Alþýðublaðið - 01.12.1979, Qupperneq 1
Laugardagur 1. des. 1979 —184. tbl. 60. árg.
REYKVIKINGAR!
Munið kosningahátíð Alþýðuflokks•
ms i Haskolabioi i dag,
laugardag
1. desember kl. 14,00.
REYKVÍKINGAR!
Tryggjum kjör Jóns Baldvins
í siðustu kosningum fékk Alþýðuflokkurinn 11.159 atkvæði i Reykjavik og fjóra
menn á þing. Jón Baldvin Hannibalsson skipar f jórða sætið — baráttusætið — að
þessu sinni. Ef við höldum okkar hlut verður Jón Baldvin á Alþingi.
FLOKKURINN
SEM ÞORIR
Alþýöuflokkurmn
Benedikt Gröndal
Vilmundur Gylfason
Jóhanna Siguröardóttir
Jón Baldvin Hannibalsson
NÝ PÓLITÍK FYRIR NÝJA TIMA
Alþýðuflokkurinn gekk til síðustu kosninga með endurnýjaða
stefnu, endurnýjaða starfshætti og e'ndurnýjaða sveit frambjóð-
enda. Árangurinn varð mikill kosningasigur.
Þingf lokkurinn sem kosinn var 1978, kom róti á störf Alþingis.
Hann gerði harðar kröfur til þess, að beitt yrði markvissri stefnu
gegn óðaverðbólgu og spillingu í f jármálakerf i þjóðarinnar. Hinir
stjórnarf lokkarnir vildu fara troðnar slóðir hægfara hrossakaupa.
Alþýðubandalagið sýndi algeran skort á vilja til að berjast við
verðbólguna og tillögur þess voru þvert á móti verðbólguaukandi.
Framsókn rokkaði á milli.
Það var nýnæmi i islenskri pólitík, þegar Alþýðuf lokkurinn sleit
stjórnarsamstarf i af því að það náði ekki árangri. Þetta var eina
leiðin til að vekja f lokkana og vekja þjóðina til skilnings á háska
verðbólgunnar. Nú verður þjóðin að tryggja með atkvæðum sínum,
að næsta ríkisstjórn ráði niðurlögum óðaverðbólgunnar, hvað sem
það kostar, og halda henni í skef jum. Þetta er algert skilyrði fyrir
öruggri afkomu, öruggri atvinnu og öruggum, alhliða f ramförum á
komandi árum.
Skoðanakannanir benda til hættu á því, að f lokkakerf ið detti aft-
ur í farveg valdahlutfalla f rá 1949—1950. Það væri hættulegt aftur-
hvarf. (slendingar þurfa nú nýja pólitík fyrir nýja tíma.
Hinir óráðnu kjósendur geta nú ráðið, hver framvinda stjórn-
málanna verður næstu ár. Þeir hafa óvenjulega aðstöðu og geta nú
haft óvenjuleg áhrif.
Sterkur Alþýðuflokkur er nauðsyn hér á landi. Stjórnmál okkar
mega ekki verða að einvígi öfganna, Alþýðubandalags og íhalds.
Alþýðuflokkurinn opnaði glugga stjórnkerfisins i síðustu kosn-
ingum og hleypti inn ferskum blæ. Hver vill nú loka gluggunum
aftur?
Fylgismenn A-listans láta ekki hugfallast, þótt árangur í fyrstu
lotu yrði ekki meiri en raun bar vitni. Þeir sækja fram á ný, stað-
ráðnir að komast lengra í annarri lotu.
Vinnið vel að sigri A-listans í kosningunum! Tryggið þjóðinni
nýja pólitík, sem hæfir nýjum tímum!
Benedikt Gröndal