikisstjórnarinnar, að peninga- málum verði beitt á virkari hátt en verið hefur til viðnáms gegn veröbólgu. Til þess aö svo megi verða þarf að gera breytingar á nokkrum helstu stjórntækjum peningamála, auk þess sem jafn- vægi i rikisfjármálum er mikil- væg forsenda þess að aukning peningaframboðs sé hófleg. Um 26. gr. 1 þessari grein eru geröar til- lögur um breytingar á laga- ákvæðum um bindiskyldu inn- lánsstofnana i Seðlabankanum. Breytingin er þriþætt: I fyrsta lagi er tenging bindiskyldunnar við endurkaup Seðlabankans á af- urðalánum felld úr lögum, en þessi tenging hefur dregið mjög ur möguleikum þess að nota bindiskylduna til aö hafa áhrif á peningaframboð og útlán banka- kerfisins, sem er megintilgangur innlánsbindingarinnar. Endur- kaup afurðalána er hægt að fjár- magna á ýmsan annan hátt, m.a. að hluta með erlendum lánum, sem er nærtækt nú, þegar upp hefur veriö tekin gengistrygging ásamt lágum vöxtum af þessum lánum. 1 ööru lagi er'lagt til, að hámarkshlutfall bundinna inn- stæöna, sem verið hefur 25%, verði hækkað i 30%. Sé hlutfalliö lægra, getur Seðlabankinn ákveð- iö aö greiöa beri hærra hlutfall af innlánsaukningu, þar til hámark- inu er náð. En i þriöja iagi er ein- mitt lagt til i ákvæði til bráða- birgða, að þetta jaöarhlutfall verði fyrst um sinn 35%, eða þar til annað veröur ákveðiö. Með þessu móti væri peningatækjum beitt á móti straumi verðbólg- unnar þegar i staö. Um 27. gr. 1 þessari grein er .lagt til að bætt verði I Seðlabankalögin ákvæði um viðmiðun gengis- skráningar islensku krónunnar á hverjum tima. Brýnt er að þessi almenna viðmiðun sé bundin i lög, þegar um jafnmikilvægt hag- stjórnartæki og gengisskráningu er að ræða, Um 28. gr. I þessari grein er gerð tillaga um þaö, að tekin verði upp I áföngum á þessu og næsta ári al- menn verötrygging, en vextir verði jafnframt lækkaðir. Hin öra verðbólguþróun hérlendis að undanförnu hefur eðlilega leitt til þess, að ieitaö er leiöa tii þess aö leiörétta skekkju af völdum verð- bólgunnar á ýmsum sviðum efna- hagslifsins. En tilfærsla eigna frá þeim, sem skulda i peningum með vöxtum, sem liggja undir hraða verðbólgunnar, til hinna. sem geyma fé sitt á vöxtum undir verðbreytingum, er ef til vill einn alvarlegasti fylgikvilli veröbólg- unnar. Auk eignatilfærslu fylgir þvi ástandi, sem hér hefur rikt. óhófleg eftirspurn eftir lánsfé og jafnframt brenglar veröbólga mat á framtiðargildi fjárfesting- ar, þegar raunverulegur vaxta- kostnaður kemur ekki fram i lánskjörum. Leiöirnar til þess aö verjast þessu eru tvær: Hækkun nafnvaxta eöa verðtrygging með lágum vöxtum. Hækkun nafn- vaxta og lækkun eftir verðbólgu- stigi hefur ýmsa ókosti, sem verötrygging hefur ekki, einkum ef hraði verðbólgunnar er breyti- legur. A hinn bóginn er ljóst, að verðtrygging eftir á hentar ekki i öllum iánsviðskiptum til skamms tima. 1 þessari grein er lagt til, að stefnt verði aö verðtryggingu — og þar meö jákvæðum en lág- um raunvöxtum — með vaxta- ákvörðun Seölabankans á næst- unni. Hér er um vandasamt verk að ræða, sem hlýtur að taka nokk- urn tima að koma á, en i frum- varpi þessu er mörkuð skýr stefna i þessu efni. VI. kafli— Um verðtrygg- ingu sparif jár og lánsf jár. Þaö er eitt af markmiðum rikisstjórnarinnar i peningamál- um, aö tryggja örugga ávöxtun sparifjár með þvi að verðtryggja sparifé landsmanna og almanna- sjóða. I iögum um verðtryggingu fjárskuldbindinga nr. 71/1966 er gert ráð fyrir verulegum tak- mörkunum á notkun verðtrygg- ingarákvæða i lánsviðskiptum. 1 tillögum þessa kafla felst, að þau ákvæði, sem hér er gert ráð fyrir komi i stað lagá nr. 71/1966. Það er meginstefna þessara til- lagna, að tekin verði upp sem al- mennust verðtrygging á inn- og útlánum. Með samþykkt þeirra væru þvi sett almenn lagaákvæði um ákvörðun verðtryggingar, bæði i viðskiptum innlánsstofn- ana og utan þeirra, en nánari reglur varðandi verðtryggingu yröu settar af Seölabankanum með sama hætti og vextir eru ákveðnir. Gert er ráð fyrir þvi, að verðtrygging útlána verði einkum með þeim hætti, aö verðbótaþátt- ur vaxta er leggist viö höfuðstól láns i lok hvers vaxtatimabils. Þetta hefur þau áhrif, að raun- verulegri greiðslubyrði afborg- ana er dreift sem jafnast á láns- timann.Þessi aðferð er þó ekki framkvæmanleg, að þvi er varöar viöskiptavixla, og verður þvi að taka tillit til verðtryggingar við ákvörðun forvaxta og verðbóta- þáttar þeirra. Þau lánskjör, sem þannig yröu ákveðin fyrir innlánsstofnanir, yröi einnig heimilt að nota i öllum sambærilegum viðskiptum aðila utan bankakerfisins. 1 reynd yrði þvi heimilt aö taka upp almenna verðtryggingu i lánsviðskiptum t.d. sem tengd eru kaupum og sölum á fasteignum, framleiöslu- tækjum eöa öðrum varanlegum verðmætum. Slík verðtryggö við- skipti yrðu háö þeim reglum, sem Seðlabankinn setur um þau efni. 1 tillögunum er gert ráö fyrir sérstökum reglum um lánskjör fjárfestingarlánasjóða og um heimildir lifeyrissjóða til að veita verðtryggð lán, en lifeyrissjóöum yrði að sjálfsögðu einnig heimilt aö veita lán með sömu kjörum og innlánsstofnanir. 1 tillögunum eru aimenn ákvæði um helstu skilyrði, sem reglur um verðtryggingu verða að full- nægja. Gert veröur ráð fyrir þvi sem meginstefnu, aö verðtrygg- ing miðist viö opinbera, skráða vísitölu, en einnig yröi heimilt að leyfa verötryggingu, er miöist t.d. við gengi erlends gjaldeyris, breytingu á tilteknu vöruveröi eða visitölu, sem byggist á meðaltali nokkurra verðþátta. Meöal formskilyröa, sem sett eru fyrir verötryggingu, má nefna, aö verðtryggt sparifé, kröfur og skuldbindingar séu ætiö skráðar á nafn, og aö getið sé verðtrygg- ingar, þegar skuldbindingar eru færðar i veðmálaskrár og á veö- bókarvottorð. Almenn upptaka verðtrygging- ar sparifjár og lánsfjár hefur áhrif á ýmis önnur atriöi, sem taka verður til endurskoðunar. Má þar nefna, að verðtrygging krefst samræmingar á ákvæðum skatta- og bókhaldslaga um endurmat eigna og meðferö verð- bóta. Þá verður nauðsynlegt aö heimila endurmat vörubirgða i samræmi viö verðlag. Um 29. gr. Það er meginstefna þessara til- lagna að heimila verötryggingu sparifjár og lánsfjár, eftir þeim reglum, sem koma fram I tillög- um þessa kafla og ætlaö er aö tryggja sanngjarna og örugga framkvæmd. t 29. gr. er veitt al- menn heimild til verðtryggingar og þar meö fallið frá þeirri nei- kvæðu framsetningu, sem ein- kennir 1. gr. 1. 71/1966. Einnig er fallið frá hinni rúmu skilgrein- ingufjárskuldbindinga, sbr. 1. gr. 1. 71/1966 og gildissviðið tak- markað við hreinar fjárskuid- bindingar eða peningalánsvið- skipti, án ihlutunar i verðmyndun raunverðmæta.sbr. og 1. mgr. 30. gr. frumvarpsins, og öll slik við- skipti við banka, þ.m.t. innlán. Hugtakið verðtrygging er tekiö i viðri merkingu og á við hvers konar tilvik, þar sem um er að ræöa, að greiösla eöa fullnæging fjárkröfu sé tengd breytingu á visitölu, vöruverði, gengi gjald- eyris, þegar það á við i endurlán- um eöa annarri viðmiðún. Um 30. gr. Gildissvið ákvæða þessa kafla er takmarkað við skriflegar skuldbindingar, sem tilgreindar eru I peningum, hvort sem stofn- að er til þeirra með beinni lán- töku, óviðkomandi öðrum lög- skiptum aöila, eöa þá að þær standa eftir aö afloknum skilum efnislegra verðmæta eða þjón- ustu, er aðilar hafa samið um, t.d. eftirstöðvar kaupverðs húsnæðis eða bifreiðar. Um31.gr. Ljóst er, að með tillögunum, ef að lögum verða, er fariö inn á svið, þar sem erfitt er að sjá fyrir um ýmis tæknileg atriði. Er óum- flýjanlegt að fela opinberum aðila eftirlit með framkvæmd laganna og veitingu heimilda um verö- tryggingu. Seðlabankanum er áfram falið að hafa þetta verk- efni meö höndum. Honum hefur verið falin yfirumsjón peninga- máia og fengið I þvf sambandi m.a. ákvörðunarvald um vexti, bæði innan bankakerfisins sem utan. Likt er farið um vexti og verðbætur. Við framkvæmd lag- anna yrði bankinn að ákveða vaxtakjör í verðtryggðum samn- ingum með hliðsjón af aðstæðum hverju sinni, þ.á m. verðtrygg- ingu þeirri, sem um er aö ræða og timalengd samninga. Ætla má, að vextir i verðtryggðum samning- Framhald á bls. 2: Tekiö á móti gestum að búlgörskum sið Dansarar sýndu búlgarska þjóðdansa Hótel Loftleiðir kynnir Búlgaríu næstu daga STOFNUÐ VERÐA VINATTUSAM- TÖK (SLANDS OG BÚLGARfU A fundi meö fréttamönnum s.l. þriöjudag kom fram aö hinn 22. febrúar hefet á Hótel Loftleiöum Búlgariukynning sem mun standa i 11 daga, eða til og með 4. mars n.k. Þaö er Ferðaskrifstofa Kjartans Heigasonar ásamt Hótel Loftleiðum sem standa mun fyr- ir kynningu, en þátttakandi er einnig Grand Hotel i Varna i Búlgarfu sem leggur til matreiðslumeistara sinn, Ivan Mitev, og aðstoðarstúlku hans, sem einnig er frægur matreiðslu- meistari. I tilefni BUlgariukynn- ingarinnar er nú staddur hér á landi hótelstjórinn á Grand Hotel Varna. Atanas Gugley, en auk hans er hér 13 manna hópur sem tekur þátt i Búlgörsku kynn- ingunni. Fyrirliðinn er StÚian Petrof, túlkur er Anne Anguelova. Þá eru i hópnum þrir tónlistarmenn, sem leika undir söng og þjóðdönsum og ennfrem- ur fyrir dansi i Vikingasal. Alls eru dansarar sex, og þeir sex- menningarnir munu sýna þjóðdansa frá hinum ýmsu héruðum Búlgariu. A Búlgariu- kynningunni verða að sjálfsögðu þjóölegir búlgarskir réttir á boðstólum i Vlkingasal Hótel Loftleiöa og munu þar leggja saman snilli sina þau Ivan Mitev, yfirmatsveinn á Grand Hotel Varna, Elefterka Dimitrova, og Þórarimi Guölaugsson yfirmat- sveinn á Hótel Loftleiöum og hans lið. Búlgörsk vin, hvitvin og rauðvin, verða á boðstólum, en búlgarar eru þekktir fyrir vand- aða vinframleiðslu. Það eru þeir Emil Guðmundsson aöstoðar- hótelstjóri að Hótel Loftleiðum og Kjartan Helgason forstjóri sem boriö hafa hita og þunga undir- búnings Búlgariukynningarinnar hér á landi. 1 Grand Hotel Varna er nokkur hluti hótelsins sérstaklega út- búinn til heilsuræktar. Yfirmaður þar er Dr. Mariam Vartanian og er hún stödd hér á landi meö hópnum um þessar mundir. Flestír gestir i Grand Hotel Varna nota einhvern hluta dvalar sinnar til heilsuræktar. Aö kveldi miðvikudags 28. febrúar mun verða efnt til fundar i Vikingasal Hótels Loftleiða og þar verða stofnuð vináttusamtök Islands og Búlgariu. Sem fyrr segir leikur búlgarskt trió við sýningar listafólksins og ennfremur fyrir dansi að sýn- ingaratriðum loknum. Búlgariu- kynningin hefst sem fyrr segir 22. febrúar og lýkur 4. mars. Á fundinum var fréttamönn- um gefinn kostur á að sjá og heyra og einnig bragöa á þvi sem væntanlegum gestum hótelsins verður boðið upp á og veröur að seg jastað hér sé um mjög vandað prógramm að ræða þannig aö fólki ætti ekki að leiðast sem legg- ur leið sina á Búlgariukynning- una að hótel Loftleiðum næstu daga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.