Alþýðublaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.11.1979, Blaðsíða 4
i STVTTINGI Kvenfélag sósíal- ista 40 ára 1 tilefni af 40 ára afmæli Kven- félags Sósialista, samþykkti aöal- fundur félagsins aö færa Kvenna- sögusafni Islands peningagjöf aö upphæö kr. 100 þúsund krónur. Var gjöfin afhent forstööumanni safnsins Onnu Siguröardóttur laugardaginn 3. nóvember s.l. Kvenfélag Sósialistaflokksins var stofnaö 30. marz 1939. Þaö var þá eingöngu skipaö konum sem voru félagar Sósialistaflokksins. 1946 var gerö sú skipulagsbreyt- ing á félaginu, aö þátttaka var ekki lengur bundin þvi aö vera félagi i Sósialistaflokknum, held- ur var grundvöllur þess breikkað- ur og þaö gert aö sjálfstæðum félagsskap og nafni þess breytt. -1 annarri grein félagslaganna segir svo: „Tilgangur félagsins er aö vinna gegn afturhaldi og fasisma en fyrir útbreiöslu sósialisma meöal kvenna. Meölimir i félag- inu geta allar frjálslyndar konur oröiö sem vilja kynnast sósial- ismanum.” Kvenfélag Sósialista hefur á starfstima sinum, 40 árum, átt mörgum mikilhæfum baráttu- konum á aö skipa, sem stóöu i fremstu rööum stéttarfélaga og mannréttindabaráttu. Ótalin eru þau verkfallsátök sem félagiö hefur stutt. Fjöl- mörgum fundum hefur þaö staöiö fyrir eöa átt aöild að I baráttunni gegn hernámi landsins og gegn aöild Islands aö NATÓ svo eitt- hvaö sé nefnt. Framan af árum stóö Kven- félag Sósialista jafnan fyrir fundi 8. marz, á alþjóöabaráttudegi kvenna og siöar i samstarfi viö aöra. Félagiö er aöili aö Bandalagi kvenna i Reykjavik og Kvenrétt- indafélagi Islands og hefur tekiö þátt I Kvennaráöstefnu Eystra- saltslandanna, Noregs og Islands. Stjórn félagsins stipa þessar konur: Elin Guömundsdóttir, Margrét Ottósdóttir, Laufey Engilberts, Þorbjörg Siguröardóttir, Bergljót Stefánsdóttir, Lilja Kristjáns- dóttir og Sigrlöur Friöriksdóttir. Jón Ármann Héðinsson skrifar: Ábyrg landstjórn og traust stjórn fyrirtækja Marg oft hefur þvi verið hald- iö fram, aö ekki væri unnt aö stjórna hér á landi. Þaö sýndi reynslan. Eg get ekki tekiö undir þessa skoöun. Vandinn er fólginn I þvi, aö koma meö skipulega áætlun og gera glögga grein fyrir gildi hennar hvaö varöar allan rekstur þjóöarbús- ins og trygga atvinnu I landinu. Sé þetta gert er þaö skoöun min, aö allur almenningur I landinu muni hllöa þeim lögum, er setja þarf, til þess aö ná þvi mark- miöi, aö hér riki full atvinna og verölag sé sem stööugast. Ann- aö er i hrópandi ósamræmi viö skynsamlegt fólki- Rlkisstjórnir sýni fordæmi Fólk vill hins vegar ekki, aö þaö sé matreitt meö kenningum og tölum, er fá ekki staöist, en eru settar fram til þess aö þóknast vissum úrvalshópum. Þegar aöhald er sýnt hjá hinu opinbera, er ég viss um aö allur almenningur mun vera tilbúinn aö taka á sig kvaöir til þess aö ráöa viö veröbólguna og tryggja þar meö heilbrigt atvinnulif og afkomu sina. Alþýöan i landinu hlýtur að gera þá réttmætu kröfu til hverrar rikisstjórnar, aö hún sýni gott fordæmi um meöferð peningamála og at- vinnuuppbyggingu. Sú rikis- stjórn, sem þaö ekki gerir, er dauðadæmd eins og mörg dæmi hér á landi sýna. Atvinnutækin nýtt I þágu allra En þaö er ekki aöeins hjá sjálfri rikisstjórninni, er gott fordæmi verður aö koma. Einn- ig hjá stjórnendum atvinnu- fyrirtækja verður aö vera ábyrgö hegöun og stjórnun. Ekkert fyrirtæki er svo sterkt aö ill stjórnun geti ekki komiö Jón Arm. Héöinsson. þvi á vonarvöl og fólkiö misst atvinnu sina. Þá er venjan hér á landi aö hlaupa til Alþingis eöa rikisstjórnarinnar og biöja um „reddingu”. Lang oftast er meö einum eöa öörum hætti komiö til móts viö þrábeiönina, en of sjaldan er samtimis skipt um stjórnendur eöa allur reksturinn endurskipulagöur. Krafa almennings til rikisvaldsins og stjórnenda er, aö atvinnutækin séu nýtt I þágu þjóöarinnar allr- ar, en ekki meö þröng einka hagsmunasjónarmiö I huga. Þaö er frá almenningi, sem lánsfjármagniö er komiö og þess vegna á almenningur rétt á þessari kröfu. þjóönýting á tap- inu, en geöþóttaráöstöfun á gróöa skal heyra tfmanum til. Afleiðing verðbólgu Veröbólgan hér á landi undanfarin ár er glöggt vitni um algjöra óstjórn 1 efnahagsmál- um okkar. Hún afskræmir þjóöfélagiö og færir milli manna nær tvo tugí milljarða króna ár- lega. Krafa okkar i Alþýöu- flokknum i dag er, aö þetta sé stöövaö. Almennir lifeyrissjóöir brenna upp. Verötrygging á sparnaöi 1 banka eöa lifeyris- sjóöi verður aö komast á alls staöar. Þegar þetta grundvall- aratriöi er tryggt, má vænta þess aö jafnvægi getikomist á i efnahagslifi okkar og þjóöin fari aö lifa samkvæmt þvi hvaö mik- iö aflast og skynsamlegt sé aö fjárfesta I. Meö þessu móti á rikisstjórn aö geta haft stjórn á efnahagsmálum okkar og tryggt stööuga atvinnu i landinu og afkomuöryggi. Kröfur Alþýðu- flokksins. Nú eru kosningar á næsta leiti. Þær eru vegna þess aö frá- farandi vinstri stjórn varö ekki sammálaum þau efnahagslegu úrræöi, er voru forsenda aö jafnvægi i þjóöarbúskapnum. Alþýöuflokkurinn gerir þá kröfu til rikisstjórnar, er hann á og mun eiga aðild aö, aö tekist sé á viö veröbólguna af fullri alvöru og rikisútgjöld séu innan þeirra marka, er staöa þjóöarbúsins leyfir hverju sinni. Jafnframt sé ekki stofnaö til siaukinna erlendrar lántöku. Æskilegt hámark á greiöslukvöö af erlendum lánum fari ekki yfir 12—13% árlega, af gjaldeyris- tekjum okkar. Hagsmunir heildarinnar Ollum, sem um þjóömál hugsa má vera þaö vel ljóst aö margt hefur gengiö úrskeiöis undanfarin nokkur ár, og er ekki svigrúm nú aö rekja þaö nánar. En til þess aö snúa þessari óheillavægu þróun viö leitar Alþýöufiokkurinn eftir Framhald á bis. 2 Lög u m húsaleigusamninga Af gefnu tilefni vilja Leigjenda- samtökin ! benda á aö lög um húsaleigusamninga tóku gildi þann fyrsta júni siöastliöinn. 1 þeim lögum eru m.a. ákvæöi um fyrirframgreiöslur. Þar segir i 51. gr. aö óheimilt sé aö ferefjast fyrirframgreiöslu nema fyrir fjóröung umsamins leigutima. Svo dæmi sé tekiö, ef samningur er geröur til eins árs er ekki hægt aö krefjast fyrirframgreiöslu til lengri tima en þriggja mánaöa. Ef greitt er ár fyirfram veröur aö gera samning til fjögurra ára. Sföar á leigutimanum má aöeins fara fram á þrjá mánuöi fyrir- fram I einu. í 55. grein sömu laga segir aö leigusali eigi rétt á aö krefja leigutaka um tiltekna fjárhæö sem tryggingarfé áöur en honum er afhent húsnæöiö til afnota. Má upphæöin nema allt aö þriggja mánaöa leigu fyrir húsnæöiö eins og hún er i upphafi leigutlmans. Jafnframt segir i áöurnefndri 51. grein aö ef leigutaki er krafinn um tryggingafé, þá er óheimilt Framhald á bls. 2 Menntamálaráðherra undirritar leigusamninginn vid Torfusamtökin. — Sjá nánar á bls. 2 Á RATSJÁNNI Svarthöföi VIsis skrifar um pólitik og fagrar listir á vixl þessa dagana, á milli bernskubrekanna með KGB og kynvillinganna. 1 gær skrifar hann um Ölaf Jó- hannesson og feril Framsóknar- flokksins og finnst skitur og skömm til koma flokksins og Ola. Svarthöföi segir meöal ann- ars I grein sinni, sem hefur fyrir- sögnina ^.Olafur boöar komma i nýja stjorn” „Framsóknarflokkurinn hef- ur fengiö alveg nýja „rullu” I Reykjavik meö framboöi Olafs Jóhannessonar. Ekki einasta er nú veriö aö telja borgarbúum trú um, aö þessi fulltrúi visitölubúa, landbúnaðarverðs og dreifbýlis- friöinda, sé sjálfkjörinn hér I gjá- lifinu, heldur er einnig veriö aö boöa aö nefndur Olafur muni hafa forustu fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar aö kosningum loknum — veröi Framsóknar- flokkurinn stærstur, þ.e. bæti viö sig einum fimmtán þingmönn- um.” og er þaö skarplega athug- aö. Þaö hlýtur aö vera eitt helsta réttlætismál þéttbýlisbúa aö at- kvæöi þeirra vegi jafnt og at- kvæöi þeirra sem búa úti á landi. Sú kjördæmaskipan sem nú gild- ir, er löngu oröin úrelt, þó hún hafi veriö mikiö framfararspor á sinum tíma. Þegar kjördæma- skipanninni var breytt, baröist Framsóknarflokkurinn hat- rammlega gegn þeirri breytingu, enda gekk hún þvert á hans hags- muni. Nú hafa Framsóknarmenn heyrst hvisla þvi aö kjósendum, aö þeir séu ekki á móti þvi aö breytt sé aftur, og þéttbýlisbúar fái jafnan atkvæöisrétt á viö Framsóknarmenn, þetta eru gleöifréttir og viö skulum vona aö þessi nýja stefna endist fram yfir kosningar. 1 tilvitnuninni hér aö ofan, nefn- irSvathöföi Reykjavik „gjálifiö”. Þetta er ekki fallega gert, þvi þaö er ástæöulaust aö vera aö vekja upp gamla drauginn um spilling- una i borgarlifinu. Þaö var lengi svo, aö sveitamenningin gamla var dýrkuö neikvætt af Fram- sóknarflokknum, þannig aö þeir véifuöu ákaft um sig þeirri at- kvæöabeitu, aö þaö væri þjóö- legra aö elta rollur en veiöa fisk, eöa starfa i iönaöi. Svarthöföi ætti aö varast aö koma þeirri vitleysu af staö aftur. Þaö er nú einu sinni svo, aö margir kjósendur Framsóknar trúöu þessu þá, og fengjust eflausl til þess aftur. Um þaö vitnar setn-: ing sem höfð er eftir gömlum bónda á Austfjöröum. Þegar karl heyröi eitthvaö úr Reykjavik sem; hneykslaöi hann, sagöi karl:| „Hversu lengi skyldu bændur> endast til þess aö drýgja þá dáö: aö búa, meöan lýöurinn leikur sér| fyrir sunnan, eins og ljón viö lömb, I paradis. Þagall. Fimmtudagur 22. nóvember KÚLTIÍRKORN Bækur Sagnadansar Bók þessi er hin fimmta I flokkn- um Islensk rit. Hefur Vésteinn Ólason búiö Sagnadansa til prent- unar en Hreinn Steingrimsson bókarauka: Lög viö islenska sagnadansa. Eru Sagnadansar gefnir út af Rannsóknarstofnun i bókmenntafræöi viö Háskóla Islands og Menningarsjóöi. Rit- stjórn bókaflokksins hafa meö höndum Njöröur P. Njarövik, Öskar Ó. Halldórsson og Vésteinn Olason. Sagnadansar hefjast á itarlegum inngangi Vésteins Ólasonar, þá koma dansarnir er skiptast I fjóra meginflokka: Kvæöi af riddurum og frúm, Kvæöi af köppum og helgum mönnum, Gamankvæöi og Brot. Ennfremur flytur bókin skýringar og athugasemdir, svo og greinargerö um útgáfur og heimildir. Loks er bókaraukinn: Lög við sagnadansa, en hann er algerlega sjálfstætt verk og hefur Hreinn Steingrimsson haft af honum allan veg og vanda. Sagnadansareru 435 blaösiöur aö stærö og bókin sett, prentuö og bundin i Prentsmiðju Hafnar- fjaröar. Aöur hefur komiö út i bókaflokkn- um Islensk rit: Jón Þorlákdsson: Kvæöi, frumort og þýdd. Orval Bjarni Thorarensen: Ljóömæli. Úrval. Daviö Stefánsson: Ljóö. Orval Þorgils gjallandi: Sögur. Orval. Bókaútgáfa menningarsjóös Flóamanna saga# Gaul- verjabæjar And Haukr Erlendsson Þetta er 36. ritiö I bókaflokknum Studia islandica og höfundur Richard Perkins háskólakennari i Lundúnum sem fjallar um tilurö Flóamanna sögu. Eru skýringar- tilgátur höfundar i þvi sambandi tvær. Hin fyrri er sú aö frumrit sögunnar hafi veriö skrifaö fyrir Hauk Erlendsson lögmann I Gaulverjabæ (d. 1334), en texta- gerö hennar sem staöiö hafi fremst I Vatnshornsbók (Vatns- hyrnu) fyrir Jón Hákonarson bónda I Vlöidalstungu (f. 1350). Hin siöari er hinsvegar aö Jón Halldórsson biskup i Skálholti (d. 1339) og hafi haft hönd I bagga viö ritun sögunnar, en hún þarf ekki endilega aö koma I veg fyrir þá skýringartilgátu aö sagan hafi veriö rituö fyrir Jón Erlendsson i Gaulverjabæ. Rit þetta er á ensku, 97 blaösiöur aö stærö, prentaö I Leiftri. Efnis- ágrip fylgir á Islensku, þýtt af Sverri Tómassyni Ritstjóri Studia Islandica er Sveinn Skorri Höskuldsson próf- essor. Bókaútgáfa menningarsjóðs. BOLABÁS 1 VIsi á þriðjudag, var sagt frá þvf að Vatíkanið á I.- rekstraröörugleikum. Það sem páfinn og hans kardinálar þurfa, er skyndikennsla i leiftursóknum, i kvöldskóia Geirs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.