Alþýðublaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1980, Blaðsíða 4
4 Laugardagurinn 12. janúar 1980 Ljósmynd sem birtist nýlega I nokkrum Parisarblaöanna og I vikuritinu L’Express virtist viö fyrstu sýn hafa talsvert sögu- legt gildi. A myndinni mátti sjá Ray- mond Aron takast i hendur viö Jean-Paul Sartre og aö baki þeim gnæföi yfir brosmildur haukur úr hópi „nýju heimspek- inganna”, André Clucksmann. Vikurit franskra vinstri manna, Nouvel Observateur, er alltaf fljótt að greina nýja undir- strauma meðal franskra menntamanna og gaf atburðin- um þegar i stað hugmynda- fræöilega merkingu. Hiðsögulega mikilvægi virtist vera að eftir 30 ára hugmynda- fræðilegt striö milli þessara tveggja andstæðu póla i frönsku menningar- og stjórnmálalifi, hafi friöur komist á. Fyrr á árum voru þeir nánir vinir. En allt frá striöslokum hafa þeir búið um sig i andstæðum skot- gröfum i þeim pólitisku stórdeilum sem klofið hafa frönsku þjóðina miðja. Þeir fjarlægðust i kalda striðinu. Aron varð einbeittur andkomm-. únisti, sem lagði megin áherzlu á varðveizlu mannréttinda og frelsis i Vestur-Evrópu. Sartre gerðist hins vegar eins konar „and-andkommúnisti” sem lét sér mest annt um að varöveita hina óflekkuðu trú vinstri aflanna á byltingu, og einbeitti kröftunum gegn þvi sem hann skilgreindi sem hinn „sanna óvin”: Borgarastéttina og heimsvaldastefnu hennar. 1 anda þessara viðhorfa neitaði Sartre að takast ferð á hendur til Stokkhólms til þess að veita viðtöku Nóbelsverðlaunum i bókmenntum úr hendi sænska konungsins. A augnabliki hinna sögulegu sátta komst Aron að orði eitthvað á þessa leið: „Viðhorf okkar eru gersamlega ólik... en mér finnst með öllu óviðeigandi að nota þetta tæki- færi til að rifja upp fornar vær- ingar jafn óviðeigandi og að setja á svið einskonar gervisættir án innihalds eða merkingar.” Er hann enn sömu skoðunar? Ég spuröi Raymond Aron um daginn um tilefni þessara „sögulegu sátta”. Tilefnið var harmsaga flóttafólksins frá Vfetnam, sem þá dagana ■ velktist i hafi og dó Drottni sin- um unnvörpum. Ýmsir áberandi liösmenn frönsku vinstriaflanna virtust alvarlega miður sin. Broyelles-hjónin, sem hafa verið maóistar og skrifaö metsölubók um Kina, beittu sér fyrir þvi að eitthvaö áþreifanlegt væri gert til þess að lina þjáningar flóttafólksins, a.m.k. meö þvi að vekja athygli almenningsálitsins á þessum harmleik. Þau beittu sér fyrir Stofnun hreyfingar sem kenndi sig við „bátsfólkiö frá Vietnam”, og Aron var beðinn um að ljá nafn sitt undir ávarp vegna fjársöfnunar til handa flóttafólkinu. „Ég er ekki vanur þvi að undirrita slikar áskoranir”, sagði Aron, „en að þessu sinni lét ég tilleiöast. Þetta var ekki póHtiskt málefni, heldur mannúöarmál. Hvergi var vikiö „Við hittum Raymond Aron oft hér fyrr á árum.. r Hann var þá meðlimur i franska Sósial- istaflokknum en það voru sam- tök sem viðfyrirlitum — i' fyrsta lagi vegna þess aö ýmis borgaraleg öfl voru þar inni á gafli.og i annanstað vegna þess að við vorum tilfinningalega andvi'g hugmyndinni um hæg- fara umbætur. Við vorum þeirr- ar skoöunar, að ógjörningur væri að breyta þjóðfélaginu nema með eins konar snöggum pólitiskum jarðhræringum, er spönnuðu allan heiminn. Stjórn- mál voru þvi litt á dagskrá i' viö- ræöum okkar við Aron. Aron og Sartre deildu hart um ýmiss konar heimspekileg vendamál. Ég tók litinn þátt i þessum um- ræðum, ég var of sein að hugsa til þess að geta fylgt þeim eftir. Engu að siöur fannst mér oftar en ekki að ég væri á bandi Arons...” - „Aron naut sin vel á rökfræði- legri greiningu og hafði einsett sér að rifa fljótfærnislegar til- gátur Sartres i tætlur. Það var I októberhefti breska tímaritsins ENCOUNTER birtist eftirfarandi frásögn eftir fransk-ungverska rithöfundinn Francois Fejtö. Fetjö er m.a. höfundur bókar um sögu franska kommunistaflokksins. i grein- inni er gripið á ýmsu í samskiptum þeirra tveggja manna, sem öðrum fremur hafa mótað lífsviðhorf og stjórnmálaskoðanir eftirstríðskynslóðarinnar í Frakklandi. Þessir menn eru heimspekingurinn JEAN-PAUL SARTRE og RAYMOND ARON, sem er hvort tveggja í senn, heimspekingur og félagsfræð- ingur. Hugmyndafræðilegt einvígi þeirra hefur sett svip sinn á stjórnmálahugsun Frakka allan eftir- stríðstímann. Sartre var andlegur höfuðpaur þeirra vinstrisinna sem löngum hafa starfað.i jaðri franska kommúnistaflokksins: talið sig Marxista, án þess þó að ganga kommúnistaflokknum algerlega á hönd. Aron er fyrst og fremst boðberi frjálslyndrar mann- úðarstefnu í vesturevrópskri hefð. Hann leggur meg- ináherzlu á varðveizlu þeirrar þjóðfélagsgerðar, sem i skjóli valddreifingar skapar svigrún fyrir andlegt frelsi einstaklingsins. Slíka þjóðfélagsskipan kennum við við lýðræði. Raymond Aron og Jean-Paul Sartre: gagnrýnisorði að stjórnvöldum i Vietnam. Ég mætti á fundi þeirra og reyndi að leggja þeim lið...’” A næstu mánuðum varð mönnum ljóst að örlög Vietnamska flóttafólksins urðu stöðugt grimmilegri. Hundruð þúsunda horfðust i augu við dauðann. Það varð að hraöa björgunaraðgerðum. Broyelles- hjónin beittu sér fyrir blaða- mannafundi og báðu Aron að taka þátt i honum. „Þegar ég mætti þar, sá ég Jean-Paul Sartre nálgast — hann var veiklulegur, gamall og nærri þvi blindur. Fólkið umhverfis hann hvislaði að hon- um: „Aron er mættur...” Hann kom til min, rétti mér höndina og notaði sama ávarpið og við vorum vanir að nota i gamla daga: „Heill og sæll, gamli félagi”. „Ég er ekki einu sinni viss um aö hann hafi heyrt almenni- lega... en mér finnst athyglis- vert að menntamenn eins og Sartre, sem fyrir fáum árum siðan létu sér ekki fyrir brjósti brenna að leggja blessun sina yfir fórnardauða milljóna manna á altari hugmyndafræði, leggja nú aftur mannúðarsjón- armiðum lið. „Ce n’est pas moi qui a changé, ce sont eux.... þeir hafa skipt um skoöun, ekki ég...” sagir Aron. Og meðal þeirra sem nú hafa skipt um skoðun hefur leiöin verið sér- staklega löng hjá Sartre. Minnstu þess að jafnvel á dög- um ungversku uppreisnarinnar 1956 — hún raskaði nú ró hans! — þá hélt hann áfram að réttlæta innrás Rússa „til varnar sósialismanum”. í dag stendur hann mannréttinda- megin með ,,ies droits de 1 ’h o m m e . . . „r é t t i manneskjunnar...” Ef siðbúið handaband okkar hefur einhverja merkingu, þá væri það að um þetta erum viö sam- mála... En hinar sögulegu sættir, eins og allt sem sögulegt er, áttu sér aðdraganda. Arið 1961, þegar Frakkar háðu nýlendu- styrjöld i Alsir var þá báða, Aron og Sartre, að finna i fremstu röð stjórnarand- stöðunnar: Sartre var i far- arbroddi fjölmenns hóps vinstrisinnaðra menntamanna, Aron var þá póliriskur einstæðingur meðal frjáls- vandi hans að fá andstæðinginn til að fallast á afmarkaða skil- greiningu á vandamálinu og brjóta þvi næst varnir hans með eins konar andlegu „rothöggi”. ,,Þú átt tveggja kosta völ, gamli félagi” var hann vanur að segja. ,,Þú verður að velja”... Sartre reyndi eftir beztu getu að forðast að láta króa sig af inni i horni. En þar sem gáfnafar hansbyggistmeiraá hugarflugi en rökfræði, átti hann oft i vök að verjast. Ég minnist þess ekki, að hann hafi nokkru sinni sannfært Aron um sinn málstað — né heldur að Aron hafi tekist að kollvarpa trú Sartres á rétt- mæti eigin skoðana.” En enda þótt Sartre hafi ekki tekizt aðfá Arontilaðskipta um skoðun, tókst honum aö móta viðhorf heillar kynslóðar evrópskrar æsku, sem ella kynni að hafa aðhyllzt frjáls- lynda og siðmenntaða heimsýn, eins og hún birtist i viðhorfum Raymonds Aron og Alberts Camus. Þekktur sagnfræðingur hefur komizt svo að orði að Sartre ,,hafi unnið orrustuna um að koma óorði á frjálslynda ókommúniska mannúöar- stcfnu. Hann hyllti Fidel Castro og Che Guevara, hann gaf Cohn-Bendit og stúdenta- byltingunni blessun sina, liann fletti ofan af ameriskri heimsvaldastefnu i Vietnam, hann varði iyfjaneyzlu og hippastil sem undankomuleiö f rá ánauð þjóöfélagsins, hann var reiðubúinn að fara i fang- elsi fyrir að dreifa maóiskum áróðursbæklingum á götuin Parisar (en de Gaulle sagöi: „Maður setur Voltaire ekki í lukthús”) hann heimsótti Ba ade r-Meinhof hryðju- verkamennina i fangelsi i Þýzkalandi og lagði fram að- stoð við vörn þeirra, og þrátt fyrir hálfvolga gagnrýni öðru hverju á kommúnisma og framferði sovéskra valdhafa (Búdapest, Prag) þá hélt liann dauðahaldi i rómantiska upphafningu Byltingarinnar, lyndra en hægrisinnaðra stjórnarsinna. Forsendur þessara tveggja manna fyrir andstöðu við Alsir-striðið, voru ólikar, þótt niðurstaðan væri sameiginleg visuðu þeir til mjög óliks gildismats. Það var um þettaleyti sem þeir hittust aftur á förnum vegi, Sartre og Aron, og heilsuðustenná ný með hinni gömlu kveðju „heill og sæll, gamli félagi”... Sartre stakk upp á að þeir endurnýjuðu forna vináttu, en ekkert varð af þvi. Einum áratug eða svo siöar var Sartre og allan hans háværa aðdáendaskara að finna i götuvirkjum stúdentabyltingar- innar við Sorbonne. Þá veittist Sartre heiftarlega að Aron og lýsti hann „óverðugan til að gegna prófessorsembætti við háskólann”. Það er erfitt verk að ætla að raska stóiskri ró og yfirvegaðri rökhyggju Arons. Hann svaraði engum skætingi, heldur með þvi að birta heimspekilega gagnrýni á nýjustu verk Sartres. Þar lýsti hann aðdáun sinni á andlegri auðlegð og fjölbreytni verka hans, en lýsti um leið undrun sinni yfir, hvers vegna svo „óáreiðanlegur” marxisti héldi sem hann vonaöist til aö myndi gerbreyta þjóðfélag- inu.” Það er með hliðsjón af þess- um ferli Sartres, sem Solzhenit- svn neitaði á sinum tima að veita þeim Sartre og de Beau- voir viðtal, þegar þau óskuðu eftir þvi, i heimsókn i Sovét- rikjunum. Þrátt fyrir þá staðreynd, að Aron og Sartre f jarlagðust hvor annan æ meir, var sem Aron væri ævinlega heillaður af and- stæðingi sinum. Sartre var hon- um eins konar tákn, eins konar skuggamynd af hans eigin and- legu viðfangsefnum: „un frére ennemi” — fjandvinur. í ensku útgáfunni af bók Arons. þar sem hann tekur til gagnrýninnar skoðunar megin heimspekiverk Sartres (Critique de la raison dialectique 1973) rifjar Aron upp ..þessar látlausu rökræður milli tveggja manna, scm voru æskuvinir, sem voru aö- áfram að trúa á bábiljur og kreddur.” „Hann er algerlega einlægur i þeirri trú sinni, að hann sé marxisti, enda þótt marxistar hafni honum og kenningum hans og Karl gamli Marx hefði sannanlega verið þrumu lostinn yfir þessum læri- sveini...” í raun og veru má rekja megin kafla hinna hugmynda- fræðilegu átaka, sem orðið hafa i röðum evrópskra mennta- manna eftir strið, með þvi að rifja upp einvigið, sem þessir tveir, vinir, keppinautar og and- stæðingar hafa háð allt frá striðslokum. Aðdraganda þess má rekja enn lengra aftur i timann, til námsára þessara tveggja manna, fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldar i Þýzkalandi. Báðir lögðu þessir merkisberar franskrar menn- ingar stund á heimspeki i Þýzkalandi (Aron sérhæfði sig i félagsvisindum Max Webers en Sartre lagði sig einkum eftir rit- um Husserls og Heideggers). Lifsförunautur Sartres, Simon ,de Beauvoir, lýsir samskiptum Sartres og Arons á eftirfarandi hátt i æviminningum sinum (La Force de l’Age — 1 blóma lifsins): skildir vegna látlausra deilna, en sameinaðir vegna sameiginlegra áhugamála... milli okkar Sartres voru aldrei nein pólitisk ágrein- nigsefni sem stofnuðu vináttu okkar i hættu fyrr en eining andspy rnuhrey fingarinna r rofnaði á árunum 1946-1947... íj Kóstbræðralag hans við Sintone de Beauvoir breytti y að visu mjög samskiptum okkar fyrrverandi félaga hans frá Ecole Normale og í hann okkur sent venjulega ávörpuðum hver annan „gamli félagi”. Arið 1938 var Sartre miklu linari i andstöðu sinni við Munchen-samning- í inn en ég...” En Aron er ófús að ræða | persónuleg ágreiningsef ni þeirra i smáatriðum: „Sennilega verður þessi bók ? min túlkuð sem einskonar j uppgjör milli tveggja æsku- i vina, sem fyrir rás atburða og , ástriðna aldarfarsins hafa að ; Framhald á bls. 7 ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.