Alþýðublaðið - 12.01.1980, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 12.01.1980, Qupperneq 8
Mótmælin við sendiráð Sovétrlkjanna: „FORDÆMUM INNRÁS- INAIAFGHANISTAN” — sovéski sendiherrann fær skrifleg mótmæli í dag STYTTINGUR Flugumferð Aþjóðleg flugumferö um is- lenska flugstjornarsvæðið jókst um 3.16%. A Keflavikurflugvelli hefur lendingum farþegaflugvéla i millilandaflugi fjölgað um 2.70%. A Reykjavikurflugvelli fækkaði hins vegar lendingum flugvéla um 1.27%, þó svo aö hreyfingum, þe. lendingar og flugtök, snerti- lendingar og lágaðflug fjölgaði um 1.8%. A Akureyrarflugvelli fjölgaöi lendingum um 17.89%, en i Vestmannaeyjum fækkaði þeim um tæp 7%. Reglubundið áætl- unarflug var á árinu stundað til 30 flugvalla utan Reykjavikur og Keflavikur. Skirteini flugliða A árinu voru gefin út 198 ný skirteini til flugliða, þar af 169 til flugmanna. Þá voru ennfremur endurnýjuð 716 eldri flugliðaskir- teini. 31.12. voru i gildi 1363 skir- teini. Loftför á skrá Loftför á skrá voru i árslok alls 162. Þar af voru 138 flugvélar, 3 þyrlur og 21 sviffluga. Skrásett voru á árinu 27 loftför og afskráð 22 af ýmsum ástæðum. — O — Nýlega var undirritaður sam- ningur i skrifstofu rússneska verzlunarfulltrúans i Reykjavik, hr. Vladimir K. Valssov, um sölu á 1000 tonnum af lakki til Sovét- rikjánna. Hér er um að ræða samning að upphæð kr. 650 milljónir, sem skiptist þannig, að Harpa h.f. selur 800 tonn, en Sjöfn á Akureyri 200 tonn. Eins og kunnugt er hefir Harpa h.f. selt þessa vöru árlega til Sovétrikjanna allt frá árinu 1965 og er söluverðið i erlendri mynt nú um þriðjugi hærra en siöast liðið ár. Þá er þess að geta, að væntan- lega mun SIS selja sovéska sam- vinnusambandinu i vöruskiptum á næstunni töluvert magn af málningu til viðbótar. — O — Atlantshafsbandalagið (NATO) mun á árinu 1980 veita nokkra styrki til fræðirannsókna á vandamálum er snerta opinbera stefnumótun á sviöi umhverfis- mála. Styrkirnir eru veittir á veg- um nefndar bandalagsins, sem fjailarum vandamál nútimaþjóð- félags. Eftirgreind tvö verkefni hafa verið valin til samkeppni að þessu sinni: (a) Notkun eiturefna i landbúnaöi og áhrif þeirra á jafnvægi i náttúrunni. (b) Ahrif reglna um umhverfis- vernd á tækniframfarir. Styrkirnir eru ætlaðir til rann- sóknastarfa i 6—12 mánuði. Há- marksupphæö hvers styrks getur að jafnaði orðið 220.000 belgiskir frankar, eöa rösklega 3 miljónir króna. Gert er ráð fyrir, að umsækj- endur hafi lokið háskólaprófi. Umsóknum skal skilað til utan- rikisráðuneytisins fyrir 31. mars 1980 — og lætur ráðuneytið i té ná- nari upplýsingar um styrkina. Utanrlkisráðuneytiö, Reykjavik, 9. janúar 1980. Rösklega tvöhundruð manns, aðallega skólafólk, komu saman s.l. fimmtudag fyrir framan Sovéska sendiráðið og mót- mæltu innrásinni i Afghanist- an. Mótmælafundur þessi var að frumkvæði Vöku, félags lýð- ræðissinnaðra stúdenta, en auk Vöku komu á fundinn ýmsir nemendur úr framhaldsskólum borgarinnar. Eftirfarandi samþykkt, borin upp af Hreini Loftssyni, fundar- stjóra, var samþykkt sam- hljóöa: „Við fordæmum innrás Sovétrikjanna i Afghanistan, sem stofnar heimsfriðinum i Orator, félag laganema, efndi i fyrrakvöld til almenns fundar um endurbætur og opnun dómskerfis- ins. Hátt á annað hundrað manns sóttu fundinn, sem var hinn fjör- legasti og stóð til miðnættis. Krummælendur voru þeir Vil- mundur Gylfason dómsmálaráð- herra, Már Pétursson formaður Dómarafélags Reykjavikur og Eirikur Tómasson héraðsdóms- lögmaöur. Hvítflibba glæpir Fystur til máls tók Vilmundur Gylfason. Benti hann á þá aðstöðu sem hann nú væri i sem dóms- málaráöherra i starfsstjórn. Þá ræddi hann um óeðlileg pólitisk afskipti af dómskerfinu sem við- gengist hafa á undangengnum ár- um. I framhaldi þess geröi ráð- herra skattsvik aö umtalsefni. Minnti hann fundarmenn á að hér væri um „hvitflibba-glæpi” að ræöa, sem hvitflibbamönnum hefur liðist að stunda átölulitið. Ráðherra sagði það skoðun sina, aö eins og skattseðlar hættu og er skýlaust brot á al- þjóðalögum, og sjálfsákvörðun- arrétti smáþjóðar. Við lýsum yfir samstöðu með þeim, sem mótmæla yfirgangi þeirra i Afghanistan, og skorum á alla islendinga að taka undir þau.” A fundinum fluttu ávörp þeir Oskar Einarsson, formaður Vöku, og Gunnar Jóhann Birgis- son, menntskólanemi. Ræddi Óskar m.a. um þá staðreynd að engan eðlismun er að finna á Hitlers-Þýskalandi og Sove’t- rikjum dagsins i dag. Gunnar Jóhann benti, á að eina ferðina enn væri okkur sýnt fram á manna væru gerðir opinberir, bæri að gera það opinbert, hverjir svikjust undan greiðslu til sam- eiginlegrar neyslu. I lok fram- sögu sinnar fjallaði Vilmundur um fangelsismál okkar, sem hann sagði vera langt fyrir neðan það sem mannsæmandi getur talist. Dómskerfið of ódýrt Að lokinni framsögu dóms- málaráðherra, talaði Már Pétursson formaður Dómara- félagsins. Már hældi lögfræðing- um mjög og óskaði þess að vald þeirra yrði sem mest um ókomna framtiö. Hann kvaðst sakna þess að sýslumenn væru ekki á þingi. Þvi næst gerði Már Geirfinns- málið að umtalsefni, og sagöi að ekkert lægi á að flýta málinu, „Þvi mennirnir hafa verið í fang- elsi frá þvi þeir voru teknir”. (hér má bæta við að Eirikur Tómasson sagði að ekkert mætti fullyröa um sekt þessara manna, enda gætu ný gögn komiö fram i umfjöllun hæstaréttar, sem sýknuðu menn- ina) Um dómskerfið sagði Már að óraunsæi þess, að ísland veröi hlutlaust land er standi utan Atlantshafsbandalagsins. Arni Sigfússon, nemandi i Kennaraháskóla íslands, las ljóð á fundinum eftir þá Stein Steinarr og Matthias Johannes- sen. Voru þetta ljóðin Kreml, eftir Stein, og Kornið og sigðin, eftir Matthías. Að friðsamlegum fundi lokn- um gengu fundarmenn fylktu lið gegnum miðbæinn, og hrópuðu slagorð um frið og frelsi. Fyrir atbeina Vöku er ráðgert að af- henda Sovéksa sendiherranum mótmælabréf i dag. —G.Sv. það væri alltof ódýrt, og að ekkert lægi á að flýta málum yfirleitt. Hann taldi óráð að opna dóms- kerfið meira en nú er og sagði að sérstakur skattadómstóll leysti engan vanda. Eirikur Tómasson tók undir ýmislegt i málflutningi Vilmund- ar og Más. Hann kvaðst telja var- hugavert að fara of geyst i breyt- ingar á dómskerfinu, og sagði allt tal um opnun dómskerfisins byggjast á misskilningi. Hann færði m.a. þau rök fyrir máli sinu, að hann efaðist um að dóms- málaráðherra vildi hafa „hóp manna starandi á sig” þegar hann sæti að störfum uppi Arnar- hvoli. Eirikur kvaðst tortryggin á að kviðdómur leysti einhvern vanda i svo litlu þjóðfélagi sem okkar. Slikur dómur myndi „byggja meira á tilfinningum en lagarökum”. Að loknum framsöguræðum var orðiö gefið laust. Til máls tóku: Magnús Nordal (fjallaöi m.a. um uppsagnir opinberra Framhald af bls. 6 Af fundi félags laganema, Orators FJÖRLEGAR UMRÆÐUR UM DÓMSKERFIÐ Dásamleg tónlist, dulræn og dularfull Lofsamlegur dómur um verk eftir Atla Heimi Sveinsson f danska blaðinu Politiken I Politfkken frá 27. des. s.l. er mikiö lof borið á verk eftir Atla Heimi Sveinsson, sem var gefið út á plötu i Danmörku nýlega. Verkið heitir „Meira hvftt en himinblátt” og er spilað af „Det fynske Trio”. Platan er gefin út af „Det fynske Musikkonser- vatorium.” 1 upphafi greinarinnar segir gagnrýndandinn: „Ekkert er jafn gaman og aö láta leiða sig inn i nýja heima, sem eru svo hrifandi að maður verður gagn- tekinn. Slik áhrif hefur trio Atla Heimis Sveinssonar fyrir pianó, klarinett og selló á mann.” Siöar i greininni segir höfund- ur: „Þetta er dásamleg tónlist, dulræn og dularfull... „Meira hvitt en himinblátt” hlýtur að vera með þvi besta sem hefur verið skrifað fyrir þessa hljóö- færasamsetningu.” Að lokum segir gagnrýnand- inn: „Tónlist Atla er eins og hlýtt faðmlag, fegurðarupp- ljóstrun, sem hlustandinn verð- ur gagntekinn af með gleði.... maður liður inn i hugleiðslu- ástand llfs, friðar og hamingju. Tónlist, sem lifgefandi náttúra. Það getur ekki verið betra.” alþyou blaðið .augardagurinn 12. janúar ÚLTURKORN Ivað sögdu englarnir? i Leikrit Ninu Bjarkar Arnadótt- lir Hvað sögðu englarnir? er nú sýnt á litla sviðinu i Þjóðleikhús- kjallaranum. Leikritið var frum- pýnt i október siðast liðnum, og er leikstjórn Stefáns Baldursson- ar og leikmynd Þórunnar Sigrið- ar Þorgrimsdóttur, nýstárleg at- hugun á tvöföldu siðgæði okkar þjóðfélags. 1 leiknum segir frá Steini og Brynju, ungum elskend- am sem fortiðin og kringumstæð- arnar i samfélaginu meina að eigast. Við sjáum atvik úr fortið Steins i draumkenndum myndum og fáum hugboð um hrikalegt og ómanneskjulegt misrétti. Sigurður Sigurjónsson og Tinna íuðlaugsdóttir fara með hlutverk Steins og Brynju. önnur hlutverk Jeika Briet Héðinsdóttir, Helga Jachmann, Bessi Bjarnason, íelgi Skúlason, Sigriður Þor- /aldsdóttir, Helga Jónsdóttir, ^órhallur Sigurðsson og Arnar Jónsson. ■Jæsta sýning á Hvað sögðu engl- |arnir?er miðvikudaginn 16. janú- ar n.k. |Myrkir lúsikdagar Næstu tónleikar Sinfóniuhljóm- Lveitarinnar eru aukatónleikar ]l7. janúar n.k. og verða þeir haldnir i Menntaskólanum v/Hamrahlið og hefjast kl. 20.30. Verða þá eingöngu flutt islensk hljómsveitarverk, allt frá elstu höfundum til hinna yngstu, og verk sem ekki hafa heyrst hér |fyrr. Hljómsveitarstjóri verður Paul íukovski, sem er Islendingum að góðu kunnur. Hann hefur oftsinn- gis leikið hér og stjórnað og staðið jfyrir námskeiðum fyrir ungt tón- þistarfólk i samvinnu við Tónlist- arskólann i Reykjavik. Einsöngv- |ari verður Ruth L. Magnússon. Þessir tónleikar verða upphafið |að „Myrkum músikdögum” þar isem mest verður kynnt islensk gtónlist. Verða haldnir fimm tón- lleikar. Ýmsir hafa lagt hönd á plóginn |að frumkvæði Tónskáldafélags ilslands: Sinfóniuhljómsveitin, iKammersveit Reykjavikur, SKammermúsikklúbburinn, Söng- |skólinn, Kjarvalsstaðir o.fl. Fimm verk verða flutt á j„Myrkummúsikdögum”eftir Pál |P. Pálsson., Karólinu Eiriksdótt- lir, Leif Þórarinsson og sænska' Itónskáldið Miklos Maros. Tilgangur „Myrkra Músík- ldaga”er að vekja athygli á verk- íum islenskra höfunda eldri sem lyngri. Nafnið kemur af þvi að jþessi „listahátið” er ekki haldin á lárstima bjartra nátta, heldur i Isvartasta skammdeginu. bolabas i Dagblaðinu á fimmtudag var fjallað um pósthúsránið i Sandgerði. Þar sagði meðal annars: „Fram hefur komiö hjá póstmeistara sú skoöun að pósthúsræninginn haf’ annað- hvort haft lykil að húsinu eða komist þar inn meö öðru móti.”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.