Alþýðublaðið - 16.03.1979, Blaðsíða 3
SmEp** Föstudagur 16. mars 197?
alþýðu-
blaðió
CtgeEandi: Alþýfiuflokkurinn.
Ábyrgfiarmafiur: Bjarni P.
Magnússon
Afisetur ritstjórnar er i
Sifiumúla 11, simi 81866.
Prentun: Blafiaprent h.f.
' Askriftarverfi 3000 krónur á
mánuði og 150 krónur i lausa- ’
sölu.
Það er sama hvernig litið er á
stöðu stjórnarinnar í dag. miðað
við þá niðurstöðu að árangur
fáist af störfum hennai^þar velt-
ur allt á afstöðu Alþýðubanda-
lagsins. Það er staðreynd sem
ekki verður hjá komist að þótt
stjórnin hafi ekki staðið néma i
hálffár þá hefur hún á því hálfa
ári sem liðið er þegar markað
ákveðna stefnu í efnahags-
málum. Megin stefnumörkunin
fellst að sjálfsögðu i fjárlögum
og lánsf járáætlun. Núverandi
stjórnarflokkar stóðu allir að
þeirri stefnumörkun sem mótuð
hefur veriö með f járlögum fyrir
árið 1979 og lánsf járáætlun fyrir
'sama ár.
Bæði f járlög og lánsf járáætlun
eru háð ákveðnum forsendum,
ein megin forsenda þeirra er að
sjálfsögðu þróun verðlags og
kaupgjalds í landinu á þeim tíma
sem um ræðir. Það var yfirlýst
stefna allra stjórnarflokkanna
að með f járlögum væri stefnt að
hallalausum rekstri ríkissjóðs á
árinu 1979 og markið var
meirasegja sett lítið eitt hærra.
Með þessu markmiði ætlaði
stjórnin að sanna að vinstristjórn
gæti stjórnað öðruvisi en að láta
allt vaða á súðum í fjármálum
ríkisins. En ein megin forsenda
þess að markmiðinu um halla-
lausan rekstur rikissjóðs á árinu
verði náð er að kaupgjald hækki
ekki mikið umfram 30% á sama
tíma. Hækki kaupgjald um meira
en 30% verður halli á f járlögum,
nema til komi aukin skattheimta
en hæpið verður að telja að
nokkur aðili í þjóðfélaginu muni
vilja hækka skatta meir en orðið
er. Halli á fjárlögum er fjár-
magnaður með verðlausum
krónum frá Seðlabanka, sem
aftur virka sem bensín á verð-
bólguna. Annað megin markmið
f járlaga og lánsf járáætlunar var
að tryggja næga atvinnu í land-
. inu, það markmiö var og er
einnig háð þróun verðlags og
kaupgjalds í landinu og þar gildir
sama stærð varðandi þróun
kaupgjalds og gildir varðandi
hallalaus f járlög, sem sagt sú að
kaupgjald hækki ekki mikið um-
fram 30% á árinu. Hækki verðlag
og kaupgjald meir er augljóst að
ekki verður hægt að framkvæma
jafnmikið og áætlunin gerir ráð
fyrir. Þannig stefnir í atvinnu-
leysi, nema tilkomi aukin skatt-
heimta, verðlaus seðlaprentun
eða erlendar lántökur. Aukna
skattheimtu vill enginn, verðlaus
seðlaprentun er bensin á bál
verðbólgunnar, erlendar lán-
tökur hafa hingað til þótt stefna
efnahagslegu sjálfstæði í hættu
og frekari lántökur eru því engri
stjórn til sóma.
Alþýðubandalagið hefur hing-
að til viljað standa aö stefnu-
mörkun, sem einkennist af vilj-
anum til þess að ná tökum á
stjórn efnahagsmála, sú stefnu-
mörkun hefur verið háð forsend-
unnium þróun kaupgjalds og
verðlags,þar hefur þeirri reglu
verið fylgt að verðbólgan verði
ekki mikið umfram 30%, þannig
hefur Alþýðubandalagið
samþykkt það markmið. Hafi
Alþýðubandalagið ekki sam-
þykkt slíka stefnumörkun þá
jafngildir það því að þeir hafi
ekki viljað samþykkja halla-
lausan rekstur ríkisins heldur
stefnt að halla í fjárlögum, það
jafngildir því einnig að þeir hafi
samþykkt lánsf jaráætlun sem ef
við verður staðið mundi leiða til
atvinnuleysis.
Þar með er komin skýringin á
atvinnuleysistali Alþýðubanda-
lagsins. Framsóknarf lokkur og
Alþýðuf lokkur hafa alltaf miðað
lánsf járáætlun og f járlög við 30%
verðbólgu á árinu, en Alþýðu-
bandalagið við 40% og auðvitað
er það rétt hjá þeim að eigi þeirra
stefna um verðbólguþróun að
ráða þarf meira fjármagn til
þess að halda atvinnulíf inu gang-
andi. En það verður að teljast
óheilindi aðganga út frá föiskum
forsendum og því er það
ábyrgðarhluti hjá Alþýðubanda-
laginu að láta samstarfsf lokkana
í ríkisstjórn treysta því að það
meini 30% verðbólgu þegar það
samþykkir 40.
Kjarni málsins er sá að ríkis-
stjórnin hefur ásett sér að ná
þeim árangri að fjárlög verði
hallalaus, lánsfjáráætlun megni
að viðhalda fullri atvinnu, jafn-
framt verði hægt að auka einka-
neyslu, auka kaupmátt og draga
úr verðbólgu. Þrátt fyrir ytri
áföll virðist allt benda til þess að
takast megi að ná þessum mark-
miðum, ef verðbólgan verði ekki
umfram 30% á árinu.
Efnahagsfrumvarp forsætis-
ráðherra miðar að því að ná
varanlegum tökum á verðbolgu-
þróuninni, þar er um að ræða
langtíma og skammtíma mark-
mið, þróun kaupgjalds er
skammtíma stjórntækið, en
endurskipulag peninga og fjár-
mála langtímastjórntæki. Það
eru góð og gild rök fyrir því að
verðbótakaf linn er eins og raun
ber vitni, ástæðurnar eru jsær
sem að framan greinir og þær
hefur Alþýðubandalagið sam-
þykkt, því er nauðsynlegt að fá
úr því skorið hvort það meini
yfirhöfuð nokkuð með því sem
það segir eða þá hvort það er
samvinnuhæft því við stjór.n
landsins verður ekki ráðið nema
þeir sem stjórn þess eiga að
annast geti treyst þvl að menn
meini það sem þeir segja.
Verði verðbólgan um 30% á
árinu næst sá árangur að rekstur
ríkisins verður hallalaus í fyrsta
sinn um langt skeið. Atvinna
verður næg og örugg. Neysla
heimilanna eykst um 3-4% frá
því sem verið hefur síðustu ár,
kaupmáttur tekna eykst um 1-2%
á árinu. Fái Alþýðubandalagið
fram vilja sinum um fleiri verð-
lausar krónur í kaup næst aðeins
það að verðlausum krónum f jölg-
ar, verðbólgan mun aukast frá
því sem var á síðasta ári, rík-
issjóður verður rekinn með
halla, skuldasöfnun verður
aukin erlendis og það sem
er þó alvarlegast kaup-
mátturinn mun ekki koma til með
að aukast vegna þess að fleiri
krónur hafa einungis áhrif til
hins verra, aukinnar verðbólgu.
Alþýðuf lokkurinn og Fram-
sóknarf lokkurinn ætla að standa
við áður greind markmið það er
því augljóst að hvort það tekst
veltur allt á því að Alþýðubanda-
lagið láti af billegum áróðri.
Alþýðubandalagið verður því
að gera það upp við sig hvort
heldur það meini 30% eða 40%
verðbólgu þegar það segir 30%.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur i
gagnrýni sinni haldið því f ram að
Alþýðubandalagið meini 40%
jjegar það segir 30% Fram-
sóknarf lokkur og Alþýðuflokkur
hafa hingað til haldið að 30%
þýddu 30%, nú er það því
Alþýðubandalagsins að skera úr
því hvort réttara sé. -B.P.M.-
Hvað meina þeir?
íWm j
A ráfistefnunni voru panelumræfiur um stöftu Atlanthafsbandalagsins.
Ljósm.: G.T.K.
30 ára afmæli NATO
Samtök um vestræna samvinnu
hélt ráfistefnu um slfiustu helgi
undir nafninu, Atlantshafs-
bandalagifi — friöur i 30 ár. Bene-
dikt Gröndal, utanrikisráöherra
flutti ræöu á ráöstefnunni og taldi
þafi ekki neinum vafa undirorpifi
aö Atlantshafsbandalagiö heffii
lagt sinn drjúga skerf til friöarins
i Norðurálfu sifiustu 30 ár.
Ráðherrann lýsti einnig þeirri
skofiun sinni, að valdajafnvægi
það, sem rikt hefði á þessum slóö-
um væri forsenda friöarins. Sú
staðreynd aö stórveldin vissu af
hvort öfiru og bæru viröingu fyrir
mætti hvors annars stuölaöi aö
friöi.
Aörir sem töluöu á ráöstefnunni
voru: Guðmundur Garöarsson,
Sighvatur Björgvinsson, Einar
Agústsson, ölafur G. Einarsson,
Tömas Tómasson og Þór White-
head. Auk þess flutti yfirmaöur
Kefla vikurflugvallar ræöu
Harrys D. Train, yfirflotaforingja
Altantshafsherstjórnarinnar.
A ráöstefnunni voru panelum-
ræður meö þátttöku Eiös Guöna-
sonar, Jóns Sigurössonar, Tóm-
asar Tómassonar, Þórs White-
head, Harðar Einarssonar og
Stefáns Friöbjarnarsonar.
Umræöum stjórnaöi Markús örn
Antonsson. Ráöstefnustjóri var
Björn Bjarnason. G.T.K.
Benedikt Gröndal, utanrOdsráfiherra flytur ræöu slna.
Héfiinn Finnbogason lögfræfiingur og Guðmundur Benediktsson ráftu-
neytisstjóri skála fyrir afmælisbarninu.