Alþýðublaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.06.1979, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. júní, 1979 5 alþýðu mTHTT.J Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Abyrgöarmaöur: Bjarni P. Magnússon Ritstjórnarfulltnli: GuBni Björn Kjærbo Auglýsingar: Ingibjörg Siguröar- dóttir Dreifingarstjóri: 'Siguröur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik. Slmi 81866. Afreksmenn eru verðmæti af sjálfu sér. Afreksmenn eru ekki verðmæti vegna þess að þeir og störf þeirra verði metin til f jár. Það er að vísu hægt að meta störf afreksmanna til f jár. En það má aldrei vera kjarni málsins. Það má ekki einu sinni skipta veru- legu máli. Afreksmenn, í bezta skilningi þess orðs, eru verðmæti vegna þess að þeir hvetja aðra, venju- lega sér yngri, til dáða. AAannlíf ið er stundum eins og sú' ágæta íslenzka þjóðariþrótt, qlíma. Það er verið að takast á við smærri og stærri verkefni. Fólkið er auðvit- að misjafnlega ánægt með árangurinn. Það út af f yrir sig er - samt ekki kjarni málsins. Kjarni málsins er sá, að maðurinn hef ur ævinlega vaxið af því, að takast á við viðf angsef nin í stað þess að gefast upp, stinga af. Jaf naðarstef na má aldrei fara í það farvatn að hún snúist í f latneskju, andúð á af reksmönn- um, hatur á þeim sem skara fram úr. Það að skara fram úr hef ur í för með sér uppeldisgildi, sem aftur er undirstaða siðmenningar og framfara. Þetta er sjálf orkan í siðmenn- ingunni, og að auki ágætur samanburður og ágætt orðaval á þessum síðustu timum orkuskorts. íslendingar, þessi undarlega blanda samhyggju og einstaklingshyggju, fagna þvi, þegar synir og dætur þjóðarinnar og landsins skara fram úr, ekki sízt á erlendum vettvangi. Oftlega hafa íslendingar gert svo i menningarmálum. Það þarf ekki að nef na til nöfn vegna þess að þau eru sem atviksorð á tung- unni. Halldór Laxness er þó sér- stæður vegna þess að á þeim tímum þegar menningar- frömuðir leituðu í æ ríkari mæli til annarra þjóða, af þeirri ein- földu ástæðu, en um leið skiljan- legu, að þar voru tölfræðilega f leiri áheyrendui; þá kom hann til Islands og skrifaði um sína þjóð, fyrir sína þjóð. Alþýðublað- ið gizkar á, að þessi staðreynd ekki sízt hafi valdið því að hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1955. Áður höfðu af mikilli alvöru verið nefndir til þess mikla heiðurs menn sem fylli- lega verðskulduðu hann, menn eins og Gunnar Gunnarsson og Einar H. Kvaran. íslenzkir íþróttamenn hafa i æ ríkari mæli verið að hasla sér völl á erlendri grund. Alþjóðleg samvinna er takmark af sjálfu sér. Því ber og að fagna, þegar synir og dætur þjóðarinnar og landsins eru í fremstu röð á sín- um vettvangi. Þetta á sérstak- lega við um knattspyrnu og hand- knattleik. Skákíþróttin á að vera og hef ur verið mikil íþrótt á (slandi. Friðrik Olafsson hefur verið og er óumdei lanlega fremstur islenzkra skákmanna. Framfarir i þessari íþróttagrein hugarins eru hins vegar svo örar, að ekki er trygging fyrir þvi að slík forusta Friðriks Olafssonar standi um alla eilífð. Einmitt þannig f leytir mannkyninu f ram. Hins vegar er hitt ómótmælan- leg staðreynd að Friðrik Ólafs- son er ekki aðeins góður skákmaður heldur nýtur hann einnig trausts á alþjóðlegum vettvangi. Formennska hans i alþjóðlegum skáksamtökum er stoltssigur fyrir fólkið og landið. Þess vegna vill Alþýðublaðið minna á að sérhver stuðningur við Friðrik Ólafsson er ekki einasta stuðningur við virðingar- verða alþjóðlega samvinnu, heldur einnig stuðningur við næstu kynslóð á Islandi, sem er áreiðanlega vænleg til afreka, ekki siður en kynslóðirnar sem á undan henni gengu. —VG SJÓMANNADAGURINN Alþýðublaöið birtir hér nokkrar myndir tengdar sjónum og sjó- mönnum i tilefni sjómannadags. Lif og starf sjómannsins er ekki dans á rósum. Hann þarf að dvelja langdvöium fjarri fjölskyldu sinni og vinna störf sin við mjög erfiðar aðstæöur oft á tiðum. Það eru ekki litil verömæti sem sjómennirnir okkar draga á land, og án fisksins —og sjómannanna — væri ekki byggilegt I okkar harðbýla landi. Alþýðublaðið sendir sjómönnum öllum bestu kveöjur á árlegum hátíðisdegi þeirra — sjómannadeginum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.