Alþýðublaðið - 10.11.1979, Blaðsíða 1
alþýðu-
blaðið i
Laugardagur 10. nóv. 1979 —169. tbl. 60. árg.
Ríkisstjórnin hefur
stöðvað 28
verðhækkanir
— sjá viðtal við Benedikt Gröndal
forsætisráðherra bls. 2
AF HVERJU KOSNINGAR?
Sax. . | Í | • w..
Nokkur söguleg atriöi
1. Stjórnarf lokkarnir
deildu um dýrtiðarmálin í
allan fyrravetur. Efna-
hagstögin voru að vísu
samþykkt á Alþingi fyrir
páska, en Alþýðubanda-
lagið var í raun andvígt
þeim og spillti fyrir
framkvæmd þeirra.
2. í allt sumar stóðu
deilur milli stjórnar-
flokkanna um viðbótar-
tekjur I rikissjóð, sem
Tómas Arnason heimtaði,
að aflað yrði með sölu-
skattsauka og auknu
vörugjaldi. Þessi deila
leystist ekki fyrr en um
miðjan september.
3. I sambandi viö þessa
nýju skattheimtu lagöi
Alþýðuflokkurinn á ríkis-
stjórnarfundi 4. septem-
ber fram tillögur um
markmið í efnahagsmál-
um áriö 1980, og voru þær
í 7 liðum Þessar tillögur
fengust aldrei formlega
afgreiddar i ríkisstjórn-
inni og ráöherrar Alþýöu-
bandalagsins lýstu hvað
eftir annaö yfir, að þeir
vsru ósammála mörgum
liðanna.
4. Átökin um efnahags-
mál innan ríkisstjórnar-
Astæöan fyrir stjórnarslitum var ósamkomulag stjórnarflokkanna um efna-
hagsmál og þar af leiðandi lítill árangur í baráttunni gegn óöaveröbólgu. Tijlögur
Alþýöuf lokksins fengu ekki stuðning i stjórninni. Þessu árangurslausa stjórnarfari
taldi Alþýðuflokkurinn fráleitt aö halda áfram.
innar urðu svo hörð og
langvinn, að Tómas
Arnason, f jármálaráð-
herra, stöðvaði greiðslur
til annarra ráðuneyta til
að leggja pressu á ráð-
herra hinna flokkanna.
5. Tómas stöövaöi meö-
al annars greiðslur til
Tryggingastofnunar rik-
isins og til sjúkrahúsa.
Þegar gamla fólkið fékk
ekki ellilaun greidd, lýsti
Benedikt Gröndal yfir á
ríkisstjórnarfundi 6.
september, að ráðherrar
Alþýðuflokksins myndu
ekki taka þátt í afgreiðslu
neinna mála, fyrr en
Tryggingarnar fengju
sitt fé og ellilaun yröu
greidd. Þessi hótun bar
þegar árangur, og fjár-
málaráðuneytið greiddi
féð.
6. Hinn 30. ágúst lagði
Steingrímur Hermanns-
son fram tillögur sex-
mannanefndar um stór-
fellda hækkun búvöru,
sem byggðist meðal ann-
ars á þvi, að bændum var
reiknuð meiri kauphækk-
un en aðrar stéttir höfðu
fengið. Málinu var frest-
að í 2 vikur.
7. A stjórnarfundi 13.
september var þessi
mikla búvöruhækkun
samþykkt af fram-
sóknar- og alþýðubanda-
lagsráðherrum gegn
hörðum mótmælum Al-
þýöuf lokksins, sem lét
bóka afstööu sina. Þaö er
einsdæmi, aö einn stjórn-
arf lokkur sé þannig beitt-
ur ofriki i stórmáli innan
rikisstjórnar. Þetta mál
var kveikjan aö umræð-
um í þingflokki Alþýðu-
flokksins um það, hvort
unnt væri að sitja áfram i
slíkri ríkisstjórn.
8. Þegar deilum um
fjáröflun linnti, var f jár-
lagafrumvarpið tekið til
meðferðar. Bæði Alþýðu-
flokkurinn og Alþýðu-
bandalagið gerðu ágrein-
ing um veigamikil atriði.
Tókst ekki að ná sam-
komulagi og flutti fjár-
málaráðherra frumvarp-
iðáeigin ábyrgð. Fjárlög
eru undirstaða ríkis-
stjórnsýslu, og er það
grundvallaratriði, að rík-
isstjórn sé sammála um
þau. Það samkomulag
var ekki til.
9. Samkvæmt efna-
hagslögunum bar forsæt-
isráöherra skylda til að
leggja fram þjóöhagsá-
ætlun í upphafi þings.
Ekki náðist samkomulag
um forsendur hennar og
gaf ólafur Johannesson á
stjórnarfundi 18. septem-
ber yfirlýsingu um,
hvernig hann mundi hafa
áætlunina. Hann taldi þá,
að ekki væri kostur eöa
ráörúm til aö ná sam-
komulagi innan rfkis-
stjórnarinnar um heil-
stæöar eöa samræmdar
aðgerðir I efnahagsmál-
um. Alþýðubandalags-
menn voru svo andvígir
áætlun ólafs, aö þeir töl-
uöu um stjórnarslit.
10. Samkvæmt stjórn-
arsáttmálanum átti að
endurskoða hann á árinu.
i september kröf ðust ráð-
herrar Alþýðubandalags-
ins þess, að hafist yrði
handa um þessa endur-
skoðun. Þeir drógu ekki
dul á, að þeir ætluðu fyrst
og fremst að gera kröfur
um breytta stefnu í utan-
ríkis- og varnarmálum.
Oruggt er að þeir hefðu
engum árangri náð á því
sviði, enda traustur
meirihluti á Alþingi með
rikjandi stefnu. Þessi
mál hefðu vel getað leitt
til stjórnarslita í vetur,
þar sem djúp var á milli
stjórnarf lokkanna í þess-
um málum.
11. Meðan öllu þessu fór
fram, fór óðaverðbólgan
vaxandi í 50-55%. Víst
mátti telja, aö framund-
an væru hrossakaup
stjórnarf lokkanna um
fjárlög, þjóöhagsáætlun,
lánsf járáætlun og önnur
atriði efnahagsvandans,
sem sagt endurtekning á
siðasta vetri með gagns-
lausum skammtima-
lausnum án þess aö verö-
bólgan lækkaöi til muna.
12. Þessu vildi Alþýðu-
flokkurinn ekki una, og á
stjórnarfundi 9. október
var lögð fram lausnar-
beiðni ráðherra hans. At-
burðarásin síðan er öllum
kunn.
SJO PUNKTAR ALÞYÐUFLOKKSINS
SEM EKKI FENGUST SAMÞYKKTIR
Hér fara á eftir tillögur þær I 7. liDum, um efnahagsmál, sem ráöherrar Alþýöuflokksins lögDu
fram i rikisstjórn á.september og aldrei fengust samþykktar, aDallega vegna andstöDu AlþýDu-
bandalagsins.
„1 sambandi viD ákvörDun
ritósstjórnarinnar um útgáfu
bráDabirgDalaga um nýja
tekjuöflun fyrir rlkissjóD sök-
um fyrirsjánlegs hallarekst-
urs á rikisbúskapnum á árinu
1979 samþykkir rikisstjórnin
eftirfarandi markmiD f efna-
hags- og rikisfjármálum fyrir
áriD 1980:
1. Fjáröflunin samkvæmt
bráDabirgDalögunum ásamt
öDrum föstum tekjustofnum
ritóssjóDs dugi til þess aD
tryggja jafnvægi f rikisbú-
skapnum á árinu 1980. GerD
fjárlaga fyrir áriD 1980 verDur
af hálfu rikisstjórnarinnar viD
þaD miDuD.
2. JöfnuDur á rekstri rikis-
sjóOs verDi jafnframt viD þaD
miOaOur, aD tekjur og útgjöld
ritóssjóös fari ekki fram úr
28—29% af vergri þjóDarfram-
leiDslu ársins 1980.
3. Lánsfjár- og fjárfest-
ingaráætlun ársins 1980 verDi I
öllum aDalatriDum miDuD viD
sama mark og gilti um láns-
fjár- og fjárfestingaráætlun
ársins 1979.
4. Rlkisstjórnin áformar aD
taka upp viröisaukaskatt eigi
siDar en 1. janúar 1981. Þá
mun rikisstjórnin einnig á
þinginu 1980—81 láta endur-
skoDa nýlega samþykkt lög
um tekjuskatt og eignaskatt i
ljósi þeirrar reynslu, sem af
þessum lögum fæstá næsta ári
og I þá átt aO fella niDur
tekjuskatt af almennum
launatekjum og taka upp
staögreiöslu beinna skatta á
árinu 1981.
5. Rikisstjórnarflokkarnir
eru sammála um aD stuDla
fyrir sitt leyti aD framgangi
þeirrar tekjustefnu, sem
forsendur fjárlagafrumvarps
ársins 1980 miOast viD og rikis-
stjórnin telur auDsætt aD ekki
sé, viO núverandi efnahagsaO-
stæDur, unnt aO stefna aO
kaupmáttaraukningu á árinu
1980. Leitast verDi viD aO
tryggja þaD kaupmáttarstig
og veröi veröhækkunum hald-
iö neöan viö fyrrgreindar
forsendur fjáriagafrumvarps.
Rikisstjórnin mun leitast viD
aD ná samningum viD starfs-
menn rikisins Ut frá þessum
sjónarmiOum og mun hvorki
heimila opinberum fyrir-
tækjum né einkaaöiium meiri
veröhækkanir eöa veröbreyt-
ingar en samræmast slfkum
launabreytingum. Þetta viö-
horf sitt mun rlkisstjórnin
?era aDilumvinnumarkaOarins
sérstaklega kunnugt I tæka
tiO, þannigaDþeir getisamiDá
eigin ábyrgD út frá þvi.
6. Ritósstjórnin mun beita
sér fyrir þvi aó frumvarp um
eftiriaun aldraöra frá þvi i
fyrra, sem ekki fékkst afgreitt
á siDasta Alþingi, hljóti af-
greiDslu fyrir n.k. áramót og
taki þá þegar gildi. Jafnframt
samþykkir rikisstjórnin aO
stefna aO þvi aO ný lög um
samræmt lifeyrisréttindakerfi
fyrir ailalandsmenn geti tekiD
gildi eigi sIDar en á þinginu
1980—1981. Auk þess áformar
rikisstjórnin aD ný lög um
almennt húsnæDislánakerfi
veröi afgreidd á næsta
Alþingi.
7. Rikisstjórnin mun stuDla
aO þvi aD verötryggingar- og
peningamáiastefna laganna
um stjórn efnahagsmála nr.
13/1979 verDi framkvæmd eins
og lögin mæla fyrir um.”
ANDSTÆÐUR
Megin andstæður i þessum málum hafa verið milli Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins. Alþýðuflokkurinn vill hefja samræmda
sókn gegn dýrtíðinni á sviði peningamala, rikisfjármála, fjárfestingar, dýrtiðaruppbóta og launamála. Þjóðin verður að sigrast á
óðaverðbólgunni. Alþýðubandalagið vill auka ríkisútgjöld, hækka skatta, auka peningaprentun, auka lántökur innanlands og utan.
Það er þensluflokkur, en ofþensla er aðalorsök dýrtíðarinnar. Alþýðubandalagið er þvi verðbólguflokkur.