Alþýðublaðið - 29.05.1979, Side 4

Alþýðublaðið - 29.05.1979, Side 4
1— alþýöu- Otgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn og auglýsingadeild Alþýðublaðsins er að Síðu- Þriðíudaaur 29 mai 1979 múla 11, sími 81866. 1 d9 r zy’ mai ,y/y 1 n Sambands ungra jafnaðarmanna BERJAST FYRIR FRELSI OG JAFN- RÉTTI - GEGN EINRÆÐIOG AUÐVALDI Þann 5. maí síöastliðinn var haldið aukaþing Sambands ungra jafnað- armanna. Þetta þing var haldið í tvennum tilgangi. Annars vegar var um að ræða 50 ára afmælisþing sambandsins og hins veg- ar var samþykkt stefnu- skrá SUJ. Langur aðdragandi hefur verið að samsetn- ingu stefnuskrárinnar. Fjöldamargar ráðstefnur um einstaka þætti hennar hafa verið haldnar, auk þess sem félagar SUJ hafa verið tíðir gestir í Munaðarnesi þar sem stefnuskráin hefur verið sett saman og síðan kruf- in til mergjar. Alþýðublaðið mun á næstu dögum birta hina nýsamþykktu stefnuskrá. I fyrstu lotu birtist inn- gangur: Samband Ungra Jafnaöar- manna er stjórnmálahreyfing sem starfar á grundvelli jafn- aöarstefnunnar, sem byggir á hinni alþjóölegu hugmynda- fræöi sósialismans, og er i skipulagslegum tengslum viö Alþýöuflokkinn. Jafnaðarmenn berjast fyrir frelsi, jafnrétti, og bræðralagi, gegn einræði, kúg- un, og auövaldi. Jafnaöarstefnan felur i sér hugsjónir lýöræöis, og félags- hyggju. Meö félagshyggju er átt viö, aö framleiösla og dreifing lifsgæöa mótist af samvinnu og samstööu. Meö lýöræöi er átt viö rétt allra manna til þátttöku i ákvöröunum, sem varða þá sjálfa sem félaga i heild. Félagshyggja og lýöræöi eiga sameiginlega grundvallarhug- sjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaðarstefnan er jafnréttis- stefna, sem berst gegn forrétt- indum i hvaöa mynd sem þau birtast. Hún er tæki þeirra sem engra forréttinda njóta, i Félagshyggja og lýöræöi eiga sameiginlega grundvallarhug- sjón. Sú hugsjón er jafnrétti. Jafnaöarstefnan er jafnréttis- stefna, sem berst gegn forrétt- indum i hvaöa mynd sem þau birtast. Hún er tæki þeirra sem engra forréttinda njóta, i baráttunni gegn forréttindahóp- unum. Sú stétt sem jafnaðar- menn berjast gegn, er hin sam- tvinnaða og samtryggöa valda- stétt, sem ræöur yfir fjármagni og hlunnindum, og misnotar að- stööu sina i eigin þágu, en býr viö takmarkað lýöræöislegt að- hald. SUJ er stjórnmálahreyfing sem vill efla jafnrétti, mannúð, og mannréttindi, og stuöla aö efnahagslegum framförum i þágu þjóöarheildarinnar. SUJ telur að: — Allir landsmenn eigi rétt til atvinnu og menntunar. — Allir eigi rétt til heilsugæslu og læknishjálpar. — Allir eigi rétt til að bera mál sin undir dómstóla — Allir eigi rétt til framlaga úr almannatryggingakerfinu, þegar út af ber. — Allir eigi rétt til Iifeyris þegar aldurinn færist yfir. — Ríkja eigi fullur jöfnuður á sviði mannréttinda og persónu- frelsis, svo sem meö jafnrétti kynja, jafn kosningaréttur, jafn réttur allra til aö mynda sér skoöanir og berjast fyrir þeim. — Blandað hagkerfi henti þjóðinni best, breyta beri til frambuðar auölegöar og valda- hlutföllum alþýöunni I hag, það er aö atvinnuvegirnir veröi reknir I formi einkareksturs, samvinnureksturs, og opinbers reksturs, en þróa beri atvinnu- lýöræöi innan allra reksturs- forma. — Standa beri vörö um stjórnarfarslegt og efnahags- legt sjálfstæöi þjóöarinnar. A alþjóöavettvangi ber Is- lendingum aö vinna aö friöi meöal þjóða heims, styöja snauöar þjóöir, gæta þess að réttur smáþjóöa veröi eigi fyrir borö borinn, og stuðla aö auk- inni samstööu allra þjóöa. Fyrir ofangreindum mark- miðum, og þeim sem á eftir fara I einstökum köflum stefnuskrár þessarar mun SUJ berjast I komandi framtið. Tómas Arnason fjármálaráö- herra undirritar iánssamninginn fyrir hönd fslenska ríkisins. íslenska rík- ið tekur 16,8 milljarða lán Tómas Árnason, fjármálaráð- herra, undirritaðiá föstudag fyrir hönd islenska ríkisins samning við átta erlenda banka um lántöku að upphæð 50 milljónir Bandarikjadollara (um 16.8 mill- jarðar Is 1. króna). Lánið er tekið til að fjármagna framkvæmdir á vegum rikisins á þessu ári og næsta, og er m.a. ætlað til vega- gerðar, landshafna, fram- kvæmda á vegum RARIK og Orkusjóðs og hitaveituf ram- kvæmda vlða um land. Lániö er til 12 ára meö breyti- legum vöxtum, sem eru 5/8 úr prósenti yfir millibankavöxtum i London á hverjum tima. Afborganir hefjast að sex árum liönum. Er óhætt aö segja, aö þessi kjör eru fyllilega sambæri- leg viö þau kjör, sem nú fást best á erlendum lánamörkuðum. Af hálfu lánveitenda hafa Hambros Bank Limited haft for- ystu um lánið, en aörir bankar. sem aðild eiga aö láninu, ero Banque Canadienne Nationale (Bahamas) Limited, Credit. Commercial de France, Credit Lyonnais, The Mitsubishi Trus': and Banking Corporation og The Sumitomo Bank Limited. Seöla- banki Islands annaðist undirbún- ing lántökur f.h. fjármálaráöu- neytisins. ...SUJ er stjórnmálahreyfing sem byggir á jafnaðarstefnunni og á gunni hinnar alþjóðlegu hugmyndafræði sósíalismans....” segir m.a. I stefnuskrá ungra jafnaðarmanna. Myndin hér að ofan er af forföður sósialismans, þjóðverjanum Karli Marx. meillHORNIÐ Að lesa upp úr símaskrá. Alþingi og starfshættir þess liggja eins og mara á Meinhorn- inu þessa dagana. Þær uppá- komur sem hafa sést i þingsöl- um undanfarna daga gætu sómt sér vel i hvaöa fjölleikahúsi sem er. Jólasýning sirkusstjórans Billy Smart, sem viö tslend- ingar berjum augum á hverju gamlárskvöldi, er ekkert annað en hálfkák i samanburði viö linudansarana niðri á þingi. Frumvörpum og þings- ályktunartillögum hefur veriö rennt i gegn um þingsali á færi- bandi. Þrjár umræður I hverri deild er reglan. Þeim er hespað af á fáum minútum. Fyrr i vetur tók þaö nokkrar vikur meö öllu — töfum, þingnefndarfundum og svo framvegis. Og nú hafa þingmennirnir okkar rifjaö upp gamlan leik, sem þingmenn fyrri ára hafa á stundum iökað sér og stundum öðrum til skemmtunar. Þaö er svo á siöustu dögum þingsins aö menn eru beönir aö tala ekki lengi i ræöustól og yfir höfuö helst ekki tala. Það á aðeinsaðgreiða atkvæöi. Þá sjá ýmsir sniðugir sér leik á borði. Ef inná þing kemur t.d. tillaga sem einhver einstakur alþingis- maður stendur hatrammlega gegn og vill allsekki samþykkja, þá fer hann til þingforesta og segirsem svo: ,,Ef þessi tillaga verður tekin fyrir þá fer ég i ræöustól og les upp úr sima- skránni eða einhverju ámóta verki. Og les ég timunum saman, og það verður jú til þess að mörg önnur mikilvæg mál ná ekki afgreiðslu vegna tima- skorts”. Og stundum er þaö svo aö láta veröur undan þessum hótunum einstakra þingmanna. Máliö umdeilda er tekiö út af dagskrá og þingmaðurinn þegir. Þingfundi eða öllu heldur at- kvæöagreiöslum er haldiö áfram og önnur mál ná aö rúlla I gegn. Þeir eru aldeilis snjallir þing- mennirnir okkar. Og ekki vantar viöinguna fyrir stofnuninni — Alþingi. Svo er veriö aö tala um að virðing al- mennings fari þverrandi fyrir hinu haa Alþingi. Af hverju skyldi þaö vera? spyr Meinhorn eins og fávist barn. „Ymsar framkvæmdir í gangin Patreksfjörður: — segir Ágúst H. Pétursson Alþýöublaöiö mun á næstunni gera viöreist og hlera helstu viö- buröi á stööum úti á landsbyggö- inni. Mun veröa haft samband viö ýmsa aöila, einkúm bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa Alþýöu- flokksins á viökomandi stööum. I fyrstu umferö haföi Alþýöu- blaöiö samband viö Patreksfjörö og talaði þar viö Agúst H. Péturs- son skrifstofumann annan tveggja fulltrúa Alþýöuflokks i sveitarstjórn. Agúst kvaö eitt og annaö vera fréttnæmt frá Patreksfiröi. Helstu framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins væru, að i smíö- um væru nú 8 leigu og söluibúðir, boöin heföi verið út viöbótarbygg- ing viö grunnskólann og i undir- búningi væri útboö um byggingu dagvistunarheimilis. Þetta væru höfuðframkvæmdirnar. „Þá má ekki gleyma þvi,” sagöi Agúst, ,,aö miklar fram- kvæmdir hafa verið viö höfnina. Innsiglingarrennan hefur veriö breikkuö og dýpkuö og fyrir dyr- um stendur bygging haifnarvog- ar.” Aö sögn Agústs voru miklar gatnageröarframkvæmdir i gangi á Patreksfiröi siöastliöiö sumar og heföu alls 3 kilómetrar verið lagöir undir varanlegt slit- lag — oliumöl. Væri þorri gatna- kerfisins nú undir varanlegu sBt- lagi. Hins vegar yröi litiö eöa ekk- ert gerti þessum efnum þetta ár- iö, en undirbúningur fyrir aöra stórsókn I þessum efnum yrði settur i gang. „Meirihlutinn unnið vel saman A Patreksfiröi hafa Alþýöu- flokksmenn (2) og óháöir (2) myndaö meirihluta. I minni- hlutanum eru fulltrúar Sjálf- stæöisflokks (2) og einn fulltrúi Framsóknarflokks. Aöspuröur kvaö Agúst samstarfiö viö óháöa hafa gengið vel. „Atvinnuástand hefur veriö gott I vetur, en er heldur lakara núna. Ég á hins vegar von á þvi aö þetta ástand lagist þegar at- hafnallf fer i fullan gang. A at- vinnuleysisskrá eru i dag 25 eða 26 konur, en ég vona og geri ráö fyrir aöúrþeirra vanda rætist hiö fyrsta,” sagöi sveitarstjórnar- fulltrúinn. „Tekur einhver betri rikisstjórn við?” Aö lokum leitaöi Alþýöublaðiö álits Agústs á stjórnmálaástand- inu almennt. „Borgar sig ekki aö segja sem minnst um þaö?” svar- aöi og spuröi Agúst og hló viö. „En i alvöru talaö þá lýst mér ekkert allt of vel á þaö. Þessi þrýstihópaverkföll eru aö mi'num dómi mjög varhugaverö og þarf meö einhverjum ráöum aö stemma stigu viö sllku.” „Ég vil litlu spá um framvindu mála i pólitfkinni. Þaö getur eng- inn séö hvað veröur. Maöur á auövitaö samkvæmt bókstafnum aö styöja viö bak rikisstjórnar- innar, en þaö má ganga betur hjá henni. Hitt er aftur annaö, tekur eitthvaö annaö betra við ef þessi rlkisstjórn fer frá völdum? Þaö fæ ég ekki séö. Þaö væri strax i rétta átt ef meira tillit yröi tekiö til ráöherra Alþýðuflokksins inn- an rikisstjórnarinnar,” sagöi Ag- ust H. Pétursson aö lokum. -GAS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.