Alþýðublaðið - 26.04.1980, Side 5

Alþýðublaðið - 26.04.1980, Side 5
Laugardagur 26. apríl 1980 5 Anker Jörgensen, Niels Meyer, Helveg Petersen og Villy Sörensen ræða efnibókarinnar Uppreisn frá mibju iaprfl 1978. eða áriö 1974, hækkuðu oliufram- leiðslurikin oliuverðið og leiddi þetta nær samstundis til kreppu- ástands i vestrænu iðnrikjunum. Að visu var farið að bera á kreppueinkennum strax uppúr 1970, en með oliuverðhækkunum varð ljóst hversu sá grunnur, sem vestrænu iðnrikin standa á, er viðkvæmur. Afleiðingar þessara oliuverð- hækkana urðu atvinnuleysi og skert kjör verkafólks um Evrópu álla. Sem dæmi má taka, að at- vinnuleysi hefur farið vaxandi i Danmörku siðan og er nú rúm- lega tvö hundruð þúsund, sem er mjög mikið i ekki fjölmennara landi. Velmegun byggist á snikjulífi. A þessu má sjá það, að vest- rænu iðnrikin eru háð ójöfnuði i verzlun við hin svokölluðu þr'iðja heims riki. Lif þeirra byggist á þvi, að kaupa ódýr hráefni frá þessum rikjum og selja þeim i staðinn dýrar iðnaðarvörur og tækniþekkingu. Það þyrfti ekki nema smávægilegar hækkanir á hráefni yfirleitt til þess að vest- rænu iðnaðarsamfélögin yrðu sett fullkomlega út af sporinu. Höfundarnir gagnrýna harð- lega þær hagfræðilegu kenningar sem byggja á þróunartrú, eöa trú á þeim öflum sem stjórna þróun- inni. Með þvi að gefa sér, að hag- vöxtur muni ekki aukast veru- lega, eða standa i staö, og þá er áuðvitað ekki hægt að tala um hagvöxt, þá geta höfundar fært rök að þvi, að þessum „visinda- legu” hagfræðikenningum séu einnig takmörk sett. Þeir sýna fram á að marxisminn og frjáls- hyggjan gangi út frá auknum vexti, sem forsendu fyrir þróun til sósialisma annars vegar, og fýrir þróun lýðræðisþjóöfélagsins hins vegar. Ef vextinum eru takmörk sett þá er þeim hagfræöikenning- um sem byggja á vexti, einnig takmörk sett! Þegar bókin er metin verður að taka afstööu til þessa atriöis, er vextinum takmörk sett? Svari maður þessari spurningu játn- andi þá verður maður að taka mikið mark á bók þessari. Svari maður spurningunni neitandi get- ur maður látið sér ályktanir bók- arinnar i léttu rúmi liggja og von- ast til að, eða beðið eftir þvi, að skilyrði fyrir blómlegra efna- hagslifi skapist aftur. Gagnrýni á markaðskerfið Höfundar gefa markaðskerfinu ekki góða einkunn. Það er álit þeirra, að hagkerfi, sem hefur það fyrst og fremst að markmiði, að framleiða hagkvæmt I harðri samkeppni, hugsi ekki um það, að viðhalda fullri atvinnu eöa tryigja að þörfum þegnanna fyrir skapandi starf sé fullnægt. Máli sinu til stuðnings benda þeir á uppbyggingu framleiðslunnar og niðurdrepandi aðstæður verka- fólks i þessu sambandi. Þá er á það bent, að 60-70% af heildar- fjárfestingu iðnrikjanna rennur til hagkvæmniráðstafana og tækniframkvæmda, sem auka framleiðni, og leitast við að láta bundið fjarmagn koma i stað mennsks vinnuafls. Þetta þýðir aukin útgjöld fyrir ríkið i formi atvinnuleysisbóta og framlögum til endurhæfingar o.s.frv. Hagstjórn í ógöngum Þá taka höfundar fyrir hæfni velferðarþjóðfélagsins til að leysa þau vandamál sem upp koma. Sem dæmi má taka hvern- ig dönsk stjórnvöld og visinda- lega hagfræðikenningin brást við óþolandi miklu atvinnuleysi. Þegar atvinnuleysið i Dan- mörku var komið á ákveðið stig, sem gat oröið pólitiskt hættu- legt, var gripið til þess ráðs að auka neyzluna. Þetta var gert til þess að innlend framleiðsla mætti aukast og þar með gætu atvinnu- fyrirtækin tekið upp eitthvað af þeim skara sem gekk atvinnu- laus. Með samkomulagi allra flokka eða meirihluta danska þjóðþingsins var ákveðið að auka neyzluna. Visindalegum hag- fræðikenningum láðist hins vegar að reikna með þvi, að neytendur lita fyrst og fremst á verð vör- unnar, en ekki vörumerki. Þessar ráðstafanir, sem áttu að auka neyzluna leiddu þvi til aukins inn- flutnings á ódýrum iðnaðarvör- um. Þetta hafði svo i för með sér versnandi greiðslustöðu. Greiðsluhallinn fór ört vaxandi. Þegar þetta varð ljóst, ári seinna, þurfti aftur að gripa i taumana. Nú þurfti að takmarka neyzluna til að jafna viðskipta- kjörin við útlönd! Þá var gripiö til þess ráðs að leggja skatta á ákveðnar vörutegundir og auka skattheimtu rikis almennt. Þetta hafði aftur þau áhrif að neyzlan minnkaði eitthvað og fyrirtæki sögu upp enn fleira fólki. At- vinnuleysið jókst. Þetta litla dæmi sýnir, að þau hagstjórnartæki sem rikisvaldið hefur yfir að ráða duga ekki. Höf- undar telja að kjarni vandamáls- ins sé sá, að á timum þegar hag- vöxturinn hefur stöðvast, gangi fræöimenn og stjónmálamenn ennþá útfrá þvi i ákvörðunum sinum, að hagvöxturinn sé fyrir hendi. Þá er lögð á það áherzla, að verkfallsvopn sterkra hags- munasamtaka sé notað i dag á þann hátt, að það geri oft á tiðum fyrirætlanir stjórnvalda i efna- hagsmálum að engu. Þrátt fyrir þá staðreynd að meðlimir hags- munasamtakanna búi ekki við sýnilegan skort. Höfundár telja að slik hópeigingirni sé alvarleg hindrun i vegi fyrir stjórnun og lausn efnahagslegra vandamála. Höfundarnir vara eindregiö við þeirri þróun sem danska samfé- lagið ereinnii. Þeir benda á, að si vaxandi mótsetningar geti leitt til hruns samfélagsins, sem siðan muni leiða til einræöislegra stjórnaraðgerða og telja það vafasamt, hvort lýðræöið muni lifa slikar sviptingar af. Bókin Uppreisn frá miðju tekur á viðkvæmum vandamálum i vel- ferðarþjóöfélaginu Danmörku: Athyglisvert er hversu miklar umræðurhafa orðiöum bókina og má út frá þvi geta sér þess til, aö almennur áhugi sé fyrir breyting- um til mannúðlegra samfélags. Sem dæmi um, hve þessi mál viröast vera viðkvæm, má geta þess, að samtök stjórnmálaflokka og aðilar vinnumarkaöarins hafa ekki sýnt áhuga á að fá höfundana á fundi hjá sér. Flest önnur sam- tök hafa hins vegar gert allt til að koma á fundum um bók þessa. HMA —lausar verðhækkanir, svo ein- hver dæmi séu tekin. — Og allt er þetta framkvæmt án sam- ráðs við verkalýðshreyfinguna. En i brandarabókinni heitir það vist — ,,að leita eftir samkomu- lagi við aðila vinnumarkaðarins um niðurstöðu kjarasamninga, sem geti samrýmst baráttunni gegn verðbólgu.” Eða hvar er samráðiö, sem gortað er af — að hafa skuli viö samtök launafólks til að auð- velda kjarasamninga og jafna lifskjörin? Getur rikisstjórnin ætlast til þess, aö á sama tima og kaupmáttur lækkar sifellt vegna sifelldra verölagshækk- ana, og skattar eru látnir dynja yfir, án samráðs viö samtök launafólks, — þá muni launafólk haida að sér höndum? — Nei Þingpóstur: Þingvikan 21. til 26. apríl Jóhanna Sigurðardóttir alþm. skrifar: þvert á móti hafa þessar aögerir rikisstjórnarinnar skapað svo mikla ólgu i röðum launafólks, að daglega má lesa mótmæli margra verkalýðsfélaga og annarra aðila við þessum að- gerðum. Og siöustu yfirlýsingar B.S.R.B. og Sambandsstjórnar Verkamannasambandsins gefa augljóslega til kynna — að nú er mælirinn fullur og þolinmæði launafólks á þrotum. Mælirinn er fullur vegna þess aö launafólk hefur fengið nóg af skipunum úr stjórnarbúðunum um aö launafólk sýni þolinmæði og aðhald á öllum sviðum — en hvergi bólar á fordæmi aöhalds hjá rikisstjórninni, hvorki i pen- inga- fjárfestinga- né rikisfjár- málum. Tillögur Alþ.fl. og Verkam. samhandsins Athyglisvert er að i yfirlýs- ingu Sambandsstjórnar verka- mannasambandsins er lögð til sama leið i kjaramálum og Alþ-.'fl. kynnti i stjórnarmynd- unarviðræðunum á s.l. ári og itrekuð var á verkalýðsmála- ráðstefnu Alþýöuflokksins um siðustu helgi. Að kjör láglauna- fólks skuli vernduð með félags- legum úrbótum og skatta- lækkunum og áhersla lögð á að- hald i rikisbúskapnum, — þann- ig að raunverulega verði bætt lifskjörin i landinu. — Þessi stefna kom einnig augljóslega fram i fjárlagafrv. þvi sem minnihlutastjórn Alþ.fl. lagði fram. Skattastefna rikisstjórnarinn- ar og verðbólgin fjárlög sem gefa lítið svigrúm til félagslegra úrbóta ganga þvert á þessa stefnu og ekki sizt óskir Sam- bandsstjórnar verkamanna- sambandsins og gefa enda litlar vonir um að hægt sé að leysa málefni láglaunafólks á þann hátt i komandi kjarasamning- um. Enda hefur það verið staðfest af forsætisráðherra að ekki sé möguleiki á skattalækkunum, — og hefur rikisstjórnin þvi gengið i berhögg viö sanngjarnar óskir Verkamannasambandsins til að leysa þann hnút sem kjaramálin eru komin i, að ekki sé talað um, Framhald á bls. 6 Helga Möller forstöðumaður stjórnmálaskóla Sambands Alþýðuflokkskvenna: STARFSEMI OKKAR MIÐAST EKKI BARA VIÐ KOSNINGAR Eins og áður hefur verið getið á siðum Alþýðublaðsins, heldur Samband Alþýðuflokkskvenna nú Stjórnmáiaskóla, og starfar hann nú á Stór-Reykjavikur- svæðinu. Hefur starf hans staðið i eina viku og hafði Alþýðublað- ið samband við Helgu Möller, forstöðumann skólans, og spurði hana hvernig hefði geng- ið. — Þetta hefur gengið stórvel, — sagði Helga. — Við höfum haft stutt námskeið i hópefli, undir stjórn Gunnars Arnasonar sálfræðings, og þar á eftir nám- skeið i ræðumennsku, sem Gunnlaugur Stefánsson hélt. Þar kenndi hann okkur alla þætti ræðumennsku, undirbún- ing ræðunnar framkomu i ræðu- stól o.þ.h. Ahuginn á þessu hefur veriö gifurlegur hjá þátttakendum og mikið verið unnið. Nú ætluð við að halda áfram með þennan sama hóp i haust, með framhaldsnámskeið um leið og við byrjum með nýjan hóp á svipuðu námskeiði og þessu. Ég geri ráð fyrir aö við tökum sumarið i að endurskoða námsefnið þvi við erum að prufukeyra þes'sar hugmyndir á okkur, áður eri við förum með skólahaldið út á land. Konurnar hafa verið mjög virkar á námskeiðinu og það hefur verið gaman að fylgjast með þessu. Sumar konurnar á námskeiðinu eru auðvitað þaul- vanar félagsstörfum, en aðrar hafa litla sem enga reynslu af þeim, og það er gaman að sjá Siðan kom til okkar Dr. Gylfi Þ. Gislason, og hélt fyrirlestur um hinar ýmsu stjórnmála- stefnur. Þegar hann hafðí lokið þvi, lagði hann fyrir okkr ýms verkefni, sem við leystum i hóp- vinnu. Siðan komum viö saman og ræddum niöurstöðurnar og var Gylfi viðstaddur. Nú erum við að læra allt um fundarsköp. T.d. i kvöld verður rætt um tillögugerð, bók- anir og ályktanir, og siðan æfum við það. Þetta námskeið er mik- ið til unnið verklega, og við leit- umst við að sameina teoriu og praxis. hvað mikið þær hafa lært á þessum stutta tima. Annars byrjum við strax eftir að skólinn er búinn aö undirbúa ráðstefnu á vegum Alýðuflokks- kvenna, sem verður haldin norður i Hrafnagilsskóla i sum- ar. Starfsemi Sambands Alþýðuflokkskvenna miðast nefnilega ekki bara við kosning- ar. En skólahaldið hefur gengið sérlega vel, og það er ekki hvað sist að þakka leiðbeinendunum, sem hafa allir sýnt mikinn áhuga óg komið virkilega vel undirbúnir. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður LANDSPt TALINN HJtJKRUNARFRÆÐINGAR óskast á gjörgæsludeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri i sim 29000. KLEPPSSPíTALINN HJUKRUNARFRÆÐINGAR óskast á deild I og X. Einnig vantar hjúkrunar- fræðing á næturvaktir. Upplýsingar veit- ir hjúkrunarforstjóri i sima 38160. RANNSÓKNARSTOFA HÁSKÓLANS MEINATÆKNIR óskast til litninga- rannsókna i afleysingar i sumar og hugsanlega eitthvað fram eftir hausti. Upplýsingar veittir i litningarannsóknum i sima 29000. Reykjavik, 27. april 1980. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, Simi 29000.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.