Alþýðublaðið - 09.06.1979, Side 6

Alþýðublaðið - 09.06.1979, Side 6
6 Laugardagur 9. júní, 1979 Húsmæður í orlofi Orðsending frá samgöngumálaráðuneytinu: Öryggis- og hagsmunamál sjómanna Aö gefnu tilefnivill samgöngu- ráðuneytið upplýsa eftirfarandi I sambandi við útgáfu og endur- skoðun laga og reglugerða um öryggis- og hagsmunamál sjómanna. l.Nefnd sem skipuð var til að endurskoða ákvæði i lögum varðandi fjarskiptastöðvar á íslenskum skipum hefur lokið störfum. Voru tillögur nefndar- innar sendar 8 umsagnaraðil- um og er svara að vænta um miðjan þennan mánuð. í tillögum þessum er m.a. gert ráð fyrir neyðarsendum i gúmmibjörgunarbátum. Komi ekki fram alvarlegar athuga- semdir við þessi áform er þess að vænta, að nýjar reglur verði gefnar út þegar að umsagnar- fresti loknum. 2.Starfandi er nefnd, sem fjallar um aðbúnað og öryggismál sjómanna á islenskum skipum. Verkefni nefndarinnar er viðamikið. Hefur ein reglugerð verið gefin út af samgönguráð- herra um aðbúnað i fiskiskip- um, en nefndin heldur áfram störfum. Verður sérstaklega óskað eftir þvi af ráðuneytinu að nefndin geri tafarlaust tillögur um hertar reglur varðandi öryggis- loka á neta- og íinuvindur og öryggisbúnað á skut loðnu- skipa, þar sem ráðuneytið telur að ekki megi lengur dragast að reglur séu hertar i þessum efn- um. 3. A vegum ráðuneytisins hefur verið starfandi nefnd til að semja reglur um smiði og öryggisbúnað báta minni en 6 m. Nefnd þessi hefur lokið störfum og hafa reglurnar verið birtar. 4. Samstarfsbópur á vegum ráðuneytisins héfur lokið athugun á bættri veðurfregna- þjónustu við skip. Ráðuneytið mun beita sér fyrir þvi að koma tillögum nefndarinnar til framkvæmda. 5.Um endurskoöun á lögum um skipstjórnarmenn og vélstjóra á islenskum skipum hefur verið starfandi nefnd, sem nú hefur einnig verið falið að endur- skoða lög um lögskráningu sjó- manna frá 1961. Nefnd þessi hefur haldið marga fundi um verkefnið og bætist nú við endurskoðun laga um lög- skráningu sjómanna. Má gera ráð fyrir nokkrum tima enn til að nefnd þessi geti lokið störf- um, enda verkefnið umfangs- mikið. Samgönguráðuneytið, 8. júni 1979. Orlofsheimili reykviskra hús- mæðra sumarið 1979 verður að Hrafnagilsskóla i Eyjafirði. Rétt til að sækja um dvöl á heimilinu hafa húsmæður i Reykjavik, sem veita eða hafa veitt heimili forstöðu. Þetta samstarf og tilhögun hefur enn aukið á reisn hins félagslega þáttar orlofsins. Þegar er ákveðið um 8 hópa og þá miðað við 50 gesti frá Reykjavik og 10 að norðan hverju sinni. Fyrsti hópurinn fer laugar- daginn 30. júni. Flogið veröur með Flugfélagi Islands til Akur- eyrar. Frá og meö 11. júni verður tekið á móti umsóknum á skrif- stofu orlofsnefndar að Traðar- kotssundi 6 i Reykjavik kl. 15-18 alla virka daga. Eimskipafélag Islands óskar öllum sjómönnum gæfu og gengis. Ip Eimskipafélag Islands Sendum sjómönnum um land allt bestu kveðjur í tilefni sjómannadagsins. Sjómannasamband Islands Um leið og við þökkum íslenskum sjómönnum góð og ánægjuleg samskipti, þá óskum við þeim allra heilla og til hamingju með sjómannadaginn. HRAÐFRYSTISTÖÐIN I REYKJAVÍK HF. Sendum sjómannastéttinni heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Þökkum ánægjuleg samskipti Skipaútgerð ríkisins Sendum sjómannastéttinni heillaóskir í tilefni sjómannadagsins. Samábyrgð íslands á fiskiskipum Oskum sjómönnum gæfu og gengis. Skipafélagið Nesskip Oskum sjómönnum heilla. Þökkum góð samskipti REYKJAVÍKURHÖFN VERÐLAUNASAMKEPPNI f tilefni barnaórs Sameinuðu þjóðanna hefur stjórn Ríkisútgófu nómsbóka ókveðið að efna til samkeppni um samningu bókar við hœfi barna ó skólaskyldu- aldri. Heitið er verðlaunum að upphœð kr. 500.000 fyrir handrit sem valið yrði til útgófu. Handrit merkt dulnefni sendist RFkisútgófu nómsbóka fyrir 1. des. n.k., ósamt réttu nafni og heimilisfangi f lokuðu umslagi. Til greina kemur að stjórn útgófunnar óski eftir kaupum ó útgófurétti fleiri handrita en þess sem valið yrði til útgófu f tilefni barnaórs. Ríkisútgáfa námsbóka ÖK- Skólavörubúðln Pósthólf 1274

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.