Alþýðublaðið - 12.01.1980, Page 3

Alþýðublaðið - 12.01.1980, Page 3
Laugardagurinn 12. janúar 1980 3 alþýðu- Alþýöublaöiö: Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaöamenn: Garöar Sverris- son # Ólafur Bjarni Guöna- son ” og Helgi Már Arthurs son. Auglýsingar: Elln Haröardóttir: Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru aö Siöumúla 11, Reykjavik simi 81866. egna yfirlýsinga forystumanna Sjálf- stæðisflokksins þess efnis, að samkomulag um breytingar á kjördæmaskip- an og kosningalögum milli þing- flokkanna sé ein helzta forsenda yfirstandandi tilraunar til myndunar þjóðstjórnar, er ástæða til að fjalla nokkuð um rikjandi hugmyndir um breytingar i þessum efnum. 1 ritstjórnargrein Alþýðu- blaðsins s.l. fimmtudag, var gerð grein fyrir róttækustu hug- myndinni sem fram hefur kom- ið hingað til, þ.e. að breyta verulega tilhögun fram- kvæmdavaldsins meö beinu kjöri forsætisráðherra. Fyrir- komulag af þessu »agi er litt þekkt hér á landi.l Frakklandi var slikri skipan komiö á með valdatöku de Gaulles árið 1958. Astæðan fyrir þvi var einkum sú hörmulega reynsla sem Frakk- ar höfðu á árunum eftir strið af skammlifum og getulitlum samsteypustjórnum. Megintil- gangur breytingarinnar var sá, að styrkja framkvæmdavaldið i landinu. Reynslan sýnir aö þessu megin markmiöi hafa Frakkar náö. Ekkert vekur mönnum bjartsýni um aö þing- flokkarnir — eöa 60 menningarnir, sem á þingi sitja — geti náð samkomu- lagi um svo róttækar breytingar á núverandi skipan mála. Til þess eru of rikir hagsmunir i veði. Þess i stað er mest um það rætt meðal stjórnmálaforingja að mæta fram kominni gagn- rýni með þvi að lappa upp á nú- verandi kerfi með lágmarks breytingum. Tveir áratugir eru nú liðnir frá þvi að núverandi skipan var upp tekin. Ariö 1959 voru lögfest fimm fimm manna kjördæmi, tvö sex manna kjördæmi og eitt tólf manna kjördæmi, fyrir utan ellefu jöfnunarþingsæti svo sem veriöhaföi. Reynslan hefur leitt iljós, að breytingin hefur tryggt aukið jafnræði milli þingflokka aö þvi er varðar atkvæði á bak við hvern þingmann. Aö visu hallaðist nokkuð á i þvi efni við seinustu kosninga- úrslit. Ef jafnræði væri meö flokkunum, heföi Framsókn nú tveimur þingmönnum færra (15 i stað 17) en Alþýöubandalag og Alþýöuflokkur heföi hvor um sig bætt við sig einum manni. Helsta gagnrýnin, sem fram hefur komið á núverandi lögum er sú, aö verulegt misrétti hefur myndast að þvi er varðar at- kvæöi kjósenda eftir þvi, hvar þeir eru búsettir á landinu. At- kvæði kjósenda sums staðar i strjálbýli vega enn fimmfalt á við atkvæði kjósenda i Reykja- vik og Reykjaneskjördæmi. 1 kosningunum 1978 voru 5.533 at- kvæði á bak við hvern kjör- dæmakjörinn þingmann i Reykjaneskjördæmi, en 1.191 á bak við hvern Vestfjarðaþing- mann. etta misvægi má leiö- rétta að nokkru leyti, með þvi að breyta ákvæöum gildandi laga um úthlutun uppbótarsæta. Uppbótarsætin gengju þá öll til mannflestu kjördæmanna. Hér er um það að ræða aö afnema hlutfallsregluna viö úthlutun uppbótarsæta og einnig bannið viö þvi að einn uppbótarþing- maður geti veriö fyrir sama flokk i kjördæmi. Miöað við kosningaúrslitin 1978, heföu öll jöfnunarþingsætin komið i hlut Reykjavikur (7) og Reykjaness (4), ef bæöi þessi ákvæði heföu verið afnumin. Skv. þvi hefði 2.931 kjósandi verið að baki hvers þingmanns i Reykjavik og 3.077 i Reykjanes- kjördæmi. Þrátt fyrir þessa lág- marksbreytingu heföu samt þrefalt fleiri kjósendur veriö aö baki hverjum þingmanni í Reykjaneskjördæmi en i Vest- fjaröakjördæmi. Þessi breyting hrekkur þvi skammt ein út af fyrir sig. Samt er þessi mála- miðlun liklegust til þess að geta orðiö aö samkomulagi milli nú- verandi þingflokka. á koma einnig til greina viðameiri breytingar, sem vikja ekki frá rikjandi heflmm hér á landi um skipan löggjafar og framkvæmda- valds, en ganga þó lengra i þá átt aö tryggja áhrif kjósenda á val frambjóðenda. 1 þvi efni hafa menn einkum staldrað við vestur-þýzka og irska kerfið. Skv. þýzká kerfinu yrði land- inu skipt i t.d. 30 einmennings- kjördæmi og 30 þingmenn væru jafnframt kosnir á landslista. Þá er miöað við óbreytta þing- mannatölu. 1 hverju kjördæmi myndu þá að meðaltali verða um 4.600 kjósendur. Stjórn- málaflokkar jafnt sem ein- staklingar gætu staðið að fram- boðum. Sama dag færu fram kosningar þingmanna af lands- lista flokkanna. Skv. þessu kerfi er kjósanda heimilt að kjósa frambjóðanda flokks i ein- menningskjördæmi en lista annars flokks i landslistakjöri. Þessi kosturþykir sameina að nokkru leyti kosti einmennings- kjördæma (persónuleg tengsl og staðarþekking) og hlutfalls- kosninga i mjög stóru kjör- dæmi, landinu öllu. Með lands- listakjöri er tryggt, aö smærri flokkar fá þar þingmenn i hlut- falli við heildarfylgi sitt með þjóöinni, en þeir eiga ella erfitt uppdráttar i einmenningskjör- dæmum. Hætta á mismun milli atkvæðamagns flokkanna að baki hverjum þingmanni minnkar viö þaö aö helmingur þingsins er kjörinn af einum landslista, þar sem hvert at- kvæði flokks nýtur fulls vægis. Þetta kerfi ætti þvi að geta gef- ið rétta mynd á þingi af fylgi flokka með þjóöinni. Irska kerfið er af formælend- um þess taliö tryggja bæði per- sónulegt kjör til þings sem og réttláta skiptingu þingsæta milli stjórnmálaflokka. Framboð ’er þar einstaklingsbundið én stjórnmálaflokkarnir geta haft forgöngu um framboð. Flokks- aðildar frambjóðanda er getið á kjörseðli#en nöfn þeirra allra standa á einum og sama lista. Kjósandi raðar frambjóðendum i tölusetta röð og á þess kost, að kjósa frambjóðendur fleiri en eins flokks. etta eru helztu hug- myndir, sem til umræðu eru vilji menn ekki sætta sig við það eitt að lappa til málamynda upp á óbreytt kerfi. Það verður að teljast timabært að flokkur sem vill gera breytingar á kosninga- löggjöf og kjördæmaskipun að stjórnarmyndunarskilyrði, geri grein fyrir afstöðu sinni til þess- ara tillagna. Vonandi eru þær ekki eins hálfbakaðar og efna- hagsmálatillögur flokksins. —JBH KOSNINGALÖG OG KJÖRDÆMASKIPAN Karvel Pálmason: Ekki nóg! Láglaunafólk fær ekki nóga leiðréttingu Kennedy stenst ekki sam anburð við bræður sína „Ég þurfti nauðsynlega að fara vestur, og gat þvi ekki setið ráðstefnuna alla,” sagöi Karvel Pálmason, þegar blaöamaður Alþýöublaðsins hafði samband við hann i gær, ,,en ég gerði grein fyrir minum sjónarmiðum i 26 manna nefndinni, og greiddi atkvæði gegn kröfunum, eins og þær voru fram settar. Ég greiddi atkvæði gegn kröfugerðinni (sjá hér til hliöar) vegna þess að ég var andvigur þeirri leið, sem valið var. Menn skyldu minnast þess, að aldrei hafa forsvarsmenn verkalýðs- hreyfingarinnar verið jafn margorðir um nauðsyn þess að leiörétta kjör láglaunafólks. Ég er þeirrar skoðunar að aldrei hafi verið jafn brýn nauðsyn á slikri leiðréttingu og nú. Ég er andvigur þvi að visitala reiknist i prósentum á launabil- ið 300 til 400 þúsund. Ég hefði talið eölilegt að fullar bætur heföu komiö á 300 þúsund króna laun, en bæöi fyrir ofan þau mörk og neöan tel ég aö ættu aö koma sömu bætur i krónutölu. Þá var ég lika sérlega andvig- ur þvi að öll álög ofan á laun, reiknitölur og kaupaukar, fái ó- skertar visitölubætur. Ég tel það i hæsta máta óeðli- legt, að forsvarsmenn verka- lýðshreyfingarinnar beiti sér fyrir þvi að verðbólgan verði notuð sem launajöfnunartæki. Undir þeim kringumstæðum sem nú rikja er það algert for- gangsmál að minu mati að eitt- hvaö verði gert fyrir láglauna- fólk . Þessar kröfur gera það ekki. I ljósi þess greiddi ég at- kvæði gegn þessum lið samþykktarinnar.” Fyrir tveim mánuðum, var Edward Kennedy talinn allra manna liklegastur til að verða næsti forseti Bandarikjanna. Hann sjálfur var jafn viss um það og aðrir, og talaði um framtiðina i bjartsýnistón. Nú, tveim mánuöum seinna, hefur tónninn breytst. Kennedy er orðinn þreyttur á þvi að lesa gagnrýni á málflutning sinn i blööunum. Hann er lika farinn að óttast þá samkeppni sem Carter hefur, öllum á óvænt, veitt honum. Það sem vekur mesta athygli, við kosningabaráttu Kennedys, er þaö hversu hratt hin upphaf- lega bjartsýni hefur horfið. Þaö hefur komið i ljós aö Kennedy, maður sem hefur helstu goö- sögn bandariskra stjórnmála sér að bakhjarli, er ekki ósigr- andi. Hvað kom til, aö ofurmennið i bandariskum stjórnmálum, hefur breyst I venjulegan frambjóðanda? íran hefur haft sin áhrif. En önnur ástæða er sú, aö Kennedy hefur ekki staðið sig jafn vel og bræður hans tveir geröu á sin- um tima, i kosningabaráttunni. Ef miðað er viö aöra frambjóö- endur, stendur Kennedy sig sæmilega vel, en þaö er ekki nóg, fyrir bróður Jack og Bobby. Kjósendur dæma hann miðað við þá og hann stenst ekki samanburð. Eftir að hafa heyrt Kennedy svara fyrirspurnum i löngu flóknu og stundum óskiljanlegu máli, sagði einn kjósandi, ,,Ég heyri að Bobby tók hann aldrei i tima i framsögn.” Kennedy getur ekki kvartaö undan þvi, aö þessi samanburð- ur er gerður. Hann neyðir fólk til að gera hann. Þó Kennedy hafi lofað þvi, i upphafi kosn- ingabaráttunnar, aö hampa for- tiöinni ekki, hefur hann varla haldið nokkra ræöu siöan, þar sem hann minnist ekki reglu- lega á Kennedy forseta og Bobby bróöur sinn. Fyrir skömmu kom jafnvel móöir hans fram á fundi, 89 ára gömul. Rose Kennedy, ættmóð- irin sagði þá: ,,Ég vil þakka ykkur öllum fyrir þann stuðn- ing, sem þið sýnduð tveim eldri sonum minum, og ykkur lika fyrir þann stuðning, sem þið sýnið yngsta syni minum nú." Fyrir nokkru hélt Kennedy ræöu um landbúnaðarstefnu Carters, sem vakti mikla hrifn- ingu áheyrenda. Skömmu siöar hélt hann svotil sömu ræðu, en i það skiptið fékk hann ekki nema kurteislegt klapp. Þessi ójafna frammistaða hans gerir kjósendum og pólitiskum spá- mönnum erfitt fyrir. Þrir blaðamenn fylgdust með Kennedy einn dag og höföu við- tal við hann. greinarnar sem þeir skrifuðu á eftir ganga þvert hver á aðra. 1 Washington Post birtist grein, þar sem höfundur sagði hjálparlið Kennedys vera hálf vonlitið um árangur, og að Kennedy væri ekki mjög áfram um að standa sig vel. Wall Street Journal sagöi að Kennedy tætti i sig stefnu Cart- ers, og væri mjög öruggur meö sig, að sjá. t New York Times, sagði hins- vegar aö Kennedy væri rólegur. og aö kosningabaráttan gengi sæmilega. Allar þessar skýrslur geta verið réttar, eftir þvi, hvaöa dag,og hvenær dags mennirnir fylgdust með. Aðstoöarmenn Kennedys i baráttunni segja að þessi ójafna frammistaða komi vel út, borið saman við vélrænan áróður Reagans, eða þá imynd traust- leika, sem Carter byggir nú upp. Aðstoðarmennirnir halda þvi fram, að þessi ójafna frammistaða geri Kennedy að áhugaverðari frambjóðanda en ella. Yfirlýsingar Kennedy um harðstjórn fyrrv. Iranskeisara, kostuðu hann töluvert fylgi, vegna þess að byltingarmenn i Iran höfðu þá tekiö bandariska sendiráðið i Teheran, og gislana með, eins og frægt er oröið. Þrátt fyrir það heldur Kennedy fast i þá skoðun sina að stefna Bandrikjanna gagnvart Iran á timum stjórnar keisarans, hafi verið röng. Þaö er erfitt aö segja til um, hvort og hversu mikiö fylgi þaö kann að kosta hann.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.