Alþýðublaðið - 05.12.1979, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 05.12.1979, Qupperneq 1
alþýöu blaöiö nS m Miðvikudagur 5. des, 1979—186 tbl. 60. árg. Stjórniri biðst lausnar Mun gegna störfum þar til nýtt ráduneyti verður myndað Fréttatilkvnning frá skrifstofu ar fyrir sig og ráöuneyti sitt. forseta ísiands. Forseti féllst á lausnarbeiðnina en fól jafnframt rikisstjórninni, Benedikt Gröndal, forsætisráð- að gegna störfum þangað til nýtt herra, gekk á fund forseta tslands ráðuneyti yrði myndað. laust fyrir hádegi og baðst lausn- Reykjavik, t.desember 1979. MUNUM EKKI LÁTA DEIGAN SÍGA — segir Kjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins „Við munum ekki láta deigan siga, heldur starfa áfram f sama anda,” sagðiKjartan Jóhannsson varaformaður Alþýðuflokksins er hann var inntur álits á niður- stöðum kosninganna. Kjartan bætti þvi við að hann teldi Framsóknarflokkinn hafa fengið atkvæði frá þeim kjósend- um sem ellegar hefðu kosið Sjálf- stæðisflokkinn. „Efnahagsstefna Sjálfstæðisflokksins var ekkert nema yfirboð”, sagði Kjartan. „Fólkið sá að þetta var óframkvæmanleg vitleysa. t rauninni var þetta ekkert annað en stríð á hendur kjósendum Sjálfstæðisflokksins.” Að lokum sagði Kjartan: „Þrátt fyrir þessi úrslit vil ég þakka það traust sem okkur var sýnt, svo og öllu þvf fólki sem starfaði fyrir kosningar.” — G.Sv. Togveiöar bannaðar á Vopnaf jaröargrunni Fréttatilkynning um bann við togveiðum á Vopnafjarðargrunni. Sjávarútvegsráðuneytið hefur i dag gefið út reglugerð um bann við togveiðum á Vopnafjarðar- grunni. Samkvæmt reglugerð þessari eru allar botnvörpu- og flotvörpuveiöar bannaðar á svæði, sem afmarkast af eftir- greindum punktum: 1. 66gr. 22’N og 13gr05’V 2.66 gr 23’N og 12 gr 12’N 3. 66 gr 03’N og 12 gr 22’V 4. 65 gr 59’N og 13 gr 27,5’V. Veiðar á svæði þessu eru bann- aðar þar sem athugun r/s Bjarna Sæmundssonar sýndi, að hlutfall smáþorsks undir 60 cm. reyndist vera frá 40% upp i 79’ af afla. Svæði þetta er lokað um óákveðinn tima, en Hafrann- sóknarstofnunin mun fylgjast áfram með þessu svæði. Sjávarútvegsráðuneytið, 4. desember 1979. Hinn nýi þingflokk- ur Alþýðuflokksins i Benedikt Gröndal, 4. þingmaður Reykv- íkinga Kjartan Jóhannsson 2. þingmaður Reykjaneskjörd. Magnds H. Magndsson 5. þingmaður Suðurlands. Karvel Pálmason 6. landskjörinn þingmaður. Sighvatur Björgvinsson 3. þingmaður Vestfirðinga. Vilmundur Gylfason, 9. þingmaður Reykvikinga. Eiður Guðnasou, 5. þingmaður Vestur- ■ lands. Arni Gunnarsson 6. þingmaður Norðurlands eystra. Karl Steinar Guðnason 3. landskjörinn þingmaður Jóhanna Sigurðardóttir 10. landskjörinn þingmaður. Ólafur Ingólfsson: AÐ SPILAÁ KERFIÐ Telur þú þig vera verðbólgu- braskara: Viltu þiggja stórgjaf- ir af öldruðum og öðrum spari- fjárcigendum? Ef svo er reynir þú að spifa á kerfið og slá lán með meðgjöf. Og þú styður þá flokka, sem vilja viðhalda óheilbrigðu og hróplega ranglátu lánakerfi. Þú átt þriggja kosta völ. Þú getur valið einn Kröfluflokkanna. 1. Þú getur stutt Alþýðu- bandalagið sem hefur nákvæm- lega ekkert fram að færa gegn verðbólgu, en hefur þvert á móti stutt nær allar kröfugerðir og eyðsluhugmyndir, sem fram hafa komið. 2. Þú getur stutt Framsókn, sem verðbólguáratugurinn hef- ur verið kenndur við. Fram- sóknarmenn undu sér vel sem skömmtunarstjórar hér áður fyrr, Það er þvi skiljanlegt að þeir vilji viðhalda núverandi kerfi, þar sem annars vegar er rænt fé af sparif járeigendum og skattgreiðendum, og siðan út- hlutað sem gjöfum og styrkjum i formi lána með neikvæöum vöxtum. 3. Og svo getur þú náttúrulega stutt ihaldið ef þú telur þig braskara. Hins vegar, ef svo er ekki, og þú aðhyllist réttlæti i lánamál- um og villt að lán hætti að verða gjafir sem rænt er af ráð- deildarsömu fólki, þá styður þú Alþýðuflokkinn. Þú ert sam- mála þvi að núverandi kerfi sé sjúkt. Það viðheldur stórkost- legu óréttlæti og býður heim spiliingu og hrossakaupum. Vissir menn hafa stórhagnað af þvi að viðhalda verðbólgunni, en flestir tapa, þ.á.m. ýmsir sem kannski trúa þvi, að þeir séu að græða, en gleyma að reikna dæmið til enda. Fróðir menn hafa reiknað út að við höfum tapað á þessum áratug um 400 milljörðum á verðbólgunni. Alþýðuflokkurinn hefur tillög- ur sem myndu, ef framkvæmd- ar yrðu, vinna bug á verðbólg- unni, og það án stórra „fórna”, eins og sumir flokkar eru að boða , og án þess að skerða kjör hinna lægst launuðu og valda at- vinnuleysi. Og Alþýðuflokksmenn vilja standa við orð sin. Þeir standa upp úr þægilegum ráðherrastól- unum fremur en sitja meðan sætt er, eins og draugarnir á Fróðá forðum daga, og eins og óii Jó og Geir fyrir rúmu ári.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.