Alþýðublaðið - 10.01.1980, Síða 1

Alþýðublaðið - 10.01.1980, Síða 1
alþýöu- öiö i m Fimmtudagur 10. jan. 1980 4. tbl. ól.^rg. Mótmæla sovéskri innrás í Afganistan Flokkstjórnarfundur verður haldinn í Iðnó (uppi) mánudaginn 14. jan kl. 17:00 Umræðu efni: Stjórnarmynduhartilraunir Framsögumaður: Benedikt Gröndal Benedikt Gröndal, formaduf Atvinnuleysistryggingar: HÖFUÐSTÓLL í ÁRSLOK 1978 UM 8 MILUARDAR KR. Fyrirvinna heimilis fær 80% dagvinnutekna Mótmælastaöa verður viö sovéska sendiráðið i Garðastræti kl. 14.00 fimmtudaginn 10. janúar vegna innrásar Sovétrikjanna inn i Afganistan og vegna landvinn- ingastefnu þeirra siðustu árin. Að henni standa Vaka, félag lýð- ræðissinnaðra stúdenta, og félög lýðræðissinnaðra framhalds- skólanema á höfuðborgar- svæðinu. Heimsfriðnum er ógnað með þvi' grimulausa ofbeldi, sem ráðamenn i Sovétrikjunum beita. Enginn getur lengur efast um það, að hætta stafi af þessum stærstu alræðisrikjum heims. Það er skylda lýðræðissinna að Hagstofan hefur reiknað vfsi- tölu byggingarkostnaðar eftir verðlagi i fyrri hluta desember 1979 og reyndist hún vera 397,54 stig, sem hækkar i 398 stig (október 1975=100). Gildir þessi t bréfi forsætisráðuneytisins frá 25. okt. 1977 var þess óskað að embætti húsameistara rikisins láti gera úttekt á húsnæðisþörf ráðuneyta. Athuganir skyldu m.a. miða við, að fram komi skipting milli eiginhúsnæðis og leiguhúsnæðis, auk þess sem gerð verði spá um húsnæöisþröfina á næsta áratug. 1 framhaldi af þvl hefur embættið látið gera þær athugan- ir á húsnæðismálum ráöuneyta, sem fram koma I sérstakri greinargerö og er fjailað um aðalskrifstofur viðkomandi ráðu- neyta, en ekki um þeim tengdar stofnanir eða aöra hliðarstarf- semi ráðuneyta. Greinagerðinni er skipt I þrjá megin kafla, O úttekt, 1 spá og 2 tillögugerð. Þannig hefur verið gerð úttektá núverandi stöðu og i framhaldi af því tillögur um framtiðarhúsnæðisþarfir. Taka framtiðarþarfirnar mið af spá um aukningu starfsmannafjölda. Einnig er við gerð tillögunnar tekið mið af skipulagstillögum Reykjavikurborgar um staðsetn- þegja ekki við þessu freklega broti á sjálfsákvörðunarrétti smáþjóðar, heldur mótmæla þvi harðlega. Sovétrikin lögðu undir sig alla Austur-Evrópu eftir seinni heimsstyr jöldina og siðustu tvo áratugi hafa þau lagt undir sig Kúbu, Laos, Vfetnam, Kampútseu, Eþiópiu, Angóla og Mósambik, stofnað þar alræðis- riki og komið á alræðisstjórn i nafni sósialisma. Þau réðust inn I Ungverjaland 1956, Tékkó- slóvaklu 1968 og nú inn i Afganist- an.Þettasýnir, að lýðræðissinnar verða að standa á verði gegn óvinum lýðræðisins, og verjast þeirrihættu af fullrieinbeitni sem af þeim stafar. visitala á tímabilinu janúar — mars 1980. Samsvarandi visitala miðuðvið eldri grunn er 7894 stig, og gildir hún einnig á timabilinu janúar-mars 1980, þ.e. til viðmið- ingu stjórnsýslusvæöis milli Skúlagötu og Lindargötu I tengsl- um við Arnarhvol og beinast athuganir á f ramtiðarþróun eink- um að þeim stað innan höfuð- borgarsvæðisins. Gerð er sfðan i samræmi við það tillaga um, hvernig leysa megi húsnæðismál stjórnarráðsins með nýtingu nú- verandi húseigna ásamt bygg- ingu nýbygginga og kaupum á húsnæði á þessum stað, sem skil- greindur verður sem þróunar- svæði Stjórnarráðs Islands. Innan embættis húsameistara rikisins hafa ýmsir starfemenn unnið að tillögugerðinni. Einkum hefur starfiö hvilt á Garðari Halldórssyni, húsameistara rikisins og Magnúsi K. Sigurjóns- syni, deildararkitekt, en auk þeirrahafa Hörður Bjarnason, fv. húsameistari, Sigurður Gislason, yfirarkitekt, Birgir Breiðdal deildararkitekt, Björn Kristleifs- son, arkitekt og Svavar Þor- varðsson, deildarbyggingar- fræðingur lagt þar hönd á plóg- inn. t nýlegu yfirliti frá opinberum aðilum kemur fram að tala atvinnuiausra á landinu öllu var 30.11 1979 549 manns, en 31.12 sama árs 797. Þetta mun að sögn ekki vera meira en gengur og geristvið áramót. Arstiðarbundiö atvinnuleysi er ekki óþekkt fyrir- brigði og kemur fram einkum i kringum áramót og á fyrstu mánuðum ársins. í Reykjavfk var tala atvinnulausra 156, en aðrir staðir þar sem ber á atvinnuleysi eru Hafnarfjörður með 52, Húsavik meö 156 og Keflavik með 46 skráða atvinnulausa. Kauptún meöfærrien þúsundlbúa þarsem atvinnuleysi virðist áberandi eru Drangsnes, Kópasker, Raufar- höfn, Vopnafjörður, Bakkagerði, Djúpivogur og Stokkseyri. Atvinnuleysisdagar i mánuði vorusamtals 10432 i desemberlok á móti 7516 i lok nóvember ’79. Atvinnuleysistrygginga- sjóður Atvinnuleysistryggingasjóður varð til eftir verkfallið langa vorið 1955. Rikisstjórnin skuld- batt sig til að koma á slikum sjóði og voru lög þar að lútandi samþykkt á árinu. Lögin hafa siðan breyzt i sumum atriðum. Má þar fyrst og fremst telja, að konur sem eru frá vinnu vegna barnsburöar fá greiddar atvinnu- leysisbætur i 90 daga samtals. Þessi breyting var gerð á árinu 1975. Grunnhugmyndinni I lögunum frá 1955 hefur þd I engu verið breytt. Stjórn sjóðsins Stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóðs skipa sjö menn, tveir tilnefndir af Alþýðusambandi Islands, einn tilnefndur af Vinnu- veitendasambandi Islands og fjórir kosnir af sameinuðu Alþingi með hlutfallskosningu. Ráðherra skipar formann og varaformann stjórnar úr hópi þeim er Alþingi kýs hverju sinni. Það er Tryggingastofnun rikisins sem annast daglegan rekstur sjóðsins og sér sú stofnun einnig um reikningshald fyrir sjóðinn. Fjármögnun sjóðsins fer fram með þeim hætti, að atvinnu- rekandi grdðir 1% af útborguðu vikukaupi fyrir dagvinnu samkvæmt lægsta taxta Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar I Reykjavik, vegna hverrar vinnu- viku, er starfsmaður vinnur i þjónustu hans. Við ákvörðun framlags atvinnurekanda er miðað við meðalkaup slðastliðins árs skv. umræddum taxta og er það kaup útreiknað af Hagstofu Islands. Þar fyrir utan greiða sveitarfélög til atvinnuleysis- tryggingasjóðs framlag sem er jafnhátt þeirri upphæð er færð er á sérstakan reikning verkalýös- félaganna i sveitarfélaginu. Rikissjóður greiðir til atvinnu- leysistryggingasjóðs framlag sem er tvisvar sinnum hærra en framlag atvinnurekenda. I sambandi við réttinn til bóta úr atvinnuleysistryggingasjóöi bendum við á ákvæði þar að lútandi, sem birtast á innsiðum blaðsins og eru tekin úr bæklingnum „Lög um atvinnu- leysistryggingar” sem er útgefinn af Félagsmála- og upplýsingadeild Tryggingastofn- unar rikisins i september 1979. At vinnuleysisbætur. Upphæð atvinnuleysisbóta er reiknuð sem hér segir: Atvinnu- leysisbætur miðast við laun fyrir 8 klst. vinnu þeas. dagvinnu, eins og þau eru á hverjum tima skv. næstlægsta taxta Dagsbrúnar i Reykjavik: а. Kvæntur maður eða gift kona, sem er aðalfyrirvinna heimilis, fær 80% af áður greindum launum. b. Einstaklingur fær á sama hátt 70% af launum. c. Auk þess skal bótaþega greitt б. 5% vegna hvers barns sem yngra er en 17 ára. Þó skal ekki greiöa bætur vegna fleiri en þriggja barna. Það skal tekið fram, aö óheimilt er að gera fjárnám eöa lögtak i bótafé skv. þessum lögum, né halda þvi til greiðslu opinberra gjalda. Vinnumiðlun Það er skylda hvers sveitar- félags að hafa starfandi vinnu- miðlun og þaö er þangað, sem atvinnulausir eiga að snúa sér til skráningar. Atvinnulausum er skylt að koma til skráningar á degi hverjum. Úthlutun bótafjár fyrir hvert félag eða félagasamband er i höndum stjórnar nefndar, sem skipuö skal fimm mönnum, þrem frá verka- lýösfélagi eöa sambandi, einum frá Vinnuveitendasambandi íslands og einum frá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna. Heimilt er aö áfrýja úrskuröi þessarar nefndar um bóta- greiöslur til stjórnar atvinnu- leysistryggingasjóös sem sker endanlega úr i málum, sem ekki hefur náðst samkomulag um. Atvinnulausum ber að sækja um bætur til þessarar nefndar. Til að umsókn sé gild taHn þarf viðkomandi að sýna það svart á hvitu, að viðkomandi sé fullgildur Framhald á 2 siöu Vísitala byggingarkostnaðar Framhald á 2. siðu Húsnædisvandræði Stjórnarráðsins Samningaviðræður við breska rikisolíufélagið: Dreyf ing olíuvidskipta og samn- ingur til langs tíma á dagskrá Ekkert hefur enn verið látið uppi um samningaviðræður oliuviðski pt anefndar, og nefndarinnar frá British National Oil Corporation, en þær hófust I gærmorgun og stóðu fram eftir degi. Koma bresku samninganefndarinnar er i beinu framhaldi af fyrri við- ræðum þessara aðila I Lundún- um. Hér er um að tala hugsanleg kaup á 130-150 þúsundtonnum af gasoliu sfðar á þessu ári. Þetta breska rikisfyrirtæki er nú af- lögufært um töluvert magn af gasoliu og kemur það einkum til vegna hagstæðs veðurfars. ,, Mainstream’ ’-verð Auk oliuviðskiptanefndar tek- ur viðskiptaráðuneytið og full- trúar oliufélaganna þriggja þátt i þessum samningaviðræðum. Mun okkur standa til boða að fá gasoli'una keypta á svokölluöu Mainstream-verði, en það þýðir um 80 dollurum lægra verð á tónnið en Rotterdammarkaður- inn segir til um. Við þetta vaknar sú spurning hvort Mainstream-verðið haldi áfram að vera hagstæðara en Rotterdam þegar liða tekur á árið. Stjórnmálaástandið I dag orsakar hið háa verð á Rotter- dammarkaðinum en fari svo að um hægist I bráð getur Main- stream hæglega orðið óhag- kvæmari kostur i lok ársins. Þess má og geta að eftir fund OPEC-rikjanna I Venesúela hef- ur Mainstream hadtkað til móts við Rotterdam verö. Samningar við Rússa Þann 15. nóv. s.l. endurnýjaði Kjartan Jóhannsson viðskipta- ráðherra, oliukaupasamninga okkar við Rússa. Sóvétmenn voru ófrávikjanlegir i verðskii- málum sinum, þ.e. buðu aðeins viðmiðun við skráð dagverð á oliuvörum á markaði i Rotter- dam. Hins vegar knúði við- skiptaráðherra fram það samn- ingaákvasði, að Islendingar geta með eðlilegum fyrirvara dregið úr kaupum sinum á gasolfu og bensini frá Sovétrikjunum, hvenær san er á þessu ári. Þar með var Islendingum ekki að- eins tryggt öruggt framboð oliu á þessu ári, heldur einnig opn- aöir nýir möguleikar fyrir oliu- viðskipti I framtiöinni. Þaö er i framhaldi af þessu sem samn- ingaviðræður fara nú fram við breska oliuframleiðslufyrir- tækið, (British National Oil Corporation). 150% hækkun á einu ári t yfirlitsræðu sinni i upphafi þings að loknum kosningum vék forsætisráðherra, Benedikt Gröndal, aö þeirri staöreynd, að oliuverðshækkun hefur oröið hér á landi miklu meiri en hjá nágrannalöndunum Opinbert verð á hráoliu, sem mestu ræður um innflutningsverð ann- arra rikja á Vesturlöndum, hækkaði um 60% fra des. 1978 til hausts 1979. A sama tima hefur skráð verð á Rotterdam- markaði á unnum oliuvörum, sem ræður okkar verði, skv. viðskiptasamningum hækkað um meiraen 150%. Að meðaltali verður innflutningsverð á oliu til Islands á þessu ári riflega tvöfalthærra lerlendrimynt.en 1978. Útlit virðist fyrir, aö verð á öðrum innflutningi hækki um 9%, eða likt og útflutningsverð- lag i heild. En olfuvörurnar vega svo þungt, að viðskipta- kjörin i' heild rýrna að meðaltali um 9-11% á þessu ári. í lok árs- ins standa viðskiptakjörin lik- lega 3-4% undir ársmeðaltali 1979. Eins og nú horfir er alls ekki hægt aö reikna með við- skiptakjarabata á þessu ári og raunar fremur horfur á frekari rýrnun þeirra. Einkum virðist útlitið fyrir almenna oliuverðs- þróun i heiminum óefnilegt. Rýrnun þjóðarfram- leiðslu Rýrnandi viðskiptakjör munu þannig skerða að raungildi þjóðarframleiðslu um 3,5% 1979, og 1-2% 1980. Oliureikning- ur þjóðarbúsins hækkar úr 12% I 24% af öllum vöruinnflutningi. Ariö 1978 var oliuinnflutningur- inn um 20 milljarðar króna, en er á núgildandi verði og gengi 70-80 milljarðar króna. Um þessar mundir lætur nærri, að allur viðskiptakjarabatinn, sem við nutum fram til 1973 og endurheimtum að mestu 1977 og ^8 sé genginn til baka og við- skiptakjörin séu I reynd óbreytt frá 1970.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.