Alþýðublaðið - 24.11.1979, Síða 1
Alþýduflokkurinn — Aðventukosningarnar 1979
í stað stjórnleysis
alþVðuflokkurinn vill leggja
TIL ATLÖGU GEGN ÖNGÞVEITINU
Alþýðuflokkurinn vilt að ríkisvaldið byrji á því að gera hreint fyrir eigin dyrum
með því að ná jafnvægi í ríkisfjármálum
1. Lægri skatta
2. Nýjar aðferðir við f járlagagerð.
3. Tekjur ákveðnar fyrst — siðan útgjöld.
4. Greiðslujöfnuð — lækkun skulda.
5. Afnám sjálfvirkni í ríkisútgjöldum.
6. Þak á f járfestingu
7. Stýringu fjárfestingar í arðbær verkefni.
8. Þak á erlenda skuldasöfnun.
9. Ríkisstofnanir starfi fjárhagslega á eigin ábyrgð.
10. Framkvæmdir og f járhagsleg ábyrgð í opinberum rekstri fylgistað.
11. Hægjum á opinberum byggingarframkvæmdum í bili.
12. Afnemum tekjuskatt á miðlungstekjur.
13. Staðgreiðslu útsvars og tekjuskatts og sameiginlega innheimtu.
14. Virðisaukaskatt i stað söluskatts.
15. Verðaukaskatt á verðbólgugróða.
16. Skattlagning fyrirtækja taki mið af samkeppnishæfni.
Alþýðuflokkurinn vill að ríkisstjórnin noti þau völd sem hún hefur til þess að ná
jafnvægi í peninga- og lánsfjármálum
17. Verðtryggingu inn- og útlána.
16. Lengri lánstima — jafnari greiðslubyrði
19. Innlendan sparnað í stað erlendra skulda.
20. Arsfjórðungsleg mörk á aukningu peningamagns í umferð.
21. Sömu takmarkanir á útlán bankanna.
22. Gengissig innan marka verðbólguhjöðnunar.
Þegar ríkisstjórnin hefur mokað sinn eiginn flór vill Alþýðuflokkurinn ná fram
kjarasáttmála um jafnvægi í verðlags- og kaupgjaldsmálum
23. Stöðvum víxlhækkun kaupgjalds og verðlags.
24. Ríkisvaldið bjóði kaupmáttartryggingu lægstu launa.
25. Með af námi tek juskatts á miðlungstekjur og skattfrelsi ellilífeyris.
26. Lækkun niöurgreiðslna, hækkun barnabóta og ellilífeyris.
27. Ársf jórðungsleg mörk á kauphækkun i krónutölu.
28. Samsvarandi mörk á verðhækkun innlendrar þjónustu.
29. Kjarasamningar fari fram samtímis fyrir alla og haf i sama gildistima.
30. Félagslegar umbætur í húsnæðismálum, lifeyrisréttindamáium og mannrétt
indamálum þeirra, sem búa við skerta starfsorku.
Samhliða þessu vill Alþýðuflokkurinn breytta atvinnustefnu og aukið atvinnuöryggi
31.. Afnemum sjálfvirk framlög til úreltra verkefna i landbúnaði.
32. Afnemum útflutningsbætur i áföngum.
33. Minnkum fjárfestingu í fiskiskipum og opinberum byggingum.
34. Fjárfesting í orkuframkvæmdum, fiskvinnslu og útflutningsiðnaði hafi for-
gang.
35. Fiskveiðistefna samræmist veiðiþoli fiskistofna.
36. Virkjunarframkvæmdir taki mið af þörfum orkufreks iðnaðar.
ÞETTA ER GERBREYTT EFNAHAGSSTEFNA IFRAMKVKMD