Alþýðublaðið - 11.10.1980, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 11.10.1980, Qupperneq 5
Laugardagur 11. október 1980 5 Þýska kosningabaráttan: Maður óttans felldi sjálfan sig Ófyrirleitin kænskubrögð Strauss urðu honum að falli Um siöustu helgi kusu Þjóö- verjar sér þingmenn og kansl- ara. Eins og mönnum er kunn- ugt uröu úrslit kosninganna þau, aö samsteypustjórn jafn- aöarmanna og Frjálsra demó krata hélt velli og jók fylgi sitt og meirihluta á þingi. tJrsiit kosninganna i tölum uröu þau, aö Frjálsir demókratar (FDP) bættu viö sig 2.7% og fengu 10.6% fylgi. Jafnaöarmenn (SPD) bættu viö sig 0.7% fylgi og hlutu 42.9% fylgi. Hægri- fiokkafyiking Kristilegra demó- krata og flokkur Frans Josef Strauss, Kristilega sósialista- bandalagiö, CDU/CSU, töpuöu fylgi, þeir fengu 44.5% atkvæöa, 4.1% minna en I siðustu kosn- ingum og hafa aidrei hlotiö minna fylgi. Þaö kom engum á óvart, að samsteypustjórn SPD og FDP hélt velli, Þaö kom þó á óvart hversu mikil fylgisaukning FDP varö, og Spd menn höföu gert sér vonir um mun meiri fylgis- aukningu, en raun varö á. Siö- ustu mánuðina fyrir kosningar virtist allt benda til þess aö SDP næöu ekki 5% lágmarkinu af at- kvæöum, sem flokkur þarf til aö koma manni að á sambands- þinginu i Bonn. Skýringuna á þeim breytingum, sem urðu á fylgi flokkanna, siöustu mánuöi fyrir kosningar, en breytingam- ar má sjá á linuriti, sem fylgir hér meö, er að leita i þvi hvernig kosningabaráttan þróaöist. „ Friðarkanslarinn ’ Allar hernaöaráætlanir SPD i kosningabaráttunni voru miö- aðar viö, aö hiin stæði fyrst og fremst um utanrfkismál og þá sérlega slökunarstefnuna, sem Helmut Schmidt og Willy Brandt á undan honum, hafa öörum meira barist fyrir. í áróðursplöggum flokksins var Schmidt kallaöur „friöar- kanslarinn” og gert vár sem mest úr árangri hans i utanrikismálum. 1 upphafi kosningabaráttunn- ar, reyndi Strauss, mótfram- bjóðandi Schmidt aö bera fram gagnrýni á slökunarstefnuna. Ekki á þeim grundvelli aö hún væri. beir.ltnis röng, heldur á þeim grundvelli, aö hún væri mest á eina hliö, og Þjóöverjar og Vesturlönd fengju ekki þaö út úr henni sem skyldi. Strauss sakaöi Schmidt einnig um aö hafa látið hiö góöa samband milli Bandarikjanna og Þýska- lands kólna. Þessi barátta Strauss gegn Schmidt bar ekki árangur, en þá kom Strauss fram meö bragð, sem hefur ef- laust verið þaulhugsaö löngu fyrirfram. Meö þvi bragöi koma hann aö Schmidt i opna skjöldu. Herbragð Strauss Þaö virtistvera of passandi til aö þaö gæti veriö tilviljun, þeg- ar kaþólskur biskup sendi frá sér hiröisbréf, um ógnvænlegan skuldabagga rikisins, á sama tima og Strauss réöst á Schmidt fyrir aö hafa bundið þjóöinni meiri skuldabagga, en „Hitler gerði i strfösbrjálæði sínu”. Strauss fór þar meö alrangt mál, vitandi vits. Spáö er aö hagvöxtur i Þýskalandi i ár veröi 2.5%, verðbólga er talin veröa 5,5% sem er ótrúlega lágt miðaö viö nágrannalöndin, at- vinnuleysi i Þýskalandi er mjög litiö. Þegar þaö er tekiö meö i reikninginn, aö 2.5% vergra þjóöartekna fara i afborganir af opinberum skuldum, og að stjórn Schmidt hefur ekki einu- sinni nýtt alla þá lánamöguleika sem henni eru heimilaðir sam- kvæmt lögum, er þaö ljóst aö rikisskuldir i Þýskalandi eru ekki hlutur, sem ætti aö hafa of miklar áhyggjur af. Þrátt fyrir þaö, aö málflutn- ingur Strauss um rikisskuldirn- ar værialls óábyrgur vann hann töluvert á með þessum áróöri sinum, enda er almenningur i Þýskalandi ekki ýkja vel upp- lýstur um efnahagsmál, frekar en almenningur i öörum lönd- um. Þessar árásir Strauss i efnahagsmálum komu Schmidt og hans félögum i Jafnaöar- mannaflokknum svo i opna skjöldu, aö fyrst á eftir voru þeir hraktir í varnarstöðu, þó svo enginn ástæða væri til þess. Þaö kom þvi i hlut Lambsdorff, fjármálaráðherra, en hann er þingmaöur fyrir FDP, aö verja rikisstjórnina fyrir árásum Strauss. Lambsdorff er frekar ihaldssamur maður og varfær- inn i efnahagsmálum og ekki hægt aö saka hann um ástæöu- lausa skuldasöfnun. Þaö var i þessu máli,sem FDP kom fyrst virkilega fram í sviösljósiö og fylgi flokksins fór verulega aö vaxa, aö visu hægt i fyrstu. Á sama tima fer fylgi SPD aö minnka, eftir aö hafa náð hámarki 46.8% um mánaðar- mótin júli/águst. (Sbr. linurit) Hryðjuverk á Oktober- fest Þetta herbragð Strauss virtist i fyrstu ætla aö heppnast vel. Fylgi CDU/CSU rauk upp um tvö prósent i skoðanakönnunum fyrst á eftir, meöan fylgi SPD hrapaöi i sama hlutfalli. En Adam var ekki lengi i Paradis, og ófyrirsjáanlegur hlutur gerö- ist sem enginn hefði getaö séö fyrir. Fylgisaukning CDU/CSU stöövaöist og snerist reyndar viö. Jafnaöarmenn högnuöust þó ekki á því heldur FDP. A hinni árlegu Októberfest, I Munchen um mánaöarmótin ágúst/september sprengdi ung- ur nýnasisti sprengju meö þeim afleiöingum aö 14 manns létust og 140 manns særöust. Strauss hélt sig þar hafa fengið kjöriö tækifæri til aö ráöast á stjórn Schmidt og fordæmdi innan- rikisráöherra stjórnar Schmidt, sem heitir Baum. Baum þessi þykir vera frjálslyndur maöur og varfærinn í aðgeröum gegn hryöjuverkamönnum. Hann hneykslaöi hægrisinnaöa Þjóö- Helmut Schmidt. verja fyrir skömmu meö þvi aö koma fram i sjónvarpi i kapp- ræðum við fyrryerandi meðlim i Baader-Meinhof hópnum. Baum þessi er þingmaður fyrir FDP. Frumhlaup Strauss Strauss réðst á Baum og sak- aði hann um að bera abyrgð á þessum ógnaratburði, þvi meö linkind sinni i garö hryöju- verkamanna skapaöi hann aö- stæöur og andrúmsloft, sem geröi þeim auöveldara fyrir. Þaö kom Strauss óþægilega á óvart hinsvegar, þegar upplýst- ist hver haföi staöið aö tilræö- inu. Tilræöismaöurinn reyndist vera ungur maöur, nýnasisti sem geröi þetta á eigin spýtur. Hann haföi verið meðlimur i Nýnasistasamtökum, sem höföu aösetur sitt i Nurnberg, i Bæjaralandi, heimariki Strauss. Sambandsstjórnin i Bonn haföi þráfaldlega fariö þess á leit viö Strauss, sem for- sætisráöherra Bæjaralands, og innanrikisráðherra hans, Tandler, aö þessi samtök yrðu bönnuð. Þeir kompánar höföu ekkert gert i þvi, og reyndar lýsti Strauss þvi yfir opinber- lega, að i þessum samtökum væru aðeins meinlausir strákar, sem hefðu gaman af þvi að leika hermenn. Að lokum haföi sam- bandsstjórnin gefist upp á þvi aö biða og leysti samtök þessi upp. Þaö var þvi alvarlegt frumhlaup hjá Strauss að kenna Baum um tilræöiö, en þetta kom FDP enn frekar til góöa og fylgi flokksins rauk upp i skoöana- könnunum. Viöbrögö Strauss eru hinsvegar talandi dæmi um þaö hversu mjög borgaralegu flokkarnir i Þýskalandi einblina á hættuna frá vinstri, en koma alls ekki auga á hættuna frá hægri. Fylgistilfærslur Þessi tvö herbrögö Strauss, þaö aö ráðast á stjórnina fyrir skuldasöfnun og að ráðast á „linkind” stjórnvalda i garð hermdarverkamanna uröu til þess, að SPD tapaði nokkru fylgi. Þó fyrra herbragð Strauss hafi heppnast, vel, tapaði hann stórum hluta ávinningsins af þvi, meö frumhlaupi sínu i þvi seinna. En FDP unnu talsvert á, twyw Eitt fórnarlambanna i Oktoberfest, Frans Josef Strauss. Hans-Dietrich Genscher. ,,Schmidt er betri leikari, ég er betri stiórnmála- maður." (Frans Josef Strauss) ,,Sá biskup eða prestur, sem ætlar út i stjórnmál, ætti fyrstaf öllu að lesa hagtölur mánaðarins". (Hel- mut Schmidt) ,. Meiri hluti kjósenda í landinu vill samsteypustjórn SPD og FDP, og meiri hlutinn af þeim meirihluta vill ekki hreina meirihlutastjórn SPD". (Hans-Dietrich Genscher) að sumu leyti fyrir tilverknað Strauss,og mest vegna ásakana hans um linkind i garð hermdarverkamanna. A endan- um hafði Strauss dregið F'DP mest fram i sviðsljósiö, og menn eins og Genscher, formaöur flokksins, Lambsdorff, fjár- málaráðherra og Baum, innan- rikisráöherra, komu vel út úr samanburöinum við Schmidt og Strauss, sem kittu mikið sin á milli. Samkvæmt rannsóknum á kosningamynstri i þýsku kosn- ingunum, viröist ljóst, aö FDP fengu mikiö fylgi frá SPD. Þaö aöSPD jókfylgi sitt, engu að sið ur, stafar af þvi aö stór hluti þeirra ungmenna, sem nú kusu i fyrsta sinn, greiddu þeim at kvæöi. Tilfærslur á fylgi viröast þvi helst hafa orðið milli þess- ara tveggja flokka. Léleg frammistaöa CDU/CSU, viröist hafa stafað af þvi fyrst og fremst, aö margir kjósendur CDU/CSU sátu heima, vegna óánægju meö Strauss, sem kanslaraefni. Þaö er þvi ljóst aö ástæöan fyrir þvi að stjórnar- andstaöan tapaö fylgi var aö- eins ein, og hún var Strauss! Maður óttans 1 kosningabaráttunni, lagði Strauss ekkert jákvætt til málanna. Hann gagnrýndi Schmidt fyrir aö reka utanrikis- pólitik þannig aö Sovétrikin ein högnuðust á henni. Hann lagöi hinsvegar ekkert fram um þaö hvernig hann hygðist breyta þvi, en hann lýsti þvi yfir að auðvitað væri slökunarstefnan nauðsynleg. Strauss gagnrýndi stjórn Schmidt fyrir skulda- söfnun. Hann kom þó ekki fram með nokkra tillögu um hvar hann vildi láta skera niöur. Hann gagnrýndi stjórn Schmidt fyrir að sýna hermdarverka- mönnum linkind. Þaö kom i ljós að hann bar sist m inni ábyrgð á þvi hvernig fór, en aörir. Strauss rak sina kosningabar- áttu á óttanum einum. Hann reyndi að hræöa fólk með Rússagrýlu, efnahagshruni og hermdarverkum. Hræöslupóli- tik er honum best lagin. Þýska þjóöin lét hinsvegar ekki hræöa sig til að kjósa hann. Þetta linurit sýnir þróun fylgis einstakra fiokka siöustu fjóra mán- uöi fyrir kosningar, en þaö nær fram til mánaöamóta septem- ber/október. Kosningarnar fóru fram 5. október.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.