Alþýðublaðið - 20.01.1981, Side 1

Alþýðublaðið - 20.01.1981, Side 1
alþýöU" Með eða móti hvariii? Á ársafmæli sovésku innrásarinnar blaóíö m iivurju • — Sjá leiðara bls. 3 ; í Afganistan — sjá grein bls. ,3 SeOlabankastjóri hefur nú fyrir hönd fjármálaráðherra, Ragnars Arnalds, undirritaO lán aö upphæO 225 miiljónir nýkróna. Þaö kemur hins vegar i hlut næstu kynslóöar aö greiöa upp lániö þar sem þaö er afborganalaust til ársins 2016. Ný stefna í erlendum lántökum: Lán tekin afborgunarlaust til langs tíma, næstu kyn- slóðir borga brúsann i morgunpóstinum i gær, mánudag, vakti Olafur Ragn- arsson, fyrrv. ritstjóri Visis, at- hygli á þeirri frétt siðast liðinn- ar viku, sem hann taldi merki- legasta og hefði þó farið undar- lega hljótt i f jölmiðlum, að hans mati. Hann átti við lán það, sem var undirritað i Lundúnum þann 14. janúar sl af Jóhannesi Nor- dal fyrir hönd rikisstjórnarinn- ar. Lánið, er eins og Olafur hélt fram i morgunpóstinum sér- stætt, að þvi leyti, að lánstimi er 35 ár og greiðist það þá upp i einu lagi að lánstima loknum árið 2016. Vakin er athygli á þvi i frétttilkynningu frá Fjármála- ráðuneytinu, að lán þetta sé tek- ið i samræmi við heimildir i lög- um og ætlað til að fjármagna ýmsar almennar framkvæmdir á vegum rikisins. Til að gefa fólki einhverja hugmynd um upphæð þessa láns, nefndi Ölafur i útvarpinu, að fjárupphæðin öll nægði til að kaupa litasjónvarpstæki á ann- að hvert heimili i landinu og kaupa nokkur þúsund smábila. Hann sagði, að ef eitthvað væri að ýta vanda á undan sér þá væri það lán eins og þetta og er óhætt að taka undir þá skoðun. í samtali, sem blm. Alþýðu- blaðsins átti við Jóhannes Nor- dal,sagðihannaðlán þetta væri með mjög löngum lánstima og var eftir þvi leitað af okkar hálfu. Afborganir eru engar á lánstimanum heldur er lániö greitt upp i heild i lok iánstim- ans, en vextir greiðast árlega. Lánið ber 14.5% ársvexti og spurði blm. að þvi tilefni seðbankastjóra að þvi hvort ein- Deila sjómanna og útvegsmanna: Hvorki gengur né rekur í samningaviðræðunum — útgerðarmenn stfla uppá verk fall — sjómenn uppá ríkisafskipti? Aftur slitnaði uppúr með sjó- mönnum og útvegsmönnum, Það gerðist á laugardag, og nú viröist ekkert blasa við sjómönnum ann- að en verkfall, eins konar himna- sending fyrir útgeröarmenn, sem ella þyrftu að gera út flotann á skrapveiöar tuttugu daga janúar og februarmánuðar. Það eru lif- eyrismálin sem allt strandar á og af þvi tilefni spurðist Alþýðublað- ið fyrir um þaö hjá Sjómanna- sambandi íslands, hvað það væri sem útgerðarmennirnir ættu svona erfitt með að kyngja. Það var formaðurinn, Óskar Vigfús- son, sem varð fyrir svörum. Það er rétt að taka það fram vegna lifeyrissjóðsmála sjó- manna, að bátasjómenn, þ.e.a.s. sjómenn á vertiðarbátum og tog- arasjómenn á minni skuttogur- um, greiða nú i lifeyrissjóð, skv. kauptryggingu á hvern úthalds- dag. Þetta kemur þannig, út, að sjómenn fá sem svarar rúmlega fimmtiu þúsundum gamalla króna, úr lifeyrissjóði sinum þeg- ar þeir fara i land, þrátt fyrir „félagsmálapakka”. Óskar Vigfússon sagði að þetta væri rétt með farið. Það væri varla hægt að tala um lifeyrismál sjómanna kinnroðalaust. Óskar sagði: „Þegar bátasjómenn gengu i lifeyrissjóð um 1970 var gengið þannig frá iðgjaldamál- 'um, að tekið var hlutfall af kaup- tryggingu eins og hún var i desember og hefur þvi verið hald- iö áfram, að miða upphæðina við kauptryggingu, eins og hún er i desember hvert ár. Þetta viður- kenna allir að er meingölluð regla og þvi er það sem við leggjum mikla áherzlu á það að fá ákvæð- um hér að lútandi breytt. Sú viðmiðunartala af kaup- tryggingu, sem notuð er til grund- vallar útreikningum lifeyris- sjóðsiðgjalda er 80% af kaup- tryggingu pr. úthaldsdaga. Með aukinni verðbólgu og miðað við það að greiðslur eru ákveðnar einu sinni á ári, þ.e.a.s. i desem- ber, þá er auðsætt að veruleg skerðing verður á iðngjöldum á hverju ári. Þá ber að geta þess, að úthaldsdögum hefur stórlega fækkað, eftir að stjórnvöld sáu sig knúin til þess að takmarka fisk- veiðar. Þetta helur haft i för með sér að sjómenn greiða minna i sinn lifeyrissjóðen efni standa til. Ástæðan er einfaldlega sú að út- gerðarmenn, sem greiða á móti sjómönnum til sjóðsins, telja sig ekki geta greitt, t.d. al' brúttó- launum sjómanna. Upprunaleg krafa sjómanna i núverandi viðræðum var sú, aö allir sjómenn sætu viö sama borð hvað varðar lifeyrisgreiðslur, en þetta hafa útgerðarmenn ekki viljað hlusta á. Það tilboð sem þeir hafa gert sjómönnum er, aö i staðþess að endurskoða greiðslur einu sinni á ári, þá skuli greiðslur endurskoðaðar ársfjórðungslega. Sjómenn hafa ekki taliö sig geta samþykkt þetta og hafnað þessari lausn. Siðasta tilboð sjómanna i mál- inu,sem lagt var fram stuttu áður enuppúrslitnaði.á laugardaginn, fólst i þvi, að gréiðslur skyldu miðast við lágmai-kskauptrygg- ingu eins og hún væri á hverjum tima og tæki breytingum árs- fjórðungslega. Auk þess kæmu til breytingar, sem ættu að tryggja sjómönnum rétt til að greiða lif- eyrisgjöld af heildarlaunum i áföngum á næstu fjórum árum. Gert var ráð fyrir að greitt yrði af 70% heildarlauna i ár, af 80% heildarlauna 1982, af 90% heildar- launa árið 1983 og að lokum 100% árið 1984. Með þessu töldu sjó- menn slá verulega af kröfum sin- um, en eins og áður er sagt. Út- gerðarmenn neituðu og við- ræðurnar sigldu i strand. Það er i sjálfu sér furðulegt að útgerðarmenn skuli ekki fást til þess að viðurkenna þá staðreynd að tekjur sjómanna og þar af leið- andi lífeyrisíðgjöld skuli vera ákvarðaðar af heildarlaunum. Sjómenn byggja afkomu sina á aflamagninu sem berst að landi en ekki á kauptryggingu, og þvi eðlilegt að nota sömu forsendur og notaðar eru þegar laun eru greidd og þegar lifeyrisgjöld eru innheimt. ÓSKAR Vigfússon var að þvi spurður hvort þaö væri ekki rétt að verkfall sjómanna kæmi út- gerðinni hreinlega vei eins og aflatakmörkunum væri np hátt- að. „Það má ef til vill segja að verkfall komi þeim vel, en þetta er eina leiðin sem viö getum far- ið. Oll ytri skilyrði hala snúist okkur i óhag.” Óskar benti hins vegar á það, að stöðvaöist íiski- skipaflotinn þá stöðvaöist öll fisk- vinnsla um leið þannig að þá væri liklegt að þriðji aðili teldi sig nauðbeygðan til að gripa inn. Óskar bætti þvi hins vegar við, að sjómenn óskuðu ekki rjN eítir rikisaf- ly Nlðurstöður starfshóps um sykuriðnað: Brú yfir Önundarfjörð: Bágt vegaástand í Önundarfirði stórbætt með brú Vegna mikilla verðsveiflna verður arðsemi íslenskrar- sykurverk smiðju mjög háð að- föngum á hverjum tíma Um skeiö hefur verið i at- hugun hjá starfshópi á vegum iðnaöarráðuneytisins skýrsla frá finnska fyrirtækinu Finnska Socker A/B, sem fyrirtækiö hefur unnið að ásamt Ahuga- félagi um sykuriðnað h.f. Starfshópurinn hefur nú skilað áliti til ráðuneytisins. 1 niðurstöðum starfshópsins kemur fram, að arðsemi is- lenskrar sykurverksmiðju veröur á hverjum tima mjög háö verði á aðföngum til sykur- framleiðslu og söluveröi hvit- sykurs. Miklar verðsveiflur hafa einkennt r^. sykurmarkaðinn ly' | í fréttabréfi Vegagerðar rikis- ins, desemberhefti, er greint frá brúarframkvæmdum við ön- undarfjörð. Hér er um að ræða fjárfrekustu framkvæmdir sér- verkefna sem ráðist var i á s.l. ári i Vestfirðingafjórðungi. Hér fer á eftir grein sú sem birtist i frétta- : bréfi Vegageröarinnar: 1 vegaáætlun 1979 er gert ráð fyrir að vinna vérkið á þremur árum 1979, 1980 og 1981 og virðist það ætla að standast. I vegaáætlun sem samþykkt var i mars 1977 er ákveðin fyrsta fjárveiting til vegar um önundar-"' fjörð 1979. Þá hafði lengi verið ljóst að vegakerfið i önundarfirði var mjög báborgið. Vegurinn fyrir fjörðinn var bæði burðarlit- ill, snjóþungur og krókóttur. Veltu menn þvi mikið fyrir sér, hvernig ætti að endurbyggja veg- ina. Mesta vafamálið var hvort fara ætti fyrir fjörðinn með aðal- veginn eða yfir og þá hvar. Veturinn 1978—79 voru, að undangengnum rannsóknum, gerðar samanburðarathuganir á leiðum. Einkum voru athugaðar þrjár leiðir, ein fyrir f jarðarbotn- inn og tvær yfir fjöröinn. Niður- stöður arðsemisathugunar urðu þær að ysta linan væri hagkvæm- ust og var hún endanlega valin á útmánuðum 1979. Viö þessa vega- gerð styttist leiðin isafjörð- ur—Þingeyri um tæpa 6 km og leiðin Flateyri—Holtsflugvöllur um 10km,húnereftir styttinguna um 10 km, eða nálægt helmingi styttri en áður. 1979 var lagður 2.2 km langur vegur sunnan fjarðar af gamla veginum 1 yfir ós Bjarnadalsár og að sjó utan við Holt 2. Auk þess var Val- þjófsstaðavegi breytt og lagður l. 5 km spotti 2—3. Brú var byggö á Bjarnadalsá 24 m löng. Loks var lagður vegur niður að væntanlegu brúarstæði norðan fjarðar. Fjárveitingar voru 86 m. kr. i veginnog 40m.kr. i brúna. Þessar fjárveitingar voru ekki af sérverkefnum. 1 sumar var svo lagður vegur yfir fjörðinn sjálfan um 1 km og byggð brú 80 m löng. Þar sem vegurinn liggur yfir f jörðinn heita Vöðog er þar svo grunnt að i stór- am fjörum flæðir að mestu leyti útaf þvi svæði sem vegurinn ligg- ur um, nema smáál þar sem brúnni var valinn staður, en hann er þó á fjöru væður á vöðlum. Botninn er i kóta nálægt -0.5 og veghæð +2,8. Fyllingarhæð er þvi um 3 til 3.5 metrar lengst af, en mun hærri við brúana. Til þess að vinnu yrði lokið á skikkanlegum tima i sumar var ljóst að byrja þurfti snemma og nota timann sæmilega vel. Efnis- námi var þannig háttað að fyll- ingarefni átti að taka úr skriðu norðan fjarðar, en burðarlagsefni sunnan fjarðar. Mest af grjótinu i grjótvörn var tekið úr sömu skriðu og fyllingarefnið, var það sorterað frá um leið og þvi var ýtt fram. Vinnutilhögun við brúargerðina var i stórum dráttum þannig að búið var til plan i brúarstæðinu um 20 m breytt og vel lengd brúarinnar. Þetta plan var notaö fyrir vinnuaðstöðu. Staurar i undirstöðu reknir niður i gegn um það og uppsláttur undir yfirbygg- ingu brúar settur á það. Um leið og þetta plan var gert var gengið frá grjótvörn við stöpla brúar. Grafið var fyrir grjótvörninni við stöplana og raunar við alla leiði- garðana. Um miðjan april byrjaði vega- vinnuflokkur við gerð plansins og jafnframt var komið fyrir grjót- vörn við stöpla. Við gröftinn og útlangingu grjóts var notaður Priestmankrani vegagerðarinn- ar. A sama tima vann brúar- vinnuflokkur við að steypa niður/ rekstrarstaura, en þeir voru steyptir á staðnum. Um 10 mai gat niðurrekstur hafist og gerð plansins lauk skömmu siðar. Sami krani var notaður við niður- reksturinn. Eftir að gerð stöpla lauk losnaði kraninn úr brúnni og var þá hafist handa við leiðigarðana og jafn- framt var ekið efni i vegfylling- una utan við brúna, ekið var á planinuöðrumegin brúarinnar en brúarvinnuflokkurinn hafði plan- ið hinu megin fyrir aðstöðu. Þegar brúin var steypt var gerð leiðigarða langt komin og aöeins eftir um 300 m vegfylling, en það var i lok júli. Seinnipartinn i águst var svo búið að rifa undan brúnni og brúarvinnumenn farnir með sitt drasl og var þá hægt að fara að grafa undan brúnni. Efninu var ýtt upp i fyllingu við brúarend- ana. Grafiö var niður i uppruna- legan botn (-1) en gert var ráð fyrir að vatnið græfi siöan mun lengra niður (-2---3). 10 september var siðan búið að loka skaröinu i vegfyllingunni, og hægt að aka yfir. Eftir það var unnið við breikkun og hækkun á fyllingu. Farvegurinn undir brúnni grófst niður i kóta -3 við millistöpul, en grynnkar að end- um i báðar áttir. Eins og sést á þessari upptaln- ingu var hér um nokkuð samspil að ræða á milli vegavinnu- og brúarvinnuflokks og held ég það hafi tekist allvel. Heildarefnismagn i vegarkafl- ann á Vestfjarðarvegi 1—4 (sjá mynd) er um 175 þús rúmmetrar. Á næsta ári 1981 þarf að ganga frá veginum yfir fjörðinn og setja á hann slitlag. Auk þess á að laga veginn inn i fjörðinn að sunnan- verðu, þannig að hann verði snjó- léttari. Hinu megin veröur ekkert gert, en sá kafli var verstur áður. 1 núgildandi vegáætlun er gert ráðfyrir lOOm.kr i önundarfjörð á næsta ári.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.