Alþýðublaðið - 19.03.1980, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 19.03.1980, Qupperneq 3
3 alþýðu- blaðiö Fra mkvæmdast jóri: Jóhannes Guðmundsson Stjórnmálaritstjóri (ábm): Jón Baldvin Hannibalsson Blaðamenn: Helgi Már Arthursson, ólafur Bjarni Guðnason. Auglýsinga- og sölustjóri: Höskuldur Dungal Dreifingarstjóri: Siguröur Steinarsson Gjaidkeri: Halldóra Jóns- dóttir Ritstjórn og auglýsingar eru að Siöumúla 11, Reykjavik, simi 81866 ritstjórnargrein Alþýðu- blaðsins i gær, var það rakið með nokkrum dæmum, hvernig stjórnmálamenn á Islandi hafa talið sig þess umkomna, að láta alla viti borna hagstjórn sem vind um eyru þjóta. Þeir hafa legið flatir fyrir hvers kyns ágengni þrýstihópa og forrétt- . indaaðila. Skammtlmasjónar- miðin, atkvæðavonin, hefur ævinlega þegar á hefur reynt, reynzt ábyrgðartilfinningunni sterkari. Aö verulegu leyti er skýringarinnar að leita i stjórn- kerfinu sjálfu. Þingmenn hafa sjálfir sölzaö undir sig forræði fyrir bönkum og lánastofnun- um. Þeir hafa sjálfir tekið að sér hlutverk skömmtunarstjóra á hinu takmarkaöa fjármagni, sem til ráðstöfunar er hverju sinni. Þannig hafa þeir komið sér upp kerfi, sem daglega leiðir þá i freistni. Freistingin er sú, að nota skattfé almennings tií aökaupa sér frið og fylgi ágeng- ustu hagsmunahópanna. Þeir hafa starfað skv. móttóinu um að til þess séu freistingar að falla fyrir þeim. Upphafsmaður Kröfluævintýrisins og tveir fyrrverandi Kröflunefndarmenn hafa nú veriö verðlaunaðir fyrir frammistöðuna og lyfttil æðstu valda af meirihluta Alþingis. „tskugga reynslunnar af Kröflu” En stjórnmálamenn þiggja góð ráð af fleirum en efnahags- séffræðingum. Þegar taka skal ákvarðanir um meiriháttar framkvæmdir og þá ekki sizt i orkumálum, þurfa þeir mjög að leita i smiðju raunvisinda- manna. En jafnvel i þeim mál- um þykjast stjórnmálamenn einatt vita betur en sérfræð- ingarnir. Af þvi höfum við held- ur betur mátt súpa seyöið á undanförnum árum. Hrikaleg- asti minnisvarðinn um fyrir- hyggjuleysi og hroka hins póli- tiska valds, I orkumálum er Krafla. Fyrir tveimur árum var þetta Kröfluævintýri Thoroddsens, Sólness og Arn- alds o.fl. taliö hafa kostað þjóð- ina um 17 milljarða króna á verölagi ársins 1978. Vegna fyrirhyggjuleysis, sem stundum er kennt við framkvæmdagleði stjórnmálamanna, var tiltölu- lega litilli tilraunavirkjun sem Alþingi hafði heimilað breytt I minnisvarða aldarinnar, um óvisindaleg vinnubrögö og ævintýramennsku. Allt á kostn- að skattgreiðenda. A aðalfundi Rannsóknar- ráðs rikisins, flutti Sveinbjörn Björnsson eðlisfræðingur mjög athyglisvert erindi, þar sem hann m.a. gerði að umtalsefni, hvernig við gætum i framtiðinni lært af Kröflumistökunum. Sveinbjörn minnti á, að enn höf- um við aðeins nýtt brot af orku- lindum okkar, þannig aö viö getum yljaö okkur viö dag- drauma um þaö, sem við eigum til góða. Hann minnti á, að I viðurkenningarskyni við fyrri afrek okkar i hitaveitufram- kvæmdum, hefur jarðhitaskóla Sameinuðu þjóöanna veriö val- inn staöur hér á landi. „Þessi skóli” sagði hann, „er framlag okkar til þróunaraðstoðar en einmitt i jaröhita- og fiskveiöi- málum teljum viö okkur helzt aflögufær til annarra þjóða.” Þvi næst sagði Sveinbjörn Björnsson: ,,En mitt i þessari sjálfumgieði hefur stolt okkar beðið verulega hnekki, þeir sem nú kenna styrkþegum við jarð- hitaskólann verða dálitið kindarlegir þegar þeir koma að virkjun háhitasvæða, i ljósi ný- fenginnar reynslu eöa öllu fremur i skugga reynslunnar af Kröflu. Það er ekki nema von, að styrkþegarnir spyrji 1 sak- leysihvernig I ósköpunum gátuð þið lent i þessu klandri með alla ykkar þekkingu og reynslu af jarðhita og eldfjöllum? Okkur verður tregtum svör. Var þekk- ing okkar sjálfsblekking, eða nýttum við ekki þá þekkingu sem við réðum yfir? Og það er ekki aöeins sjálfstraust okkar sem bilar heldur einnig trú okk- ar á háhitasvæöinu. Eru súlurn- ar á kortinu kannski glans- myndir, einskis veröar þegar á reynir? Þessi svartsýni er eðlileg, þegar viö sjáum afleiðingarnar af Kröfluævintýrinu. 1 fjárlaga- frumvarpi þessa árs eru af- borganir og vaxtagreiöslur 3,9 milljarðar, sem eru riflega tvö- föld fjárveiting til Orkustofn- unar og álika upphæð og fjár- veiting til reksturs alls Háskóla Islands. Þetta er sannarlega dýrkeyptur skóli.” E ftir aö hafa gert grein fyrir æskilegum vinnubrögðum, við undirbúning framkvæmda af þessu tagi, þ.e. um áfangaskipt- ingu undirbúnings virkjana, i forathugun frumhönnun, verk- hönnun og gerð útboðsgagna, sem við venjulegar kringum- stæður getur tekið allt að 10 ár, sagði Sveinbjörn Björnsson: „Ef viö notum nú þennan ramma áfangaskiptingar til að glöggva okkur á stöðu undir- búnings háhitasvæða, verður okkur i fyrsta lagi ljóst, að þau eru flest enn á forathugunar- stigi.” „Frumhönnun er lokið i Svartsengi og Bjarnarflagi fyrir þá vinnslu sem þar hefur veriö, en i Kröflu má segja að hlaup- ið hafl verið yfir frumhönnun i eiginlegum skilningi, þar sem menn tóku ákvörðun um virkjun á grundvelli for- athugunar, og gáfu sér að for- sendur fyrir verkhönnun, sem fengust i Bjarnarflagi, giltu einnig f Kröflu. Þarna var timaþröng látin ráða og tekin mikil áhætta, en forsendurnar reyndust þvi miö- ur rangar.” Sveinbjöm vekur athygli á, aö við eigum mikið verk fyrir höndum óunnið við rannsókn á háhitasvæðum. Um það segir hann m.a.: „Ef einhver aðili vildi nú koma upp iönaði á Krýsuvikur- svæði, sem nýtti varma svæðis- ins að stórum hluta, yrðum við að biðja hann aö biða 4-5 ár meðan viö gengjum úr skugga um, hvort svæðið stæði undir þessari vinnslu, og hversu hag- kvæm húnyröi. Siðan færu 2 ár I verkhönnun og gerö útboös- gagna. Væri frumhönnun hins vegar lokið, mætti á grundvelli hennar ákveða virkjun og hefja verkhönnun og 4-5 ár myndu sparast. Frumhönnun háhita- vinnslu er dýr og þess vegna ekki að vænta, að við getum lok- ið henni á öllum álitlegustu svæðunum, en þó hlýtur það aö teljast góö fjárfesting aö eiga nokkra virkjunarstaöi frum- hannaða til aö flýta fyrir nýt- ingu þeirra, þegar kallið kemur. Inntakiö i erindi Sveinbjamar Björnssonar var aö draga rétta lærdóma af fenginni reynslu af mistökunum viöKröflu. Af máli hans mátti ráða að við eigum enn margt ólært. Þess má geta, að undir fyrirlestri hans sátu I sérstökum heiðurssess núver- andi hæstvirtur forsætisráö- herra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra þ.e. sjálf- ur upphafsmaður Kröfluævin- týrisins, og tveir fyrrverandi Kröflunefndarmenn. Skyldu hinir nýju vaidhafar nokkuð hafa lært af mistökum sinum? — JBH I styttingi 4 vlðari grundvelli en verið hefur. Verði þar try ggt að aðrar og nýrri hugmyndir i skipulagsmálum komi fram en hið úrelta sjón- armið. Leitast verði við að hafa samkeppni þessa á sem breiðust- um grundvelli og að islenskir að- ilar geti tekið þátt I henni. Samkeppni um veggspjald Hinn 10. mai n.k. eru fjörtiu ár siðan breskur her sté hér á land og varð það upphaf hersetu, sem Islendingar hafa mátt búa við æ siðan. í tilefni þessa efna Samtök her- stöðvaandstæðinga til samkeppni um veggspjald (plakat) er túlki þennan atburð og þann slóða sem hann dró á eftir sér, á myndræn- an hátt. Skilafrestur verður þvi miður fremur knappur eða til 5. mai þar eö ætlunin er aö kunngera niður- stöður dómnefndar, sem er skip- uð Kjartani Guöjónssyni listmál- ara, ArnaBergmann ritstjóra og Hjálmtý Heiðdal teiknara þann 10. mai. Jafnframt er fyrir hugað að efna þá til sýningar á innsend- um tillögum. Veitt veröa þrenn verölaun: 1. verðlaun nema kr. 300.000.- en 2. og 3. verðlaun kr. 100.000,- Samtök herstöðvaandstæðinga hafa i hyggju að fjölfalda þá tillögu sem hlýtur fyrstu verðlaun til dreifingar og sölu. LITey r iss jóds - mál hjá BSRB Kristján Thorlacius formaður BSRB mun flytja erindi um líf- eyrissjóðsmál að Grettisgötu 89, miðvikudaginn 19. mars kl. 20.30. Kristjáná sæti i stjórn Lifeyris- sjóðs starfsmanna rlkisins og er ástæða til þess að hvetja félags- menn til þess að koma og fræðast um þessi viðkvæmu og þýðingar- miklu mál. Astæða er til að minna á að nýveriö hefur stjórn sjóðsins tekið ákvörðun um verðtryggingu lifeyrissjóðslána og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirrar ráð- stöfunar. Kristján mun að auki fjalla um aðildarrétt að sjóðnum, stofnun biðreiknings, iðgjöld og réttindi sjóðfélaga og maka. Einnig um ávöxtun sjóðsins, lánaréttindo og lánaskilmála. A uglýsingasím i Alþýdubladsins 8-18-66 LENNART ELMEVIK prófessor við Stokkhólmsháskóla flytur fyrirlestur um islenskukennslu við sænska háskóla og Islándska sallskapet. Allir velkomnir NORRÆNA HUSIO Erfiðleikar 4 setningu. En þessi ofsi stafar ekki af niðurrifsgirnd, heldur stafar hann af mjög svo áieitinni sið- fræðilegri spurningu: Hvort er mikilvægara réttur einstaklings- ins til frelsis eða hagsmunir rikis- ins. Hochuth er alfarið þeirrar skoðunar að réttur einstaklings- ins skiptimestu máli. Þess vegna heldur hann með þeim, sem tapa lifi sinu vegna þess að kerfið er óréttlátt. Þetta er hugsunin bak við spurninguna um það, hvort það hafi verið rétt að fórna Hans Martin Schleyer fyrir hryðju- verkamennina. Dóttir ráðherrans segir við föð- ur sinn: ,,Mér finnst einstakling- urinn skipta meira máli en heild- arhagsmunir:” Hochuth neitar þvi ekki að með þessu er hann að setja fram skoðun sem stangast á við það sem Helmuth Schmidt og þýskir dómarar sögðu, þegar þeir höfnuðu beiðni sonar Schleyer um að gengið yrði að skilmálum hryöjuverkamannanna til að bjarga lifi föður hans. Það, að leikritið á að gerast sama dag og hryðjuverkamenn myrtu Aldo Moro á Italfu, skýrir boöskap leikritsins enn frekar. í þvi tilfelli var einstaklingnum lika fórnað til þess að tryggja hagsmuni heildarinnar, sem átti ekki annarra kosta völ, til þess að fá vilja sinum framgengt. (Þýtt og endursagt úr Frankfurt- er Allgemeine, 7.1.1980) Ó.B.G. alþýðu blaðið GRENSÁSVEGl 16, 108 REYKJAVÍK, ÍSLAND. SÍMKTEL.): 91-81770 BOX: 5281 AUGL ÝSING Listasafn ASÍ hyggst efna til sýningar á málverkum Gísla Jóns- sonar í aprílmánuði og biður þá sem eiga verk eftir hann að hafa góðfúslegt samband við Listasafnið virka daga kl. 14—16 fyrir 25. mars nk. Listasafn Alþýðusambands íslands

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.