Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 19. janúar 1980. 3 ( -- --------------------------------------------------------------------------------------- ■■■ - -) alþýöu n FT.rr.a Alþýöublaöið: Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guömundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm>: Jón Baldvin Hannibalsson Blaöamenn: Garöar Sverris- son _ Ólafur Bjarni Guöna- son ’ og Helgi Már Arthurs son. Auglýsingar: Elin Haröardóttir: Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson Gjaldkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siðumúla 11, Reykjavik simi 81866. í tilefni af rekstar- B erfiðleikum Flug- leiða.sem gerðir hafa verið að umtalsefni i fjölmiðlum siðustu vikur, birti Björn Friðfinnsson, fjármála- stjóri Reykjavikurborgar, at- hyglisverða blaðagrein, þar sem hann fjallar um fram- tiðarmarkmið og stefnumótun stjórnvalda og fyrirtækja hér á landi. Hann segir m.a. „Framsýni er sjaldgæfur eiginleiki, sem einungis miklum leiðtogum er gefinn. Mikið er nú rætt um innrás Rússa i Afghanistan og þvi hefur m.a. verið haldið fram i erlendum blöðum að hún sé i samræmi við langtimastefnu þeirra um að afla sér greiðari VIÐ EIGUM ENGAN LENÍN aðgangs að Indlandshafi. Meira að segja á Lenin að hafa mótað þessa stefnu og sagt er að i miðri borgarastyr jöldinni i Rússlandi hafi hann gefið sér tima til þess að ihuga vandamál kóngsins i Afhanistan og senda honum vopn til að vinna vináttu hans. Það hafi ekki verið fyrr en löngu síðar, sem sam- starfsmenn Lenins sáu, hvað hann var að fara. En við eigum engan Lenin og stefnumótun til margra ára- tuga er erfiðari i lýðræðisþjóð- félagi en i einræðisrikjum. H ver er stefna tslendinga? bannig má spvrja á fjöl- mörgum sviðum án þess að nokkurt svar fáist. Þessa dagana er talað um að móta stefnu okkar i efnahags- málum til næstu 18 mánaða. Enginn talar eða hugsar um, hver stefna skuli rikja næstu 18 árin. Stjórnmálaflokkarnir eru tæki þjóðarinnar til stefnu- mótunar, en stefnuskrár þeirra eru harla litil vis- bending um framtlðarstefnu, þótt viða sé hnykkt á frómum óskum með oröalagi eins og: auka ber..., efla ber... og styrkja ber... Flokkarnir mynda svo samsteypustjórnir til skamms tima og þar finnst mönnum a.m.k. stundum að hending ráði, hvaða stefna verður ofan á. Eitt af grundvallaratriðum stjórnunarfræða samtimans er áherzla á stefnumótun til langs tima, sem siðar er hrundiö i framkvæmd með hjálp áætlana, er ná yfir skemmri timabil. Forsendur slikrar stefnu- mótunar eru athuganir á þróun markaðsmála, tækni, auðlinda- nýtingar o.fl. en á grundvelli þeirra athugana er svo reynt að spá um framtiðina og velja fyrirtækinu þá stefnu, sem vænlegust virðist til árangurs miöaö viö markmið þess. ■ framhaldi af * spurningum, sem nú koma upp ihugann,(vegna rekstrarörðugleika Flugleiða) er timabært að spyrja um stefnumótun annarra stórra fyrirtækja hér á landi. Hvað liður stefnumótun fisksölu- fyrirtækja okkar? Hafa þau mótað stefnu til langs tima um markaðsmál sin og fram- leiðslu.? Talið er, að innan 200 milna fiskveiðilögsögu N-Ameriku séu um 20% af fiskmagni heimshafanna. Fara þarlendir fiskimenn ekki að veiða sjálfir slvaxandi hlut af þeim fiski, um leið og erlendum veiðiflotum er stuggað frá? Hvar verða beztu fiskmarkaöir um næstu alda- mót? Breytist fiskmarkaður okkar I Sovétríkjunum ef við hættum að kaupa þaðan ollu?” 1 framhaldi af þessum spurningum Björns er tima- bært að spyrja: Er ekki brýnt að tslendingar tryggi sér nú þegar fótfestu til frambúöar á fiskmörkuðum Efnahags- bandalagsrikjanna, með svip- uðum hætti og gert var i Banda- rlkjunum á striðsárunum og siðan? Þessir markaðir hafa upp á að bjóða mikla kaupgetu og þróað dreifingarkerfi. Fisk- framboð á þessum mörkuðum hlýtur hins vegar að vera mik- illi óvissu undirorpið á næstu áratugum. Hvað hafa sölusam- tök okkar aðhafzt á þessum mörkuðum hingað til? ð lokum segir Björn Friðfinnsson: „Auðvitað er ekki siöur nauðsynlegt aö móta stefnu til langs tima fyrir þjóöarbúið i heild. Slik stefna tryggir ekki.að hægt sé að sjá fyrir alla óorðna hluti, en sjálf aðferðafræðin við mótun lang- timastefnu tryggir það, að menn sjá betur samhengið i hlutunum og forða má margs konar mistökum, sem við erum sífellt að gera.” —JBH Er Indland á leið til einræðis? Meirihlutasigur Indiru Gandhi og Kongressflokksins I kosning- unum á Indlandifyrir stuttu hefur þaö i Fór meö sér, aö staöa hennar veröur svipuö og á þeim timum er hiin lýsti neyöarástandi i landinu og stjórnaöiþvlmeö braöabirgöa- og herlögum. t krafti hreins meirihluta getur hún gert breytingará stjórnarskránni eftir hentugleikum og óllklegt veröur aö telja, aö um sterka stjórnar- andstööu veröiaö ræöa á Indlandi a.m.k. ekki fyrst um sinn. Framtlð Indlands er óviss. Síðustu ár fyrri valdatima Indiru Gandhi og sú meirihlutaaðstaða sem hún hefur nú gefa ekki tilefni til bjartsýni. Tilgangurinn helgar meðaliö á Indira Gandhi aö hafa sagt um bráðabirgöaúrræði þau er hún lét grlpa til, til lausnar þeim vandamálum, sem steðjuðu að og gera raunar enn. Það sem á sinum tima lá að baki því að Indira tók sér vald sem einræðis- herra var m.a. þetta Hún leit svo á að Indland hefði ekki efni á því að vera að burðast með stjórnar- andstöðu ef landið ætti aö breyt- ast úr fátæku frumstæöu bænda- samfélagi i eitt af tiu mestu iðnaðarrikja heimsins. Hún hélt þvl fram að Indland og lýðræðið ættu ekki samleið i bili. Spurningin sem menn velta fyrir sér í dag er sú hvort vegir lýðræðisins og Indlands liggi saman I dag eða ekki að mati Indiru Gandhi og samstarfs- manna hennar. Fátt bendir til þess að svo muni verða. Það má benda á, að stór hluti nýkjörinna þingmanna Kongressflokksins eru kaupsýslu- og „fram- kvæmdamenn”, sem hafa hvorki pólitiska né lýðræðislega reynslu eða skólun, eða hefö að styöja sig við. Hugmyndafræði er þeim óþekkt fyrirbrigði. Þeirerubygg- ingarefni þjóðfélags regluveldis. Þessi staöreynd hefur vakið óhug og viöbjóð margra þeirra, sem þátt hafa tekiö I opinberri um- ræðu á Indlandi þegar ritskoðun hefur ekki verið beitt. í þeirri stöðu sem upp er komin nú, og i ljósi þess, að nágranna- risaveldi við Indland er farið að sýna klærnar svo um munar i þessum heimshluta og I ljósi þeirrar efnahagskreppu sem þjáir vestrænu rikin er rétt aö minnast orða Nehrus föður Indiru seiri hann lét falla 1936. „Meöal indverskra manna og kvenna er greinilega farið að bera á faslsk- um hneigðum — og þessi viöhorf hafa fundiö hljómgrunn innan Kongressflokksins.” Spurningin um það hvort indversku þjóðinni verður stjórnað eftir leiðum lýð- ræðis eða einræðis ákvarðast ekki bara af ástandinu heima fyrir. Þar koma alþjóðamál sterklega inn i myndina. Staðan I alþjóða- málum er ekki sú I dag, eftir inn- rás Sovétmannal Afghanistan aö það megi teljast lýðræðisþróun á Indlandi i hag. Hætt er við þvl að Indira veðji á þann hest, sem sterkasturer i nágrenni Indlands, en það eru Sovétrikin. Hún hefur ekki fordæmt innrásina i r Afghanistan og hún tók af- slappaða afstöðu, þegar Rússar leiddu Varsjárbandalagið til inn- rásar I Tékkóslóvakiu þ.e. hún fordæmdi ekki innrásina. Hún studdi Sovétrikin I raun. Liklegt verður að telja að Bandarlkjamenn muni i náinni framtið veita herforingjastjórn Zia I Pakistan stóraukna hernaðar og efnahagsaðstoð. Þetta gæti hugsanlega leitt til þess að Indverjum þætti sér ógnað eða 'reiknað dæmiö þannig að þeim vopnum san Pakistanar fengjufrá Bandarikjunum yröi áö endingu beint gegn þeim. Þetta gerðist einmitt eftir að þessir sömu aðilar geröu meö sér eins konar varnarbandalag gegn Kln- verjum 1959. Indira er þvl Ukleg til þess að leiða þjóö sina I ein- hverskonar ánauð I skugga sovésku útþenslustefnunnar. Það er gert ráð fyrir þvi I lýöræðisrikjum að menn séu nokkuð jafnir fyrir dómstólunum. A Indlandi sagði Indira hins veg- ar aö hún liti á úrslit kosninganna sem merki um það að hún væri saklaus af þeim sökum sem á hana hafa verið bornar. Eitt þeirra mála sem I gangi er gegn henni er skuld á flugvélaeldsneyti til indverska lofthersins. Indira tóksér nefnilega það bessaleyfi i <kosningunum i marz 1977, aö not- lærasérflugflotann tilferðalaga I kosningabaráttunni, en láðist aö , greiða reikninginn fyrir elds- neytið uppá nokkur þúsund pund. Réttarhöldunum hefur verið marg frestað. Óliklegt verður að teljast aö þeim verði haldið áfram nú, þegar sakborningar sitja i æðstu valdastólum lands- ins. Þetta sýnir að Indland er ekki álinuhinsskilgreinda lýðræðis en það eru ef til vill fleiri þjóðir. Það er erfitt að segja til um, hvort um eiginlega stjórnarand- stööu verður að ræða á Indlandi I náinni framtið. Þaö þykir ekki liklegt. Forystumenn Janata- bandalagsins sáluga, ellihrumir og ósammála sýndu aö þeir voru ekki raunverulegur valkostur. Liklegt er talið að þeir muni dragasigihléog hætta afskiptum aí stjórnmálum. Forystuíaus stjórnarandstaða gerir það ennþá liklegra að Indira Gandhi mun: faratroðnar slóðir einræðisins að þessu sinni llka. Indira lofaði því I kosningabar- áttunni, aö koma á „sterkri stjórn” og aga, að lækka tiöni glæpa, að lækka vöruverð og að gera þjóðina stolta af þvi að vera Indverjar, eins og hún kallaði það. Helztu vandamál, sem þjóðin á við að etja eru hins vegar sivaxandi verðbólga, halli á viöskiptum viö útlönd, vandamál i samgöngumálum, óróleiki á vinnumarkaöinum, verstu þurrk- ar i' manna minnum og hækkun eldsneytisverðs. Við þetta má svo bæta að héraösbúar i norð-austur hluta Indlands eru með uppsteit oghafa settfram kröfur um sjálf- stæði. Margir þeirra sem voru i and- stöðu við Indiru Gandhi og þær aðgerðir sem hún lét grípa til á fyrri valdaferli sinum dttast að þegar kosningatimburmönnunum ljúki, þá muni neyðarástandi veröalýstílandinuaftur.Staðan i alþjóöamálum og erfiöleikarnir heima fyrir benda þvl miöur til þess, aðþessarraddirmuni reyn- ast sannspáar, að Indland sé á leið til einræðis. HMA 'r ” "" ~j Laus staða laeknis við heilsugæslustöð ; á Hvammstanga , uaus er til umsóknar önnur staða læknis \ við heilsugæslustöð á Hvammstanga frá i og með 1. nóvember 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu | fyrir 16. febrúar 1980. ; i Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið j 16. janúar 1980. Skrifstofu' Við útgáfu Lögbirtingablaðs og Stjómar- tiðinda er skrifstofustarf, hálfan daginn, eftirhádegi, laust til umsóknar. Krafist er stúdentsprófs, góðrar islenzkukunnáttu og vélr itunarkunnáttu. Umsóknir sendist skrifstofu útgáfunnar, Laugavegi 115, fyrir 22. þ.m. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 15. janúar 1980. i BLAÐBERAR j Alþýðublaðið og Helgarpóstinn | vantar blaðbera í eftirtalin ! hverfi strax: Grettisgötu Laugaveg Skólavörðustíg Hátún Einarsnes Upplýsingar f síma 81866 eftir helgi

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.