Alþýðublaðið - 09.06.1979, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1979, Síða 4
4 Laugardagur 9. júní, 1979 STÖRF MAGNÚSAR Jafnaöarmenn á árinu 1979 eru verkmenn. Pólitik er þeim ástrióa. og það er vilji fyrir hendi til þess að hafa svo mikil áhrif á svo marga aðra aö samfélaginu verði breytt í grundvallaratrið- Enn um olíumálin: HVAB ER TIL RAÐA? um. Magnús H. Magniísson, heilbrigðis- og félagsmálaráð- herra Alþvðuflokksins, hefur unniö mikið og gott starf i sínu ráðunevti það tæpa ár, sem til staöar er á æviferli núverandi ri kiss t jórn a r . Ráðuneyti Magnúsar hefur lagt til viö Alþingi. og Alþingi hefur samþykkt lög um Rikisábyrgð á launum við gjaldþrot fyrirtækja. Þetta mál snertir út af fyrir sig ekki marga, ef mannlifið er einasta hugsað i hundraðshlutum. En margir einstakiingar hafa lent illa i þvi vegna slikra aðstæöna. Þeirra staða hefur verið lagfærð. Þá hefur Alþingi, að tillögu Magnúsar, samþykkt ný lög um orlof vinnandi fólks, sem fela i sér. að póstgiróstofa tryggir orlofsgreiðslur, þó svo vinnu- veitandi hafi ekki staöiö i skilum. Þá hefur Alþingi, aö tíllögu og fvrir forustu Magnúsar, samþykkt lög um 40 stunda vinnuviku sem fela isér að eftirvinna feliur niður á föstudögum, en næturvinna tek- ur við i staöinn. Islenzkt kerfi er þannig. að föstudagur er verka- dagur heimilanna, innkaupadag- ur fvrir helgina og hvildina. Þetta erugóð lög, sem hafa mikla og djuptæka merkingu og áhrif. Þá hefur Alþingi, vegna til- lagna frá Magnúsi féiagsmála- ráðherra. samþykkt lög um rétt verkafólks til uppsagnarfrests frá störfum og til iauna vegna s júkdóms-og slysaforfalla. Þetta er stærsta mál hins svokallaöa félagsmálapakka, sem var liður f efnahagsaðgerðum i haust. Þetta mál veröur aö lifandi staðreynd- um, þótt slagurinn viö verðbóig- una gangi siöur en skyldi. Þá hef- ur Alþingi, að tillögu Magnúsar, samþykkt lög um húsaieigu- samninga. en það er fyrsta heild- stæða löggjöf sinnar tegundar á tslandi. Réttur leigjenda hefur óþolandi lengi verið fyrir borð borinn. Leigjendasamtök hafa brevtt hugsunarhætti um þessi mál. Þessi löggjöf hefur verið rækilega undirbúin af sérfróðum mönnum. Alþýðublaöið veit, að þessi iöggjöf stuðlar að aukinni siðmenningu. Loks samþykkti Aiþingi lög um aðstoð við þroskahefta. Þaö þarf ekki aö fara mörgum orðum um það, að Alþýðuflokkurinn hefur ekki einasta pólitiskar heldur einnig tilfinningalegar skyldur i þessum efnum. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður, samdi grundvöllinn að þessu frumvarpi, sem Alþingi gerði að lögum, ekki sizt fyrir góða samvinnu við heilbrigðismála- ráðunevtið, svo og fjölmarga þingmenn, sem skildu mikilvægi málsins og hófu það upp yfir dægurþras. Samvinna Jóhönnu, Magnúsar og annarra áhuga- manna um þessi efni, svo og fjölmargra áhugamanna utan þings, hefur valdið félagslegri bvltingu hvað varðar hagi þessa fólks. Þaö er aðal siðmenningar, aðsjásvo um, að þeir sem hafa heftan þroska fái samt sem áður þá þjónustu af hendi samfélags- ins, sem það getur af hendi látið. Tillögur Magnúsar H. Magnús- sonar, heilbrigðis-og félagsmála- ráðherra, hafa verið svo vei undirbúnar og igrundaðar að Alþingi hefir fallizt á þær. Samt veröur aö viðurkennast, að hluti þessarar miklu vinnu fór forgöröum. Alþingi bar til dæmis ekki gæfu til þess að samþykkja tillögur ráðuneytis Magnúsar um eftirlaun fyrir aldraða. Sennilega voru Frammararnir forneskju- legu að hefna viöbragöa skatt- greiðenda vegna landbúnaðar- mála. Alþýðubiaðið undirstrikar, að það er hefðarmerki nútfmalegrar jafnaðarstefnu að þeir sem vinna á hennar vegum vinna vel, i leik og I starfi. Magnús H. Magnússon hefur ekki setið auöum höndum i ráðuneyti sinu I vetur. Þjóöfélag- ið veröur smátt og smátt réttlát- ara, meöal annars vegna þessara verka. Þess vegna verða menn jafnaðarmenn. —VG. Aðferðir til lausnar olíuvandanum eru mjög umdeildar. Þær raddir gerast æ háværari sem krefjast viðræðna strax við sovétmenn, þar sem farið yrði fram á aðra viðmiðun olíuverðs en Rotterdammarkaðinn. Málið er stórpólítískt. Horft er fram á þá stað- reynd að olíuvörur verði nálega þriðjungur af f járlögum, en þau eru 200 milljarðar. Vissir aðilar segja að nú verði ríkis- valdið að grípa inn í með þjóðnýtingu olíu- félaganna. Þessir sömu aðilar benda einnig á að oliufélögín skulda um 2000 milljónir í banka- kerfinu. Andstæðingar áður- nefndrar skoðunar telja ekkert vit í þjóðnýtingar- hugmyndinni. Þeir segja það engu breyta um grundvallaratriði máls- ins, sem sé innkaupsverð- ið háa. S.l. fimmtudag ræddi blaðið við sjávarútvegs- ráðherra og forstjóra Olis. Milli skoðana þeirra reyndist þvilíkt hyldýpi að Alþýðublaðinu þykir eðlilegt að afla fanga Skyldi hann vera aö athuga bensineyösluna á bilnum sinum? Hann er dýr bensindropinn og þvi eins gott að stilla bilvélarnar vei og haida þannig bensíneyðslunni i Iágmarki. víðar i afstöðu til þessara mála. Hér fara því svör þeirra Svavars Gestssonar viðskipta- málaráðherra og ólafs G. Einarssonar alþingis- manns við spurningum blaðamanns. rLýðræði forsenda þjóðnýtingar olíufélaganna’ — segir Svavar Gestsson viðskiptaráðherra — A að hefja viðræöur strax viö sovétmenn? „Það hafa nú þegar verið ákveðnar viöræöur viö sovét- menn. Þær viöræður munu fara fram nú i haust. Þarna munum viö kanna til hlitar ýmsa fleti og aðra viömiöun en Rotterdam- markaðinn svokallaða. 1 þessu sambandi ber okkur einnig aö gá að þvi aö þaö eru ekki liöin nema tvö til þrjú ár frá þvi er við sjálf óskuöum eftir þvi aö viömiöun oliuvöruverös skyldi háö Rotterdammarkaön- um. Nú, auk þess getum við ekki lokaö augunum fyrir þeirri staðreynd að þær þjóöir aörar sem kaupa unnar oliuvörur veröa aö sæta sömu kjörum og viö islendingar.” — Ertu með þessu að segja aö okkur beri einvörðungu aö versla viö Sovétrikin? „Nei fjarri þvi. Ég vil skora á hvern og einn aö reyna að benda á hverja þá möguleika sem hugsanlega geröu okkur kleift aö fá ódýrari og betri oliuvörur annars staðar frá með hagstæö- ari skilmálum. t þessum málum sem öörum verða menn aö temja sér raunsæi, i stað þess aö láta óskhyggjuna hlaupa meö sig i gönur. Viö höfum þá staðreynd fyrir okkur aö tsland er eina landiö sem ekki hefur orðið að sæta oliuskömmtunum til þessa. Nú, flutningsgjöld eru einkar hag- stæð, viö höfum 105 daga greiðslufrest á aöeins 2% vöxt- um. Þetta þýöir meö öörum orö- Svavar Gestsson um að sú dýra olia sem kemur i júli verður ekki greidd fyrr en siöar á árinu.” — Hvernig getum viö sparað oliu? „Viö stefnum að þvi aö draga stórlega úr oliunotkun til húsa- kyndinga, þannig að hún hverfi á örfáum árum. Svo er stefnt aö mjög aukinni notkun svartoliu á fiskiskipaflotanum, en hún hef- ur verið of litið notuö á þeim. Siöan veröur hreinlega að draga úr almennu bruðli meö oliuvör- ur, það bruöl hefur veriö gifur- legt og viröist aukast þrátt fyrir hækkanir.” — Ertu hlynntur þjóönýtingu oliufélaganna? „Já, ég hef talað fyrir henni i mörg ár.” — A hvaöa forsendum? „Forsendan er einfaldlega lýðræði. Ég álit það ólýðræöis- legt þegar einstaklingar auög- ast mikiö á sölu nauösynjavarn- ings.” G.Sv. „RÍKISAFSKIPTI ERU ÞEGAR ALLTOF MIKIL” — segir Olafur G. Einarsson alþingismaður — A að hefja viðræður strax við sovétmenn? „Mér þykir sjálfsagt aö hefja þegar i staö viðræöur viö þá um aöra viömiöun oliuverös en Rotterdammarkaöinn. Viöræð- urnar myndu þá auðvitaö byggjast á þvi aö viö héldum áfram kaupum frá Sovétrikjun- um. Ég er þó ekki meö þessu aö segja að viöskipti við þá séu endilega þaö eöUlegasta.” — Hvar er þá eölilegt að reyna fýrir sér? „Ég tel að hægt sé aö reyna aöra möguleika, en hef þó enga sérstaka ihuga þessa stundina. Ég er þeirrar skoöunar aö mögulegt sé aö fá oliuvörur annars staðar frá á betri kjör- um. Þaðerálit mittaö réttsé og eölilegt aö oliukaup verði boöin út, og þannig fengiö sem hag- stæðast verð. Þegar svo er komiö að til dæmis bensínverö frá sölutanki i Bandarikjunum er ódýrara en innkaupsveröiö sem viö veröum að greiða, þá er eitthvað meira en litiö að. Útboð eiga sér nú staö hjá okkur á vissum oliupródúktum, til dæmis á malbiki. Þvi ekki að hafa sama háttinn á um aörar oliuvörur.” — Hvernig eigum við að haga okkur þegar olfuvörur eru orön- ar þriðjungur af fjárlögum? „Fyrir þaö fyrsta er rétt aö gera sér þaö ljóst aö hin mikla Ólafur G. Einarsson rikisskattlagning skapar þenn- an vanda. Þennan þriðjung sem þú nefndir getum viö lækkaö stórkostlega meö smá skilningi af hálfu stjórnvalda.” — Hvernig á að spara? „Viö getum sparað á ýmsan hátt, til dæmis með virkjun ; jarðvarma og fallvatna. Hvaö fiskiskipaflotanum viökemur ; þarf náttúrlega að auka svart- r- oliunotkun. Og svo segi ég bara eins og Ómar i sjónvarpinu aö j gott væri ef ökumenn stigu ekki eins fast niöur hægri fætinum.” I — Eru hin mikiu útgjöld okk- ar tilefni þjóðnýtingar? „Það útaf fyrir sig er ekki til- \ efhi þjóönýtingar. Þjóönýting er ; engin trygging fyrir lægra oli'u- | verði og breytir þar af leiðandi ekki grundvallaratriði málsins, sem er hiö háa innkaupsverö. Ég er andvi'gur þjóðnýtingu yfirleitt, ogá sviði oliumála eru rikisafskipti þegar allt of mik- il.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.