Alþýðublaðið - 29.10.1979, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.10.1979, Síða 7
Alþýðublaðið 60 ára 7 ðsmaður snir rannsóknarinnar, sem lyktaði- meö þvi að ákveðið var að visa hinum tékkneska „gesti” tafar- laust úr landi. Fréttatilkynning dómsmála- ráðuneytisins hljóðar svo: „Hinn 19. þ.m. skýröi Sigurður ólafsson, flugmaöur, Hamrahlíð 21 hér i bæ, frá þvi i utanrikis- ráðuneytinu, að V. Stochl, tékk- neskur borgari, sem hér starfaði á vegum tékkneska sendiráðsins á árunum 1956-1971, en nú kom hingaö til landsins 13. þ.m., að þvi er hann segir i viðskiptaerindum, hefði fariö þess á leit við sig i s.l. viku aö hann tæki að sér nú og framvegis að afla upplýsinga varðandi flugvélakost varnarliðs- ins á Keflavikurflugvelli. Málefni þetta sendi utanrikisráðuneytið dómsmálaráðuneytinu til með- ferðar og fól það ráöuneyti sak- sóknara rikisins að hlutast til um, að dómsrannsókn færi fram i málinu. Sú rannsókn hefur nú far- iö fram fyrir sakadómi Reykja- vikur meö þeim hætti, er nánar greinir i meðfylgjandi endurriti dómsrannsóknar. (Sjá opnu.) Dómsmálaráðuneytið hefur nú ákveðið með hliösjón af þvl, sem fram hefur komið við rannsókn málsins, að hinn tékkneski borg- ari V. Stochl skuli veröa af landi brott þegar i stað”. Dómsskjal nr. 3: frásögn Endurrit dómsrannsóknar- innar er mjög langt, og verður hér aöeins birt úr þvi skjal nr. 3, frásögn. Sigurður ólafsson flugmaður, kom hér i ráðuneytiö i dag og greindi frá þvi, að árið 1954 hefði hann keypt tékkneska flugvél. Vél þessi hefði reynzt hinn mesti gallagripur og hefði hann átt stöðugar viðræður um kvartanir á vélinni við tékkneska sendiráöið hér i Reykjavik og eins mun við- skiptamálaráðuneytið hafa tekið málið upp við tékknesk stjórn- völd. Nú i vetur heföi hann á ný rætt máliö við tékkneska sendiráðiö og hefði það tjáð honum, aö um miðjan mai væri væntanlegur til Islands sérfræðingur frá Motokov i Prag, sem mundi ræöa við hann um máliö. Sérfræðingur þessi reyndist vera Vlastimil Stochl, er var starfs- maður i tékkn. sendiráðinu hér á árunum 1956 til 1961. Stochl tók Sigurði Ólafssyni mjög vinsam- lega, enda var hann honum kunn- ugur frá fyrri dvöl hér. Bauð hann Sigurði aö borða með sér hádegis- verö á Hótel Borg og ræddu þeir þar um möguleika á því að Sig- uröi yrði bætt tjón þaö, sem hann hefði orðið fyrir vegna galla á tékknesku flugvðlinni. Akveöið var aö Stochl skyldi koma heim til Sigurðar að Hamrahllö 21 til þess að ræða málið nánar og kom hann þangaö um miðja þessa viku. Stochl kom gangandi og einn til heimilis Sigurðar og þar geröi hann honum það tilboö, aö tékk- nesk yfirvöld skyldu láta Sigurö fá nýja flugvél tékkneska I skipt- um fyrir þá gömlu gegn þvi, að hann léti Tékkum I té nákvæmar upplýsingar um gerðir og flug- vélategundir varnarliðsins á Keflavikurflugvelli, sérstaklega ef um breytingar væri að ræða á flugvélagerðum þar. Atti Sigurð- ur að skrifa þessar upplýsingar á þunnan pappir og mundi hann fá nánari fyrirmæli, hvert ætti aö koma upplýsingunum, en Stochl sýndi honum holan blýant, sem ætlaður. væri til þess að flytja upplýsmgar á milli. Stochl tók fram við Sigurð, að þetta tilboð hans væri gert án þess að starfsfólk tékkneska sendiráösins hér vissi nokkuð um málið og væri það þvi sendiráð- inu algerlega óviðkomandi. Sig- urður tók sér umhugsunarfrest um málið og ræddi um það við Svein Sæmundsson, lögregluþjón, sem ráðlagði honum að hafna til- boðinu eindregið og tilkynnti Sig- urður sfðan Stochl, að hann heföi ekki áhuga á viðskiptum á þess- um grundvelli. Hins vegar væri hann til viðræðu um og hefði áhuga á að fá bætt úr tjóni sinu, m.a. með þvi að skipta á fugvél gegn milli greiðslu, eöa tékknesk stjórnvöld keyptu gömlu flugvél- ina og tækju einhvern þátt i tjóni hans. Stochl sem býr á Hótel Borg til 21. þ.m., bað Sigurð að hafa samband viö sig, ef hann breytti um skoðun á þessu máli, eða skrifaði sér um það, ef hann væri áfram til viöræöu á fyrrnefndum grundvelli. Reykjavik, 19. mai 196) —N.P.S. Maðurinn á herbergi nr. 404 Alþýðublaðið reyndi að sjálf- sögðu að ná sambandi við njósn- arann sjálfan. Hér kemur frásögn blaösins af þvi hvernig til tókst: V. STOCHL, Tékkinn, sem i dag heldur frá Islandi eftir misheppn- aða tilraun til að stofna til skipu- lagðra njósna hér á landi, neitaöi meö öllu að svara spurningum blaðamanna, þegar Alþýðublaðið reyndi i gærkvöldi að hafa sam- band viö hann. Hann lét bera Al- þýðublaðsmönnum þau skilaboð úr herbergi sinu nr. 404 á Hótel Borg, að hann vildi ekki taka við blaðamönnum og mundi hvorki svara munnlegum né skriflegum spurningum frá þeim. Arni Sigurjónsson, starfsmaöur hjá útlendingaeftirlitinu, sem gætti Stochl, hafði milligöngu um að koma skilaboðum til hans. En Arni gætti þess vandlega að blaðamennirnir gætu ekki séö inn i herbergiö, þar sem Tékkinn beiö morguns — og brottferöar. — Myndin er af Arna í dyragættinni á herberginu, og er hún tekin um miðnætti i gær. Vlastimil Stochl er fæddur 29. nóvember 1923 I bænum Zajecon i Tékkóslóvakiu. Hann á að baki fimm ára starfsferil á vegum tékkneska sendiráösins I Reykja- vik. Hann er giftur og á tvö börn og mun annað þeirra fætt á Is- landi. tslenskur maður, sem kynntist Stochl, tjáöi Alþýðublaðinu I gær- kvöldi, að hann kæmi vel fyrir. Litið d)a ekkert virtist hann hafa lært af islensku meðan hann dvaldist hér, og notaði hann ensku í viðskiptum sinum við ís- lendinga. Stochl farinn Alþýöublaðiö skýrði frá brott- för tékkneska njósnarans þ. 23. mai, undir ofanritaðri fyrirsögn. Fer frétt blaðsins hér á eftir: TÉKKNESKI njósnarinn Valstimil Stochl fór frá Islandi kl rúml. 8 i gærmorgun meö Hrim- faxa. tJtlendingaeftirlitið og lög- reglan fylgdu honum að flugvél- inni — og ennfremur var þar full- trúi frá tékkneska sendiráöinu. Hrimfaxi átti að fara til Glashow og Kaupmannahafnar. Stohl var i herbergi sinu á Hótel Borg nóttina áöur en honum var fylgt úr landi. Útlendingaeftirlitið gætti þess, aö enginn hefði sam- band við hann, en nokkru fyrir kl. 8 I gærmorgun fór fulltrúi frá tékkneska sendiráðinu inn á Hótel Borg. Skömmu siðar var Stochl fylgt út i leigubifreiö til að flyja hann um borð i flugvélina. Gættu hans þeir Arni Sigurjónsson, frá út- lendingaeftirlitinu, og Óskar Óla- son, varðstjóri, Tékkneski sendi- ráösmaöurinn kom einnig með þeim út. Kl. 8 steig Stochl upp i Hrim- faxa, sem skömmu siðar hóf sig til flugs. Var njósnaranum fylgt fast að stiganum af varögæslu- mönnum hans og ennfremur sendiráðsmanninum, en ekki tal- aði hann orð við landa sinn. Yfirsakadómarinn i Reykjavik, Logi Einarsson, afhenti i gær Sig- uröi Ólafssyni, flugmanni, tékk- nesku myndabókina og hálsklút- inn, sem Stochl hafði gefiö hon- um. Holi blýanturinn, sem nota átti til að fela I blað með upplýs- ingunum á, var tekinn i vörzlu dómsmálaráöuneytisins. Tékkneska sendiráðið boðaöi i gær blaöamannafund kl. 5 siðd. Nokkru siðar var fundurinn af- boöaður. Þegar Alþýöublaðiö spurðist fyrir i sendiráöinu um orsakirnar, skýrði talsmaöur þess svo frá, að sendifulltrúinn Jordanes, væri mjög önnum kaf- inn og hefði þvi verið ákveöið að fresta fundinum,. en ekki hætta við hann. Talsmaöurinn sagði, að liklega yrði fundurinn i dag eða á morg- un. UNGT FÓLK! Þið sem unnuð fyrir Alþýðuflokkinn i siðustu kosningum eða ætlið að vera með i þeirri baráttu sem nú fer i hönd, eruö velkomin til fundar i kvöld kl. 8.30 i Ingólfskaffi uppi. A fundinum munu Jóhanna Sigurðardóttir og Vilmundur Gylfason ræða stjórnmálaástandið og svara fyrirspurnum fundarfólks. Félag ungra jafnaöarmanna I Reykjavik. HAMPIOJAN HF Blýteina þróaðir á íslandí Blýteinarnir frá Hampiójunni eru Viö bjóðum blýtóg í eftirtöldum þróaóir í samstarfi viö íslenska sverleikum: 8 — 10—11 —12 sjómenn. —14-16- og 18 mm. Því samstarfi verður fram haldið Hráefni eru þrenns konar: PPF — enda kappkostar filma PPS-staple fibre PEP Hampiójan aö framleiða þann 30 faóma teinn vegur frá 4.6 besta blýtein, sem völ er á. kg. upp í 37.5 kg.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.