Alþýðublaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 4
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu-
múla 11, sími 81866.
Föstudagur 16. mars 1979
Heilbrigðisþjónusta við
aldraða verði könnuð
Jóhanna Sigurðardóttir leggur
fram þingsályktunartillögu
ásamt þremur öðrum
þingmönnum Alþýðuflokksins
um að svo verði gert
Lögð hefur verið fram
þingsályktunartillaga um
könnun á heilbrigðis- og
félagslegri þjónustu fyrir
aldraða. Flutningsmenn
eru, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, Bragi Níelsson,
Arni Gunnarsson og
Gunnlaugur Stefánsson.
Tillagar hljóðar svo:
Alþingi ályktar aö skora á rlk-
isstjórnina aö láta fara fram
könnun á heilbrigðisþjónustu
fyrir aldraða með tilliti til bæði
félagslegra og heilsufarslegra
sjónarmiða.
Sérstaklega skal athugaö að
koma á samræmdu skipulagi
þessara mála, sem byggðist á
samstjórn og samræmingu allra
þátta heilbrigðis- og félagslegr-
ar þjónustu viö aldraða, — sem
gæti auðveldað yfirsýn yfir
brýnustu þörf á sjúkrahúsvist,
langlegudvöl, heimahjúkrun,
heimilisþjónustu og dvalar-
Þó að mikiö hafi verlð gert hér á landi til að beta heilbrigðis- og
félagslega þjónustu við aldraða, þá á enn mjög langt I land að
aldraðir búi við þá heilsugæslu og ýmsa félagslega þjónustu sem
þeirn er nauðsynleg.
Hjúkrunardeild Hátúni lOb: Hús þetta er eitt af þeim stofnunum er veitir öldruðum heiibrlgðisþjónustu.
heimilum fyrir aldraöa, auk
þess sem það gæti tryggt hag-
kvæmni á ýmsum sviðum.
A grundvelli sllkra kannana
skipi heilbrigðis- og trygginga-
málaráðherra nefnd til að gera
tillögur um umbætur og sam-
ræmingu á heilbrigðis- og fé-
lagslegri þjónustu aldraöra —
og skulu þær tillögur liggja fyrir
eigi siðar en I árslok 1979.
1 greinargerð með frumvarp-
inu segir:
Þó aö mikið hafi verið gert
hér á landi til að bæta heilbrigð-
is- og félagslega þjónustu við
aldraöa, þá á enn mjög langt i
land að aldraðir búi við þá
heilsugæslu og ýmsa félagslega
þjónustu sem þeim er nauðsyn-
leg. Vandamál aldraðra sjúkra
eru llka oft á tlðum viðkvæm og
vandmeðfarin.
Þættir heilbrigðis- og félags-
legrar þjónustu við aldraöa
gera verið margvlslegir og oft
mjög samofnir. Má þar nefna
öldrunarþjónustu I formi
skammtíma innlagnar á öldrun-
ardeild, sem í felst endurhæfing
hvers konar svo og nauðsynleg
lyfjameðferð, — göngudeildar-
starfsemi, — dagspitalar þar
sem sjúklingar koma nokkra
tlma á dag tvisvar til þrisvar I
Jóhanna Slgurðardóttir: fyrsti
flutningsmaöur þingsólyktun-
artillögunnar um könnun á heil-
brigðis- og félagslegri þjónustu
fyrir aldraða.
viku og fálæknisfræðilegt eftirlit
og endurhæfingu, — lengri
sjúkrahúsvist, — heimahjúkr-
un, heimilisþjónusta, svo og
langlegudvöl, auk margs konar
tengdrar félagslegrar þjónustu
við heilsugæslu og aðbúnað
aldraöra.
Sllkt samofið heilbrigðiskerfi
fyrir aldraða hlýtur að kref jast
góðs skipulags og samræmingar
á ýmsum sviöum til að það nýt-
ist sem best I hverju tilfelli fyrir
þá sem i brýnustu þörf er
hverju sinni, og árangur i
heilbrigðisþjónustu aldraðra
hlýtur að fara eftir þvl, að
samtenging og samhæfing allra
þátta þessarar þjónustu sé sem
mest.
Sú staðreynd að vistrými fyrir
aldraða á lslandi er hlutfalls-
lega mun meira en 1 okkar ná-
grannalöndum — og þrátt fyrir
það langir biðlistar á ýmsum
þeim þjónustu- og hjúkrunar-
stofnunum fyrir aldraða sem
viö höfum yfir að ráða, sýnir
okkur ljósar en flest annað að
endurskoðun á þáttum heil-
brigðisþjónustu fyrir aldraða og
endurskipulagning er orðin
mjög brýn.
1 ársbyrjun 1978 höföum viö
yfir að ráða tæplega 1700 vist-
rýmum fyrir aldraða, þar af
rúmlega 700 rými fyrir hjúkrun-
arsjúklinga. Einnig má nefna að
I könnun, sem gerö var meðal
heimilislækna, kom i ljós, að
450-470 aldraðir sjúkir eru á
einkaheimilum I Reykjavlk.
Samanburöartölur frá árinu
1976 sýna ljóslega hve við höfum
yfir mun meira vistrými að
ráöa fyrir aldraöa en nágranna-
þjóðir okkar. Þær sýna aö vist-
rýmafjöldi á elliheimilum og
ibúðir fyrir aldraða á 1000 ibúa
65 ára og eldri eru mun fleiri á
tslandi en hjá nágrannaþjóðum
okkar — eða 84.2 á Islandi, i
Danmörku 66.8, Finnlandi 61.1,
Sviþjóð 46.9, Noregi 26.9 og
Bretlandi 18.5.
IHikið annríki hjá
Sinfóníuhljóm-
sveit íslands
— sjö tónleikar í þessari viku
íslensk skip fest-
ust í klaka og ís
Þessa dagana er mikið
annriki hjá Sinfóniu-
hljómsveit tslands, en
alls heldur hljómsveitin
7 tónleika í þessari viku.
Mánudaginn 12. þ.m., hélt hljóm-
sveitin tónleika i Hamrahliöar-
skólanum fyrir nemendur þar og
siðar um daginn lék hún i Há-
skólabiói fyrir Menntaskólann við
Sund og menntaskólann i Kópa-
vogi. I gær, miðvikudag var
hljómsveitin á Akranesi og hélt
þar tvenna tónleika, hina fyrri
fyrir nemendur barnaskóla og
hina siöri fyrir Fjölbrautarskól-
ann, svo og fyrir aðra skóla I ná-
grenni Akraness. 1 dag, fimmtu-
dag, 15. mars verða áskriftartón-
leikar I Háskólabiói og hefjast
þeir eins og aö vanda kl. 20.30.
Tónleikar þessir eru Beethoven-
tónleikar þeir sem ráðgerðir voru
8. mars s.l., en fresta varð vegna
veðurs. Efnisskrá tónleikanna
helstóte-eytt eins og auglýsthefur
verið, svo og hljómsveitarstjórn-
inn Jean-Pierre Jacquillat og ein-
leikarinn Halldór Haraldsson.
Föstudaginn 16. mars heimsækir
hljómsveitin Hafnarfjörðog held-
ur þar einnig tvenna tónleika,
hina fyrri fyrir barnaskólana þar
og hina siöari fyrir nemendur
Flensborgarskólans og fl.
Hljómsveitarstjórar á þessum 6.
skólatónleikum eru þeir Jean-
Pierre Jacquillat og Páll P. Páls-
son. Einleikarar eru þeir Halldór
Haraldsson pianóleikari og
Bjarni Guðmundsson, sem leikur
á túbu. Kór Menntaskólans við
Hamrahlið syngur á öllum skóla-
tónleikunum og Guörún Þ. Step-
hensen leikkona segir yngri nem-
endum á Akranesi og i Hafnar-
firði söguna um hann Tobba
Túbu.
Skip Sambandsins og
Eimskipafélagsins hafa
undanfarið lent i nokkr-
um erfiðleikum vegna
mikils iss á sundunum
við Danmörku. Voru
tafir af þessum sökum
nokkrar, en öll skipin
munu vera laus núna.
Mælifell, sem var á leið frá
Austur-Þýskalandi var fast i Is
við Danmerkurstrendur I 2 daga,
og Mælifellið tafðist jafnlengi á
svipuðum slóöum. Dlsarfell naút
aðstoðar isbrjóta viö að komast
frá Finnlandi til Danmerkur.
Hvað Eimskipafélagsskipum
viðkemur, þá töföustbæði Irafoss
og Múlafoss nokkuð vegna mik-
illa isa i Eyrarsundi.
Is hefur verið óvenju mikill
þetta árið á þessu svæði og tafir
skipafélaganna því nokkrar. Sú
hætta er ætið fyrir hendi, að skip
laskist þegar þau lenda I isreki og
er þá skipsskrúfan hvað við-
kvæmust. Þá gæti það og gerst að
skip festust I is og reki bókstaf-
lega á land með Isnum.
Svo viröist sem Sambands-
skipin hafi sloppið tiltölulega -
ósködduð úr þessum hildarleik i
isnum, en einhverjar smávægi-
legar skemmdir urðu á
Eimskipafélagsskipum.
GAA