Alþýðublaðið - 27.11.1979, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.11.1979, Qupperneq 4
Alþýðuflokkurinn í Norðurlandskjördæmi-Eystra alþýðu1 iiiaéié Þriðjudagur 27. nóvember ERU ENGIN VANDAMAL? t>au ykkar, setn sáu flokka- kynninguna nú fyrir skömmu i sjónvarpinu, uröu vitni aö þvi, aö fulltrúi ihaldsins lét sem ekkert vandamál væri til, aöeins aö ihaldiö fengi meirihluta og veitti mönnum frelsi til athafna og þá myndi veröbólgan lognast út af i einni leiftursókn. A manninum var aö skilja, aö þetta tæki varla lengri tima en væri milli flóös og fjöru. Þeir heföu „patent” lausn, er geröi vandamáliö aö engu, bara meiri- hluti á Alþingi til þeirra, þá, sko allt klappaö og klárt. Manstu ekki eftir tilburöum hins sterka úr is- lensku leikriti og efndunum á get- unni? Sýndarmennska Ég minnist ekki aö hafa séö aöra eins sýndarmennsku um lausn þeirra mjög svo alvarlegu vandamál, sem islenska þjóöin stendur frammi fyrir að leysa nú þegar. öllum, er eitthvað þekkja til, er það fullvel ljóst, eða á að vera svo, aö hér er ekki til neitt, sem getur komið veröbólgu niöur i einu vetfangi. Slik vinnubrögö eru bein árás á Ilfskjörin. Staöa rikissjóös, fjölmargra fyrirtækja, bæöi hjá opinberum aöilum og i einkarekstri er þannig nú i dag, aö mikill vandi er að tryggja örugga afkomu og sanngjarna og réttláta lausn á þeim vanda. Þaö er staöreynd, aö vandamálin eru mörg. Lausnin er flókin, og mun snerta mikinn meirihluta þjóöar- Jón Arm. Héöinsson. innar. Þaö er megin mál þessara kosninga aö gera sér fulla grein fyrir þessu. Boöendur leiftur- sóknarinnar meö einföldum töfraorðum og fagurgala, gera hvorttveggja i senn: blekkja sig og þjóöina alvarlega. Viö drögum enga dul á það i Alþýðuflokknum, aö aöeins velskipulögöum efnahagslegum úrræöum á mörgum sviöum samtimis veröur aö beita til þess að sigrast á óöa- verðbólgunni, sem hér geysar nú, og hefur raunar rikt hér undan- farin mörg ár. Viö bendum á vel- skipulagðar leiöir, t.d. gerbreytta stefnu i fjárfestingarmálum, aðhald i útgjöldum rikisins, raun- hæfa framleiöslustefnu i land- búnaðar málunum, markviss sókn i fiskstofnana og raunhæfa verndun þeirra, orku- og virkjunarmálin endurmetin, samgöngur bættar á sjó og landi. 011 heilbrigöis- félagsmála- þjónusta tekin til gagngerðar - endurskoöunar og stjórnun þess- ara þátta einnig. Uppskurður á kerfinu Fólk hlýtur að sjá af þessu, að hér er á ferðinni stefna hjá Alþýðuflokknum sem segja má aö tákni i raun „uppskurö” á rikjandi ástandi eða kerfi, enda hefur það gengið sér til húöar og viö svo búiö má ekki lengur standa. Þegar slikar róttækar breytingar eru á döfinni og óhjá- kvæmilegar, veltur á mestu, aö þeir, sem til þess eru valdir að framkvæma þær, hafi jafnan i huga sterka félagslega stefnu og annað ekki. Að lausnin sé fólgin i þvi, að allt skuli nú gefiö frjálst, er höfuð blekking. Hér ber að varast að blanda þvi saman að setja dæmið svo upp, aö um sé aö ræöa annars vegar höft og rikis- forsjá og hins vegar frelsi til alls. Hvorttveggja gengur alls ekki hér á landi, og verður vonandi ekki innleitt. Aöstaöa einstaklingsins, geta og hæfni til þess aö bjarga sér og sinum er svo gifurlega misjöfn, að þeir, sem eru betur settir geta á skömmum tima bók- staflega kaffært þá er minna mega sin. Viö þekkjum þetta vel i Framhald á 3. siöu „Viö bendum á velskipulagöar leiöir, t.d. gerbreytta stefnu I fjárfestingamálum, aöhald i út- gjöldum rikisins, raunhæfa fram- leiöslustefnu í landbúnaðar- málum, markvissa sókn I fisk- stofnana og raunhæfa verndun þeirra, orku- og virkjunarmálin endurmetin, samgöngur bættar á sjó og landi.” „Þegar slfkar róttækar breytingar eru á döfinni, og óhjákvæmilegar, veltur á mestu, aö þeir, sem til þess eru valdir, aö framkvæma þær, hafi jafnan i huga sterka félagslega stefnu, og annaö ekki. Aö lausnin sé fólgin i þvi aö allt skuli gefiö frjálst, er höfuö blekking.” „Þaö þarf sterkt sameinaö afl til þess aö ná þessum breytingum fram, og öflugur Alþýöuflokkur er besta vopniö og i raun eina tryggingin fyrir aö þessi breyting muni ná fram! Verðbólgan og spillingin, er af henni leiöir á svo mörgum sviðum eins og þú les- andi minn veist vel um, veröur ekki aö velli lögö, nema meö liö- sinni þinu viö Alþýöuflokkinn.” A-listinn í Norðurlandskjördæmi-Eystra 1. Arni Gunnarsson. fyrrv. alþingis- maöur. Gullteigi 12, Reykjavik. S. Aslaug Einars- dóttir, formaður Kven- félags Alþýöuflokks Akureyrar, Goöa- byggö 2, Akureyri. 9. Asta Jónsdóttir, kennari, Hjaröarhóli 16, Hiisavik. 2. Jón Armann Héðinsson, deildarstjóri, Birki- grund 59, Kópavogi. 6. Kristján Mikkelsen, starfsmaöur Verka- mannafélags Húsa- víkur, Garöarsbr. 67, Húsavik. 10. Jórunn Sæm- undsdóttir, iönverkakona, Hóls- gerN 2, Akureyri. 3. Sigurbjörn Gunnarsson, verslunarmaður, Tjarnarlundi lOj, Akureyri. 7. Hrönn Kristjánsdóttir, húsmóöir, Hafnar- braut, 10 Dalvik. 11. Karl Agústsson, framkvæmdastjóri Aöalbraut 35, Raufarhöfn. 4. Báröur Halldórs- son menntaskólakenn- ari, Löngumýri 32, Akureyri. 8. Sigtryggur V. Jónsson, Húsasmiöameistari, Bylgjubyggö 4, Óiafsfiröi. 12. ólöf VÞó Jónas- dóttir verkakona Eyrar- vegi 25, Akureyri. Alþýðuflokkurinn er helsta von láglaunafólks Viðtal við Jón Helgason, formann Einingar á Akureyri Alþýöublaöiö haföi samband viö Jón Helgason, formann Einingar á Akureyri, og spuröi hann, hvernig honum Ktist á stööu flokksins i kjördæminu. Jón sagði, „ég er ekki svart- sýnn á framtiðina, ég held aö hlutirnir séu aö lagast. Þaö var þungt hljóöið i Alþýðuflokks- mönnum á Akureyri i fyrstu en þaö er aö lagast. Ég er bjart- sýnn á það aö fólk muni sjá aö Alþýöuflokkurinn er helsta von láglaunafólks, en ekki Alþýðubandalagiö, sem viröist hafa tekið viö af Sjálf- stæöisflokknum, sem flokkur allra stétta. Ég held aö þaö sé stór hluti Alþýðubandalags- manna sem eiga i raun og veru heima hjá okkur, þá helst Guömundur J. og Sigfinnur Karlsson, en viö höfum átt mjög gott samstarf I verkalýöshreyf- ingunni. Þessir menn eiga ekki heima i flokki, sem meö andstööu sinni viö raunvaxta- stefnuna, hefur gerst helsti málsvari atvinnurekenda, og helstióvinurlifeyrissjóöanna og er i raun og veru afturhalds- flokkur.’” Ó.B.G. Staða Alþýðuflokksins hefur farið batnandi síðustu daga |[i4tal við lnsólf w flmooAii Alþýöublaöiö haföi samband viö Ingólf Arnason rafveitu- stjóra á Akureyri, og spuröi hann hvernig honum litist á stöðu Alþýöuflokksins á noröur- landi fyrir þessar kosningar. Ingólfur sagöi, „Ég állt stööu Alþýöuflokksins þolanlega fyrir þessar kosningar. Ég efast um aöhann hljóti jafnmikiö fylgi og siöast, þvi talsvert af þvi var lausafylgi, sem er ólíklegt aö skili sér i þetta sinn. Staöa flokksins hefur þó farið rafveitustjóra á Akureyri batnandi siöustu daga. Égtel aö Alþýöuflokkurinn megi gerasig ánægöan meö 16-17% atkvæöa, og væri ég Alþýðuflokksmaður, geröi ég mig ánægöan meöþaö nú. Ég mun styöja Alþýöu- flokkinn I þessum kosningum.” Ó.B.G. EINING Á AKUREYRI SEGIR UPP SAMNINGUM A almennum fundi i Verka- lýösfélaginu Einingu, sem hald- inn var laugardaginn 17. nóvcmber var einróma sam- þykkt aö segja upp öllum núgildandi kjarasamningum félagsins fyrir 1. des. nk. þannig aö þeir veröi lausir um næstu áramót. Ennfremur var gerö svofelld ályktun varöandi væntanlega kröfugerð: „Almennur fundur haldinn i Verkalýðsfélaginu Einingu laugardaginn 17. nóv. 1979 telur launamuninn i landinu vera alltof mikinn, þ.e.a.s. aö biliö milli hæstu og lægstu launa sé alltof mikið og einnig á lifeyris- greiðslum fólks. Fundurinn telur þvi, að i komandi kjarasamningum verði lægstu launin aö hafa algjöran forgang og fá meiri hækkun en þau hærri og aö veröbótakerfiö verði notaö á næstunni til launajöfnunar. Einnig aö útrýmt veröi þvi hro'plega misrétti sem á sér stað á lifeyrisréttindum opinberra starfsmanna og annarra lif- eyrisþega. Felur fundurinn stjórn félags- ins og samninganefndum sem með kjaramálin fara i komandi kjarasamningum að ‘ieggja höfuðáherslu á þessa tvo þætti kjaramálanna og önnur þau mál sem geta orðiiö til aö jafna lifs- kjörin i iandinu, frá þvi sem nú á sér stað. Fundurinn itrekar enn einu sinni aö krónutöluhækkanir kaups eru ekki markmið I sjálfu sér, heldur kaupmátturinn. Þaö er þvi lægst launaöa fólkinu brýnasta hagsmunamáliö aö úr verðbólgunni dragi.” LAN TIL GRÁ- SLEPPUKARLA Þann 22. nóv. s.l. gekk stjórn Bjargráðasjóðs endanlega frá afgreiðslu lána vegna netatjóns hjá grásleppumönnum vegna hafíss á norður- og norð- austurlandi á liðnu vori. Stjórn Bjargráöasjóös ákvaö aö gefa viðkomandi sveitarfélögum kost á lánum, er þau siöan endur- lánuöu til þeirra grásleppukarla eruröu fyrir netatjóni sökum haf- iss á liðnu vori. Þeir grásleppu- karlar er uröu fyrir netatjóni á fyrrgreindu svæöi er þvi beðnir að snúa sér til viðkomandi sveitarfélaga um afgreiðslu lán- anna. Heildarlánsfjárhæðin nem- ur 124.830,-og skiftist á 17 sveitar- félög og 97 sjómenn. Lánstíminn er 5 ár. Kjörin eru lánskjör Byggöasjóös á hverjum tima. Vaxtakjör i dag eru 22% ársvext- ir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.