Alþýðublaðið - 30.08.1979, Side 2
2
Fimmtudagur 30. ágúst 1979
St. Jósepssprtali — Landakoti
Hjúkrunarfræðingar, stöður eru lausar til
umsóknar strax á lyflæknis-, og hand-
lækisdeildum. Hlutavinna kemur til
greina.
Einnig er deildarstaða laus á skurðstofu.
Hjúkrunarfræðing vantar á uppvakn-
ingardeild i hlutavinnu. Allar nánari
upplýsingar á skrifstofu hjúkrunarfor-
stjóra milli kl. 11 og 15.
St. Jósepsspitalinn
Landakoti.
Frá Flataskóla Garðabæ
Skólinn tekur tii starfa mánudaginn 3. september.
Aimennur kennarafundur verður mánudaginn 3. sept. kl.
9.00 árdegis.
Arganga- og skipulagsfundir verða 4., 5. og 6. sept. og
hefjast kl. 9.00 f.h. alla dagana.
Nemendur komi i skólana föstudaginn 7. sept. sem hér
segir:
Flataskóli:
6. bekkur kl. 9 f.h.
5. bekkur kl. 10 f.h.
4. bekkur kl. 11 f.h.
3. og 2 bekkur kl. 13.00
1. bekkur kl. 14.00
6 ára börn komi kl. 10.30 f.h.
Ath. öll 6 og 7 ára börn úr Silfurtúni sækja Flataskóla I
vetur.
Hofstaðaskóli:
3. bekkur kl. 9 f.h.
2. bekkur kl. 10 f.h.
1. bekkur kl. 11 f.h.
6 ára börn komi kl. 13.00
Innritun nýrra nemenda fer fram I Flataskóla daglega frá
kl. 10.00—12.00 og kl. 13.00.-15.00 slmi 42756. Nýir
nemendur hafi með sér skilriki frá öðrum skólum.
Nemendur, sem fiytja, tilkynni brottflutning sinn nú þeg-
ar.
FRÁ
Nýja tónlistarskólanum
Skólinn verður settur 15. september.
Kennslugreinar: Forskóli fyrir börn 6 til 8
ára, pianó, orgel (sigilt), strokhljóðfæri,
söngur.
Eldri nemendur staðfesti umsóknir sinar
fyrir 1. sept.
Tekið á móti nýjum umsóknum um skóla-
vist frá 3. til 7. september.
Skrifstofa skólans i Breiðagerðisskóla er
opin milli kl. 5 og 7, simi 39210.
Skólastjóri
Rafmagnsveitur ríkisins
óska eftir tilboðum i oliukatla fyrir kyndi-
stöð Höfn i Hornafirði.
Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf-
magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, 105
Reykjavik, frá og með fimmtudeginum 30.
ágúst 1979.
Tilboðin verða opnuð mánudaginn 17.
september kl. 14.00, að viðstöddum þeim
bjóðendum, sem þess óska.
RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS
FRÁ MENNTASKÓLAN ÍIM
VID HAMRAHLÍÐ
Nýnemar komi til viðtals föstudaginn 31.
ágúst kl. 10.
Kennarafundur sama dag kl. 14.
Skólasetning laugardag l.sept. kl. 10.
Stundaskrár afhentar að henni lokinni.
Kennsla hefst 3. sept. skv. stundaskrá i
dagskóla og öldungadeild.
Styrktarfélag vangefinna á Austurlandi:
Mikið starf í gangi
Nýlega afhenti kvenfélagið
Bláklukkur á Egilsstöðum 500
þús. kr. og kvenfélagið i Fella-
hreppi 300 þús. kr.
Hamrahliðarskólinn i Reykja-
vik hélt söngskemmtun á Egiils-
stöðum fyrir nokkru og gaf
ágóðann, hátt á þriðja hundrað
þúsund kr. til Vonarlands. Att-
hagasamtök Héraðsmanna hafa
gefið kr. 172.681. Úr dánarbúi
Láru Jónasdóttur frá Bakka i
Reyðarfirði hafa borist kr. 500
þús, sem systkini hennar hafa
afhent og er samkv. ósk hennar i
minningu foreldra þeirra Jónasar
Bóassonar og Valgerðar
Bjarnadóttur. Séra Þórir
Stephensen dómkirkjuprestur i
Reykjavik hefur afhent S.V.A. kr.
262.467, sem eru samskot sem inn
komu á fjölskyldusamkomu,
haldinni i tilefni barnaársins, þ.
11. mars si.
Þá hafa borist stórgjafir til
Vonarlands frá félögum og ein-
staklingum i Neskaupstaö og
hefur veriö nánar sagt frá þvi i
einu blaði áður. En þar er um að
ræða yfir 1,1 millj. kr. i pening-
um. Ennfremur hefur veriö
samiö við verkstjóra i frystihúsi
Sildarvinnslunnar h.f. i Neskaup-
stað um það , að þeir sem vilja
gefa dagsverk til Vonarlands,
megi koma og vinna, er þeir vilja.
Þeir sem hafa áhuga á þessu,
geta snúið sér til verkstjóranna.
öllum sem hér eiga hlut að máli
skulu færöar innilegustu þakkir.
Þess má að lokum geta að aöal-
fundur Styrktarfélags vangefinna
á Austurlandi var haldinn á
Seyðisfirði sunnudaginn 26.
ágúst.
Þorsteinn Sigurðsson tal-
kennari var gestur fundarins og
flutti erindi.
Styrktarfélag vangefinna á
Austurlandi var stofnaö 30.júni
1973. Strax á stofnfundinum var
gerð ályktun um könnun á þörf
fyrir hjálparstofnum fyrir van-
gefna á Austurlandi og athugun á
möguleikum á stofnun slikrar
aðstöðu, ef þörf reyndist fyrir
hana.
Þörfin reyndist vera fyrir
hendi, og tók félagið þá aö vinna
markvisst að þvi að koma upp
slikri hjálparstofnun. Jafnframt
var hugað að þvi mikilvæga
atriði, að sérmenntað fólk yrði
þar tiltækt til starfa. Hefur
félagið i þessu augnamiði styrkt
fólk til sérnáms i þjálfun og
umönnun vangefinna.
Vistheimili félagsins fyrir van-
gefna var valinn staður i Egils-
staðakauptúni og gefið nafniö
Vonarland. Byggingarnefnd
heimilisins var kosin 8.júli 1974.
Mikið starf fór fram, áður en
framkvæmdir við byggingu gátu
hafist og f jármálin hafa ætið veriö
erfið viðureignar og dregið fram-
kvæmdir á langinn.
En þann 7.ágúst 1977 var tekin
fyrsta skóflustunga að byggingu
Vonarlands. Þá hófust fram-
kvæmdir viö fyrsta áfanga af
þremur, sem þar eru fyrir-
hugaðir. Alls eiga að risa sex hús
á byggingarsvæði Vonarlands, en
i fyrsta áfanga eru tö hús, annað
þeirra með kjallara, og
ennfremur kjallari þriðja
hússins, þar sem verður kynding
og áhaldageymsla. Þessum
fyrsta áfanga tilheyrir einnig að
ganga frá nær allri lóöinni að
fullu svo og leiktæki. Fyrsti
áfanginn er þvl nokkru stærri og
kostnaðarmeiri en hinir tveir, en
þeir þurfa að fylgja fast i kjöl-
farið, svo að vistheimilið komi
sem fyrst að þvi gagni, sem þvi er
ætlað.
1 húsunum tveimur i fyrsta
áfanga er rými fyrir átta vist-
menn og auk þess aöstaða fyrir
stjórnun, æfingar og kennslu.
Stærð hvers húss um sig er 210
ferm.
t upphafi var áætlaö, að unnt
yrði að ljúka fyrsta áfanga á einu
ári, en fyrirsjáanlegt er nú, að
framkvæmdir dragast töluvert á
þriðja ár. Er þar fyrst og fremst
þvi um að kenna, að fjárframlög
hins opinbera hafa verið of lág og
minni en vonir stóðu til. En
Vonarland er byggt fyrir opinbert
fé og verður opinber eign.
Lionsklúbbarnir á Austurlandi
hafa tekið að sér að styrkja
félagið við byggingu litillar yfir-
byggðar sundlaugar við Vonar-
land. I sumar er fyrirhugað að
grafa fyrir lauginni og steypa upp
grunn hennar. Þaö verk munu
félagar I Lionsklúbbnum Múla i
Fljótsdalshéraði annast i sjálf-
boðavinnu.
Hönnun vistheimilisins hefur
annast Teiknistofan Óðinstorg,
þ.e.a.s. arkitektarnir Vilhjálmur
og Helgi Hjálmarssynir og Vifill
Oddsson verkfræðingur. Reynir
Vilhjálmsson, landslagsarkitekt
hefur séð um skipulag lóðar.
Húsiðjan h.f. á Egilsstöðum er
byggingarverktaki vistheimilis-
ins og sér um alla þætti fram-
kvæmda.
Styrktarfélagið og fjölmargir
aðilar aðrir á Austurlandi vinna
stöðugt að fjársöfnun fyrir vist-
heimilið og þá sérstaklega til hús-
búnaðar og ýmissa tækja.
Félaginu berast stöðugt gjafir og
áheit. Sérstaklega hafa
kvenfélögin og lionsklúbbarnir
átt stóran þátt i að styrkja félag-
ið. Að undanförnu hafa félaginu
borist stórgjafir auk þeirra sem
áður hefur verið sagt frá.
Útvarp í kvöld kl. 20.40:
„Maðurinn, sem
seldi konu sína”
— eftir Anton Tsjekhov
Fimmtudaginn 30. ágúst kl.
20.40 verður flutt leikritið
„Maðurinn sem seldi konuna
sina”, gamansamt verk byggt á
sögu, eftir Anton Tsjekhov. Þýð-
andi er Ólafur Jónsson, en Helgi
Skúlason annast leikstjórn. Með
meiri háttar hlutverk fara þau
Steindór Hjörleifsson, Helga
Bachmann, Gisli Halldórsson og
Róbert Arnfinnsson. Gitarleikari
er Gunnar Jónsson. Flutningur
leikritsins tekur tæpar 70 minút-
ur. Það var áður á dagskrá út-
varpsins árið 1961.
Spiridon Nikolajevits er blaða-
maður. Hann er góður vinur
Rogovfjölskyldunnar, einkum þó
konu Rogovs, Lisu Mikhailóvnu.
Hún á raunar fleiri aðdáendur, og
von er að slikt fari i skapið á Rog-
ov. En hann þarf á peningum að
halda og geti hann grætt á konu
sinni, hikar hann ekki við að selja
hana.
Anton Paviovitsj Tsjekhov
fæddist i Taganrog I Suður-Rúss-
landiáriö 1860. Hann stundaði nám
i læknisfræði og fór snemma að
skrifa i blöö og tímarit. Tsjekhov
samdi fjögur stór leikrit og all-
mörg smærri, en auk þess fjölda
smásagna, sem margar hverjar
hafa verið þýddar á islenzku. Um
margra ára skeið hafði Tsjekhov
nána samvinnu við Listaleikhúsið
I Moskvu, og ein af leikkonum
þess varð eiginkona hans. Hann
veiktist af berklum á unga aldri
og baröist löngum við þann sjúk-
dóm, unz hann léstsumarið 1904 i
Badenweiler i Þýskalandi.
Útvarpið hefur flutt allmörg
leikrit eftir Tsjekhov, og nokkur
hafa verið sýnd hér á leiksviði.
Kennara vantar
að Barnaskóla Vestmannaeyja.
Gott húsnæði i boði.
Upplýsingar veitir skólastjóri i sima 98-
1944 eða heima i sima 98-1793.
Skólastjóri
IRI
í|i Frá Borgarbókasafninu
BreytUr afgreidslutimar
AÐALSAFN — ÚTLÁNSDEILD, Þing-
holtsstræti 29a.
Opið mánud. — föstud. kl. 9-21, laugar-
daga 13-16
AÐALSAFN — LESTRARSALUR, Þing-
holtsstræti 27.
Opið mánud. — föstud. kl. 9-21, laugar-
daga 9-18, sunnudaga 14-18.
BÚSTAÐASAFN — ,Bústaðakirkju,
Opið mánud. —• föstud. kl. 9-21, laugar-
daga 13-16..
Fjarhitun Vestmannaeyja óskar eftir tii-
boðum i lagningu 8. áfanga hitaveitu-
dreifikerfis.
Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrif-
stofunum Vestmannaeyjum og verkfræði-
stofunni Fjarhitun h.f. Reykjavik gegn 30
þús. kr. skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð i Ráðhúsinu Vest-
mannaeyjum þriðjudaginn 4. september
kl. 16.00
Stjórn Veitustofnana Vestmannaeyjabæj-
ar.