Alþýðublaðið - 12.01.1980, Síða 1
Nýtt Hræðslu-
bandalag?
kv. yfirlýsingum Geirs
Hallgrimssonar,
formanns Sjalfstæðis-
flokksins, snúast
stjórnarmyndunarviðræður af
hans hálfu um tvennt: Aögerðir
gegn verðbólgu og breytingar á
kjördæmaskipan og kosn-
ingalögum. Þvi er yfirlýst, að
þjóðstjórn, ef hún kemst á laggir-
nar, sé ekki ætlað að sitja út heilt
kjörtimabil. Er gert ráð fyrir
nýjum kosningum vor eða haust
1981. Undanfari þeirra væri
samkomulag um breytingar á
kjördæmaskipan og kosninga-
lögum.
lestum virðist ganga
erfiðlega að skilja
samhengið i þessum
framgangsmáta
forystumanna Sjálfstæðisflokks-
ins. Viðræðuaðilar, Sjálfstæðis-
manna bera raunar brigður á, að
nokkur alvara búi að baki. Það
sem fyrir Sjálfstæðismönnum
vaki, sé að .„vera inni i mynd-
inni” og nota timann nú til þess að
byggja brú yfir til Alþýðubanda-
lagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hældi sér
af þvi fyrir kosningar, að
flokknum hefði tekizt með ræki-
legum málatilbúnaði i efnahags-
málum að láta kosningarnar
snúast um stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. Hún var kennd við
leiftursókn. Arangurinn af
þessari rækilegu umfjöllun um
efnahagsstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir kosningar, reyndist
minni en vonir höfundanna stóðu
til.
Eftir kosningar hefur
flokkurinn svo algerlega söðlað
um. Enginn heyrir minnzt á
leiftursóknina lengur. Lengst af
þess tima, sem Geir Hallgrims-
son hefur haft umboð til stjórnar-
myndunar, lagði hann engin gögn
fram til að skýra afstöðu flokks-
ins. A allra seinustu dögum hafa
gögn verið lögð fram, en um leið
er rækilega áréttað, að á þau beri
ekki að lita sem stefnu
Sjálfstæðisflokksins. Enginn eigi
höfundarrétt að þessum
hugmyndum. Ekkert liggur fyrir
um það, að þessar hugmyndir
hafi verið samþykktar i valda-
stofnunum flokksins. Úr þing-
flokki Sjálfstæðismanna berast
þær fregnir, að áhrifamiklir
aðilar innan þingflokksins séu
þessum hugmyndum andsnúnir.
Vinnubrögð af þessu tagi eru að
visu nýstárleg, en vandséð er aö
þau séu til bóta.
jóðstjórnarhugmyndin
finnur fyrst og fremst
nokkurn hljómgrunn
vegna þess, að fólk er
orðið þreytt á sundurlyndi stjórn-
málaforingjanna og árangurs-
leysi þeirra. Ymsum finnst að
ástandið i þjóðfélaginu kalli á
það, að minniháttar ágreinings-
efnum sé vikið til hiiðar og að
allir st jórnmálaflokkarnir
sameinist i eins konar vopnahléi
um sterka stjórn.
En styrkur rikisstjórnar ræðst
ekki af fjölda þingmanna aö baki
henni, né heldur i þvi að hún verði
látin i friði af stjórnarandstöðu.
Heynslan bendir þvert á móti til
þess að naumur þingmeirihluti sé
liklegastur til að efla samstöðu
stjórnarsinna. Alla vega gefur
hún sterkri flokksforystu kost á
þvi, að halda sundurvirkni og sér-
hagsmunapoti einstakra þing-
anna i skefjum. Styrkur rikis-
stjórnar ræðst einmitt fyrst og
fremst af þvi, að samstarfs-
aðilarnir séu samhentir um fram-
gang fyrirfram markaðrar
stefnu. Engin rikisstjórn mun ná
umtalsverðum árangri i efna-
hagsmálum við rikjandi aðstæður
hér á landi, nema hún ætli sér frá
upphafi að fylgja aðgerðum
sinum eftir út allt kjörtimabilið.
1-^' þessu er veikleiki þjóð-
stjórnarhugmyndar-
^innar ekki hvað sizt
fólginn. Nú er komið á 5.
vikú frá þvi að stjórnarmynd-
unat;viðræður undir forystu
Framsóknarflokksins hófust. A
þessum'^ima hafa aðeins tveir
stjórnmálaflokkanna, þ.e.
Alþýðuflokkur og Framsóknar-
flokkur, lagt spilin á borðið, að
þvi er varðar stefnu flokkanna i
efnahagsmálum. 1 megin
dráttum er ljóst að þessir tveir
flokkar geta náð málefnalegri
samstöðu, en hafa hins vegar ekki
nægilegan þingstyrk. Stefnu-
mörkun fyrir þjóðstjórn byggist á
þvi að finna samnefnara fyrir
stefnu fjögurra flokka. Fyrir þvi
er varla fræðilegur möguleiki.
Alþýðubandalagið hefur t.d.
algerlega hafnað tillögum
Alþýðuflokks og Framsóknar.
Takist þessi stjórnarmyndunar-
tilraun, byggist það á þvi að menn
finni pólitiskan samnefnara, sem
um leið útilokar sennilega að
árangur geti náðst i stjórn efna-
hagsmála. Þetta verður eins
konar hræðslubandalag.
Kosningum i stærsta lýðræðis-
riki heims, Indlandi, lauk 6. jan.
s.l. Það tók tvo daga að telja
atkvæðin. A þriðja degi fól forseti
sigurvegara kosninganna að
mynda stjórn. Daginn eftir haföi
Indira Gandhi birt ráðherralisti?
sinn. Kannski við getum lært
fleira en jóga og „innhverfa
ihugun” af Indverjum?
-JBH
Gylfi Þ. Gísla-
son: „Ég mun
ekki gefa kost
á mér til for-
setaframboðs á
sumri
komanda”
Þegar fregnir tóku að , . birtast
um það fyrr i vetur, aö forseti
Islands, dr. . Kristján Eldjárn,
hygöist ekki gefa kost á sér til
framboös á ný, og þó einkum eftir
að hann lýsti þvi yfir i nýársá-
varpi sinu til þjóðarinnar, aö svo
yrði, hafa margir fariö þess á leit
við mig, að ég gæfi kost á mér til
næsta forsetakjörs. Þegar ég lét
af þingmennsku fyrir hálfu öðru
ári, gerði ég opinberlega grein
fyrir þvi, hvaða störfum ég hefði
hug á aö sinna á næstu árum. Þau
áform min eru óbreytt. Ég mun
þvi ekki gefa kost á mér til for-
setaframboðs á sumri komanda.
Reykjavik, 11. janúar 1980.
Gylfi Þ. Gislason.
Flokkstjórnarfundur
verður haldinn í Iðnó (uppi) mánudaginn
14. jan kl. 17:00
Umræöu efni: Stjórnarmyndunartilraunir
Framsögumadur: Benedikt Gröndal
Benedikt Gröndal, formaður
Meginatriöi hins nýja húsnæöislánakerfis eru aö
■ greiöslugetu hins almenna lántakanda
sé ekki ofboöiö og
■ ávöxtun sjóðanna og útlánageta verði
tryggð
Nýtt húsnæðislánakerfi
Lagafrumvarp Magnúsar H.
Magnússonar, félagsmálaráð-
herra, um nýskipan húsnæðis-
mála og lánveitingar til ibúða-
bygginga er eitt stærsta hags-
munamál almennings I landinu.
Frumvarpið var lagt fram fyrir
jólin og hélt ráðherrann
framsöguræðu með frumvarp-
inu nú á dögunum.
Frumvarpið er i alla staði
mjög ítarlega unniö og lögö á
það áherzla aðgera samanburð
við þau lög og reglur, sem gilt
hafa á þessu sviði áöur. Það er
einnig nýlunda, að fram skuli
lögð drög að reglugerðum fyrir
frumvarpið samhliða sjálfu
frumvarpinu. Við mótun
tillagna frumvarpsins um
skipulag lánamála og tilhögun
lánveitinga hefur verið gerð
itarleg athugun og
samanburður á skipan
húsnæðismála i nágranna-
löndum okkar, einkum annars
staðar á Noröurlöndum, en þess
gætt, að laga tillögurnar að
aðstæðum hér á landi. Þetta
mun vera i fyrsta skipti, sem
geröar eru itarlegar tillögur um
með hvaða hætti ibúðarbygg-
ingar verði fjármagnaðar á
næstu árum, eða allt fram til
ársins 1990. Embættismennimir
i Félagsmálaráöneytinu, hjá
Þjóðhagsstofnun og Seðlabanka
tslands hafa unnið mikið starf
og gott.
Grundvallarsjónarmið
Grundvallarsjónarmið
frumvarpsins samkvæmt
þessum nýju lögum eru annars
vegar, að greiðslugetu hins
almenna lántakanda sé ekki
ofboðiö og hins vegar, aö
ávöxtunsjóðanna og útlánageta
verði tryggð. Umfangsmestu
breytingarnar eru þær, aö stefnt
skal að þvi, aö 30% IbUðabygg-
inga skuli nú reistar á félags-
legum grundvelli með háum
lánum, og að lánshlutfall á að
hækka I áföngum fram til ársins
1990, þegar það á að nema 80%
byggingarkostnaöar.Tryggja á,
meö sérstökum reglum, aö
greiðslubyrði lána til ibúöar-
bygginga á félagslegum grund-
velli, verði aldrei meiri en sem
svarar hóflegu hlutfalli af
ráðstöfunartekjum láglauna-
fólks.
Þrjár deildir
1 lögunum er gert ráö fyrir að
Húsnæöismálastofnun starfi i
þremur deildum: Deild fyrir
almenn ibúðaveðlán, sem fari
með málefni Byggingasjóðs
verkamanna, Byggingarsjóðs
rikisins og lánveitingar Ur
honum, deild fyrir félagslegar
ibúðir, sem annist málefni
Byggingarsjóðs verkamanna og
leiguibúðir sveitafélaganna, og
tæknideild, sem hafa á með
höndum tæknileg málefni
stofnunarinnar. Fyrir hverri
deild verða framkvæmda-
stjórar og auk þess forstjóri
sem ætlað er að sjá um heUdar-
stjórn stofnunarinnar. Félags-
málaráðherra skipar forstjóra
og framkvæmdastjóra hinna
einstöku deilda. Byggingar-
sjóður rikisins greiðir kostnað
við almenna ibúðaveðlánadeild
stofnunarinnar, byggingasjóður
verkamanna greiðir kostnað við
deild félagslegra ibúða, en
rekstur tæknideildar skal
borinn upp af sölu á þjónustu
þeirrar deildar. Nýmæli i skipu-
lagi Húsnæöismálastofnunar er
þannig komið á með formlegum
hætti við þessa deildarskiptingu
innan hennar. Bókhald, annað
en lánabókhald, flyzt tU rikis-
bókhaldsins. Niður fellur
tilnefning Veðdeildar Lands-
banka Islands á einum manni i
stjórn stofnunarinnar, og
fækkar þeim þvi um einn.
Kjörtimabil stjórnarinnar er
breytt þannig, að hana skal
kjósa að afstöönum hverjum
almennum þingkosningum, en
ekki á f jögurra ára fresti eins og
nú tiðkast. Verkefnum stjórnar
stofnunarinnar er hnikaö litil-
legaog hún leyst undan þvi, aö
þurfa aö fjalla um, og árita,
hverja einstaka lánveitingu.
Helztu breytingar
Helztu breytingar miöað við
gildandi lög eru þær, aö
sjóðurinn verður varðveittur i
Seðlabanka Islands i staö
Veðdeildar Land-sbanka
Islands. Þá er gert ráö fyrir aö
niöur falli það flókna fyrir-
komulag, sem gilt hefur um
afgreiðslur lána, þar sem
Veðdeildin hefur að forminu til
verið lánveitandi gagnvart
húsbyggjendum, en Bygginga-
sjóður rikisins siðan lánveitandi
gagnvart Veödeildinni. Lagt er
til að Byggingarsjóður veiti
lánin beint til lántakenda, en
veðdeildin annist afgreiöslu
þeirra og innheimtu f.h.
sjóösins. Tekin er upp heimild
til að fela almennum innláns-
stofnunum afgreiðslu og
innheimtu lánanna i þvi skyni
að færa þjónustuna viö
lántakanda nær honum. Skipan
þeirra ákvæða, sem fjalla um
útiánaf lokkana er sú, að i
lögunum eru festar allar helztu
meginreglur um lánshæfni,
missi lánsréttar og meðferö
lánsumsókna. Loks er þess
nýmælis að geta, að sækja skal
um lán til nýbygginga áður en
framkvæmdir hefjast. Er slikt
tilbóta fyrir húsbyggjanda, sem
þannig fær tóm til að bæta Ur
ágöllum á umsókn eða
fyrirhugaðri framkvæmd, sem
ella hefðu getað svipt
viðkomandi lánsrétti. Eins
varðar þaö miklu fyrir hUs-
næðismálastjórn, að fá
vitneskju sem fyrst um fram-
kvæmdir, vegna áætlana um
lánsfjárþörf.
Hinir 9 flokkar útlána eru:
1. Almenn nýbyggingalán til
einstaklinga.
2. Lán til bygginga stofnana eða
heimila.
3. Séistök viöbótarlán til ein-
staklinga meö sérþarfir.
4. Lán til kaupa á eldra hUsnæði.
5. Lán til meiriháttar viöhalds,
endurnýjunar eða stækkunar á
eldra húsnæði.
6. Lán til orkusparandi breyt-
inga á húsnæði, einkum utan
hitaveitusvæða.
Framhald á bls. 2
Helgi Már Arthúrsson skrifar
Sögulegar sættir eru
vfdar á dagskrá en
milli fhalds og
komma á íslandi. Sjá
grein um Jean-Paul
Sartre og
Reymond —
Aron 4
Hvernig á ad spara
f rfkisrekstrinum.
Sjá erindi Björns
Friðfinnssonar