Alþýðublaðið - 10.01.1980, Qupperneq 3
Fimmtudagurinn 10. janúar 1980
3
Þjóðkjörinn
forsætisráö
herra í stað
samsteypu
stjórna?
alþýdu-
blaöið
Alþýöublaftiö:
Framkvæmdastjóri:
Jóhannes Guömundsson
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson
Blaöamenn: Garöar Sverris-
son _ ólafur Bjarni Guöna-
son ' og Helgi Már Arthurs-
son.
Auglýsingar: Elín
Haröardóttir:
Dreifingarstjóri: Siguröur
Steinarsson
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
aö Siöumúla 11, Reykjavik
simi 81866.
1
Enn sem komið er er
ógerningur aö meta
viðhorf flokksformanna
og þingflokka til
þjóöstjórnarhugmyndar Geirs
Hallgrimssonar.
Hins vegar vekur athygli, að
formaöur Sjálfstæðisflokksins
hefur haft á oröi að verkefni
slikrar stjórnar skuli vera tvi-
þætt: Annars vegar aðgerðir
gegn verðbólgu, hins vegar að
koma fram breytingum á kjör-
dæmaskipan og kosningalögum.
Úrræði Sjálfstæöisflokks og
Alþýðubandalags i efnahags-
málum I þessum viðræöum eru
enn sem komiö er óþekktar
stærðir. Tillögur Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks I efna-
hagsmálum liggja hins vegar
fyrir og hafa verið ræddar og
skýröar all rækilega I þessu
blaði. Flestir virðast álita aö
þjóðstjórnartal Geirs
Hallgrimssonar sé fyrst og
fremst spurning um vinnubrögö
á þessu stigi málsins. Með
umræðum um þjóðstjórn nú
hyggist hann byggja brú yfir til
nýsköpunarstjórnar, eða
,,Stefaniu”, þ.e. þriggja flokka
stjórnar Sjálfstæðisflokks,
Alþýöuflokks og Framsóknar-
flokks, allt eftir þvi hver
málflutningur flokksformanna
/erður á næstu dögum.
Meðan óvissa rikir um innihald
afnahagstillagna Sjálfstæöis-
flokksins og Alþýðubandalags
^eröur ekki endanlegt mat lagt
i þessa stjórnarmyndunarhug-
mynd.
Hins vegar er ástæða til
að reifa i stuttu máli
þær hugmyndir, sem
helzt hafa veriö á dag-
skrá, varðandi breytingar á
kjördæmaskipan og kosninga-
lögum.
Róttækasta hugmyndin sem
fram hefur komið er vafalaust
sú, að leita fyrirmynda um ger-
breytt kerfi t.d. i Frakklandi
eða Bandarikjunum. Þessi
hugmynd hefur enn ekki veriö
reifuð fræðilega i stjórnarskrár-
umræðum hér. Hún hefur hins
vegar nokkuð veriö rædd og þá
einkum innan Alþýðuflokksins.
Kjarni hugmyndarinnar er
sá, aö handhafi framkvæmda-
valdsins, hvort heldur hann
nefnist forsætisráðherra eöa
forseti, verði kosinn i beinum
kosningum. Þjóðkjörinn
forsætisráðherra velur sér siðan
samstarfsmenn sem ráöherra
að vild. t Frakklandi eru
einmenningskjördæmi, en kosiö
i tveimur lotum. I þessu kerfi er
þvi innbyggö hvatning, eða>
jafnvel nauðung, til flokkanna.
um aö mynda kosningabanda-
lög, fyrirkosningar. Þannig eru
það flokkasamsteypur sem
berjast um völdin i Frakklandi.
Aö baki Giscard d’Estaing
Frakklandsforseta stendur
flokkasamsteypa hægri og mið-
flokka. Sósialistaflokkur
Mitterands og franski
kommúnistaflokkurinn hafa til
skamms tima haft með sér að
visu nokkuð görótt kosninga-
bandalag i þing- og forsetakosn-
ingum.
Hugsanlegt er að taka upp
beint kjör forsætisráðherra,
enda þótt kjördæmaskipun og
kosningalög væru eftir sem áður
meö öðrum hætti.
eynzla tslendinga af
samstey pustjórnum,
sérstaklega þriggja
flokka, þar sem enginn
einn aðili viröist vera ábyrgur
orða sinna né gerða, er orðin
afar slæm. Stjórnarkreppur
virðast ætla að verða æ lang-
dregnari, og breytir engu þótt
þær fari fram eins og nú, i
skugga alvarlegrar efnahags-
kreppu, sem knýr á um sterka
rikisstjórn, án tafar.
Þá er á það að benda, að
hlutur kjósenda i okkar kosn-
ingakerfi er i reynd óþolandi og
ósamboðinn lýðræðislegri
stjórnskipan. Kjósendur hafa
ekki minnstu hugmynd um það
fyrir kosningar, hvers konar
rikisstjórn þeir eru að kjósa yfir
sig. Það fer allt eftir þvi,
hvernig kaupin gerast á eyrinni
milli flokksforingjanna aö kosn-
ingum loknum. Frægasta
dæmið um þetta úr nýliðinni
stjórnmálasögu er það, þegar
kjósendur höfnuðu Ólafi
Jóhannessyni og flokki hans i
kosningunum 1978. Tveimur
mánuðum seinna dúkkaði hann
upp úr kafinu á stóli forsætis-
ráðherra.
Ístjórnleysisástandi eins
og þvi, sem hér er, er
auðvelt að mikla fyrir
sér kosti franska kerfis-
ins. Það ætti að fela i sér
umtalsverða styrkingu fram-
kvæmdavaldsins, en á þvi sýnist
ekki vera vanþörf i okkar þjóð-
félagi. Það neyðir stjórnmála-
menn og stjórnmálaflokka til
samstarfs — fyrir kosningar, og
gefur kjósendum ótviræöari
kosti aö velja eða hafna.
Hinu er ekki að neita að á
franska kerfinu eru lika
sýnilegir gallar, sem reynslan
hefur leitt i ljós á þeim tveimur
áratugum, sem liönir eru frá
valdatöku de Gaulle. Þeir gallar
viröast aðallega varöa sam-
skipti hins þjóökjörna forsætis-
ráöherra og þingsins. Hugsan-
legt er, aö meirihluti þings sé i
pólitiskri andstöðu viö forsætis-
ráðhérra, eins og iðulega gerist
i hinu bandariska kerfi. Þetta
getur leitt af sér árekstra, sem
draga úr virkni, eða jafnvel
lama, framkvæmdavaldiö, sem
kemur þá ekki fram nauösyn-
legri lagasetningu.
Hörmuleg reynzla af viðvar-
andi stjórnleysi samsteypu-
stjórna á þessum áratug ætti
hins vegar aö knýja okkur til
alvarlegrar umhugsunar um
róttækar breytingar á
stjórnskipan okkar. Stjórnlaga-
fræðingar okkar geröu þjóö
sinni mikinn greiða með þvi aö
hefja hlutlæga, fræðilega
umræðu um, hverra kosta við
eigum völ i þessum efnum, og
um reynslu grannþjóða okkar af
ólikum kosningakerfum og
stjórnskipan.
-JBH.
Kosningarnar á Indlandi:
Indíra rís úr
öskustónni
Þótt endanleg lirslit kosning-
anna á Indiandi, sem fram fóru
dagana 3. og 6. janúar siðastliö-
inn, séu enn ekki kunn I smá-
atriöum, er þaö ljóst, að Indira
Gandhi og Kongressflokkur
hennar hafa unnið stórsigur.
ósigur Indiru Gandhi i
kosningunum i marz 1977 kom
ekki verulega á óvart. Hún hafði
stjórnaö i ellefu ár eöa frá árinu
1966. A þeim tima margfaldað-
ist atvinnuleysi á Indlandi,
þjóðarframleiðsla snarminnk-
aöi siöustu valdaár hennar og
hún neyddist til, aö stjórna
landinu i skjóli bráðabirgöalaga
siðustu tvö árin. Þetta vakti
mikinn kurrmeöal andstæðinga
hennar og náði einnig langt inni
eigin raðir Kongressflokksins.
Arið 1974 sameinuöust einir
sjö stjórnmálaflokkar I einn,
san nefndur var Þjóöarfiokkur-
inn, og eftir að kosningar höfðu
verið ákveönar árið 1977 gekk
þessi flokkur til samstarfs viö
aðra þrjá flokka svo úr varö
Janataflokkurinn, eða Janata-
bandalagiö. Þetta bandalag
vann umtalsveröan kosninga-
sigur i marz ’77. Fékk flokkur-
inn 293 menn kjörna, en flokkur
Indiru Gandhi aðeins 150, en
hafði áður haft 350.
Fátt var sameiginlegt þeim
flokkum og flokksbrotum er
stóðu aö stofnun Janatabanda-
lagsins annaö en þaö, að vera
svarnir andstæöingar Indiru
Gandhi og þessofrikis, sem hún
þótti sýna af sér innan eigin
flokks og utan. Enda kom það
fljótlega i ljós, aö þessi öfl gátu
ekki komið sér saman um leiðir
til aö leysa helztu vandamál,
sem blöstu við, er valdaferli
Indiru Gandhi lauk. Innbyröis
deilur og ösamkomulag forystu-
mannanna þeirra Charan
Singhs, Jagjivan Rams og
Morarji Desais kom I veg fyrir
þetta. Fyrir réttu hálfu ári tók
Charan Singh að sér aö veita
forystu nokkurskonar bráða-
birgöastjórn, sem I raun hefur
þýtt, aölndland hefurverið nær
stjórnlaust á þessum tima.
Indiru Gandhi er vandi á
höndum. Óllklegt veröur aö
telja, I ljósi fyrra valdatimabils
hennar,að hún fái miklu áorkaö
viö iausn þeirra vandamála er
við blasa. Sannkallaö kreppu-
ástandrikir á Indlandi, fyrst og
fremst i efnahagsmálum. Vafa-
samt er að kosningasigur henn-
ar breyti þar nokkru um. Erfiö-
leikar eru I landbúnaöi, orku-
skortur hefur stórminnkað
námuvinnslu, verðbólga er vax-
andi og I sumum héruðum rikir
algert stjórnleysi. Þaö virðist
þvi I fljótu bragði ekki vera
mikil von til þess, að breytinga
sé von I þessum fátæka heims-
hluta.
Þrátt fyrir valdahroka og
spillingu hefur Indiru Gandhi
tekist að sigra i kosrtingunum.
Þrátt fyrir að hafa sett i gildi
herlög I fyrri valdatiö og þrátt
fyrir að hún hafi sfðar verið
fundin sek um að hafa gerst
brotleg gegn landslögum, vann
hún stórsigur. Gamlar erföa-
stéttir, iðjuhöldar.landeigendur
og stærsti hluti millistéttarinnar
studdu hana til valda. Almenn-
ingur á Indlandi á betra skilið.
Vonandi rofar til I málefnum
stærsta „lýðræðisrikis” heims.
HMA
1 . . 4
SKIPAUTGCRB RÍKISINS
M.s. Coaster Emmy
fer frá Reykjavik þriðjudag-
inn 15. þ.m. vestur um land
til Akureyrar og tekur vörur
á eftirtaldar hafnir: Þing-
eyri, Isafjörð (Flateyri, Súg-
andafjörð og Bolungarvik
um tsafjörð) Akureyri,
Siglufjörð og Sauðárkrók.
Vörumóttaka alla virka daga
til 14. þ.m.
M.s. Baldur
fer frá Reykjavik
þriðjudaginn 15. þ.m. og tek-
ur vörur á eftirtaldar hafnir:
Patreksfjörð (Tálknafjörð
og Bildudal um Patreks-
fjörð) og Breiðafjaröarhafn-
ir.
Vörumóttaka alla virka daga
til 14. þ.m.
M.s. Esja
fer frá Reykjavík fimmtu-
daginn 17. þ.m. austur um
land til Seyðisfjarðar og tek-
ur vörur á eftirtaldar hafn
ir: Vestmannaeyjar, Horna-
fjöröur, Djúpavog, Breiö-
dalsvik, Stöövarfjörð, Fá-
skrúösfjörð, Reyðarfjörö,
Neskaupsstað og Seyöis-
fjörð.
Vörumóttaka alla virka daga
til 16. þ.m.
M.s. Hekla
fer frá Reykjavik föstudag-
inn 18. þ.m. vestur um land i
hringferö og tekur vörur á
eftirtaldar hafnir: Patreks-
fjörö, (Tálknafjörö og Bildu-
dai um Patreksfjörö) Þing-
eyri, tsafjörð (Flateyri, Súg-
andafjörö, og Bolungarvik
um tsafjörö) Norðurfjörö,
Siglufjörð, ólafsfjörö, Akur-
eyri, Húsavik, Raufarhöfn,
Þórshöfn, Bakkafjörö,
Vopnafjörö, og Borgarfjörö
eystri. Vörumóttaka alia
virka daga til 17. þ.m.
Laus staða
Staða skrifstofustjóra Tryggingastofnun- |
ar rikisins, sem jafnframt gegnir starfi
aðstoðarforstjóra stofnunarinnar, er laus ;
til umsóknar.
Umsóknir með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist ráðuneytinu fyrir 6.
febrúar n.k.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
8. janúar 1980
Akraneshöfn
Laust er til umsóknar starf vogarmanns
við hafnarvogina á Akranesi. Umsóknar-
frestur er til 20. janúar n.k. og sé skrifleg-
um umsóknum skilað á bæjarskrifstofuna.
Nánari upplýsingar gefur undirritaður i
sima 93-1211.
Akranesi 7.1. 1980
Bæjarstjóri
Dregið hefur verið í Lands
kosningahappdrætti
Alþýduflokksins, eftirtalin
númer hlutu vinning:
784 1818
4341 6002
6251 7929
8557 10917
11999