Alþýðublaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. mars 1980
3
alþýöu
blaöiö
Framkvæmdastjóri:
Jóhannes Guðmundsson
Stjórnmálaritstjóri (ábm):
Jón Baldvin Hannibalsson
Blaðamenn: Helgi Már
Arthursson, Ölafur Bjarni
Guðnason.
Auglýsinga- og sölustjóri:
Höskuldur Dungal
Dreifingarstjóri: Sigurður
Steinarsson
Gjaldkeri: Halldóra Jóns-
dóttir
Ritstjórn og auglýsingar eru
að Siðumúla 11, Reykjavik,
simi 81866
Loforð
r
I málefnasamningi rikis-
stjórnarinnar segir ma. að ný
löggjöf um húsnæðislánakerfi
skuli koma hið fyrsta til fram-
kvæmda. Þvf til viðbótar er lof-
að að greiða fyrir kjarasamn-
ingum meö þvi að verja á næstu
tveimur árum 5-7 milljöröum
króna til annarra húsnæðis-
mála. Til byggingar verka-
mannabústaða, ibúða á vegum
sveitarfélaga, byggingar sam-
vinnufélaga, til byggingar
hjúkrunar- og dvalarheimila
aldraðra, til dagvistunar heim-
ila o.s.frv.
Wlönnum bregður þvi heldur
betur I brún við lestúr fjárlaga-
frumvarps, að sjá hvernig rikis-
stjórnin hyggst standa við þessi
loforð. Lögum skv. er húsnæðis-
málastofnun ríkisins tryggðir
sérstakir tekjustofnar, sérstak-
lega af launaskatti, sem nemur
tæpum 11 milljörðum króna. í
fjárlagafrumvarpinu er ákveðið
Æskerðaþessiframlögum tæpa
4 milljarða. A móti kemur aö
ekki eráformað að skylda bygg-
ingarsjóð rikisins til að kaupa
skuldabréf af framkvæmdasjóöi
fyrir skyldusparnáðarfé. Gefið
er i skyn, að þetta sé meirihátt-
arbreyting. Það eru þó falsrök,
vegna þess að áform, sem uppi
voru á s.l. ári um að láta hluta
skyldusparnaðarfjár ganga til
Framkvæmdasjóðs, voru ekki
framkvæmd nema að litlu leyti.
1 þessu felst þvi litil búbót fyrir
Byggingarsjóð.
A fundi húsnæðismála-
stjórnar s.l. þriðjudag var eftir-
farandi samþykkt gerð sam-
hljóða:
Skv. frumvarpi til fjárlaga
fyrir árið 1980, sem nú er til
meðferðar á háttvirtu Alþingi,
er gert ráð fyrir verulegri skerð-
ingu á lögbundnum tekjustofn-
um til húsnæöismála, sem
markaöir eru f lögum Hús-
næöismálastofnunar rikisins frá
1970. Þarna er m.a. um aö ræöa
tekjustofna sem ákveönir voru I
samráöi viö aöila vinnu-
markaöarins til eflingar ibúöa-
húsabygginga m.a. á félagsleg-
um grundveili
Sú skeröing á mörkuöum
tekjustofnum, sem fram kemur
i fjárlagafrumvarpinu, nemur
um 35% eöa 3,8 milljöröum kr.
Ljóst er, aö ef af þessari skerö
ingu verður, getur það haft
mjög alvarleg áhrif á stöðu
Byggingarsjóðs rikisins, þvi
þessir tekjustofnar hafa stór-
aukið eigið fé sjóösins, og gert
honum mögulegt að halda uppi
lögbundinni lánastarfsemi til
hinna ýmsu þátta húsnæðis-
mála.”
Af hálfu núverandi rikis-
stjórnar hefur margsinnis verið
tekið fram, réttilega, að við
rikjandi aöstæður i islenzkum
þjóöarbúskap sé ekki svigrúm
til almennra grunnkaupshækk-
ana. Þar á móti hefur rikis-
stjórnin gefið hátiöleg, bindandi
loforð um sérstakar aðgerðir i
húsnæðismálum. Efndirnar eru
i þvi fólgnar, að skerða tekju-
stofna Byggingarsjóðs rikisins,
um hvorki meira né minna en
35%.
Þetta er aðeins eitt dæmi af
mörgum um skeröingu mark-
aðra tekjustofna. Alþýðu-
flokkurinn var og er þeirrar
skoöunar að endurskoða eigi öll
bindandi lagaákvæöi um mark-
aða tekjustofna og bundin út-
gjöld i fjárlögum. Þó er það svo,
að i tillögum hans var Bygg-
ingarsjóður rfkisins alltaf
undnaskilinn.
1 greinargerð með fjárlaga-
frumvarpi er ráðgert að athuga
fja'rþörf sjóðanna i tengslum við
gerð lánsfjáráætlunar. Hér er
óliku saman aö jafna. Gengis-
tryggð erlend lán koma Bygg-
ingarsjóði rikisins ekki að sömu
notum og eigin tekjustofnar.
Hann má sizt viö þvi nú, að
tekjustofnar hans séu skertir.
Fyrir Alþingi liggur viöamikiö
lagafrumvarp, sem kveður á
um hækkað lánshlugfall og fjöl-
marga nýja lánaflokka til efl-
ingar byggingarstarfseminni I
landinu.
óljóst fyrirheit um útvegun 1
milljarðs króna til verka-
mannabústaða og leiguibúöa,
trúlega meö erlendum lánum,
kemur einnig að litlu haldi.
Spurningin er: Hvers vegna eru
eigin tekjustofnar Byggingar-
sjóðs skertir stórlega, og á
sama tima gefin óljós fyrirheit
um óhagstæðar lántökur?
En fjárlagafrumvarpiö ger-
irekki aðeins ráð fyrir skertum
framlögum til Byggingarsjóðs
rikisins. Sömu sögu er að segja
um Byggingarsjóö verkamanna
og Erfðafjársjóð, sem m.a. hef-
ur þvi hlutverki að gegna að
fjármagna byggingu dvalar-
heimila aldraðra. Þessar van-
efndir á gefnum loforðum i mál-
efnasamningi stjórnarinnar,
verða tæplega til þess að greiða
fyrir kjarasamningum. Allra
sizt þegar þess er gætt, að á
sama tima er fyrirsjáanlegt, að
skattbyröi launþega af beinum
sköttum jafnt sem óbeinum, og
af útsvari til sveitarfélaga, mun
fara vaxandi á næsta ári.
Þessimeðferðá Byggingar-
sjóði rikisins, er ekkert eins-
dæmi i fjárlagafrumvarpinu,
heldur almenn regla. Framlög
til lánasjóös sveitarfélaga, sem
fyrst og fremst hefur veitt fé til
hitaveituframkvæmda, eru
skert. A sama tima og rikis-
sjóður beitir sér fyrir lántökum
til Bjargráðasjóðs, eru framlög
sjóðsins á fjárlögum skert stór-
lega. Sömu sögu er að segja um
jöfnunar- og aðlögunargjald til
iðnaðarins. Hluti af þessum
tekjustofnum, sem ætlaðir eru
til að bæta samkeppnisaðstöðu
iðnaðarins, eru teknir til al-
mennra þarfa rikissjóðs. Enn
má nefna, að i málefnasamningi
rikisstjómarinnar á að leggja
„sérstaka áherzlu” á aðgerðir i
orkumálum. Efndirnar eru þær,
að fjárbeiðni orkusjóðs, að upp-
hæð 5,4 milljarðar, vegna styrk-
ingar dreifikerfa og til jaröhita-
leitar, eru skornar niður I kr.
0.0. Sama gildir um fjárframlag
til annarra þátta orkumála, þar
á meöal vegna hugsanlegra
virkjunarframkvæmda.
Stefna fjármálaráöherra i
vegamálum er á sömu bókina
lærö. Bein framlög rikissjóðs
hafa verið skorin niður úr 1500
millj. kr. niður i 0, siðan 1978.
Ennfremur hirðir rikissjóður
hluta af bifreiðaskatti, 518 m.
kr., en þessi skattur hefur geng-
ið óskertur til vegafram-
kvæmda. Við þetta bætist, að af
29milljaröa álögum rikissjóðs á
benzinsölu I landinu, sem hefur
þrefaldast sfðan 1978, er 62%
eða 8 milljarðar króna látnir
renna i rikissjóö, en einungis
38% eöa 11 millj. til vegamála.
Aö öðru leyti er bara ávisaö á
iánsfjáráætlun. -JBH
og efndir í húsnæðismálum
Úr flokkstarfinu
Samband Alþýðuflokkskvenna
heldur kynningarfund nk. mánu-
dagskvöld, 24. mars, kl. 20:30, I
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu,
Reykjavik. Verður starfsemi
sambandsins kynnt á liflegan
hátt, með frásögnum, söng og
leik. Kaffiveitingar. Allar konur
velkomnar.
Stjórnin
Akureyringar, fundur verður um
fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar
1980 sunnudaginn 23. marz kl.
14:00 I Strandgötu 9.
Alþýðuflokksfélag Akureyrar.
Ráðstefna SUJ
Ráöstefna SUJ, um stöðu, starf
og framtið SUJ, og um stöðu,
starf og framtið Alþýðuflokksins
og tengsl hans við verkalýðs-
hreyfinguna verður haldinn á
Akureyri (Félagsheimili Alþýðu-
flokksins) dagana 22. og 23. mars
1980.
Framsöguræður: Jónas M.
Guðmundsson form. SUJ.
Guömundur Bjarnason form.
utanr. málanefndar SUJ.
Kjartan Jóhannsson varaformað-
ur Alþýðuflokksins
Karl Steinar Guönason varafor-
maður Verkamannasambandsins
Jón Helgason formaöur Einingar
Fundarstjóri: Gunnlaugur
Stefánsson.
Garðbæingar!
Alþýöuflokksfélag Garðabæjar
efnir til fundar, að Goðatúni 2,
mánudaginn 24. marz kl. 20:30.
Gestur fundarins verður Jón
Baldvin Hannibalsson, ritstjóri,
og ræðir hann almennt um þjóð-
málin i dag.
FUNDURINN ER ÖLLUM
OPINN.
Stjórnin
★ ★★★★★★★★
Auglýsingasími
Alþýdubladsins
8-18-66
Aðalfundur
Aðalfundur Sparisjóðs vélstjóra verður
haldinn að Hótel Esju, Suðurlandsbraut 2,
sunnudaginn 23. mars nk. kl. 14.00.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhent-
ir ábyrgðarmönnum eða umboðsmönnum
þeirra fimmtudaginn 20. mars og föstu-
daginn 21. mars i afgreiðslu sparisjóðsins
að Borgartúni 18, og við innganginn.
Stjórnin
Laus staða
Laus er til umsóknar staða deildarstjóra á
skattstofu Vestf jarðaumdæmis á Isafirði.
Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum
fyrir 10. april n.k.
ísafirði 14. mars 1980,
Skattstjórinn i Vestfjarðaumdæmi
Nýlagnir, breytingar og viðgerðir á hita-
og vatnslögnum og hreinlætistækjum.
Danfoss kranar settir á hitakerfi. Stillum
hitakerfi til lækkunar á hitakostnaði.
Löggiltur pipulagningarmeistari s. 35120
eftir kl. 18:00 alla daga. Vinsamlegast
geymið auglýsinguna.
Auglýsingasími
Helgarpóstsins
s
Skrifstofustarf
Sakadómur Reykjavikur auglýsir laust
skrifstofustarf. Leikni i vélritun og góð
rithönd áskilin. Umsóknir sendist fyrir 10.
april n.k. til Sakadóms Reykjavikur,
Borgartúni 7, Reykjavik.
BORG ARSPÍTALINN
Lausar
stöður
Staða aðstoðarlæknis til eins árs við
svæfinga- og gjörgæzludeild Borgarspital-
ans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá
1. júni 1980. Umsóknarfrestur er til 25.
april n.k.
Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar
i sima 81200.
Á geðdeild Borgarspitalans að Arnarholti
er staða hjúkrunarfræðings laus til um-
sóknar nú þegar. Geðhjúkrunarmenntun
æskileg en ekki skilyrði. Umsækjandi
getur valið um, hvort hann óskar eftir að
búa á staðnum, — en til boða er góð
þriggja herbergja ibúð, eða nota ferðir til
og frá vinnu á vegum Borgarspitalans.
Upplýsingar eru veittar á skrifstofu
hjiácrunarforstjóra i sima 81200.
Reykjavik, 23. marz 1980
BORGARSPITALINN