Alþýðublaðið - 20.01.1981, Blaðsíða 4
STYTTINGUR
Vátryggingar-
neytendaþjónusta
Hjá tryggingaeftirliti ríkissins
hefur á undanförnum árum verið
tekiö við kvörtunum viðskipta-
vina vátryggingarfélaga sem til
eftirlitsins hafa leitað. Slíkar
kvartanir geta verið vegna þess,
að ágreiningur er um atriði i
vátryggingarskilmálum eöa við-
skiptavinur er óánægður með til-
boö félags um bætur eða aðra af-
greiðslu hjá þvi, t.d. ef uppgjör
bóta dregst of lengi að hans mati.
Hafa verið veittar upplýsingar og
ráðleggingar, reynt að kanna
sannleiksgildi og réttmæti
kvartana, og eftir að fengin hafa
verið sjónarmið viðskiptavinar-
ins og félagsins, reynt að eyða
misskilningi og stuöla að sann-
gjarnri og eölilegri lausn. Þessi
starfsemi eftirlitsins felst þannig
i ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og
milligöngu til að stuðla að
sáttum, en um úrskurðarvald er
ekki að ræða.
Þessi þáttur i starfsemi
tryggingaeftirlitsins hefur litið
verið kynntur og er almenningi
sennilega litt kunnur. Hefur þvi
verið ákveðið að kynna og efla
þessa þjónustu viö eftirlitið.
Verður þessi þjónusta veitt
endurgjaldslaust kl. 10—12 á mið-
vikudögum, fimmtudögum og
föstudögum. Getur fólk leitað til
eftirlitsins með þvi að hringja i
sima þess 85188 og 85176, með
komu á skrifstofuna að Suður-
landsbraut 6 eða með bréfaskrift-
um.
Er vonast til að hægt verði að
nýta þessa þjónustu, hvar sem er
á landinu, ef á þarf að halda.
Breyting á
stödumælagjöldum
Myntbreytingin og hækkun
stöðumælagjalda hefur valdið þvi
aö breytingar verður að gera á
þeim 1000 stöðumælum sem eru i
bórginni. Þvi vill umferðadeild
vekja athygli á eftirtöldum at-
riðum.
1. Stööumælagjald er nú 1
nýkróna fyrir hverjar byrjaðar 30
minútur, þar sem mælum hefur
verið breytt. A þeim stöðumælum
eru upplýsingar um hið nýja gjald
og timalengd. Auk þess er miði
festur fyrir ofan myntrauf með
áletruninni Nýkr. til frekari
glöggvunar fyrir ökumenn.
2. Einungis þarf að greiða i þá
stöðumæla, sem breytt hefur
verið. Munu stöðumælaverðir
ekki hafa afskifti af bifreiðum við
aðra stööumæla.
3. Aukagjald er nú 20 nýkrónur.
Auglýsing um framangreind
gjöld hefur verið birt i Lögbirt-
ingarblaðinu.
Þaö verður öðru hverju alveg
óskaplega erfitt að lifa. Maður
vaknar eldsnemma morguns, i
niöamyrkri, litur út um gluggann,
og sér i trjáhrislunum úti i garði
aö það er hffandi rok. Svo kveikir
maður á útvarpinu og heyrir
veöurstofuna fullyröa að úti sé
6—10 stiga frost. Þá fer maður að
efast um aö það sé nú þess virði
að hafa sig i vinnuna.
Engu að siður lætur maður sig
nú hafa það. Gleypir i sig
morgunmatinn, hneppir frakk-
anum upp i háls, vefur trefli að
þeim hluta hálsins, sem uppúr
stendur kraganum, dregur á sig
Bryndís Schram skrifar um leiklist:
CNiver Twist — og bast
Þjóðleikhúsið sýnir
Oliver Tyist ^
eftir Charles Dickens
Leikgerð: Arni Ibsen
Lýsing: Kristínn Danfelsson
Leikmynd og búningar: Mess-
ina Tómasdóttir
Leikstjóri: Brlet Héðinsdóttir
óhætt er að fullyrða, að Char-
les Dickens sé einn allra vinsæl-
asti og merkasti skáldsagnahöf-
undur Breta fyrr og siðar. Strax
með fyrstu bókum sínum, sem
hann skrifaði innan við þrítugt,
sló hann i gegn, og siðustu ár
ævi sinnar var hann á stöðugu
ferðalagi bæði um heimaland
sitt og Ameriku og las upp úr
verkum slnum við fádæma vin-
sældir.
Hann fæddist i Portsmouth
árið 1812, fékk litla sem enga
menntun og varð snemma að
fara að vinna fyrir sér. Hann
lifði á þessum árum á meðal
hinna snauðu, og þá reynslu not-
færði hann sér siðar I skáld-
verkum slnum. Dickens fannst
llfið stórkostlegt, en hann hataði
það þjóðfélagsform, sem hann
var fæddur til. Og I seinni
bókum slnum réðist hann af
heiftá spillingu samfélagsins og
heimtaði réttlæti til handa oln-
bogabörnunum. Aldrei fyrr
hafði verið fjallað af sliku raun-
sæi og þekkingu um lif hinna
undirokuðu, aldrei fyrr höfðu
skáldin leitað sér að yrkisefni i
undirheimum stórborgarinnar.
Bækur Dickens opnuðu augu
manna fyrir þeim hrikalegu
vandamálum, sem þar leynd-
ust.
Charles Dickens var enn á
bezta aldri, er hann lést, og var
hans ákaft saknað. Hann skrif-
aði fjölda bóka, og hafa ýmsar
þeirra verið þýddar á islenzka
tungu. öll börn þekkja Daviö
Copperfield, Pickwick, jólasög-
urnar og siðast en ekki sizt Oli-
ver Twist, sem fyrst kom út i is-
lenzkri þýðingu Páls Eggerts
Ólafssonar árið 1906, en nú
siðast árið 1980 i þýðingu Hann-
esar J. Magnússonar.
Oliver Twist er munaðarleys-
ingi. Hann elst upp hjá vanda-
lausum, hrekst úr einum stað i
annan, lltill og magur, varnar-
laus gagnvart hrottaskap
þeirra, sem meira mega si'n.
Hann flýr úrheimabæ sinum til
höfuðborgarinnar og kemst i
kast við forhertan glæpalýð,
sem hagnýtir sér sakleysi hans
og smæð. Að lokum kynnist
hann þó góður fólki, sem visar
honum veginn til fegurra mann-
lifs, og kúgarar hans hljóta
maklega refsingu.
Það sem heldur huga manns
föngnum við lestur bókarinnar
er fyrir utan snilldarlegar
mannlýsingar, hugvitsamlegar
uppákomur I ótrúlegasta um-
hverfi og makalaus samtöl,
yfirþyrmandi samúð með
höfuðpersónunni, Oliver. Hann
á svo óendanlega bágt, er svo
umkomulaus og einmana, að
maður getur ekki sleppt af
honum hendinni, fyrr en hann er
kominn i' heila höfn i bókarlok.
Andstæða Olivers, eða öllu
heldur andstæðingar hans, er
það fólk, sem reynir að kúga
hann til hlýðni, beitir hann of-
beldi og hroka, en tekst samt
ekki að brjóta hann niður. Þetta
fólk er dregið sterkum, ýktum
dráttum. Þessar andstæður tog-
ast á, hinn hrikalegi undirtónn,
hið góða og hið illa. Því meir
sem við finnum til með drengn-
um, því ægilegri er grimmdin,
þvi sterkari áhrif.
Eitt, af þvi sem ég saknaði,
þegar ég horfði á sýningu Þjóð-
leikhússins á þessu heillandi
verki, voru þær kenndir, sem
henni tókst ekki að vekja með
mér, samúð og andúð. Ég hafði
einhvern veginn vonast til að
geta upplifað á ný þær tilfinn-
ingar, sem ég kenndi við lestur
bókarinnar.En eftir á að hyggja
sá ég auðvitað, að slikt var
óhugsandi. Það væri ósann-
gjarnt að ætlast til þess af tólf
ára dreng i hlutverki Olivers, að
hann næðisömu tökum á manni
og Oliver I bókinni, hugarfóstur
fullorðins manns. Bæði höf-
undur leikrits og leikstjóri gæta
þess vandlega að heimta ekkert
af þessum unga leikara, sem er
utar og ofar hans skilningi, og
finnst mér jafnvel. að það séu
gerðarof litlarkröfur til hans. í
þessari uppfærslu er hlutur Oli-
vers miklu minni en efni stóðu
til. Eflaust er þetta skynsamleg
leið og áhættulítil, en dregur úr
áhrifamætti verksins. Sigurður
Sverrir Stephensen lék Oliver á
frumsýningu, en þeir skipta
með sér hlutverkinu, hann og
Börkur Hrafnsson. Sigurður er
fallegur strákur, óvenju skýr-
mæltur og öruggur I fasi. En
eins og ég sagði, þá fannst mér
of litið gert úr hlutverki hans.
Þeir þræðir, sem tengja
saman söguna um Oliver Twist
eru bæði flóknir og marg-
slungnir, og þegar Þorleifur
Hauksson með sinni alkunnu,
þýðu rödd var um það bil hálfn-
aður I frásögn sinni, fór ég aö
velta þvi fyrir mér, hvernig i
ósköpunum hann ætlaði að
koma þessu öllu heim og saman,
greiða úr flækjum Dickens,
þannig að allir skildu, jafnvel
hinir yngstu meðal áhorfenda.
JafnhÚða sögunni af Oliver eru
sagðaraðrar sögur af fólki, sem
tengist sögu hans, svo sem eins
og Signor Bumble, Rósu Maylie
og Monks, þessari dularfullu
persónu, sem er eiginlega alveg
óskiljanleg nema maður hafi
lesið söguna. Það fór lika svo
sem ég óttaðist, sagan gerðist of
flókin fyrir hina ungu áhorf-
endur, og þeir gáfust upp á að
reyna að fylgjast með. Hefði
ekki verið ráð að sleppa sumum
aukapersónum og halda sig
bara við söguna af Oliver? (Hef
ég þá I huga söngleikinn eða
teiknimyndina, sem sýnd var i
isl. sjónvarpinu um jólin). Alla
vega er uppfærslan i Þjóðleik-
húsinu of flókin til þess að vera
eftirminnilegt barnaleikrit.
Þriðja atriðið, sem mér þótti
gagnrýni vert eru leiktjöldin.
Mér finnst þau brjóta I bága við
raunsæisanda verksins. Skipt-
ingar eru að visu tíðar, og þvi
þægilegt að nota fáa muni, en
hins vegar er erfitt að lifa sig
inn i atburðarásina, þegar um-
gerðin minnir okkur stöðugt á,
að þetta er bara leikur.
Búningar og gervi voru aftur
á móti frábær, gátu vart verið
betri. Beint út úr Englandi ni-
tjándu aldarinnar. Og þá átti
nákvæm lýsing verulegan þátt i
að skapa rétta stemningu.
Þau þr jú atriði, sem ég hef nú
upp talið, veikja sýningu Þjóð-
leikhússins verulega, að minu
mati. Heildaráhrifin urðu þvi
ekki þau, sem ég hafði vænst.
Engu að siður er margt gott um
þessa sýningu Eins og ég sagði
voru gervin mjög góð, ekta Dic-
kens, og get ég þar nefnt Jón S.
Flosi Ólafsson og Bryndis
Pétursdóttir I hlutverkum
Bumble og Madömu Corney
Á RATSJÁNNI
Skoöanakönnun DB um iyfg/ stjámarinnar:
RÍKISSTJÓRNIN EYKURi
FYLGISUT AÐ NÝJU
SKAMMDEGISIiF
hanska og hleypur út á stræto'stöð
og rétt I þvi sem maður kemur
þangað brennir strætó i burt.
Þetta er venjulegur mánu-
dagur. Aö visu i kaldara lagi, en
að öðru leyti hefðbundinn. Og
þetta er aöeins byrjunin.
Þegar maður er búinn að norpa
I svo sem hálftima á strætó-
stöðinni, kemur loksins annar
vagn. Hann skilar manni loksins
aö þeirri stöð á leiðinni, sem er
næst vinnustaðnum. Þá er eftir
annar eins spotti og var út á stöð
að heiman, inn á vinnustaðinn.
Maður hleypur hann I einum
spretti. Dettur tvisvar eða
þrisvar á leiðinni kemur svo
loksins i vinnuna svo móður að
maður er hálftima að jafna sig.
Og það er ekkert kaffi til á
staðnum. Um þetta leiti fara hug-
renningar manns að verða mjög
svo rússneskar og maður hugsar
mest um snörur, skammbyssur
eða brennivin. En það er ekki
boðiö upp á neitt af þessu á mánu-
dögum.
Þegar maöur loksins kemst i
vinnuna, byrjar maður á þvi að
lesa blöðin, svo ekki þurfi aö rjúfa
heilasvefninn strax. En þvi
miður. Engin blöð á mánudags-
morgnum. Þaö verður aö vekja
heilasellurnar af værum svefni og
snúa sér að vinnunni strax.
Svo kemur hádegið, og þá loks
koma siðdegisblöðin. Og hafi
sálarskarnið verið illa farið og
veikt fyrir, fer ástand þess hrfð-
versnandi viö þann lestur. A for-
siðu Dagblaðsins, (hins óháða og
frjálsa) má sjá að þeir eru teknir
til við sína uppáhaldsiðju. Þeir
eru farnir að skoðanakanna rétt
einu sinni. Það er merkilegt,
þegar það er hugsaö nánar, að
blað, sem er víðlesið skuli standa
i þvi að hringja i lesendur sina, til
þess aö geta siðan slegið meðal-
talsskoðun þeirra upp á forsiðu,
svo þeir geti lesið^um eigin skoð-
anir i hádeginu. Blaðinu væri
nær, að setja á 'mánaðarfresti á
forsíðu: „Maður, skoða þú hug
þinn”. Þá væri hægt að spara
mikinn pening og fyrirhöfn.
Burtséð frá þvi, hversu hrell-
andi allar skoðanakannanir eru i
sjálfu sér, þá er þessi DB könnun
þeim mun hræðilegri, sem niður-
staðan er einhver sú mest ógn-
vekjandi, sem gefið hefur að llta á
forsíðu þess ágæta blaðs, fyrr eða
siðar. Það kemur sumsé I ljós, að
ekki einasta nýtur hin hræöilega
rikisstjórn Gunnars Thoroddsen
stuðnings meirihluta þjóðar-
innar, heldur hefur þetta fylgi
aukistfrá þvi DB skoöanakannaöi
siðast um þetta mál. Og er þá
nema von, að skynsamir menn
eigi erfitt með svefn á þessum
siðustu timum? —Þagall
alþýöu
blaðið
Þriðjudagur 20. janúar 1981
KÚLTÚRKORN
Háskólafyrirlestrar um
finnskar og norskar
nútímabókmenntir
Kai Laitinen prófessor við
háskólann i Helsinki flytur opin-
beran fyrirlestur um finnskar
nútfmabókmenntir i boði heim-
spekideildar Háskóla Islands
miðvikudaginn 21. janúar 1981 kl.
17:15 i' stofu 422 I Arnagarði.
Fyrirlesturinn nefnist: „Fran
skogen tilstaden” og verður flutt-
ur á sænsku.
Þá flytur Leif Mæhle prófessor
við háskólann i Osló opinberan
fyrirlestur um norska nútima-
ljóðlist i' boði heimspekideildar
fimmtudaginn 22. janúar n.k. kl.
20.30 i stofu 422 I Arnagarði.
Fyrirlesturin n nefist:
„Oppblomstring eller litterær
inflasion? Glimt fra nyare norsk
lyrikk” og verður fluttur á
norsku.
Ollum er heimill aðgangur.
BOLABÁS
Morgunblaðið státar af þvi
að vera „tante Berling eða
Berlinske Tidene islenzka
blaðaheimsins. Um daginn
hafði það eftir Berling frænda,
að forseti tslands myndi á
næstunni mæta i „kryddsil-
darveizlu” með blaðamönn-
um, ásamt Margréti II Þór-
hildi af Danmörku. Hér skauzt
gamla Mogga illilega: þeim
stöllum var nefnilega gert að
mæta i „kryds-ild” sem á litið
skylt við kryddsild. Krydd-
sildarveizlan sem aldrei var
haldin tekur þvi sinn sess i
blaðasögunni ásamt með þeim
Staff hershöfðingja knatt-
spyrnukappanum Instant
Replay og amriska auðjöfr-
inum Lingerie Magnate.
spörum
RAFORKU