Alþýðublaðið - 10.11.1979, Side 2
2
Laugardagur 10. nóvember 1979
VARNARLINA
GEGN
VERÐ
BÓLGUNNI
1 opnu bréfi til kjósenda
Alþýðuflokksins þar sem fjár-
málaráðherra ræöir orsakir
stjórnarslita, segir hann m.a.:
„Lengi vel hafa menn rætt um
verðbólgu og launamál i einu og
sama orðinu. Þannig hefur verið
rejmt að koma þvi inn hjá al-
menningi að launamálin séu eina
orsök verðbólguvandans.
% Þessu hefur Alþýðuflokkur-
inn ávallt mótmælt. Megin atriði
hinnar gerbreyttu efnahagsstefiiu
Alþýöuflokksins var, að ýmis
önnur mál en launamálin — mál
sem rlkisvaldið hefur alfarið i
sinum höndum, og þarf ekki við
neinn aö semja — gætu ráðið
meiri úrslitum um árangur i
baráttu gegn dýrtiöinni en launa-
stefnan.
% Þessi málaflokkar eru t.d. út-
gjöld rikisins, skattamál, fjár-
festing f opinberum fram-
kvæmdum, lánatökur erlendis og
lántökur innanlands, vaxtamál,
peningamál o.s.frv.
% Við Alþýðuflokksmenn lögð-
um til að rikisvaldiö tæki upp þá
gerbreyttu stefnu að marka
ábyrga og aðhaldssama stefnu i
þessum málaflokkum. Eftir að
hafa komiö sér saman um slfka
vörn 'gegn verðbólgunni gengi
rikisvaldiö á vit aðila vinnu-
markaðarins, legði stefnumál sin
um aögeröir gegn dýrtiðinni fyrir
þessi samtök og spyröi. Viljið þið
vera með f að marka jafnvægis-
stefnu i launamálum, sem félli að
jafnvægisstefnu rikisvaidsins i
öðrum þáttum efnahagsmála?
• Það er umhugsunarefni fyrir
alla landsmenn, aö áriö 1979 er
lýsandi dæmi um, hvernig þessi
stefna Alþýöuflokksins er rétt. Á
þvi ári hefur mikils jafnvægis
gætt f launamálum. Launa-
hækkanir hafa oröiö óverulegar.
Engu að siður hefur dyrtiðin
vaxiö hröðum skrefum. Þetta er
sönnun fyrir þvi, að launamál og
dýrtfðarmál eru ekki eins sam-
ofin og sumir halda.
# Dýrtiöarvöxturinn á árinu
1979 verður ekki rakinn til
óbilgirni i launamáium, heldur
þvertá móti til þess,aö alitfórúr
böndunum i þeim málaflokkum,
sem rfkisvaldið fer eitt með og
þarf ekki að semja um við neina
aðra.
# Þrfvegis á s.l. vetri lagði
Alþýöuflokkurinn fram heildar-
tillögurum mótun jafnvægisstefnu
i efnahagsmálum, þar sem rfkis-
valdið átti aö marka aðhalds-
sama og ábyrga stefnu i þeim
þáttum dýrtiöarvandans, sem
rikisvaldið eitt ræður yfir. Fyrst
í nóvembermánuði, sföan í
desembermánuði og loks i
janúar-ogfebrúarmánuöi. Það er
mat efnahagssérfræöinga rfkis-
stjórnarinnar aö hefðu þessar til-
lcgur Alþýöuflokksins veriö sam-
þykktar í tæka tið, væri dýrtíðin
nú komin niður undir 30% og
kaupmáttur launa hefði rýrnað
aðeins um rúmiega 1%.
# Meö þvi að koma i veg fyrir
að jafnvægisstefna Alþýðuflokks-
ins næði fram að ganga I
fyrrverandi rikisstjórn, hefur
Alþýðubandalagið bakað laun-
þegum tjón á tveimur vfgstöðum:
Þeir hafa tapað i dýrtfðarmálun-
um, þannig aö dýrtfðin er nú
næstum helmingi meiri en hún
heföi þurft að vera. Og þeir hafa
tapað I kaupmætti launa, vegna
þess aö kaupmáttur launa er nú
verulega minni en hann hefði ver
ið, ef tillögum Alþýöuflokksins
heföi verið sinnt.
Alþýöubandalagið á þvi laun-
þegum i landinu skuld að gjalda.
— JBH
Ríkisstjómin hefur stöðvað tutt-
ugu og átta verðhækkanir
Rikisstjórn Alþýöuflokksins
hefur neitað að samþykkja 28
beiðnir ýmissa aöila um verð-
hækkanir þær þrjár vikur, sem
hún hefur setiö að völdum.
Langflestar þessar beiðnir hafa
veriö um hækkanir á ýmisskon-
ar opinberri þjónustu, en sumar
um hækkanir á vörum.
Þær reglur gilda, aö flestar
þessara hækkana má aöeins
samþykkja nú siðustu dagana,
áður en framfærsluvisitala er
reiknuö út, og var þaö á sinum »
tima ákveðið til að hækkanir
kæmu ekki rétt eftir útreikning
vfsitölu og yrðu sfðan óbættar 1
kaupgjaldi I allt að þrjá mánuði.
Af þessum sökum birti Morg-
unblaðiö um 20. ágúst undir
stórri fyrirsögn frétt þess efnis,
að nú myndi koma skriða af op-
inberum hækkunum, þvi að
framfærsluvisitala yrði reiknuð
út miðað viö 1. nóvember. Þótti
Morgunblaðinu vfst, að fara
mundi eins og venjulega, aö
hækkunum rigndi frá stjórn-
völdum og opinberum stofnun-
um nú sem oft áður. En Morg-
unblaöinu varð ekki að spá
sinni.
Alþýöublaðiö sneri sér til
Benedikts Gröndals forsætis-
ráðherra og spurði hann um
þetta mál.
„Viöerum bráöabirgðastjórn,
sem hefur þaö meginhlutverk
aö halda i horfinu, og við höfum
ákveðið að standa sem veggur
gegn öllum verðhækkunum.
Þess vegna höfum við^neitað svo
mörgum beiðnum um verð-
hækkanir,” svaraöi Benedikt.
„Þó er rétt að geta þess, aö
margar umsóknanna um hækk-
anir munu vafalaust koma fram
aftur,” hélt Benedikt áfram.
„En f núverandi ástandi teljum
viö rétt að spyrna við fótum og
vonandi verða neitanir okkar til
þess aö einhverjir, sérstaklega
opinberir þjónustuaöilar, auki
hagræðingu og sniöi sér stakk
eftir vexti. Þaö er alvarlegt
vandamál, að opinber þjónustu-
fyrirtæki skuli jafnan ganga á
undan öðrum í kröfum um
hækkanir og þvi veröur að
breyta.”
— Hvað um tóbakiö?
„Það hefur sérstöðu og er
hækkunin bæöi f járöflun I rtkis-
sjóö og aögerö gegn tóbaksnotk-
un”.
M/S Coaster Emmy
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 13. þ.m. vestur um land
til Húsavikur og tekur vörur
á eftirtaldar hafnir.
Patreksfjörð (Tálknafjörö
og Bfldudal um Patreks-
fjörö), Þingeyri, tsafjörö
(Fiateyri. Súgandafjörö og
Bolungarvik um Isafjörö),
Akureyri, Húsavik, Siglu-
gjörö og Sauöárkrók.
Móttaka alla virka daga til
12. þ.m.
M/S Hekla
fer frá Reykjavik fimmtu-
daginn 15. þ.m. austur um
land I hringferö og tekur vör-
ur á eftirtaldar hafnir.
N'estmannaeyjar, Horna-
fjörö, Djúpavog, Breiödals-
vfk, Stöövarfjörö, Fáskrúös-
fjörð. Reyðarfjörö, Eski-
fjörð, Neskaupstað, Mjóa-
fjörö, Seyöisfjörö, Borgar-
fjörð eystri, lopnafjörð.
Bakkafjörö, Þórshöfn. Rauf-
arhöfn, Húsavik ■■■.% Akur-
ey ri
vlóttaka atia virka aaga tii
þ.m.
Ásthildur
Guörún Heiga
Jóhanna
Kristin
Ragnheiöur
Kappræðufundur á Borginni kl. hálf tvö
Alþýöublaöið vill minna
lesendur sina á fund
Kvenréttindafélags tslands að
Hótel Borg kl. 13.30 i dag. A
fundinn munu mæta flestar þær
konur sem skipa efstu sætin á
framboöslistum flokka sinna.
Frá Alþýðuflokknum mæta
eftirtaldir frambjóðendur: Ast-
FLOKKSSTARFIÐ
Hafnfiröingar
Kosningaskrifstofa Alþýöuflokks-
ins er i Alþýðuhúsinu Hafnarfirði
3. hæö skrifstofan er opin frá kl.
11-12 f.h. og 14-19 e.h. slmi 50499
Hafið samband viö Skrifstofuna.
Alþýöuflokksfélögin I Hafnar-
firöi.
Laust starf
Starf skrifstofustjóra hjá Innkaupastofn-
un rikisins er laust til umsóknar.
Umsókir, ásamt upplýsingum um mennt-
un og fyrri störf, skulu hafa borist Inn-
kaupastofnuninni fyrir 30. nóvember n.k.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006*
• *a
\ Fóstrur
\V Barnaleikvellir Reykjavikurborgar vilja
ráða eina umsjónarfóstru við gæsluvelli
borgarinnar.
Upplýsingar um starfið veitir Anna
Kristbjörnsdóttir umsjónarfóstra Njáls-
götu 9, mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga kl. 9—12, i sima 22360.
Leikvallanefnd Reykjavikurborgar
Byggingafélag verkamanna, Reykjavík
Aðalfundur
félagsins verður haldinn i Domus Medica,
Egilsgötu 3, þriðjudaginn 13. nóvember
1979, kl. 20.30.
Venjuleg aðalfundarstörf
Félagsstjórnin.
hildur ólafsdóttir, Guörún
Helga Jónsdóttir, Jóhanna Sig-
uröardóttir, Kristin Guðmunds-
dóttir og Ragnheiöur Rikharös-
dóttir.
Framsóknarmaddömurnar
veröa: Þrúður Helgadóttir,
Unnur Stefánsdóttir, Sigrún
Sturludóttir, Sigrún Magnús-
dóttir, Dagbjört Höskuldsdóttir
og Vaigeröur Sverrisdóttir.
Sjálfstæðisflokkurinn teflir
fram Arndisi B jörnsdóttur,
Björgu Einarsdóttur, Elinu
Pálmadóttur, Ernu
Ragnarsdóttur Ingu Jónu
Þóröardóttur, Ragnhildi Helga-
dótturog Salóme Þorkelsdóttur.
Frá bandalaginu mæta:
Bjarnfriöur Leósdóttir, Elsa
K rist j á nsdó ttir, Guörún
Hallgrimsdóttir og Guörún
Helgadöttir.
Formaöur Kvenréttinda-
félagsins, Sólveig ólafsdóttir,
setur fundinn. Fundarstjóri
verður Lilja ólafsdóttirog ritari
Guörún Gisiadóttir. Fundurinn
er að vitaskuld öiium opinn.
— G.Sv.
Sjávarútvegsráðherra gefur út reglugerð:
Stóraukin hlutdeild fiskvinnsl-
unnar í útlánum Fiskveiðasjóðs
Akveöiö hefur veriö að auka
heimildir Fiskveiðasjóös til lán-
veitinga I fiskvinnslu meö þvi að
hækka lánsfjárhlutfall og lengja
iánstlma I vissum tiivikum.
Þetta kom fram á fundi sem
Kjartan Jóhannsson sjávarút-
vegsráöherra hélt meö blaða-
mönnum I gær. Ráðherra sagði
þetta vera gert i þeim tilgangi að
stuöla aö aukinni hagkvæmni I
rekstri, bættri nýtingu hráefnis
og vinnuafls. Ennfremur til efl-
ingar mengunarvarna og orku-
sparnaðar, svo og til að auka hlut
fiskvinnslunnar I f jármunamynd-
un sjávarútvegsins.
Vegna þessa hefur veriö gefin
út reglugerö um breytingu á
reglugerð Fiskveiðasjóðs. Þessa
reglugerð um Alþýöublaöið birta
I heild við fyrstu hentugleika, en
helstu efnisbreytingar eru þess-
ar:
1. Lánsfjárhlutfali vegna
kaupa á fiskvinnsluvélum,
vegna hagræöingar vinnslurása,
eftirlitskería, stýribúnaöar og
annars búnaöar svo og vegna
aðgerða tii orkusparnaöar,
hækkar úr 60% I 75%. Fái lán-
taki erlent lán vegna kaupanna
skai lán sjóösins vera viöbótar-
lán upp i 75%.
2. Hámarkslánstimi vegna
frystivél- og frystitækjakaupa
og til kaupa á vélum til fisk-
mjölsvinnslu lengist úr 5 árum I
7-10 ár.
3. Sérstaklega er tiltekið aö
lán til byggingarfarmkvæmda
nái til hráefnisgeymslna, aö-
gerða til bættra hollustuhátta,
til mengunarvarna og til þess
aö bæta aöbúnaö verkafólks.
Lánsfjárhlutfall I þessu skyni
er óbreytt 60% aö hámarki og
hámarkslánstimi óbreyttur 10-
15 ár.
Þrátt fyrir þessar breytingar á
lánshlutföllum vegna einstakra
framkvæmda segir i reglugerð-
inni aö gæta verði þess aö lán
Fiskveiðasjóðs, ásamt áður hvil-
andi lánum, megi aldrei nema
hærri f járhæö en 60% af heildar-
matsveröi þeirra eigna, sem veð-
settar eru fyrir lánum.
Sem kunnugt er hefur fisk-
vinnslan einungis fengið 10-20%
útlána Fiskveiöasjóðs. Sjávarút-
vegsráðuherra kvað þaö hinsveg-
ar sina ósk, að strax á næsta ári
>fengi fiskvinnslan um helming út-
lánafjár.
Máli sínu til áréttingar benti
Kjartan Jóhannsson á þá staö-
reynd að mikill fjöldi frystihúsa
landsins væri enn á hjólbörustig-
inu. Hinsvegar væri skipastóllinn
það vel á sig kominn að sifellt
þyrfti að þrengja veiöiheimildir.
1 framhaldi þessa var ráöherra
spurður um hugsanleg skipakaup
Eskfirðinga. Sagði hann, að ef til
slikrar beiðni kæmi, myndu bæði
viðskiptaráöherra og sjávarút-
vegsráöherra standa einhuga
gegn henni!
— G.Sv.
TRUNAOARMANNAFUNDUR
Alþýðuflokksfélag Reykjavikur boðar til
trúnaðarmannafundar að Hótel Loft-
leiðum mánudagskvöld kl. 2(0.30.
Allir þeir sem áhuga hafa fyrir að starfa i
kosningabaráttunni eru hvattir til að
mæta á fundinn.
Kosningastjórn.