Alþýðublaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 22. nóvember 1979 179 tbl. 60. árg. Bragi Sigurjónsson ráðherra, um kosningahorfur: ,Stada flokksins sterk’ „Mér sýnist staöa Alþýöu- flokksins fyrir þessar kosningar alltraustog fólk er nú f auknum mæli fariö aö átta sig á þvi og skilja hvers vegna viö sáum þann kost vænstan aö rjúfa rikisst jórnarsamstarfiö siö- asta,” sagöi Bragi Sigurjónsson landbúnaöar- og iönaöarráö- herra i samtali viö Alþýöublaö- iö. „Þaö liggur alveg fyrir aö mál málanna eru efnahagsmál- in og þar stöndum viö Alþýöu- flokksmenn sterkir aö vigi meö hreina og skýra stefnu.” Bragi sagöist aöspuröur ekki hafa tekiö beinan þátt I kosn- ingabaráttunni i kjördæmi sinu — Noröurlandi eystra — en hann Framhald á bls. 2 Bragi Sigurjónsson Magnús H. Magnússon, tryggingarráðherra: Frumvarp til laga sjóðsréttindi allra Rikisstjórnin hefur ákveöiö aö flytja á næsta Alþingi frv. til laga um skylduaöild aö lifeyrissjóö- um, sem tryggja myndi, ef aö lög- um yröi, lifeyrissjóösréttindi allra landsmanna á aldrinum 16 - 74 ára sem atvinnutekjur hafa hér á landi. um lífeyris- landsmanna aldraöra, sem rikisstjórnin lagöi fram á Alþingi voriö 1979, sagöi aö stefna bæri aö þvi, aö þegar á árinu 1979 yröi komiö á skylduaö- ild aö lifeyrissjóöi fyrir alla starf- andi menn, sem þátttökuskylda nær enn ekki til samkvæmt lögum eöa kjarasamningum. Skylduaöild aö lífeyrissjóði I athugasemdum viö framvarp þaö til laga um eftirlaun til Greittveröi fyrir lifeyrissjóösréttindi Gert er ráö fyrir aö meö sam- Framhald á bls. 2 Ríkisstjórn Alþýðuflokksins leggur fram breytingartillögur við fjárlagafrumvarp Tómasar Árnasonar Meginatriði breytinganna er tekjuskattslækkun að auðvelda gerð kjarasamninga og gæti orðið aðgerðum til hjöðnunar verðbólgu Tekjuskattslækkun einstaklinga um 7.2 milljarðar Byrjunaraðgerðir i sparnaðarátt i ríkisrekstri og lækkun skulda einstaklinga sem ætti liður í raunhæfum Rikisstjórnin hefur aö undan- förnu fjallaö um frumvarp til fjárlaga fyrir áriö 1980. A rikis- stjórnarfundi i gær, 20. nóvember 1979, voru teknar ákvaröanir uni mikilvægaibreytingar á f jármála- stefnunni fyrir næsta ár, og veröa tiUögur þar aö lútandi lagöar fyrir Alþingi, þegar þaö kemur saman eftir kosningar. Veigamesta breytingin frá frumvarpi þvi til fjárlaga, sem fyrrverandi fjármálaráöherra lagöi framioktóber,ersú,aö lagt veröur til, aö tekjuskattur ein- staklinga lækki um 7.2 milljaröa króna og gjöld rikissjóös lækkuö á móti. Aætlaö er aö tekjur rikis- sjóös veröt samkvæmt þessum till ■ innan viö 28,5% af þjóöar- framleiöslu 1980 og jafnframt er tryggöur öruggur rekstraraf- gangur. Lækkun tekjuskattsins hefur þaö I för meö sér, aö álagöir bein- ir skattar á einstaklinga veröa lægri á árinu 1980 en þeir voru á árinu 1979 I hlutfalli viö tekjur manna, og jafnframtertryggt, aö heildartekjur rikissjóös I hlutfalli viö þjóöartekjur veröi lægri 1980 en 1979. Komi þessi lækkun tekju- skatts jafnt á alla skattþegna, svarar hún til hækkunar skatt- visitölu um 8%. Rikisstjórnin á- formar hins vegar aö beita þess- ari iækkun fyrst og fremst til aö lækka skatta þeirra, sem lægstar tekjur hafa. A móti lækkun tekjuskattsins veröa geröar ýmsar breytingar á áætlunum um útgjöld rikissjóös á árinu 1980 frá þvi, sem ráögert var I frumvarpi þvi til fjárlaga, sem fram var lagt I október siöastliönum.l meginatriöum eru breytingarnar þessar: Vegagerð 1) Lagt veröur til, aö útgjöld til vegageröar lækki um 2.500 m.kr.Þráttfyrirþessa lækkun munu vegaframkvæmdir veröa nær fjóröugni meiri 1980 en 1979. Niðurgreiðslur 2) Lagt veröur til, aö framlög til niöurgreiöslna lækki um 2.020 m.kr., eöa til samræmis viö niöurgreiöslustig og verölags- forsendur fjárlagafrumvarps- ins; en tillaga um framlög til niöurgreiöslna var hækkuö um þessafjárhæöskömmu áöur en októberfrumvarpiö fór I prent- un, án samkomulags eöa skýr- inga. Dregið úr sjálf- virkum útgjöldum 3) I októberfrumvarpinu var gert ráö fyrir, aö lögbundin fram- lög rikisins til fjárfestingar- lánasjóöa yröu lækkuö um 15% frá þvl, sem gilt heföi aö ó- breyttu. Lagt veröur til aö þessari stefnu veröi fram- haldiö og aö auki veröi lög- bundiö hámark útflutnings- bóta á landbúnaöarafuröir einnig lækkaö um 15%. 1 þess- aritillögu felst 1.100m.kr. viö- bótarlækkun útgjalda. Hér veröur stigiö skref i þá átt aö draga úr sjálfvirkum útgjöld- um rikissjóös á næstu árum. Sparnaður við landhelgisgæslu 4) ,GerÖar veröa tillögur um hagræöingu og sparnaö i rekstri landhelgisgæslunnar sem nemur um 580 m.kr. Lagt Framhald á bls. 2 Árni Gunnarsson, fyrrv. alþingismadur: Það er á ábyrgð kjósenda, hvort þeir vilja óbreytta stefnu - eða stefnu Alþýðuflokksins Fyrir siöustu kosningar boö- aöi Alþýöuflokkurinn gjör- breytta efnahagsstefnu. Hann benti á ýmsar staöreyndir verö- bólguþróunar og varaöi viö óbreyttri stefnu. Frambjóöend- ur hans tóku skýrt fram, aö nauösynlegar aögeröir yröu ekki sársaukalausar fyrir al- menning. óbreytt stefna myndi ógna efnahagslegu sjálfstæöi þjóöarinnar. Eif'tir aö rikis- stjórnin var mynduö lagöi Alþýöuflokkurinn fram frum- varp um aögeröir gegn verö- bólgu, og fylgdi þvi eftir af miklum krafti. Flokkurinn setti rikisstjórninni skilyröi, m.a. meö dagsetningu, sem flestir muna eftir. En árangurinn varö litill, og flokkurinn varö aö draga skilyröi sin til baka til aö stjórnarsamstarfiö rofnaöi ekki. Hverjir fóru meö auglýsingaskrum? Ahuga- og skilningsleysi sam- starfsflokkanna á þeim mikla vanda, sem viö blasti, var slik- ur, aö frumvarpi Alþýöuflokks- ins var stungiö ofan I skúffu. Þar geröi rikisstjórnin sin stærstu mistök. Þingmenn Alþýöuflokksins hófu nú baráttu á þingi og utan þess fyrir stefnu- málum sinum. Málflutningur þeirra var kallaöur ábyrgöar- laust þvaöur, glamuryröi og auglýsingaskrum. Þingmenn- irnir fengu þaö óþvegiö frá and- stæöingunum, og barátta þeirra fyrir gerbreyttri efnahags- stefnu var nefnd tilræöi viö rikisstjórnina. Af leiðingarnar Ef samstarfsflokkarnir I rikisstjórn heföu samþykkt til- lögur Alþýöuflokksins væri veröbólga nú um 30%, en stefndi ekki I 80% eins og siöustu tölur benda til. Þá væri fyrrverandi rikisstjórn föst I sessi og stefndi nú aö 15% veröbólgumarki á næsta ári. — En samstarfs- flokkarnir báru ekki gæfu til þess aö fara aö ráöum Alþýöu- flokksins. ólafur Jóhannesson beitti sér fyrir setningu efna- hagslaga, sem var útþynnt út- gáfa af frumvarpi Alþýöu- flokksins og gat aldrei komiö I staöinn fyrir þaö. Þaö heföi þó getaö gert talsvert gagn, ef eftir þvi heföi veriö fariö. En svo illa tókst til, aö flestar greinar þess hafa veriö þverbrotnar. Per- sónulegt pot og kjördæmahags- munir einstakra ráöherra sáu fyrir þvi. Hvers vegna stjórnarslit? Þegar Alþýöuflokknum varö ljóst nú á haustmánuöum, aö samkomulag myndi ekki takast um neinar raunhæfar aögeröir I efnahagsmálunum, sleit hann stjórnarsamstarfinu. Þá lá ljóst fyrir, aö stefnt yröi I stórfellda erlenda skuldasöfnun, skuldir rikisájóös viö Seölabankann yröu ekki greiddar, engu yröi breytt um sjálfvirka útgjalda- aukningu rikissjóös, heildar- fjárfesting rikissjóös færi fram yfir eölileg mörk, skattheimta aukin (siöasta rikisstjórn setti 18 lög um skatta) og vinnu- brögöum viö fjárlagageröina yröi I engu breytt. Frekára málþóf var tilgangslaust Þá var greinilegt, aö veruleg kaupmáttarrýrnun yröi á árínu, landbúnaöarmálin voru komin i sjálfheldu og veröbólgan æddi áfram. —- Meö hliösjón af þess- um staöreyndum taldi Alþýöu- flokkurinn áframhaldandi stjórnarsamstarf óhugsandi, enda lá þaö fyrir aö i grundvall- aratriöum greindi flokkana á um aöferöir til baráttu gegn veröbólgunni. — Samstarfs- flokkrnir létu i veöri vaka aö ekki heföi á þaö reynt hvort um- ræöur um frekari aögeröir til lausnar efnahagsvandanum heföu boriö árangur. Vera má aö þeir hafi veriö aö semja ein- hverjar tillögur, en aö fenginni reynslu var engin von til þess, aö samkomulag næöist. Þessi þáttur málsins kom best i ljós eftir stjórnarslit, þegar einstak- ir ráöherrar fóru i hár saman útaf fjármálum rikisins. Hvaö er framundan? Enginn vafi leikur á þvi, aö framundan er meiri veröbólga en dæmi eru til um hér á landi. Atvinnureksturinn er i mikilli hættu vegna skorts á fjármagni og margir óttast aö atvinnuleysi sé á næstu grösum. Þessari þró- un veröur aö snúa viö þegar I staö. t baráttu sinni vill Alþýöu- flokkurinn styöjast viö þann grundvöll, sem hann lagöi fram meö frumvarpi sinu um viönám gegn veröbólgu I desember á slöasta ári. Alþýöuflokkurinn vill tak- marka tekjuöflun, þ.e. skatt- lagningu rikissjóös, viö lægra hlutfall þjóöarframleiöslu en nú er. Alþýöuflokkurinn vill taka upp breytt vinnubrögö viö fjár- lagagerö, þ.e. aö i staö núver- andi óskalista aöferöar veröi tekin upp núll-grunnsáætlunar- gerö. Alþýöuflokkurinn vill aö rikis- sjóöur veröi rekinn meö traust- um greiöslujöfnuöi. Alþýöuflokkurinn vill tak- marka heildarfjárfestingu viö 22-24% af þjóöarframleiöslu, og stýra takmörkuöu fjármagni I aröbæra fjárgestingu i fiskiön- aöi og öörum útflutningsiönaöi. Alþýöuflokkurinn vdll afnema lög og reglúr sem kveöa á um sjálfvirka útgjaldaaukningu rikissjóös og fjárfestingarlána- sjóöa, án tillits til afkomuskol- yröa þjóöarbúsins.. Framhald á bls. 2 „Þingmenn Alþýöuflokksins hófu nú baráttu á þingi og utan þess fyrir stefnumálum sinum. Málflutningur þeirra var kall- aöur ábyrgöarlaust þvaöur, glamuryröi og auglýsinga- skrum. Barátta þeirra fyrir gerbreyttri efnahagsstefnu var nefnd tilræöi viö rikisstjórn- ina.” „Ef samstarfsflokkarnir I rikis- stjórn heföu samþykkt tillögur Alþýöuflokksins væri veröbólg- an nú 30% en stefndi ekki I 80% eins og siöustu tölur benda til. Þá væri fyrrverandi rikisstjórn enn föst I sessi og stefndi nú aö 15% veröbólgumarki á næsta ári.” „Þaö er algerlega tilgangslaust fyrir stjórnmálamenn og þjóö- ina I heild aö lemja hausnum viö steininn og telja sjálfum sér trú um, aö veröbólgan lækki án sársaukafullra aögeröa”.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.