Alþýðublaðið - 24.11.1979, Síða 3
Áttþú
SAMLEID
með okkur?
Menningarmál
Alþýðuf lokkurinn vill að ríkisvaldið taki virkan þátt í
mótun menningarstefnu. Á undanförnum árum hefur
það hins vegar verið svo, að menningarmál.bæði í skóla-
kerf i og í listum, hafa verið afskipt vegna þess, að sjóðir
sem til slíkra verkefna hafa verið ætlaðir, hafa stöðugt
rýrnað. Það hef ur ekki nógsamlega verið vakin á því at-
hygli, hvernig verðrýrnun undanfarinna ára hefur
dregið úr heilbrigðri þátttöku ríkisvaldsins í menningar-
málum.
• Starfsumhverfi og vinnuvernd
Alþýðuflokkurinn vill halda áfram að vinna að stór-
bættu starfsumhverf i fólks og auknu öryggi á vinnustöð-
um. Þar verður enn að gera stórátak mjög víða.
• Atvinnulýðræði
Alþýðuflokkurinn vill að starfsfólk stærri fyrirtækja,
bæði einkafyrirtækja og félagslegra fyrirtækja,taki virk
an þátt í stjórn fyrirtækjanna, með því að eiga f ulltrúa i
stjo'rnum þeirra
• Gegn skattsvikum
Skattsvik eru áberandi sjúkdómseinkenni verðbólgu-
þjóðfélagsins. Það verður að hreinsa til. Þegar Alþýðu-
flokkurinn kynnir nú tillögur og krefst úrbóta, segjast
þeir allir hafa ætlað að gera þetta. En af hverju hafa
þeir þá ekki gert það?
• Auðhringalöggjöf
Alþýðuflokkurinn vill stranga löggjöf um auðhringa,
hvort sem þeir heita Islenskir aðalverktakar, SfS eða
eitthvað annað. Framsóknarf lokkur ogSjálfstæðisf lokk-
ur felldu á siðasta Alþingi tillögu Alþýðuf lokksins um að
farið væri ofan í rekstur (slenskra aðalverktaka. Skrýt-
ið? Kannski ekki. SIS á hluta í fyrirtækinu. Fyrirtækið
hefur ríkisvernduð einokunarviðskipti, hvernig svo sem
það samrýmist ,,frjálshyggju" íhaldsins.
• Opnun stjórnkerfis
í verðbólguþjóðfélaginu hefur almenningur fengið æ
minni upplýsingar um það, hvernig stjórnkerf ið er raun-
verulega rekið. Hvað veit fólk til dæmis um það, hverjir
haf a f engið mest lán — sem ekki haf a verið endurgreidd
nema að litlum hluta — og til hvers? Bankakerf ið hef ur
verið lokað. Það verður að opna stjórnkerf ið, því upplýst
almenningsálit er besta tryggingin f yrir réttum leikregl-
um.
• Vaxtamál
Vextir í verðbólgu eru ekki aðeins ef nahagslegt vanda-
mál. Þar verður lika að huga að f jármálasiðferði, réttu
og röngu.
Gróðamyndunaraðferð undanfarinna ára hefur legið í
gegnum verðbólgu og lokað lánakerfi. Þannig hefur
mikill óverðskuldaður auður safnast í hendur fárra.
Alþýðuflokkurinn vill uppræta verðbólgubraskið — og á
sama tima lengja lánatíma og draga úr af borgunarbyrði
félagslegra lána.
X-
• Húsnæðismálin
Alþýðuf lokkurinn vill, eins og Magnús H. Magnússon
hefur ítrekað lagt til, koma á sterkum lánasjóði fyrir
húsbyggjendur, þar sem lán eru verðtryggð en á mjög
lágum vöxtum, þannig að afborgunarbyrðin verði mun
léttari fyrst í stað og jafnari. Verðtryggður sjóður mun
tryggja að á skömmum tíma verður hægt að hækka láns-
hlutfall í 80% af kostnaðarverði meðalíbúðar.
• Endurskipulagning á olíusölu
Alþýðuflokkurinn vill stórauka eftirlit ríkisins með
olíufélögunum og auka hagkvæmni í olíudreifingu.
• Þjóðareign á landi
Alþýðuf lokkurinn vill, að landið allt verði þjóðareign,
þannig að brask með landið, gögn þess og gæði,heyri for-
tíðinni til. Afréttur, jarðvarmi, fallvötn,veiðiréttindi og
bæjar- og borgarlönd eiga að nýtast samfélaginu sam-
eiginlega,.
Bændur munu aðvitað eftir sem áður nýta jarðir sínar
— en jarðabraski verður að linna.
• Neytendasamtök og neytendavernd
Alþýðuflokkurinn vill efla mjög neytendasamtök og
neytendavernd, enda er það lykilatriði í nútíma sam-
félagi, þar sem neysluvenjur breytast ört, að neytendur
haf i tryggingu fyrir því að verð sé lágt og vörugæði mik-
• Tryggingafélögin
Alþýðuflokkurinn vill endurskipuleggja trygginga-
starfsemi í landinu í þeim tilgangi að fækka þeim og
koma á aukinn! hagræðingu.
• Virkara lýðræði
Þingmenn Alþýðuflokksins fluttu á síðasta Alþingi
frumvarptil laga um aukið lýðræði í Samvinnuhreyf ing-
unni, þannig aðæðstu ráðamenn yrðu kosnir beinni kosn-
ingu félaga í hreyfingunni. Þetta frumvarp náði ekki
fram að ganga. Framsóknarmenn snerust gegn því af
heift, þeirri heift sem þeim virðist lagin og Ölafur
Jóhannesson sýndi i sjónvarpi á miðvikudagskvöld.
Það verður aðauka lýðræði í félagslegum hreyf ingum.