Alþýðublaðið - 10.02.1981, Page 1
alþýðu-1
blaöið li
Dýrir duttlungar
sjá leiðara bls. 3
Frumvarp Benedikts
Gröndals um breytingar
á lögum um þingsköp
sjá bls. 4
Þridjudagur 10. febrúar 1981-
22. tbl. 62. árg.
SSSHHBSBi
Frumvarp Alþýðuflokksins:
Greiðslubyrði vegna
íbúðakaupa og bygginga
minnkuð og jöfnuð
A fundi i efri deild Alþingis i
gær, mælti Kjartan Jóhannsson
fyrir frumvarpi um bætt kjör
sparifjáreigenda, ibúðarbyggj-
enda og ibúðarkaupenda, en
flutningsmenn frumvarpsins
ásamt Kjartani, eru Eiður
Guðnason og Karl Steinar
Guðnason.
I greinargerð með frumvarp-
inu er gerð grein fyrir þvi af
hverju þetta frumvarp er lagt
fram og i hvaða tilgangi. Þar
segir m.a. að raunvaxtastefna
Alþýðuflokksins sé forsenda
þess að takast megi að skapa
eðlilegt og heilbrigt fjármálalif
á Islandi. Þvi fylgir að fjárfest-
ingarlán verða að vera til langs
tima. Þess vegna hefur Alþýðu-
flokkurinn ævinlega boðað að
aðlögun verðtryggingar og
vaxta yrði að fylgja lenging
lána og dreifing greiðslubyrðar.
Sérstaklega á þetta við um hús-
byggjendur og ibúðakaupendur
og má minna á frumvarpsflutn-
ing og stefnumörkun Magnúsar
H. Magnússonar i þessu sam-
bandi um stighækkun húsnæðis-
lána. Þeirri stefnumörkun hefur
núverandi rikisstjórn hins
vegar gersamlega brugðist.
Enn fremur hefur rikisstjórnin
gjörsamlega vanrækt að lengja
almennan lánstima. Rikis-
stjórnin er þvi ekki að fram-
kvæma raunvaxtastefnu og
lætur sér hag húsbyggjcnda og
ibúðakaupenda i léltu rúmi
1‘ggja-
1 greinagerð með frumvarp-
inu segir svo um forsendur
raunvaxtastefnunnar:
„Veigamikil forsenda raun-
vaxtastefnunnar er sú — og á
þaðhefur Alþýðuflokkurinn ætið
lagt mikla áherslu — að jafn-
framt hækkun nafnvaxta yði
lánstiminn lengdur. Minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins lagði á
sinum tima mikla áherslu á að
þetta atriði kæmi til fram-
kvæmda svo og á aukna kynn-
ingu lánskjara og almennra
reglna um lánaviðskipti.
Raunin hefur hins vegar orðið
sú, að litt hefur miðað og láns-
timinn er sem fyrr allt of
stuttur. Ein afleiðing þessa er
sú, að greiðslubyrði lána verður
mjög þungbær. Það er fyrst og
fremst þetta atriði sem veldur
lánþegum þungum búsifjum,
enda er nú svo komiö að það er
hverri meðalfjölskyldu nánast
um megn að koma sér upp þaki
yfir höfuðið. Það er mikilvægt
að gera sér grein fyrir þvi að
þetta er bein afleiðing af mis-
tökum i framkvæmd peninga-
málastcfnunnar. Þótt fram-
kvæmdin hafi hins vegar farið I
handaskolum er stefnan skýr
eins og hún var upphafiega mót-
uð af Alþýðuflokknum.
1 þvi efnahagsöngþveiti sem
hér hefur rikt á undanförnum
misserum hefur hagur tveggja
hópa einkum verið fyrir borð
borinn, annars vegar hins al-
menna sparifjáreiganda, sem
ekki hefur notið þeirra
ávöxtunarkjara sem honum ber
lögum samkvæmt: hins vegar
hafa ibúðabyggjendur og ibúða-
kaupendur búið viö allt önnur
lánaskilyrði en stefnumörkun
Alþýðuflokksins gerir og gerði
ráð fyrir, þar sem aukinni
greiðslubyröi átti að dreifa yfir
mun lengri lánstima en raun
hefur á orðið”.
t umræðum, sem spunnust út
af frumvarpinu, hélt m.a. Þor-
valdur Garðar Kristjánsson
ræðu, og sagði þar, að hann væri
i öllum meginatriðum sammála
frumvarpinu, en að af fenginni
reynslu efaðist hann um að
lagasetningin, eins og hún væri,
næði tilgangi sinum. Tómas
Arnason, viðskiptaráðherra,
kom siðan i pontu og lýsti furðu
sinni á þvi, að Kjartan Jóhanns-
son gagnrýndi rikisstjórnina
vegna vaxtamála, það ætti að
gagnrýna rikisstjórnina á allt
öðrum grundvelli. Hann vildi
hinsvegar ekki tjá sig nánar um
það mál.
Kjördæmisþing Alþýðuflokksins um borgarmál:
REYKJAVÍK VER 1 MILUARÐI TIL
BYGGINGAFRAMKVÆMDA í ÁR
500 íbúðir skv. félagslegu kerfi afhentar 1981- 82
Deila sjómanna og
útvegsmanna:
Togararnir
stöðvast
í vikunni
— bátarnir eftir helgi
Næstu daga munu margir
togarar stöðvast vegna verk-
falls sjómanna. t gærkveldi
var fundur með deiluaðilum,
sjómönnum og útvegs-
mönnum. Það eru hásetar og
vélstjórar á togaraflotanum
sem hófu verkfall á miðnætti I
fyrrinótt. Verkfallið nær ekki
til sjómanna á Vestfjörðum,
sem sömdu s.l. vor, sjómanna
á Austfjöröum og Vestmanna-
eyjum. Þar sem Vélstjóra-
félag tslands er þátttakandi I'
aðgerðunum munu nokkrir
togaranna stöðvast vegna
verkfalls vélstjóra eingöngu.
Þvi hefur verið haldið fram
opinberlega, að útgerðarmenn
væru alls ekki óhressir með að
mál skuli nú hafa þróast svo
að til verkfalla kemur. Bent
hefur verið á, að reynsla út-
gerðarmanna af verkföllunum
á Vestfjörðum fyrir tæpu ári
siðan hafi verið nokkuð góð!
Sjómenn fóru nefnilega i verk-
fall á þeim tima sem þorsk-
veiðibann var gildandi.
I janúar og febrúar er gert
ráð fyrir þvi að togararnir taki
út tuttugu daga þorskveiði-
bann og komi til verkfalls
fyrir alvöru sparaði það út-
gerðarmönnunum að gera
skipin út á skrapveiðar, sem
ekki borga sig. 1 framhaldi af
þvi hafa heyrst raddir um aö
útgerðarmenn myndu e.t.v.
gripa til þess ráðs að setja
verkbann á sjómenn til að
stöðva allan flotann.
Kristján Ragnarsson for-
maður Llú vildi, i samtali við
Alþýðublaðiðekki staðfesta aö
svo væri. Hann sagði: „Engar
slikar ákvarðanir hafa verið
teknar, enda hefur slikt ekki
verið rætt. Við förum til
fundar við sjómenn hjá sátta-
semjara i dag kl. 17.00, en ég
get ekkert sagt um horfurnar
á samkomulagi. Það er langt
siðan við ræddum við sjómenn
siðast og ég vonast til að ein-
hver árangur náist i þessu
máli.”
Guðmundur Hallvarðsson
hjá Sjómannafélagi Reykja-
vikur sagðist ekki hafa heyrt
neitt um verkbannshug-
myndir Utgerðarmanna, sem
hann taldi óliklegar. Hins
vegar sagðist Guðmundur
vonast til að eitthvað færi aö
gerast f þessum málum von
bráðar Fyrirsjáanlegt væri að
nokkrir togaranna myndu
stöðvast á næstu dögum.
Guðmundur sagði að þaö
væru sérstaklega lifeyris-
málin sem stæðu i veginum
fyrir lausn deilunnar, en ekki
væri gott að segja til um það
hvernig málin stæðu nú. Langt
væri siðan deiluaðilar heföu
ræðstvið. Hann vildi ekki upp-
lýsa hvað fulltrúar sjómanna
myndu leggja höfuðáherzlu á i
komandi samningalotu.
Með tilkomu þorskveiöi-
banna og með þvi aö það er
hreinlega óhagkvæmt fyrir út-
gerðina að gera togarana út á
skrapveiöar veröur verkfalls-
vopnið sjómönnum ekki eins
$
Um siðustu helgi gekkst
fulltrúaráð Alþýðuflokksins I
Reykjavik fyrir Kjördæmisþingi
um Borgarframkvæmdir 1981.
Þingið var haldið á Hótel Lwft-
leiðum. Rétt til þingsetu áttu
aðalfulltrúar og varafulltrúar I
fulltrúaráöinu, sem og allir
trúnaðarmenn Alþýöuflokksins I
borginni við síöustu kosningar.
Það var Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðisstofnunar rikis-
ins, fyrsti varaborgarfulltrúi
Alþýðuflokksins i Reykjavik, sem
setti þingið. Siöan ræddi Sjöfn
Sigurbjörnsdóttir um menningar-
mál og æskulýösstarf i borginni.
Þá ræddi Björgvin Guðmundsson
um atvinnumál i Borginni. Björg-
vin greindi frá þvi helzta sem gert
hefur verið i borginni á sviði at-
vinnumála. Hann ræddi ágætan
rekstur B æ j arútgerðar
Reykjavikur. Þá upplýsti Björg-
vin að atvinnumálanefnd borgar-
innar hefi tekiö upp þá nýjung, að
auglýsa eftir hugmyndum manna
um atvinnutækifæri i Reykjavik.
Björgvin sagöist vonast til að
þessi nýjung skilaði góðum hug-
myndum og ekki bæri á ööru en
menn heföu tekið þessu vel. Nú
þegar hefðu borist margar mjög
athyglisverðar tillögur eöa hug-
myndir.
Sigurður E. Guðmundsson
ræddium húsnæðismál i borginni
og verður erindi hans gerð nokkur
skil hér að neðan. Sigurður gerði
sérstaka grein fyrir einstökum
þáttum húsnæðisframkvæmda á
vegum borgarinnar. 1 fyrsta lagi
sagði hann að gert væri ráð fyrir
að fimm hundruö ibúðir á félags-
legum grunni yrðu afhentar á
árunum 1981—1982.Þá sagði hann
að senn liði að þvi aö siðustu
ibúðirnar i verkamannabústöðum
i Hólahverfi yrðu afhentar. Þá
væri og búið aö ráðstafa 60
raðhúsum i sama hverfi og hæfist
afhending þeirra þegar næsta
vor.
Sigurður sagði að hafnar væru
undirbúningsframkvæmdir að
byggingu 176 fbúða á Eiðsgranda
og yrðu þær auglýstar til sölu i
sumar eða haust. Hér væri um að
ræða tveggja til fimm herbergja
ibúðir og væri gert ráð fyrir að
þær fyrstu yrðu afhentar eigend-
um árið 1982.
Þá er fyrirhugaö aö byggja tvö
hundruö íbúðir I verkamanna-
bústöðum á næstunni.... Bygg-
ingasjóður Reykjavikurborgar
hefur auk þess sótt um lóöir undir
119 ibúðir i þvl skyni að útrýma
heilsuspillandi húsnæði, en þetta
taldi Siguröur afar brýnt.
Byggingasjóöur hefur einnig sótt
um lóöir undir 110 leiguibúðir,
sem verða fjármagnaðar skv.
lögum um Byggingasjóð verka-
manna og sagðistSigurður vonast
til þess að afgreiðslu þessarar
umsóknar kæmi von bráöar.
1 erindi sinu upplýsti Sigurður
EV' Guðmundsson að Bygginga-
sjóður léti nú fara fram athugun á
þvl hvernig mætti koma til móts
við aldraða sem vildu komast úr
of stóru húsnæði i minna, en tölu-
vert væri um þaö, að eldra fólki
langaði til aö skipta um húsnæði,
t.d. til að minnka við sig, en fram-
boð á slikum ibúðum fyrir eldra
fólk væri af skornum skammti.
Væri að vænta niðurstaðna frá
nefndinni eftir nokkurn tima.
Sigurður sagði, að ný löggjöf
um verkamannabústaði fæli i sér
rétt Byggingasjóðs verkamanna
til að kaupa ibúðir i smiðum auk
þess sem nú væri heimilt, aft.
kaupa notaðar Ibúöir til að breyta
þeim i verkamannabústaði. Sagði
hann aö Byggingasjóður borgar-
innar hefði þessi mál til athug-
unar en rétt væri að fara að öllu
með gát þvi hinn frjálsi fasteign-
amarkaöur væri viðkvæmur og
mikil eftirpurn á markaöinum
myndi eflaust sprengja verðið
upp.
Sigurður sagöi, að húsnæðis-
Rafiðnadarsambandið:
Skorar á mið-
stjórn ASÍ að
veita stjórn-
völdum aðhald
A 6. þingi Rafiðnöaðarsam-
bands tslands var samþykkt
ályktun um kjaramál, þar sem
bráðabirgðalög rikisstjórn-
arinnar eru harðlega fordæmd
og miðstjórn ASt hvött til að
veita stjórnvöldum fullt aðhald.
þannig að verkalýðshreyfingin
geti hrundið þeirri árás á frjáls-
an samningsrétt, sem felst i
lögunum. Alyktunin er birt hér
að neöan:
Enn einu sinni hafa stjórnvöld
með lagaboði ógilt 'ákvæði
nýgerðra kjarasamninga. Með
bráðabirgðalögum hefur rikis-
stjórnin ákveðið aö skerða
kaupgjaldsvisitöluna um 7
prósentustig hinn 1. marz n.k.
og svifta þannig launþega rétt-
mætum samningsbundnum
bótum vegna verðhækkana i
nóvember og desember 1980.
Nú sem fyrr hlýtur Raf-
iönaðarsamband Islands að
mótmæla harðlega og fordæma
slika ihlutun rikisvaldsins i
mikilvæg samningsákvæði gild-
andi kjarasamninga.
óljós og þokukennd fyrirheit
stjórnvalda um aögeröir siðar á
árinu i þvi skyni að varöveita
þennan kaupmátt, sem orðið
hefði við óhefta verðbólgu,
breyta engu um eðli þessarar
árásar á frjálsan samningsrétt,
skorturinn i borginni væri
tilfinnanlegur. Sérstakiega væri
það fólk sem minna mætti sin sem
bæri afleiðingar þessa. Hann tók
sérstaklega einstæðar mæður og
minnti á, að þeim væri sérstak-
lega erfitt að koma sér þaki yfir
höfuöið. Sem dæmi um húsnæðis-
skortinn nefndi Sigurður E.
Guðmundsson að nú lægju fyrir
fjögur til fimmhundruð umsóknir
um kaup á endursöluibúöum i
eldri verkamannabústöðum.
Þetta sýndi að húsnæðisskortur-
inn væri tilfinnanlegur.
Sigurður lauk málisinu á þvi aö
gera grein fyrir þýðingu þessa
þáttar borgarframkvæmdanna
auk þess sem hann nefndi
kostnaðartölur vegna ibúðabygg-
inga á vegum borgarinnar.
Reykjavikurborg ætlar að setja
um einn milljarö króna i bygg-
' ingaframkvæmdir á árinu. Um
átta hundruö milljónir til verka-
mannabústaða og um tvö hundr-
uö milljóna til leiguibúða á eigin
vegum.