Alþýðublaðið - 14.02.1981, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 14. febrúar 1981
RITSTJÓRN ARGREl N:_______________________________________
AF FRÆÐIMÖNNUM
OG FARISEUM
Arni Pálsson prófessor komst einhvern timann svo að orði, að rón-
arnir kæmu óorði á brennivinið. Sá sem fylgist með málflutningi Al-
þýðubandalagsins, málsvara verkalýðshreyfingar, þjóðfrelsis og
sósialisma, og ber saman orð og gerðir höfuðpauranna, fyrir og eftir
kosningar, i rikisstjórn og stjórnarandstööu, getur naumast varizt
þeirri hugsun, að málflutningur Alþýðubandalagsins komi óorði á
stjórnmálabaráttu og stjórnmálamenn almennt. Málflutningur flokks-
ins er farinn að bera svo áberandi einkenni pólitisks geðklofa, að jafn-
vel innvigðum safnaðarmeðlimum er farið að ofbjóða. Nokkur dæmi:
Fyrir tæpum þremur árum fór Alþýðubandalagið hamförum gegn
rikisstjórn Geirs Hallgrimssonar og Gunnars Thoroddsens. ítök
Alþýöubandalagsins i stjórnum verkalýðsfélaga og i miðstjórn A.S.I.
voru notuö til hins itrasta, til þess að fá afli verkalýðshreyfingarinnar
beitt til að fella rikisstjórnina. B.S.R.B.-forystan greip til ólöglegra
verkfalla opinberra starfsmanna. Guðmundur jaki var látinn beita sér
fyrir útflutningsbanni. Þáverandi ritstjóri Þjóðviljans, Svavar Gests-
son blés grimmt i herlúöra og sagöi aö nú „þyrfti Alþingi götunnar að
koma til gegn rikisstjórn ránfuglanna”.
Astæðan var sú, að rikisstjórn Geirs og Gunnars riftaði kjara-
samningum með lögum og skerti verðbætur á laun. Samt tryggðu
Gunnar og Geir áfram fullar verðbætur á lægstu laun og lögfestu sér-
stakar ráðstafanir til að vega upp á móti kjaraskerðingunni og hlifðu
þannig kaupmætti lægstu launa.
Tæpum þremurárum siðarendurtekur sagan sig. Þá er bara búið að
skipta um hlutverk. Gunnar Thoroddsen er að visu enn á sinum stað, en
Svavar Gestsson Þióðviliaritstióri er kominn i stað Geirs. Ragnar Arn-
alds er kominn i stað Mathiesens. Guðmundur J. Guðmundsson er
kominn á þing. Og Asmundur Stefánsson er kominn bakdyramegin
gegnum V.R. og með atkvæðum Sjálfstæðismanna upp i forsetastól
A. S.f.
Og hvað gerist. Gunnar Thoroddsen og Svavar Gestsson rifta
nýgerðum kjarasamningum með bráðabirgðalögum. Og það er gengið
lengra. Vísitöluskerðingin nær lika til lægstu launa. Engar ráðstafanir
eru lögfestar um leið til þessað vega upp á móti kjaraskerðingunni.
Hvereru viðbrögð Gv'ðmundar J. Guðmundssonar formanns Verka-
mannasambands íslands? Hefur nokkur heyrt hann minnast á út-
flutningsbann? Minnist nokkur þess að hafa heyrt Kristján skrifara og
Harald Steinþórsson hvetja til ólöglegra verkfalla? Sei, sei, nei. En
Guðmundur J. Guðmundsson á nú sæti i þingflokki Alþýðubanda-
lagsins. Það er finn félagsskapur með mörgum gáfnaljósum. Þar sam-
þykkir Guðmundur jaki allt með þögninni. Hann fær seinna tækifæri til
að staðfesta þetta með handauppréttingu á Alþingi.
Var þetta tiu mánaðar þóf þeirra félaga Asmundar og Guðmundar
jaka við samningaborðið þá allt saman helber vitleysa? Var ca. 9%
kauphækkun hinna almennu kjarasamninga bara ávisun á aukna verð-
bólgu? Hvaðsagði Guðmundur J.? ,,Þeir sem halda þvi fram að kaup
verkafólks sé þaðsem verðbólgunni veldur ættu að fá núll i hagfræði og
núll i hegðun”. En nú vitum við, hverjir halda þvi fram: Ragnar
Arnalds heldur þvi fram. Svavar Gestsson heldur þvi fram. Hjörleifur
Guttormsson er vis að skrifa heila skýrslu um þaö. Og Guðmundur J.
Guömundsson hefur samþykkt þessa kenningu með atkvæði sinu.
Bráðabirgðalög rikisstjórnarinnar um riftun kjarasamninga og
riftun visitölukerfis hafa vafalaust verið til umfjöllunar á mörgum
fundum miðstjórnar Alþýðubandalagsins. Á flokksþingi Alþýðubanda-
lagsins var Asmundur Stefánsson efstur i vinsældakosningu til mið-
stjórnar. Væntanlega skrópar forseti A.S.l. ekki á svo þýðingarmiklum
fundum? Auövitað krafðist hann þess, að fullt samráð yrði haft við
miöstjórn A.S.t? Hann átti reyndar ekki að þurfa að krefjast þess, þar
sem þaö er beinlinis skylt skv. stjórnarsáttmálanum. Eiga menn að
trúa þvi að forseti A.S.l. hafi á miðstjórnarfundum Alþýðubandalags-
ins tekið þvi með þögninni, að kjarasamningar, sem hann beitti sér
fyrir i heila tiu mánuði, væru dæmdir dauðir og ómerkir sem hagfræði-
leg vitleysa og verðbólguspekúlasjón. Ætlast miðstjórnarmaður
Alþýðubandalagsins, sem jafnframt situr á forsetastóli A.S.I., til þess
að menn trúi þvi, að hann hafi ekki haft hugmynd um lykilatriði bráöa-
birgðalaganna um riftun kjarasamninga, fyrr en eftir á? Þvi veröur
ekki trúað, fyrr en sönnunargögnin eru lögð á borðið. Þangað til heitir
það hræsni.
Oghvernig er komið trúnaði fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins
gagnvart B.S.R.B. og verkalýðshreyfingunni? Meö þvi að undirrita
B. S.R.B. samningana i ágúst ruddi hann brautina fyrir A.S.I.
samningunum i októberlok. Þvi næst fór hann að dæmi Mathiesens,
forvera sins, og riftaði þessum samningum og þurrkaði út verðbólgu-
áhrif þeirra. Hvað sagði hann um breytni Mathiesens árið 1978? Hann
sagði i þingræöu að riftun samninga væri ólögleg athöfn, ,,að viölagðri
refsingu og þungum viöurlögum”. Samt voru þetta jafnlauna-
samningar, sagði hann i september. Samt var hann allt s.l. ár i farar-
broddi fyrir stjórnarliðum i þvl að neita skattalækkun I staö kauphækk-
ana i krónutölu. Þegar kjaradómur i máli B.H.M. og alþingismanna
hafði bætt hlut hálaunamanna, andmælti ráöherrann I fyrstu en kallaði
siðan á Kristjan skrifara til þess að undirrita kjaradóminn i sam-
einingu.
Hver man nú ekki eftir hinum vigreifa riddara jafnréttisbar-
áttunnar, Svavari Gestssyni Þjóöviljaritstjóra? Um hvað snýst jafn-
réttisbaráttan i reynd, ef ekki um sömu laun fyrir sömu vinnu og um
rétt kvenna til ábyrgöar- og trúnaöarstarfa, þegar þær eru sannanlega
taldar hæfastar til starfsins? Baráttan um jafnrétti kynjanna fer nefni-
lega fram á vinnustööunum, en ekki á siöum Þjóðviljans. Þegar á
reyndi féll Svavar Gestsson m.a.s. á þessu prófi. Og var tekinn eftir-
minnilega i karphúsiö af Jóhönnum Siguröardóttur i Sjónvarpsþætti.
Og nú er framundan sérlega tilþrifamikil pólitisk átveizla hjá þing-
flokksformanninum Ölafi Ragnari Grimssyni. Þrátt fyrir allar til-
raunir til þess að hafa herstöðvaandstæöinga góöa meö kenningunni
um varnarsigra Alþýðubandalagsins frammi fyrir samsæri heims-
valdasinna um kjarnorkustassjón í Keflavik og tsland sem þungamiðju
i árásarstyrjöld heimsvaldasinna gegn hinum friösömu Sovétrikjum,
þá er nú aö þvi komiö aö standa við stóru orðin. Um byggingu hinna
umdeildu flugskýla segir ölafur Jóhannesson: „Ég hef tekiö mina
ákvörðun og hún stendur óhögguö.” I þessu máli mætist hiö óbifanlega
og hiö ómótstæðilega, — eöa h vað. Og svo verður setzt að snæöingi!
—JBH
Auglýsing irá ríkisskattstjóra
nr. 3/1981
Breytingar og viöbætur á leiðbeiningum ríkisskattstjóra viö útfyll-
ingu skattframtals einstaklinga árið 1981 vegna breytinga á lögum
um tekju- og eignarskatt, sbr. lög nr. 2 frá 13. febrúar 1981.
Skýringar við lið Sl Skuldir og vaxtagjöld á bls. 5 í leiðbeiningunum,
sbr. texta fyrir ofan sundurliðun skulda á framtali, bls. 4, orðist
þannig:
Vaxtagjöld til frádráttar eru vextir af veðskuldum, teknum til
tveggja ára eða lengur, vegna öflunar íbúðarhúsnæðis til eigin nota
eða til endurbóta á því.enda nemi heildarkostnaður 7% eða meira af
fasteignamati íbúðarhúsnæðisins í árslok. Sama gildir u,m vaxtagjöld
af öðrum skuldum sem stofnað er til i sama tilgangi, þau má draga
frá á næstu 3 árum frá og með kaupári, eða næstu 6 árum frá og með
því ári sem bygging er hafin á, eða til og með því ári sem húsnæði er
tekið til íbúðar ef það er síðar. Á f ramtali 1981 skulu vextir af lánum
með sjálfsskuldarábyrgð teknum til tveggja ára eða lengri tíma í
sama tilgangi, lagðir að jöfnu við sambærileg fasteignaveðlán.
Kaflinn ,,Vaxtagjöld til frádráttar" á bls. 6. 1. dálkur i leiðbeinmg-
unum orðist svo:
yaxtagjöid ^l\ j dálkinn „Vaxtagjöld til frádráttar" skal færa vaxtagjöld, afföll
frádráttar ^og gengistöp af fasteignaveðskuldum sem upphaflega voru til
tveggja ára eða lengri tíma og sannanlega er stofnað til vegna öfl-
unar íbúðarhúsnæðis til eigin nota. I þennan dálk skal einnig færa
vaxtagjöld af öðrum skuldum sem stofnað var til vegna öflunar
íbúðarhúsnæðis til eigin nota, en slík vaxtagjöld er þó aðeins heimilt
að draga frá tekjum á næstu þremur skattárum talið frá og með
kaupári (miðað er við dagsetningu kaupsamninga) eða næstu sex
árum talið frá og með því skattári þegar bygging er haf in eða til og
með því ári sem húsnæðið er tekið til íbúðar ef það er síðar. Sama
gildir varðandi frádrátt vaxtagjalda af skuldum sem stofnað er til
vegna endurbóta á ibúðarhúsnæði til eigin nota, enda nemi heildar-
kostnaður 7% eða meira af fasteignamati þess í árslok.
Athygli er vakin á því að vaxtaf rádráttur skerðist um vaxtatekjur af
eignum skv. lið E 6. Sjá nánar í útskýringum við liðinn „Útreikningur
vaxtagjalda til frádráttar skv. E-lið 30. gr".
Vaxtagjöld til frádráttar samtals skv. reit 87 færast í liðinn „út-
reikningur vaxtagjalda til frádráttar skv. E-lið 30. gr".
Kaf linn „útreikningur vaxtagjalda til frádráttar" á bls 6, 1. dálkur
i leiðbeiningunum orðist svo:
Frádráttur takmarkast við þá f járhæð sem vaxtagjöld skv. reit 87
eru hærri en vaxtatekjur skv reit 14 (án stofnsjóðsvaxta). Frádráttur
þessi má þó eigi vera hærri en 3.625.000 kr. hjá einhleypingi og
7.250.000 kr. hjá hjónum.
Skýringar við reit 34 á bls. 10, 2. dálkur, í leiðbeiningum ríkisskatt-
stjóra við útfyllingu skattframtals einstaklinga orðast þannig:
Reitur 34.
Hér má færa sem frádrátt:
a) kostnað vegna handverkfæra sem málara-, múrara-, rafiðnaðar-,
skipasmiða-, trésmiða-, veggfóðrara- og dúklagningarsveinar
þurfa að leggja sér til við störf sin sem nánar greinir hér á eftir.
b) kostnað vegna hljóðfæra sem hljómlistarmenn, sem eru laun-
þegar, þurfa sjálf ir að leggja sér til við öf lun teknanna sem nánar
greinir hér á eftir.
c) þann hluta hlunninda samanlagt sem veittur er með fæði, húsnæði,
fatnaði eða öðrum hliðstæðum hætti og færður er til tekna en eigi er
talinn manni til hagsbóta með hliðsjón af heimilisástæðum og öðr-
um atvikum að mati ríkisskattstjóra svo sem nánar greinir hér á
eftir:
Kostnaöur r\l\' Málara-, múrara-, rafiðnaðar-, skipasmiða-, trésmiöa-,
veg"a vveggfóðrara- og dúkalagningarsveinum skal heimilt skv. neðan-
handverk æra grejncjum reg|um að færa til frádráttar tekjum kostnað vegna hand-
verkfæra er þeir þurfa að leggja sér til viðstörf sín:
a) Heimilt skal að færa til frádráttar kostnað vegna kaupa á hand-
verkfærum á árinu 1980. Kröfu sína um frádrátt skal framteljandi
styðja með framlagningu fullnægjandi reikninga. Hámark frá-
dráttar samkvæmt þessum staf lið má þó ekki nema hærri f járhæð
en 145.000 kr.
b) Vikja má f rá reglu samkvæmt a-lið um sönnunarskyldu kostnaðar
enda nemi þá hámarksf járhæð til frádráttar 99.000 kr.
Framteljandi skal ávallt bundinn í f jögur samfelld framtalsár við
þá verklagsreglu sem hann velur.
Kostnaöury^f\ Hljóðfæraleikurum, öðrum en hljóðfæraleikurum í Sinfóniuhljóm-
hróðfæra ^ sveit íslands,er hafa haft tekjur sem launþegar af hljóðfæraleik á ár-
inu 1980 og þurft að leggja sér sjálf ir til hljóðfæri við öf lun teknanna
skal heimiltað færa til frádráttar f rá þeim tekjum sem nemur 3% en
þó að hámarki 250.000 kr.
Hljóðfæraleikurum Sinfóníuhljómsveitar íslands er heimilt að færa
til frádráttar tekjum sínum frá hljómsveitinni:
a) Kostnað við kaup á endurnýjunarhlutum, enda styðji þeir kröfu
sína með framlagningu fullnægjandi reikninga. Frádráttur þessi
skal þó aldrei vera hærri en sú f járhæð nemur sem þeim er greitt
fyrir afnotin.
b) Víkja má frá reglu samkvæmt a-lið um sönnunarskyldu kostnaðar
enda nemi þá hámarksupphæð til frádráttar 50% af þeirri f járhæð
sem greidd er fyrir afnot einstakra hljóðfæra.
Framhald skýringa við reit 34, um frádrátt frá hlunnindamati, er
óbreytt.
Reykjavík, 13. febrúar 1981.
Ríkisskattstjóri.