Alþýðublaðið - 11.10.1980, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.10.1980, Qupperneq 4
4 Laugardagur 11. október 1980 „Félagsmenn verða að sýna af sér manndóm og áhuga í öllum störfum sínum, því að kraftlaus félagsskapur er ónýtur fyrir málefnið....” Laugardaginn 4. október minntist AlþýOuflokksfélag Hafnar- fjarðar hálfrar aldar afmælis slns með veglegum mannfagnaði. Hátiðin var m jög f jölmenn og sérstaklega skemmtileg. Hinn aldni leiðtogi hafnfirzkra jafnaðarmanna, Emil Jónsson var mættur til samkomunnar ásamt konu sinni, Guðfinnu Sigurðardóttur. Emil Jónsson flutti ávarp og voru þau hjónin hyllt af afmælisgestunum. Asthildur ólafsdóttir flutti félaginu árnaðaróskir fyrir hönd Kvenfélags Alþýðuflokksins. Hún afhenti einnig, fyrir hönd Kven- félagsins Alþýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar, gjöf frá þeim konum. Þetta var fundarhamar — gerður af Sveini Ólafssyni, myndskera-, og sagði Asthildur við það tækifæri: „Einn frægasti hamar sög- unnar er hamar Þórs, sá er hann notaði til að berja á þursum og öðrum óvættum. Eg á nú ekki von á að þessum hamri hlotnist slfk frægð, — enda mætti fyrr vera. En þið getið haft hann til að minna ykkur á, að berjast vcl og drengilega gegn pólitlskum andstæðing- um okkar og öllum þeim sem mótsnúnir eru framgangi jafnaðar- stefnunnar”. Eins og sagði hér að ofan flutti Hörður Zophanlasson sögulegt er- indi um Alþýðuflokksfélag Hafnarfjarðar og fara hér á eftir kaflar úr þvf erindi. Komiö á fastan grundvöll Félagið var nú komið á fastan grundvöll og voru viðfangsefni fundanna á þessum árum mörg og fjölþætt og flest af pólitískum eða félagslegum toga spunnin. Fundir á þessu árabili voru minnst tveir á ári og mest sex. Bar þar margt forvitnilegt og skemmtilegt á góma. A fundi 14. apríl 1931 hafði Emil Jónsson framsögu um stjórnar- skrárbreytingar og urðu fjörugar umræður um málið. Meðal mála sem rædd voru itarlega á þessum árum er Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og starfsemi hennar. 1 fundar- þvi miður gæti Jafnaðarmanna- félagið engan fjárhagslegan styrk fram lagt, þvi eins og nú stæðu sakir væri Jafnaðarmannafélagið óstarfhæft vegna féleysis. Kjartan Ólafsson lagði til að stjórninni yrði falið að taka þetta til athugunar til næsta fundar. Var það samþykkt i einu hljóði....” Það var víða komið við á fundum félagsins A þessum 9 fyrstu árum félags- ins fluttu ýmsir kunnir menn framsögu um þjóðmál og bæjar- mál svo sem Ásgeir Ásgeirsson fræðslumálastjóri, Bjarni M. Jónsson, Böðvar Grimsson, Davið Kristjánsson, Emil Jóns- þeir höfðu minnst á og efst eru nú á baugi. Davið Kristjánsson lét i ljós óánægju sina á ritmennsku og innihaldi Alþýðublaðsins eins og það er nú, i mjög skýrri og gagn- orðri ræðu, og óskaði að breyting gæti orðið á þvi til batnaðar. Kom hann inn á ýmislegt fleira i ræðu sinni. Einnig tók til máls Gunnlaugur Kristmundsson. Hneig ræða hans m.a. að leikaraskap landsstjórn- arinnar, rikislögreglunni, bú- skapnum I sveitunum og jarða- kaupum bændanna. bingmennirnir svöruðu að nokkru þeim spurningum sem. fundarmenn óskuðu eftir, en virt- ust ekki svo fróðir i sumum Guðmundur Gissurarson. Hann var formaður Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar I samtals ellefu ár. Emil Jónsson. Enginn einn maður hefur haft meiri áhrif á stefnumótum Alþýðuflokksfélags Ilafnarfjarðar. Sigrlður Erlendsdóttir. Gjaldkeri Kvenfélags Alþýðuflokksins I Hafnarfirði I áratugi. Skeleggur málssvari jafnaðarstefnunnar. Sigurrós Sveinsdóttir. Formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins i Hafnarfirði tvö fyrstu árin. Var ásamt Sigriði virkur fulltrúi kvenna i stjórnmálabaráttunni, en það var ekki mjög algengt þá. Valdimar Long. Formaður undir- búningsnefndar fyrir stofnun Jafnaðarm annafélagsins og stjórnandi stofnfundar þess árið 1930. Góðir samherjar. Við erum hér komin saman til að minnast og fagna 50 ára af- mæli Alþýðuflokksfélags Hafnar- fjarðar, enda þótt það vanti nú á þessari stundu 23 klukkustundir til þess að fylla nákvæmlega hálfrar aldar sögu sina. Ég vil byrja mál mitt hér með þvi að óska félaginu ailra heilia i tilefni afmælisins, þakka öllum þeim hugsjónamönnum jafnaðar- stefnunnar sem lagt hafa hönd á plóginn i starfi og striði félagsins á liðnum 50 árum, — og óska félagsmönnum þessa félags i framtiðinni sóknar og sigursæld- ar i baráttunni fyrir jafnaðar- stefnunni, baráttunni fyrir sam- félagi jafnaðarmanna, baráttunni fyrir rétti hverseinasta manns til mannsæmandi lifnaðarhátta og lifskjara. Það yrði alltof langt mál að fara að rekja hér 50 ára sögu félagsins, en i tilefni af þessum timamótafagnaði sem hér stendur, þá ætla ég aðeins að rifja upp, þegar félagið var stofnað og drepa á nokkur atriði úr sögu þess 9 fyrstu árin, þau árin sem það hét Jafnaðarmannafélagið I Hafnarfiröi. Jafnaðarmannafélagið í Hafnarfirði Hinn 5. október 1930 klukkan 9.00 siðdegis hófst stofnfundur Jafnaðarmannafélagsins i Hafnarfirði i bæjarþingsalnum. Félag þetta hefur starfað óslitið siðan, en breytti heiti sinu árið 1939 I Alþýöuflokksfélag Hafnar- fjaröar. Það nafn hefur félagið borið siðan. Stof nfundurinn Stofnfundinn setti Valdimar Long, en hann var formaður undirbúningsnefndar sem hafði unnið að undirbúningi að stofnun félagsins. Hann gat þess i upphafi fundarins, að nokkrir menn hefðu undirbúið stofnun jafnaðar- mannafélags, enda eðlileg nauðsyn á slikum félagsskap hér i Hafnarfiröi sem annars staðar. Fundarmenn voru 18 talsins og ræddu af áhuga um stofnun félagsins og nauðsynina á þvi að hafa hér starfandi félagsskap jafnaðarmanna. Stóð fundurinn til miðnættis. 1 umræðunum kom m.a. fram, að nokkrum árum fyrr hefði staðið til að stofna jafnaöar- mannafélag hér i Firðinum og hefði verið búið að safna i það 23 félögum. Hins vegar hefði aldrei verið haldinn fundur í þvi félagi. Það kom einnig fram, að farið hefði verið tii 60 manna, sem flestir væru liklegir til þess að gerast félagar, enda þótt ekki væru nema 18 mættir á þessum fyrsta fundi félagsins. Einn fundarmanna, Kjartan ólafsson, (faðir Magnúsar Kjart- anssonar, fyrrv. ráðherra — aths. blm.) sagði m.a. ,,að hann gerði sér glæsilegar vonir um þennan félagsskap, þegar hann væri stofnaður, ef dæma ætti eftir Félagi ungra jafnaðarmanna, sem hefði á skömmum tima oröið að stóru, blómlegu, starfandi félagi og úr þvi að æskan hefði þannig á staö farið yrðu hin eldri liklega ekki eftirbátar.” Þessir tóku til máls á stofn- fundinum: Valdimar Long, Kjartan Olafsson, Magnús Kjart- ansson, Böðvar Grimsson, Emil Jónsson, Gunnlaugur Krist- mundsson, Gisli Kristjánsson, Pétur Magnússon og borsteinn Björnsson. betta var nákvæm- lega helmingur fundarmanna. A fundinum voru samþykkt lög fyrir félagið, þar sem m.a. var gert ráð fyrir þvi að Jafnaðar- mannafélagið i Hafnarfirði yrði i Alþýðusambandi íslands. Var GIsli Kristjánsson kjörinn fulltrúi félagsins á væntanlegt Alþýðu- sambandsþing. Þá var kosin stjórn fyrir félag- ið. Fyrsta stjórn Jafnaðarmanna- félagsins i Hafnarfirði var þannig skipuð: Gunnlaugur Kristmundsson formaður, Valdimar Long ritari og Böðvar Grimsson gjaldkeri. Varastjórn skipuðu: Ásgeir Stefánsson varafor- maður, Jóhann Tómasson vara- ritari og Guömundur Jónasson varagjaldkeri. Stofnfundinum lauk með þvi að nýkjörinn formaður ræddi um að félagsmenn yrðu nú að standa saman og starfa úr þvi að þeir væru búnir að stofna þetta félag. Sagöist hann vonast eftir þeim manndómi af félagsmönnum, þvi að kraftlaus félagsskapur væri ónýtur fyrir málefnið. Með þetta veganesti var lagt af stað með félagið, sem nú á hálfa öld að baki. gerðum kemur fram, að það er Kjartan ólafsson sem fyrstur manna hefur hreyft hugmyndinni um bæjarútgerð i Hafnarfirði, en undanfari hennar og kveikjan að þeirri hugmynd var vafalaust Clementinuútgerðin, þegar bærinn leigöi togarann Clem- entinu að hálfu á móti útgerðarfé- laginu Akurgerði. Sú ákvörðun var tekin i ársbyrjun 1927. Fimm formenn á 9 árum Formannsstörfum I Jafnaðar- mannafélaginu i Hafnarfirði gegndu þessir menn: Gunnlaugur Kristmundsson, Guðjón Gunnarsson, Guðmundur Gissurarson, Bjarni M. Jónsson og Emil Jónsson. Til gamans og fróðleiks skulum við nú gripa niður I eina af fundargeröum félagsins frá árinu 1931: ,,Árið 1931, 18. desember hélt Jafnaðarmannafélag Hafnar- fjarðar fund i þinghúsi bæjarins. Fundinn sóttu um 20 félagar og auk þeirra nokkrir gestir úr alþýðufélögunum i Hafnarfirði. A fundinum gjörðist eftirfarandi: 1. Fundinn seggi formaður félagsins Guðjón Gunnarsson og skipaði ritara Guðmund Illuga- son. 2. Formaður las upp bréf frá tþróttafélagi verkamanna i Hafnarfiröi dagsett 18. desember 1931, þar sem það fer þess á leit, að Jafnaðarmannafélagið styrki Iþróttastarfsemi félagsins með nokkru fjárframlagi. Kjartan ólafsson óskaði eftir upplýsingum um iþróttastarf- semi þessa félags. Helgi Sigurðsson, einn úr stjórn íþróttafélags verkamanna, skýrði frá starfseminni. Ætlaði félagið að æfa sem flestar iþróttir. Félagið teldi 59 félaga, en félagsgjald væri ennþá ekkert. Talaði hann ennfremur um nauð- syn þess, að alþýðufélögin hefðu iþróttaflokka, sem væru þeirra félagar, enda væri tilætlunin með stofnun slikra félaga, bæði hér og I Reykjavik, að verða ekki með iþróttafélögum hinna borgara- legu flokka og myndi ekki taka þátt I Iþróttum þeim samhliöa á mótum eða kappleikjum. Guðjón Gunnarsson lýsti þvi yfir, að hann væri fylgjandi starfi og stefnu sliks Iþróttafélags, en son, Guðjón B. Baldvinsson, Guðjón Guðjónsson, Guðmundur Gissurarson, Guðmundur G. Hagalin, Héöinn Valdimarsson, Jón Baldvinsson, Ólafur Þ. Krist- jánsson, óskar Jónsson, Sigfús Sigurhjartarson og Sigurður skáld Einarsson. A þessum árum voru m.a. flutt framsöguerindi um jafnaðar- menn á Norðurlöndum og fram- gang þeirra, um bókasöfn, um landbúnaðarmál, um iðnaðar- mál, um verslunarmál, um bæjarmál ýmiss konar, um kosn ingar og undirbúning þeirra, um verkalýðsmál, um tryggingamál, um fræðslumál, um Alþýðublaðið i Reykjavík, um byggingu Alþýðuhúss, um Krýsuvlk, um frelsi og lýðræði, um stjórnmála- viðhorfið og um leshringjastarf- semi. Má af þessu sjá, að það voru mörg málefnin sem félagið lét sig skipta. Þá gerði félagið margar álytk- anir um ýmislegt það, sem var að gerast á stjórnmálasviðinu á hverjum tíma. í fundargerð Jafnaðarmanna- félagsins frá 9. febrúar 1933. 5. lið segir svo: „Mættir voru á fundinum Alþýöuflokksþingmennirnir, þeir Héðinn Valdimarsson og Jón Baldvinsson, og voru þeir þar fyrir tilmæli félagsstjórnarinnar, sem boðaði þá á fundinn til aö skýra frá helstu málum flokksins, sem myndu koma fyrir næsta þing. Héldu þeir tvær ræður hvor, og hnigu þær að mestu að stjórn- málaástandinu sem nú rikir i þessu landi, — um lausn kjör- dæmamálsins gátu þeir engu spáð, þvi að allt sé enn á huldu og i óvissu sögöu þeir, en bjuggust við að Sjálfstæðisflokkurinn muni vilja allt til vinna til að geta haft hlutdeild i stjórninni framvegis, en gerðu fyllilega ráð fyrir að þingið yrði rofið og nýjar kosningar færu fram, eða að minnsta kosti mun hyggilegast að vera við þvi búinn. Ýmsar fyrirspurnir voru fyrir þá lagðar af fundarmönnum. Kjartan Ólafsson spurðist fyrir um sparnaðarráðstöfun þá er gerö hafi verið viðvikjandi Innflutningsnefndinni, sem ekki viröist hafa orðið neinn sparn- aður i reyndinni. Hann kom og I ræðu sinni inn á flest þau mál er efnum sem æskilegt hefði verið. Að endingu þakkaði formaður gestunum fyrir komuna og þær upplýsingar og skýringar sem þeir hafi gefið. Fleira var ekki lagt fyrir fundinn og honum slitið klukkan 12 á miðnætti.” Fyrsta árshátíöin Á fundi félagsins 17. nóvember 1933 eru þeir Halldór Halldórsson, Gunnar Jónsson og Páll Sveins- son kosnir i nefnd til að undirbúa árshá tið félagsins, sem á að halda 9. des. sama árs. Verður ekki betur séð en að þetta sé fyrsta árshátíð félagsins, en siðan hafa margar árshátiðar verið haldnar i félaginu. Fyrsti sameiginlegi skemmtifundurinn Hinn 4. nóvember 1935 á mánu- dagskvöldi halda Jafnaðar- mannafélagið, Verkakvennafé- lagið Framtiðin og FUJ i Hafnar- firði sameiginlegan skemmti- fund. Ólafur. Þ. Kristjánsson setti fundinn og siðan var sest að kaffi- drykkju. Gisli Sigurðsson las upp kvæði, en ræður fluttu Davið Kristjánsson, Jón Magnússon og Guðjón B. Baldvinsson. Sungið var á milli ræðanna og siðan var dansað um stund. Siöar voru haldnir nokkrir skemmtifundir með svipuðu sniði, til þess að fá meiri fjöl- breytni i félagsstarfsemin.a 79 ræöur á starfsárinu I aðalfundargerð frá 24. janúar 1936 kemur m.a. fram i skýrslu foímanns, að á liðnu starfsári hafa verið fluttar 79 ræður auk smáathugasemda. Þar segir einnig: „Gjaldkeri las upp endurskoö- aða reikninga félagsins. Tekjur höfðu orðið 267.- kr., en gjöld 286.25 kr. og tekjuhalli þannig á árinu 19.25 kr. Eignir i árslok voru taldar 187.01 kr., þar af ógreidd ársgjöld 180.00 kr., en skuldir voru kr. 55.00, og skuld- lausar eignir 132.01 kr. — Reikn- ingarnir voru samþykktir meö öllum greiddum atkvæðum. í> Hörður Zophaníasson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, rifjar upp kafla úr sögu Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.