Alþýðublaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.01.1981, Blaðsíða 1
alþýðu- blaðiö i JAFNAÐARMENN GERIST ÁSKRIFENDUR AÐ MÁLGAGNI YKKAR KAUPIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ i iíiirniuudyur o. [aíiudr 4. tbi. 62. árg. Tillaga um langtímaáætlun í vegamálum: SUMAR VEGAFRAMKVÆMDIR MEÐ ARÐSÖMUSTU FRAMKVÆMDUM Siðast á árinu var lögð fram á Alþingi tiilaga til þingsálykt- unar um gerð langtimaáætlunar um vegagerð. Þar er gert ráð fyrir þvi að Alþingi fcli rikis- stjórninni, að láta Vegagerð rikisins gera tuttugu ára áætlun um framkvæmdir i nýbyggingu vega og brúa á stofnbrautum og þjóðbrautum. Forsendur áætlunarinnar eiga skv. tillög- unni, að vera þessar: 1. Vegir hafi fullt burðarþol allt árið, 2. vegir séu byggðir upp úr snjó eftir þvi sem unnt er, 3. Bundið slitlag sé lagt á fjölfarnari vegi og 4. tekið sé tillit til umferðar- öryggis við uppbyggingu veg- anna. I greinargerð segir, m.a. að uppbygging þjóðvegakerfisins og lagning bundins slitlags á fjölfarnari hluta þess sé meðal brýnustu verkefna þjóðfélags- ins. Mjög margar framkvæmdir á þessu sviði séu einnig með arðsömustu f járfestingum og að óviöa skili fjárfestingar meiri raunvöxtum. Aætluninni má skipta i tvo flokka, annars vegar er um að ræða úttekt á ástandi og mat á þörfum fyrir úrbætur og kostn- að við þær úrbætur. Hins vegar áætlun til lengri tima um fjár- magn til framkvæmda og röðun verkefna i stærstu dráttum. Mörgum kann aö þykja það mikil bjartsýni, á timum sem þessum að leggja til svo miklar framkvæmdir á sviöi vegamála, en hvað segir þá i greinargerð- inni um f járhagslegar forsendur Þar segir: „Fjárhagslegar forsendur áætlunarinnar eru miðaðar við ákveðiö hlutfall af þjóðarfram- leiðslu, en sú viðmiðun þykir eðlilegri en ákveðnar fjárupp- hæðir. A fskj. 3 sést þetta hlut- fall fyrir árin 1964-1980 og meðaltal þessara ára, sem er 1.88%. Ennfremur sést hlut- fallsleg skipting á helstu verk- efnaþætt innan vegaáætlunar. Skipting fjárins hefur jafnan verið meö þeim hætti, að við- hald hefur setið á hakanum. Undanfarin ár hefur það verið minna en 70% af þörf vega- kerfisins fyrir viðhald. Þessi mikli skortur á viðhaldsfé stefnir öryggi vegfarenda i tvi- sýnu, auk þess sem hann hefur i för með sér mikið þjóðfélagslegt tap. Jafnframt þvi sem tryggt er fjármagn til nýbygginga vega, þarf þvi einnig að auka viðhaldsfé. A fskj. 3. (súla lengst til hægri) er sett fram hugmynd að skiptingu á verkefnaflokka og á fskj. 4. sést hvernig sú skipting gæti þróast á áætlunartimabil- inu, bæði hlutfallslega og i beín um fjárupphæðum. Þar kemur fram, aö hiö ir‘É> alV ÚTOJÓLO HÍKIS TIL VEOAMÁLA í HLUTFALLI VIO þJÓOARFRAMLEIOSLU 1« 14 tt i) It úiojOlo tk.bb tii vmetAOS mo >>a. víshOlu (mi*.k»). I hchoanfc 'i,4 'M 'M »M ii,i uj n* n,i »0,1 «,» »ap «,» . »L0 nj »L» »\o | »».» NTsrco i,i t,» u »,i »,i ».» u,» u,< a.i u.i u.» n,» n.t w,i «,• «.* I «.» VIOHALD A,» 4,1 •.» »,0 »,» \t t.» t,t »,! »,» »,7 »,* ?,» t,7 »,0 t,» H» | t,» 5 S 5 III Stjórn BSRB um bráðabirgðalögin: Mótmælir harðlega kjaraskerð- ingu og riftun kjarasamninga — Boðar til formannaráðstefnu um bráðabirgðalögin Mótmæli eru nú tekin að ber- ast frá verkalýðsfélögum og heildarsamtökum launþega vegna bráðabirgðalaga rikis- stjórnarinnar. A mánudags- kvöldið fjallaði fundur i stjórn Bandalags starfsmanna rikis og bæja um bráðabirgðalögin og var samþykkt samhljóða með 10 atkvæðum að mótmæla setn- ingu laganna. t samþykkt stjórnarinnar segir, aö stjórnin mótmælti harðlega 7% kjara- skerðingu 1. mars og riftun kjarasamninga, sem nýlega voru undirritaðir. Bandalags- stjórnin hefur i framhaldi af þessari samþykkt ákveöiö að kalla saman formannaráð- stefnu um þessi mál þann 10. febrúar næstkomandi. Alyktun stjórnarfundarins fer hér á eft- ir: „Stjórn BSRB mótmælir harðlega þeim ákvæöum i ný- settum bráðabirgðalögum rikis- stjórnarinnar, sem fela i sér 7% kjaraskerðingu 1. mars n.k. og riftun þeirra kjarasamninga sem undirritaðir voru i ágúst s.l. Siðan kjarasamningarnir voru gerðir i ágúst hafa engar forsendur breyst nema hvað laun annarra hafa hækkað mun meira en laun félagsmanna BSRB. Kjaradómur hefur i dag hækkað laun alþingismanna um rúmlega 16% frá 1. mai 1980 sem siðan hækkar i rúmlega 23% frá desember s.l. og laun háskólamanna um 5—6% frá 1. desember. Samningar BSRB voru innan þess ramma sem m.a.s. stjórn- völd töldu þjóðfélagið þola. Að dómi stjórnar BSRB er með bráðabirgðalögunum vegið þannig að frjálsum samnings- rétti samtaka launafólks aðr^ valda hlýtur stórtjóni fyr.rLr/ Kristján Thorlacius er sá for- svarsmaöur launantanna sem livað harðasl hefur gagnrýnt efnahagsaðgcröir rikisstjórnar- Launahækkun alþingismanna: „Skítseyðisháttur að tala um það að afsala sér þessum launum” segir Árni Gunnarsson um hneykslunina vegna ákvörðunar Kjaradóms Launahækkun til alþingismanna skv. ákvörðun Kjaradóms hefur veriö harð- lega fordæmd af ýmsum aðilum. Ráðherrar Alþýðu- bandalagsins leggja t.d. undir sig forsiðu Þjóöviljans og mega vart mæla af undran og vanþóknun. Það sama má segja um forsvarsmenn stærstu launamannasamtakanna i land- inu. Sumir þeir sem á sínum tima mótmæltu þvi að þing- menn skömmtuðu sér laun sjálfir, töldu það svivirðu, mega nú vart vatni halda vegna þess að óháður aðili skuli hafa skammtað alþingismönnum riflega launahækkun. Það gleymist oft, að fulltrúar fram- kvæmdavaldsins og aðstoðar- menn þeirra hafa langtum hærri laun en þingmennirnir, löggjafarvaldið sjálft, eða t.d. fulltrúar dómsvaldsins i landinu. Ráöist er á þingmenn fyrir að þiggja þessi laun sem þeim eru skö:mmtuð, en yfirleitt hafa menn ekki mikið við það að athuga þótt starfsstúlkur i verzlunum fái 350 þús. kr. á mánuði en ráöuneytisstjórar ca. 1500 þús. kr. á mánuöi. Af hverju gagnrýna þessir menn ekki það hrikalega launamis- rétti sem rikjandi er f stað þess að taka einn starfshóp út úr og hella sér yfir hann? Þeirri spurningu getur hver og einn svarað. „Ekki of sæll af þessum launum", segir Árni Gunnarsson. „Ég vil segja það fyrst um laun þingmanna almennt, að þeir eru ekkert of sælir af þess- um launum. Ef viö litum á þess- ar launahækkanir i samhengi, þá sjáum við, að þetta eru ekki meiri hækkanir en hjá öðrum háttsettum embættismönnum”. Þetta sagði Arni Gunnarsson al- þingismaöur i samtali við Al- þýðublaðið I gær. „Kjaradómur hefur nú einnig ákveðið laun ráðuneytisstjóra, sem fá 300 þús. gkr. hærri laun en þing- menn, hæstaréttardómarar fá 500 þús gkr hærri laun og forseti íslands fær 1.2 milljónum hærri laun”. „Arni sagði, að fyrst að veriö væri að ræða um laun þing- manna einu sinni enn, vildi hann koma þeirri skoöun á framfæri, að laun á almennum vinnu- markaði væru miklu hærri en gefið væri upp opinberlega. „Það væri ekki úr vegi, að þeir sem hæst gala um há laun þing- manna eins og Jónas Kristjáns- son, á Dagblaðinu, Ásmundur Stefánsson formaður ASl og Kristján Thorlacius, formaður BSRB gæfu upp sin laun um leið og þeir dæma aðra”, sagði Árni Gunnarsson. Islenskir þingmenn eru illa launaðir, það sést vel ef tekið er mið af launum starfsbræðra þeirra á Norðurlöndum eða i V- Evrópu almennt, sagöi Arni, og hann bætti við ,,Ég er þeirrar skoðunar, a ð þing menn eig i ekki að þurfa aö vinna með þing- mennskunni. Þeir eiga að geta einbeitt sér að þingmannsstarf- inu. Ef þeir eru sveltir I launum, endarþað með þvi, að enginn mun reyna við þingmennskuna nema auðugir menn og þeir sem” ekki eru gjaldgengir á vinnumarkaði annars staöar. Ég get ekki séð, að slikt yrði til að auka á hróður Alþingis, sem er ekki hátt skrifaður á Mörgum þykir alþingismenn taka of mikil I laun. skala almenningsálitsins. Ég segibara fyrir mig að mér veit- ir ekki af þessari hækkun. Þaö fylgir þvi gifurlegur kostnaður að vera þingmaður og ég efast raunar um að Kjaradómur eigi gott með að meta þann kostnað að fullu. Spurningu blaðamanns um það hvort Arni mundi afsala sér launahækkunum sagöi Arni að hann teldi það beinlinis heimskulegt. „Ég kalla það skitseyðishátt af mönnum að ætla að afsala sér þessum laun- um, sem renna beint i rikissjóð, en ekki til þess láglaunafólks, sem þeir telja sig vera að vinna fyrir”. Arni sagði að lokum, að núL Arni Gunnarsson: ,,Ég kalla það skitseyðishátt að vilja af- sala sér þessum launum.” Jóhanna Sigurðardóttir: „Það má deila um það hvort þessi launahækkun kemur á heppi- legum tima.” Sighvatur Björgvinsson: „Krafa var gerö um að alþingis- menn ákvörðuöu ekki sin eigin laun. Nú hefur Kjaradómur birt niðurstöður sinar, ég vil ekki leggja dóm á þær.” VII H’Mil fWFTTTnríWf

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.