Alþýðublaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 22. mars 1980 Utan vid lög og rétt • Til þess aö ná saman endum i fjárlagafrumvarpi sinu hefur fjármálaráöherra gripiö til þess ráös, aö fella niöur fyrirfram ákveöin útgjöld, sem sennilega nema tugum milljaröa. Þetta eru forkastanleg vinnu- brögö. Meö þessu möti er Alþingi svipt möguleika á þvi, aö samþykkja (Sijákvæmileg útgjöld meö þvi skilyröi, aö á móti komi niöurskuröur annarra útgjalda, þannig aö greiöslubyröi þyngist ekki . • Dæmi um þetta er fyrir- hugaöur orkuskattur, sem ætlaö er aö nemi allt aö 5 milljöröum króna. Fjármálaráöherra heldur þvi fram, aö i þessu máli hyggist hann fara aö ráöum Alþýöu- flokksins. Hér er um hreinar rangfærslur aö ræöa. Staöreyndir málsins eru þessar: 1 f járlagafrumvörpum Tóffiasar Arnasonar og minni- hlutastjórnar Alþýöuflokksins, var gert ráö fyrir 2.3 milljaröa útgjöldum vegna svokallaös oliu- styrks. A siöasta ársfjóröungi 1979, nam oliustyrkur 18.200 kr. til hvers styrkþega. Miöaö viö þessa tölu fyrir áriö 1980, heföi oliu- styrkur átt aö nema 3.6 mill- jöröum á árinu 1980. Þær leiöir sem Alþýöuflokkur- inn benti á, til aö brúa þetta bil voru tvær: i fyrsta lagi: Að hækka oliu- styrki til samræmis viö þaö, sem hann þyrfti aö vera miöaö viö siðasta ársfjóröung 1978, EN A MOTI KÆMI AÐ LÆKKA ÚTGJÖLD RÍKISINS SEM ÞESSUM AUKNU ÚTGJÖLDUM NÆMI. Eöa I ööru lagi: Að taka upp breytt fyrirkomulag aö þvi er varðar hvort tveggja, verð- jöfnunargjald á raforku og oliu- styrk. Þaö var i'þvi fólgiö aö fella niöur ollustyrkinn, (2.3 mill- jaröar) og veröjöfnunargjaldiö, (3.8 milljaröar) eöa samt'als 6 milljarða útgjöld. í staöinn yröi lagöur á almennur orkuskattur á alla orkusölu I landinu, ÞAR MEÐ TALIÐ ORKUSOLU TIL STÓRIÐJU OG ORKUNOTKUN TIL HITUNAR HÚSA. Orku- skattinum átti þvi næst aö verja til veröjöfnunar á raforku, elds- neyti, upphitunarkostnaöi o.fl. Þessi breyting á fyrirkomulagi átti aö sjálfsögöu aö haldast innan ramma fjárlaga. • Sérstök ástæða er til aö vekja athygli á fyrirhuguöum auknum tekjum af orkusölu til stóriöju- vera Bent er á, aö i upphafi greiddi Alverið t.d. um 15% af veltu sinni fyrir raforku, ensú tala mun nú oröiö vera nær 5%. Þetta eru veigamikil rök fyrir þvi, aö endurskoöa samninga um orkuverö til stóriöju. Þegar þessir samningar renna út, hefur rikisvaldiö i hendi sér aö hækka þetta verö stórlega. Þaö ætti þvi aö hafa bærilega samnings- aðstööu til aö ná fram sann- gjörnum kröfum um eölilega hækkun. • Núverandi rikisstjórn hefur fariö allt ööruvisi aö en minni- hlutastjórn Alþýöuflokksins. Hún hefur tekiö þessa 2.3 milljarða, sem ætlaöir voru’ i oliustyrk, til almennra þarfa rikissjóðs. Þvi næst ætlar hún aö stilla Alþingi upp vö veggogsegja: Þeir sem vilja koma til móts viö kröfur fólks á oliuhitunarsvæðunum, veröa þá um leiö aö gjöra svo vel aö sam- þykkja nýja skattheimtu, án þess aö eiga þess kost, aö draga úr öðrum útgjöldum á móti. Þar meö eru Alþingismenn sviptir þvi valdi sem þeim einum ber, til þess aö ákvaröa einstök útgjöld rikissjóös meö hliösjón af væntanlegri heildarskattbyröi þegnanna. Auövitaö á Alþingi ekki aö láta bjóöa sér svona rangsleitni og yfirgang fram- kvæmdavaldsins. » Þaö er einfalt aö sýna fram á, i hvert óefni væri komiö, ef þessi vinnubrögö væru viöhöfö almennt viö fjárlagagerö. Ibúum einhvers byggöarlags yrði þá tilkynnt,aö ekkert yröi af byggingu skóla eöa heilsugæzlustöövar i þeirra byggöarlagi, nema þvi aöeins að ibúarnir samþykktu viöbótar- skattheimtu i þvi skyni. Þannig væri hægt aö taka upp vinsæl eöa þörf mál og gera þau rikissjóöi að sérstakri féþúfu hverju sinni. —JBH. Verkfall 1 segja, aö eölilegt veröur aö teljast, að sjómenn vilji fá skipulagsprósentuna hækkaöa. Á siöasta ári var þaö svo aö sjómenn létu aö meöaltali 6,5% af óskiptu af hendi (þ.e. útgerö- armenn fengu aö meöaltali 6,5% af heildaraflaverömæti) til út- gerðarinnar vegna hinna miklu oliuveröhækkana. Til aö gefa einhverja hugmynd um hve miklar upphæöir er að ræöa má geta þess aö taliö er aö útgerö Guöbjargar ÍS-46, sem er afla- hát, hafi fengið rúmar fimmtiu milljónir til oliuniöurgreiðslu i þessu skyniá siöasta ári. Þar aö auki fær útgeröin sem svarar 10% af óskiptu i þvi skyni aö greiða niöur veiöitækiö og mun sú upphæö hafa verið um 83 milljónir króna á siöasta ári. A þessu sést aö hlutur útgerðar- innar er allgóöur áöur en byrjað er aö skipta þeim aflaverömæt- um sem skipin gefa af sér. Krafan um fritt fæöi er skiljanleg og eðlileg enda sjómenn fjarri heimilum sinum og algengt aö i slikum tilfellum fái launþegar fritt fæöi. Krafan um sérstakar greiösl- ur fyrir aukavinnu á frivöktum veröur einnig aö telja ofur eðli- lega. Ein meginástæöan fyrir þvi hve vel togurunum fyrir vestan hefur gengiö, þ.e.a.s. hvursu mikinn afla þeir hafa boriö aö landi er auðvitaö sú, aö sjómennimir vinna gifurlega mikiö. Þaö segir sig sjálft, aö ef ekki væri unnið á frivöktum og stundum heilu sólarhringana þá kæmu skipin ekki inn meö fullfermi eftir stutta útiveru. Þaö er þvi ekki nema skiljan- legt, aö sjómenn vilji fá umbun fyrir að leggja þetta mikið á sig aukalega. Nú hefur þvi veriö haldiðfram, aö sjómennirnir fái þetta greitt meö þvi aö meiri afli berist á land. Þaö veröur hins vegar aö segjast, aö útgeröin hagnast meira á þvi en sjómennirnir og þvi eölilegt aö þeir krefjist aukinnar hlut- deildar fyrir þaö óhóflega vinnuálag sem þeir þurfa i mörgum tilfellum aö þola. Kristjáns þáttur Ragnarssonar Þetta vita útgeröarmennimir ákaflega vel og þaö er kannske þess vegna sem þeir hafa fengið til liös viö sig Kristján Ragnars- son úr Reykjavik, formann Landssambands Islenzkra Útvegsmanna. Afskipti Kristjáns Ragnars- sonar af vinnudeilum á lsafiröi eru þekkt þar vestra. Sagan segir, aö hann hafi eitt sinn ætl- að aö veita vopnabræörum sin- um aöstoö viö samningsgerö þar vestra fyrir allmörgum ár- um siöan. Þegar sjómenn uröu þess varir, aö kominn var Kristján, gengu þeir af samn- ingsfundi og neituöu aö semja viö útgeröarmenn á meöan Kristján var á staönum. Hélt þá Kristján Ragnarsson suöur á bóginn aftur. Sjómenn tóku umboðsaöila útgeröarmannanna fyrir vestan heldur ekki vel aö þessu sinni og hafa lýst yfir þvi, aö meö þvi aö kalla hann til og neita aö ræöa kröfurnar, hafi útgeröarmenn lýst striöi á hendur sjómönnum. Máliö er i biöstöðu þar til samningafundur hefur veriö boöaöur á ný. Fyrir þann fund væri óskandi, aö útgeröarmenn á Isafiröi létu boö út ganga um þaö hvernig staöa útgeröarinn- ar er. Hvert heildaraflaverö- mæti skipanna er, hve mikil oliueyöslan er i meðaltúr og hve stóran hlut af oliukostnaöinum 5% greiöa. Aöur en sllkar tölur liggja fyrir er vafasamt aö taka afstööu til krafna sjómannanna á Isafiröi. Afstaöan til þeirra hlýtur aö mótast af þvi fyrst og fremst hve vel fyrirtækin sem um ræöir eru I stakkinn búin til að veröa viö kröfunum. Kristján Ragnarsson hefur spurt aö þvl gegnum fjölmiöla hvort nokkurt vit sé i, að tekju- hæstu einstaklingar þjóðfélags- ins fari fram á hærri laun. Þessu má hæglega snúa við og spyrja, hvort ekki sé eðlilegt að þeir sem leggja á sig geysilegt erfiöi og eru fjarri heimilum sinum mestan part ársins, fái riflega greitt fyrir framlag sitt? Er ekki eðlilegt að launþegi fái greitt i samræmi viö þau verö- mæti sem hann skapar? Ekki eru útgerðarmennirnir sem bera þennan afla aö landi þó þeir hafi slysast til aö eignast þessi skip, meö timanum. — HMA Ragnheidur Ríkhardsdóttir: Fróðleg ráðstefna Alþýðuflokkskvenna — Umrædur um verkalýds- og fræðslumát efst á blaði Þann 4.-6. mars s.l. var haldin á Hótel Loftleiöum ráöstefna á vegum Sambands Alþýöu- flokkskvenna. Ráöstefnu þessa sóttu 25 Alþýöuflokkskonur viös vegar aö af landinu, sem sæti eiga I bæjar- og sveitarstjórn- um, fulltrúar úr verkalýös- hreyfingunni formenn kven- félaga Alþýöuflokksins, svo og stjórn. S.A. Dagskrá ráöstefnunnar var margþættog fróöleg en umfram allt lifleg og skemmtileg. t upp- hafi var rædd samvinna nor- rænna verkalýöshreyfinga og flutti Lennart Forsebáck, aðal- ritari NFS, erindi um starfsemi og stööu NFS (Nordiska Fack- liga Samorganisation) og svar- aöi jafnframt fyrirspurnum. Einnig ræddi Malin Olsson um fræöslustarf innan þessara samtaka. Hún svaraði og fyrir- spurnum Alþýöuflokkskvenna. I umræöum á eftir um verkalýös- og fræöslumál kom berlega I ljós, aö pólitisk staöa okkur inn- an verkalýöshreyfingarinnar er alls ekki sem skyldi. Bar ráð- stefnugestum saman um aö þar þyrfti aö gera stórátak til úr- bóta. — Einnig fengum við til liðs viö okkur, Kjartan Jóhanns- son, varaformann Alþýðu- flokksins, sem ræddi stööuna I islenskri pólitik og spruttu úr þvi all fjörugar umræður og fyrirspurnir. Setið fyrir svörum Þá voru og mættir til leiks þeir Olav Palme og Guttorm Hansen. Palme er eins og allir vita formaður sænska jafnaöar- mannaflokksins og Guttorm Hansen er forseti norska Stór- þingsins. Þeir svöruöu fyrir- spurnum Alþýöuflokkskvenna. Þessi þáttur ráöstefnunnar var vel undirbúinn, þvi aö I sam- eiginlegu vel skipulögöu hóp- starfi unnum viö spurningar og samræmdum, sem siöan voru lagöar fyrir þessa tvo heiöurs- menn. Þarna kom glöggt I ljós, hvaö skipulag og samvinna gegnir þýöingarmiklu hlutverki i flokksstarfinu og færi betur að fleiri tækju upp slik vinnubrögö. Siöast og ekki sist ber aö nefna Gerd Engman, framkvæmda- stjóra Sambands sænskra jafnaöarkvenna sem sat alla ráöstefnuna meö okkur og miöl- aöi fróöleik um störf SSKF og stöðu þess innan flokksins i Svi- þjóö. Ekki er ætlunin aö tiunda hér einstök atriöi úr þessu erindi. en eitt er vist, aö þaö var kærkom- in hvatning til okkar Alþýöu- flokkskvenna. Hvatning til aö halda áfram á þeirri braut, sem þegar hefur veriö mörkuö. Hefja sókn til aö vekja og virkja allar Islenskar jafnaöarkonur til þátttöku og samstarfs i skipu- lögöu pólitisku starfi, sem Sam- band Alþýöuflokkskvenna krefst og ætlast til aö sé unniö af flokkseiningunum innan Al- þýöuflokksins. Viö Alþýöuflokkskonur send- um baráttukveöjur öllum jafnaöarmönnum á landinu og hvetjum þá til virkrar þátttöku i starfi i anda jafnaðarstefnunn- ar. /ÖPINN FUNDUR Laugardagirm 22/3 kl. 14 í Lindarbæ Um barnaárskröfur ASI og jafnréttis- kröfur launþegasamtakanna. FRAMSÖGUR: Guörún Kristinsdóttir Rshr. Asmundur Stefánsson ASI Unnur Hauksdóttir Samb. bankamanna Guöriöur Þorsteinsdóttir BHM Benedikt Daviösson Samb. byggingamanna Bjarnfriður Leósdóttir ASl Kristján Thorlacius BSRB ALMENNAR UMRÆÐUR. Barnagæsla I Sokkholti á meöan fundurinn stendur. LAUNAFÓLK E R HVATT TIL AÐ MÆTA VERKA- LÝÐSMALAHÓPUR RAUÐSOKKA- HREYFINGARINNAR v,A'<' i... VI ■ w Laus staða YFIRLÆKNIS Laus er til umsóknar staða yfirlæknis við - heyrnar- og talmeinastöð Islands. Sam- kvæmt 1. gr. laga nr. 74/1978 um heyrnar- og talmeinastöð Islands skal yfirlæknar vera sérmenntaður i heyrnarfræði. Umsóknir ásamt upplýsingum um læknis- menntun og störf sendist ráðuneytinu fyrir 21. april 1980. Staðan veitist frá 1. júli 1980 að telja. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 21. marz 1980 Hjartkær eiginkona min Júliana Oddsdóttir andaöist I Landakotsspitala, miövikudaginn 19. marz. Magnús Guöbrandsson, Kjartan Magnússon, Mávanesi 25, Garöabæ. rrassqq mwjifitti DYVEKE HELSTED, forstjóri Thorvald- sens-safnsins i Kaupmannahöfn, heldur fyrirlestur með litskyggnum um Bertel Thorvaldsen þriðjudaginn 25. mars kl. 20:30 i fyrirlestrarsal Norræna hússins. Verið velkomin N O R R Æ N HUSIÐ Keflavlkurbær Keflavikurbær óskar að ráða starfskraft til aðstoðar félagsmáiafulltrúa. Laun samkvæmt kjarasamningum STKB. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 15. april n.k. Bæjarstjórinn i Keflavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.