Alþýðublaðið - 14.02.1981, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 14.02.1981, Blaðsíða 8
AUGLÝSING um eftirlaun til aldraðra í desember 1979 samþykkti Alþingi lög um eftirlaun til aldraöra, lög nr. 97 1979. Lög um eftirlaun til aldraðra, lög nr. 97 1979. Lög þessi gilda frá 1. janúar 1980 og koma i stað laga nr. 63 1971 um eftirlaun til aldraðra félaga i stéttarfélögum, en ná til mun stærri hóps manna. Höfuðnýmæli hinna nýju laga eru ákvæði um réttindi manna, sem stundað hafa sjálfstæðan atvinnurekstur, og launþega, er starfað hafa utan við svið þeirra stéttar- félaga, sem eldri lög tóku til. Akvæði eldri laga um eftir- laun til aldraðra félaga i stéttarfélögum haldast hins vegar óbreytt, og sama gildir um ákvæði laga um Lifeyrissjóð bænda. Skilyrði um aldur og réttindatima eru þau sömu og verið hafa samkvæmt eldri lögum þ.e.: Ellilifeyrir: Skilyrði fyrir rétti til ellilifeyris eru þau, að hlutaðeigandi sé a. orðinn 70 ára og hafi látið af störfum, eða sé oröinn 75 ára, og b. eigi að eigi að baki a.m.k. 10 ára réttindatima (atvinnutekjur) eftir 55 ára aldur, sem þó reiknast ekki iengra aftur i timann en til ársbyrjunar 1955. Makalifeyrir: Skilyrði fyrir rétti til makalifeyris eru þau, að hinn látni hafi veriö fæddur árið 1914 eða fyrr, hafi fallið frá eftir árslok 1969 a.m.k. sextugur að aldri og hafi átt að baki eða hefði við 70 ára aldur verið búinn að ná 10 ára réttindatima. Um örorkulifeyri er einvörðungu að ræða sem viðbótar- rétt við lifeyri úr lifeyrissjóði að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Umsækjendum, sem aðild eiga að lifeyris- sjóði, ber að snúa sér til lifeyrissjóðs sins. Aðrir umsækjendur geta snúið sér til Tryggingastofnunar rikisins, umboðs- manna hennar eða beint til umsjónar- nefndar eftirlauna. Einnig hefur þeim til- mælum verið beint tii lifeyrissjóða og verkalýðsfélaga, að þessir aðilar veiti upplýsingar og aðstoð við frágang um- sókna. Skrifstofa umsjónarnefndar er að Suður- landsbraut 30, 3. hæð, 105 Reykjavik, simi 84113. Skrifstofan er opin kl. 10-16; Umsiónarnefnd eftirlauna. Blaðburðarbörn óskast á eftirtalda staði STRflX Borgartún Skipasund -Efstasund Hátún-Miðtún-Samtún Skúlagata-Hverfisgata-Skúlatún Asparfell-Austurberg-Fannarfell-Fella- fllþýðublaðið Helgarpósturinn Simi 81866 Tilkynning frá Tryggingastofnun ríkisins varðandi fæðingarorlof Konur, sem alið hafa barn eftir 1. október 1980 og ekki áttu rétt til launa i þriggja mánaða fæðingarorlofi né til atvinnu- leysisbóta i fæðingarorlofi, vinsamlegast kynnið yður rétt yðar til greiðslu fæðingarorlofs almannatrygginga hjá Tryggingastofnun rikisins i Reykjavik og bæjarfógetum og sýslumönnum um land allt. Tryggingastofnun ríkisins. R5J Fóstrur Kópavogskaupstaður auglýsir hér með eftir fóstrum til starfa á dagvistunar- heimilum i Kópavogi. Umsóknarfrestur er til 18. febrúar n.k. Allar frekari upplýsingar veitir félags- málastjóri i sima 41570. Bæjarstjórinn i Kópavogi. Á RATSJÁNNI Það fór sko ekki hjá þvi, að niðurstöður skoðanakönnunar Þagals vektu eftirtekt og um- ræðu. Þegar stjórnarliðar heyrðu af niðurstöðunum, hvitnuðu þeir og þögnuðu, i fyrsta sinn i stjórnartið Gunnars Thoroddsen. Og slikum ótta sló á hópinn, að eftir að Alþýöubandalagsmenn höfðu verið á nokkuð ströngum megrunarkúr, hófu þeir átsvall þegar. Ólafur Ragnar Grimsson gerð- ist gifuryrtur og hávær á fundi með utanrikisráðherranum, Ólafi Jóhannessyni. (Þið munið eftir Óla Jóh., hann var maðurinn, sem Dagblaðið skrifaði svo striðni öla Jóh. sér sinar strang sálfræðilegu skýringar. En engu að siður er það staðreynd, að Óli Jóh. sagði við nafna sinn, aö hann og hans menn yrðu að éta þetta allt saman oni sig aftur, eins og þeir hafa alltaf gert. Við þetta fauk i ólaf Ragnar, og heimtaði hann að ummælin yrði bókuð og vottfest þegar. Það er ansi oft, að hjónaböndin eru erfið. Nú kunna lesendur að velta þvi fyrir sér, hvaða sálfræðilegar skyringar eru til á þessum ósköp- um öllum. Eins kunna þeir aö velta þvi fyrirsér, hvað Þagall er að fara, þegar hann talar um hjónabönd. Allt mun þetta verða Hversvegna Óli Jóh. eyðilagði megrunarkúrinn hjá Ólafi Ragnari! margar fyrirsagnir um hér fyrr á árum . NU skrifar Dagblaðið auð- vitað fyrirsagnir um Gunnar Thoroddsen. Sic transit gloria mundi). En með gifuryrðum sinum varð Ólafur Ragnar þess valdandi, að megrúnarkúr Alþýðubandalags- ins brást. 1 nokkrar vikur hafa Al- þýðubandalagsmenn verið heldur fáorðir opinberlega, enda hafði hann hlaupið utan á flokkinn hvapi mikill, vegna siendurtek- inna átveislna, sem flokkurinn lenti i þar sem aðalréttirnir voru yfirlýsingar ýmissa flokks- manna. Nú hafði Olafur Ragnar opnað munninn, og það var eins og við manninn mælt, að eins og púkinn á fjósbitanum, hljóp vel- megunarspikið utan á þessar elskur. Ekki gat óli Jóh. á sér setið að stríða nafna sfnum Ragnari á þessum ósköpum, enda á þessi skýrt fyrir lesendum nú þegar, þvi lofar Þagall upp á æru og trú. 1 Dagblaðinu i gær var merki- leggrein, sem hafði að fyrirsögn: „Hví eyöileggja karlar megrun kvenna sinna”. Þar er fjallað um þann leiða sið karla að þeir leitast við, meðvitað eða ómeðvitað að tæla konur frá megrunarkúrum. Þar segirm.a.: Staðreynd er að margir eigin- menn reyna stöðugt að spilla megrunarkúr eiginkvenna sinna. En hví er þaö aö karlinn býður strax upp á rjómais og konan er búin að tilkynna að hún sé komin i megrun? Svarið getur veriö þaö aö átið sé sameiginleg iðja hjónanna og karlinn vilji ekki missa félags- skap konu sinnar við það. Það getur lika verið að honum finnist að á meðan hún er of feit ráði hann meiru á heimilinu. Og þarna komum viö að kjarna málsins. Óli Jóh. vill endilega að Alþýðubandalagsmenn éti sem mest af orðum sinum, þvi af þeim fitnar flokkurinn, og þá hefur Óli Jóh, og aðrir félagar hans i rikis- stjórninni meiri völd innan hennar. Það er nefnilega svo málum háttað, að eina aðferðin sem Al- þýðubandalaginu dygði til að losna við yfirgang óla Jóh. væri sú aö segja skilið við rikisstjórn Gunnars Thoroddsen að boröi og sæng. Hreinn og klár pólitiskur hjónaskilnaður er eina svariö. En þvi miður er það erfitt fyrir Al- þýðubandalagið að fara út i skilnað akkúrat nú, eftir kauprán og ýmsa aðra gamansemi, sem þeir hafa átt aðild að, i trausti þess.að hjónabandið entist um skeið enn. En hafandi skýrt það, hvers- vegna stjórnin mun sitja enn um sinn, vegna offitu Alþýðubanda- lagsins og vangetu þess, til að sækja um skiinaö i augnablikinu, vaknar sú spurning, hversvegna ÓliJóh, Denni og fleiri neita ekki meðan á nefinu stendur, og hlaupa frá þeim feitum og óburðugum? Enn leitum við i Dagblaðið til skýringar, reyndar i sömu grein og vitnað var i að ofan. Sorglegustu þykir þó sú stað- reynd að margir karlar hvetja konur sinar beint og óbeint til ofáts til þess að fela hina raun- verulegu ástæðu til ómögulegs hjónabands. Staðreyndin hin sorglega er einmitt sú, að þó frammararnir, (og eflaust fleiri) séu óhamingju- samir í hjónabandinu, þora þeir ekki heldur út i skilnað. A.m.k. ekki fyrr, en Alþýðubandalagið er orðið afmyndað af spiki. Til að hjálpa upp á að flokkurinn sá verði nóg og feitur, má enn vitna i Dagblaðið, en þar má finna ráð: „Ef eiginmaðurinn....njósnar hins vegar vandlega um hana (eiginkonuna) og gripur hana glóðvolga við kökustampinn, verður konan oft á tfðum vond og borðar meira”. Þetta mun vera taktikin, sem Óli Jóh. ætlar að nota. Gera Ólaf Ragnar og Alþýðubandalagið reitt, svo þau borði meira. Þvi fyrr er hægt að sækja um skilnað. — Þagall alþýöu- n Fr.ir.M Laugardagur 14. febr 1981 KÚLTÚRKORN Leiksýningar Fjöldinn allur af leiksýningum verður i leikhúsum borgarinnar um helgina. Þjóðleikhúsið sýnir i dag Oliver Twist.eftir Dickens, i leikgerð Arna Ibsen, en sú sýning verður kl. 15. 1 kvöíd verður svo sýning á Könnusteypinum pólitiska eftir Holberg. Leikfélag Reykjavikur sýnir kvöid Rommi eftir D.L. Coburn, en sú sýning verður i Iðnó. Þá verður miðnætursýning á söng- leiknum Gretti i Austurbæjarbiói kl. 23.30. A sunnudag verður svo sýning á ótemjunni eftir Shakespeare, i Iðnó. Alþýðuleikhúsið sýnir á laugar- dag Kóngsdótturina kl. 15:00 og Konaeftir Darion Fo kl. 20:30. A sunnudag verða svo sýningar á Kóngsdótturinni kl. 15:00 og Stjórnleysingjanum eftir Dario Fo kl. 20:30. Breiðholtsleikhúsið sýnir Plútus eftir Aristofanes, á sunnu- dag kl. 20:00. Leikfélag Kópavogs sýnir Þorlák þreyttai 70 sinn á laugar- dag kl. 20:30. Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlið sýnir Til hamingju með afmælið Wanda June eftir Kurt Vonnegut á sunnudag kl. 20:00, i hátiðarsal skólans. Nemenda leikhúsið sýnir Peysufatadagurinn eftir Kjartan Ragnarsson á sunnudag kl. 20:00, i Lindarbæ. Þetta leikrit er mikill sigur fyrir Nemendaleikhúsið og einn gagnrýnandi segir um sýning- una: Uppsetning verksins er mjög skemmtilega unnin og óhætt er að fullyrða að sýningin er sigur fyrir nemendaleikhúsið, sem án efa er metnaðarfyllsta leikhúsið á land- inu I dag. Leikstjórn Kjartans er góð og hann nýtur einnig dyggrar aðstoðar góðs fólks. Ég má til með að minnast sérstaklega á þátt Fjólu ólafsdóttur sem útsetti og æfði tónlist, sem er mikið not- uð i sýningunni. Leikendurnir voru reyndar búnir að sýna það i íslandsklukkunni að söngur var þeim vel gefinn, en I þessu verki er söngur og tónlistarflutningur i einu orði sagt frábær. Andrews- systur og Comedian harmonists birtast ljóslifandi á sviðinu og söngatriðin verða til þess að blær sýningarinnar er léttur reviuleg- ur, án þess að nokkurn tima gera hinn alvarlega undirtón horn- reka. Sýningin i heild bar yfirbragð fagmennsku og kröfuhörku, engir áberandi hnökrar voru á henni. Þessi sjö manna hþur er svo sterk heild að óþarft er að tina til afrek hvers einstaklings. bolabAs „Rikisstjórnarfundur á óvenjulegum tima I morgun”, segir yfirfyrirsögn i Dagblaðinu i gær, en þá hófst fundur I rikisstjórn klukkan hálfniu um morgun- inn. Dagbiaðið bætir þó um betur I aðalfyrirsögn, en hún hljóðar svo: „STJÓNAR- SAMSTARFIÐ í HÆTTU”. Þeir verða vist svo skap- vondir þegar þeir eru rifnir á fætur snemma þessir ráð- herrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.