Alþýðublaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. mars 1979, 54. tbl. 60. árg. Jafnaðarmenn Gerist áskrifendur að málgagni ykkar — Alþýðublaðinu, strax í dag Efnahagsumræðurnar: Um hvað er deilt? Fellir Alþýðubandalagið ríkisstjómina? Frumvarp forsætis- ráðherra til laga um stjórn efnahagsmála o.fl. var lagt fram i efrideild Alþingis i gær sem 230. mál þingsins. Frumvarpið skiptist i 12 kafla, sem birtast á fyrstu 12 siðum þess, á siðustu 23 siðunum má sjá athugasemdir og lista yfir ýmsa sjóði og tekjustofna, sem frum- varpið tekur til. Frum- varpið markar tima- mót að þvi leyti að það gerir ráð fyrir stór- felldum breytingum á stjórn efnahagsmála. Þar meö er ótvirætt stigiö framfara spor I átt til betri stjórnunar. Efnislega má segja aö greina megi frumvarpiö i tvo þætti, þann sem tekur til baráttunar gegn veröbógunni á næstu dögum og vikum og þess sem ætlaö er aö skili árangri er fram I sækir. Um siöari þáttinn má segja aö ekki sé um hann deilt og þá kafla sem hann snerta. Hinn þátturinn, sá fyrri er ástæöa þeirra deilna sem nú standa yfir milli Alþýöubanda- lagsins annars vegar og Fram- sóknar og Alþýöuflokks hins vegar. Eins og gjarnan vill veröa i slikum deilum tala stjórnmála- mennirnir oftast i kross og vill þvi svo fara aö fólk á erfitt meö aö meta hver hafi á réttu aö standa. Þannig talar Alþýöu- bandalagiö um kaupránsflokk- ana og bendir á þvi til sönnun ar aö ef látiö veröi undan stefnu hinna flokkanna muni kaup hækka mun minna i júni næst- komandi en ef þeirra stefnu veröi fylgt. Þvi til sönnunar nefna þeir aö kauprániö muni nema um 6—7% þann 1 júni. Svo langt sem þaö nær hafa þeir Al- þýöubandalagsmenn nokkurn veginn á réttu aö standa þótt ekki sé endanlega hægt aö staö- festa hver hækkunin veröi 1 júni fyrren um 20 mai. Alþýöuflokk- ur og Framsóknarflokkur telja hins vegar aö samkvæmt frum- varpinu þá sé ekki um kauprán aö ræöa;aö visu veröi krónutala launa minni ef fariö veröi eftir frumvarpinu enef látiö veröi aö kröfum Alþýöubandalagsins en istaöinnfyrir gagnlausafjölgun króna komi aukinn kaupmáttur i staöinn. H1 þess aö glöggva sig á mis- munandi afstööu flokka og manna þarf aö gera samanburö á sÆgeröunum meötilliti til þess tima sem stjórnmálamennirnir nota I málflutningi sinum. Þannig er augljóst aö sé timabil Alþýöubandalagsmanna lagt til grundvallarfþaöer timinn Ijúni, þá hafa þeir rétt fyrir sér. Hins vegar sé reiknaö meö aö timinn stoppi ekki 1 júni heldur haldi áfram aö liöa eins og hingaö til þá er flest sem bendir til þess aö röksemdir framsóknar- manna og alþýöuflokksmanna séu réttar enda þæi: einu sem taka til langs tima. Höksemdir Alþýöuflokks og Framsóknar eru þær aö veröi veröbólga meiri en 30% á árinu þá muni þaö valda þvf aö fjárlög veröi meö halla og sá halli veröi fjár- magnaöur meö prentun seöla i Seölabanka, þá muni láns- fjáráætlun engan veginn stand- ast og til þess aö hægt veröi aö tryggja næga atvinnu veröi aö leita erlendra lána af öllu þessu muni þaö eitt hljótast, aö vegna þessaö 1 júni hafi kauphækkaö umfram getu þjóöarbúsins þá veröi veröbólgan slfk aö er liöi aö áramótum þá yröi kaupmátt- ur tekna ekki meiri en ef fariö yröieftir frumvarpinu. Þaö sem’ ynnist meö þvf aö frumvarpiö yröi aö lögum er aö þá væri i fyrsta sinn um mörg ár hæet aö segja aö stjórn væri á efnahags málum þjóöarinnar. Sem sagt ef Alþýöubandalagiö getur stöövaö tlmans rás þann 1 júni næstkomandi þá hafa þeir rétt fyrir séri-ef ekki þá er mál- flutningur þeirra mjög vafa- samur svo ekki sé haröar aö kveöiö. —BPM. Þingmaður auglýsir innræti sitt Taugaveiklun Alþýöu- bandalagsþingmanna verður meiri og víðfeðm- ari með hverjum deginum. í umræöum utan dagskrár á Alþingi I gær vakti Sighvatur Björgvinsson athygli á þvi, aö kvöldiö áöur heföu birst löng viö- töl viö Lúövik Jósefsson bæöi i út- varpi og sjónvarpi, þar sem hann jós sviviröingum yfir Alþýöu- flokkinn án þess þar væri nokkur til svara. Taldi Sighvatur aö hér heföi rikisfjölmiölum oröiö á alvarleg mistök. Ólafur Ragnar Grfmsson hélt þá furöulega ræöu. Sagöi hann aö á sunnudagskvöld heföi komiö frétt f útvarpi um samkomulag þaö, sem þá heföi náöst milli ráö- herra i rikisstjórninni. Fréttin heföi þannig veriö til komin, aöó nefndur þingmaöur Alþýöu- flokksins heföi hringt I frétta- mann útvarps, og lesiö honum fyrir fréttina. Samkomulag heföi veriö gert milli þingmannsins og fréttamannsins aö halda nafni þingmannsins leyndu! Ólafur Ragnar sagöist hafa hringt i Fréttastofuna og talaö viö ó- nefndan fréttamann sem heföi gefiö sér þessar upplýsingar. Margir þingmenn kölluöu fram i og báöu þingmanninn aö nafn- greina fréttamanninn. Eftir hik og vafninga nefndi þingmaöurinn nafn Gunnars Eyþórssonar, fréttamanns. Sighvatur Björgvinsson vék þá úr þingsal og hringdi á fréttastofu útvarps. Þar ræddi hann viö Gunnar Eyþórsson, fréttamann og var svar hans einfalt: Hann haföi engar slikar upplýsingar gefiö ólafi Grimssyni. Sighvatur greindi siöan frá þessu i ræöu. Gunnar Eyþórsson mætti nokkru siöar i Alþingi. 1 ljós kom aö ummmæli þing- mannsins voru ósönn meö öllu. 1 vandræöum sinum i ræöustól greip hann til þess ráös aö ljúga þvi, aö fréttamenn útvarps láti þingmenn Alþýöuflokks lesa fyrir sér fréttir, og ber nafngreindan fréttamann fyrir óhróörinum. Þessi uppákoma Ólafs Ragnars Grimssonar fékk þær undirtektir á Alþingi sem hún veröskuldaöi. Ragnhildur Hegladóttir ræddi siöan um málflutning stjórnar- liöa. „Málflutningur annars, en innræti hins”, kallaöi þá Sighvat- ur Björgvinsson fram i. Þessi viöbrögö annars arms i þingflokki Alþýöubandalagsins eru meö ólikindnum. 1 þing- flokknum slást þeir Lúövlk og ólafur Ragnar viö Svavar Gests- son og Hjörleif. Aþýöublaöiö hefur ekki nákvæmar fréttir af þvi hvernig þau slagsmál ganga. I þingsölum er reiöinni siöan beint aö þingmönnum Alþýöu- flokksins, meöal annars meö þeim hætti, sem aö framan grein- ir. —G.B.K. Efnahagsumræðurnar: Prósenturugl Lúðvíks má ekki villa mönnum sýn segir Karl Steinar Guðnason formaður Verkalýðs- og sjómanna félags Keflavíkur „Ég tel að það sé höfuðatriði að horfa á kaupmáttlauna en ekki krónufjöldann” sagði Karl Steinar Guðnason er Alþýðublaðið hafði tal af honum í gær. — En hvaö meö þau ummæli Lúöviks Jósefesonar þar sem hann segir aö frumvarpiö feli i sér kjaraskeröingu? Prósenturugl Lúövlks má ekki villa mönnum sln, þvi hann viröist nú hafa þaö eitt aö mark- miöi aö sprengja ríkisstjórnina. Framlag hans til umræöunnar um efnahagsfrumvarpiö hafa nú þegar skaöaö stjórnarsam- starfiö verulega og þá um leiö einingu verkalýöshreyfingar- innar. Nú þurfa hin almennu verka- lýösfélög aö taka höndum sam- an um þaö aö leita eftir sáttum. Égfinn þaö aö innan verkalýös- hreyfingar og á meöal verka- fólks er mikill vilji fyrir því aö stjórnin haldi velli. Hlaupi Al- þýöubandalagiö frá boröi nú, veröskuldar þaö ærlega refs- ingu þess fólks er stjórn. vildi vinstri —GBK Besta kjarabótin er að ná verðbólgunni niður segir Bragi Sigurjónsson ,,Ég held að ekki verði hægt að komast að samkomulagi nema Alþýðubandalagið Karl Steinar: Nú þurfa hin af- mennu verkalýösfélög aö taka höndum saman um þaö aö leita eftir sáttum. ins, teluröu aö þeir muni einnig sitja hjá viö atkvæöagreiösi- una? Mér er ekki kunnugt um af- stööu annarra þingmanna Sjálf- stæöisflokksins til frumvarpsins og get þvi ekki sagt neitt um þaö. Albert Guðmundsson: „Sit að öllum líkindum hjá” Hvað gera hinir Sjálf- stæðismennirnir? „Það þarf að breyta efnahagsfrumvarpi ólafs það mikið til sam- ræmis við stefnu Sjálf- stæðisf lokksins að ég mun því að öllum líkind- um sitja hjá atkvæða- greiðslu komist frum- varpið til neðri deildar" sagði Albert Guðmunds- son alþingismaður er blaðamaður Alþýðu- blaðsins rakst á hann í Alþingi í gær og innti hann eftir afstöðu hans til frumvarpsins. — En hver er afstaöa Sjálf- stæöisflokksins til frumvarps- hugsi sin mál að nýju”, sagði Bragi Sigurjóns- son er Alþýðublaðið innti hann álits á þvi hvort hann teldi að samkomulag gæti náðst. „Ég teldi þaö æskilegt ef þaö tækist aö ná samkomulagi. En þaö er bjargföst skoöun min eins og annarra þingmanna Al- þýöuflokksins aö besta kjara- bótin sé aö ná veröbólgunni niö- ur og meira máli skiptir kaup- máttur launa heldur en sjálf launaupphæöin. Ég held aö Al- þýöubandalagiö vilji láta kasta til sin einhverskonar björgunar- hring til þess að koma sér út úr þeim vanda sem þeir eru auð- sjáanlega I.” —GBK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.