Alþýðublaðið - 14.02.1981, Blaðsíða 4
Laugardagur 14. febrúar 1981
Kannske lúffar Alþýöubandalagið einnig i flugskýlamálinu. Fari svo er skýringarinnar að leita i þessum stólum
Flugskýlamálid: Fljótamaðurinn gegn Möðruvellingnum
Slæmur siður að tala áður en maður hugsar
Hamagangur formanns þingflokks Alþýðubanda-
lagsins gegn núverandi utanríkisráðherra, Ólafi
Jóhannessyni, er nú aftur hafinn. Þetta mætti kalla
þriðja þátt uppákomunnar. Fyrsti þáttur einkenndist
að dylgjum í garð utanríkisráðherra vegna Jan Mayen
samkomulagsins við Norðmenn. Þá greip Alþýðu-
bandalagið til gömlu frasanna og vændi utanríkisráð-
herra um landráð fyrir framgöngu sina í málinu.
Annar þáttur fólst í því að gera utanríkisráðherra
tortryggilegan vegna ummæla hans um að kjarnorku-
vopn væri ekki að finna á Keflavíkurflugvelli.
Þriðji þáttur, stendur yf ir núna vegna fyrirhugaðra
framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Þar á að reisa
flugskýli sem eru, að sögn Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, sönnun fyrir því að kenning hans um breytt eðli
varnarstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli standist.
Ölafur Jóhannesson hefur lýst því yfir, að ákvörðun
hans verði ekki breytt. Ólaf ur Ragnar Grímsson hef ur
látið svo um mælt að Alþýðubandalagið muni ekki
samþykkja byggingu flugskýlanna. Ef báðir standa
við orð sin fellur ríkisstjórnin.
Alþýðubandalagið getur vart þolað lengur kleif huga
afstöðu sína í málinu, að halda fast við að óbreytt
ástand skuli ríkja á Kef lavíkurf lugvelli, haldandi því
fram að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðinni, á
sama tíma og þeir hafa setið í ríkisstjórn.
Miklar framkvæmdir hafa átt sér stað á Kefla-
víkurflugvelli það hálft þriðja ár sem Alþýðubanda-
lagið hefur setið í ríkisstjórn fyrir utan fyrirhugaðar
byggingar flugskýla og olíutanka í Helguvík. Liggi
eðlisbreyting varnarstöðvarinnar að einhverju leyti í
þessum framkvæmdum hefur Alþýðubandalagið
samþykkt ,,eðlisbreytinguna" Upphlaup þeirra nú
er því út í hött. Fullyrðingar þeirra um „eðlisbreyt-
ingar" eru á hæpnum forsendum byggðar. Ólafur
Ragnar talar um að eitthvað „liggi í loftinu", að
Bandaríkjamenn hafi „krafist" fjórföldunar birgða-
stöðva sinna og „hugmyndir um aukna aðstöðu
Bandaríkjamanna í Evrópu" og byggir málflutning
sinn á loðnum forsendum.
Hér á eftir fer útskrift af ummælum þeirra Ólaf-
anna Jóhannessonar og Grímssonar, sem send voru í
sjö fréttatíma útvarps s.l. fimmtudagskvöld.
ólafur Jóhannesson
Fréttamaður útvarps bað ölaf
Jóhannesson að gera grein fyrir
byggingu flugskýlanna. Olafur
Jóhannesson svaraði þessu til:
„Það eru ekkert óeðlilegar fram-
kvæmdir. Þetta hefur nú farið
fram... eða ákvörðun um þetta
með alveg sama hætti eins og
með aðrar varnarliðsfram-
kvæmdir. Það var samþykkt, tek-
ið á verkefnaskrá, i Norfolk nú i
nóvember, og þarna er gert ráð
fyrir þremur flugskýlum, og þau
eru ekki neðanjarðar, eins og
sumir hafa nú haftá orði. Þau eru
hins vegar byggð nokkuð öðru visi
og varanlegri og úr traustari efni
en fyrri flugskýli. Mér er sagt að
það eigi að geta veriö tvær flug-
vélar i hverju flugskýli fyrir sig.
Sumir draga það nú i efa að það
sé nægilega stórt til þess. Hvert
flugskýli er 345 fermetrar.
Ég álit að það sé nauðsynlegt,
að og eðlilegt, að varnarliöið vilji
hafa flugskýli yfir sinar flugvélar
og ég álit að það sé til bóta, að
flugskýli séu svo traust sem kost-
ur er, þó að maður hugsi ekki
nema bara til veðurs þá er það
svo sjálfsagt mál.
Fréttamaöur útvarps: „En er
þetta kannske liður i stærri fram-
kvæmdaáætlun á Keflavikurflug-
velli, að siðar verði t.d. ráðist i
byggingu á sprengjugeymslum?
— Nei.
Fréttamaður: „Og það hefur
ekki komið til tals úti i Norfolk?”
— Nei.
Fréttamaður: „En er þetta lið-
ur i stærri áætlun Atlantshafs-
bandalagsins til að styrkja varnir
i Norður-Evrópu yfirleitt?”
— Ég hafna algjörlega þeirri
kenningu að þetta feli i sér, að
bygging þessara þriggja flug-
skýla, feli i sér, nokkra eðlis-
breytingu á varnarstöðinni i
Keflavik.
Ég svara náttúrulega ekki fyrir
það hvað leynist i hugskoti NATO-
manna. Það ætla ég mér ekki. Ég
hef ekki orðið var við það.
Fréttamaður: „Það eru ekki
áætlaðar framkvæmdir af sama
eða svipuöu tagi núna?”
— Ég hef nú ekki verkefnalist-
ann við hendina, en ég held að það
sé óhætt að segja að þaö sé ekki
hægt að flokka þær framkvæmdir
sem eru á listanum svona undir
sama hatt og þessi flugskýli. Það
er nú af þessum framkvæmdum,
eða verkefnaskrá, sem gildir fyr-
ir árið i ár, þá er bara einn fjóröi,
eða tæplega það sem eru ný, nýj-
ar framkvæmdir, leyfisveitingar
fyrir nýjum framkvæmdum. Hitt
eru allt verkefni sem hafa áöur
verið samþykkt, og eru flutt yfir
frá fyrra ári eða fyrri árum.
Fréttamaður: „Nú hafa þessar
framkvæmdir mætt harðri and-
stöðu Alþýðubandalagsmanna.
Attu von á að þetta geti orðiö til
þess að stjórnarsamstarfið verði
kannski erfiðara?”
— Ég á nú ekki von á aö and-
staða þeirra verði mjög hörö þeg-
„Akveöinn og sterkur sértu þá” gatti Ólafur Ragnar veriö aö hugsa I
þessum stellingum. Hvor beygir hvorn, Mööruvellingurinn eöa
Fljótamaðurinn. Það er spurning. ólafur Jóhannesson sýnist fastur
fyrir.
ar þeir hafa fengið réttar upplýs-
ingar og áttað sig á hlutunum.
Fréttamaður: „Attu við að þeir
viti ekki allt sem þeir þurfa að
vita um þetta mál?”
— Það er óneitanlega slæmur
siður, sem sumir hafa, að fara að
tala um málin, áður en þeir eru
búnir að fá upplýsingar um þau.
Ólafur Ragnar Grimsson
Siðan talaði fréttamaður við
Geir Hallgrimsson og Karl Stein-
ar Guðnason. Þeir gerðu grein
fyrir sjónarmiðum sinna flokka.
Þá bað fréttamaður Ölaf Ragnar
Grimsson að skýra afstöðu sina.
Ólafur Ragnar Grimsson sagöi?
— 1 fyrsta lagi vil ég taka það
skýrt fram, að þeim spurningum
sem ég bar fram á fundi utan-
rikismálanefndar i morgun hefur
ekki enn verið svarað öllum. Það
liggur ekki fyrir hvenær Banda-
rikin fóru fyrst fram á það, að fá
að reisa flugskýli þessarar teg-
undar hérá landi. Þetta er algjör-
lega ný tegund af flugskýlum
þeirra hér. Og það er alveg ljóst
að með þessum fréttum, sem nú
hafa komið fram i dagsljósið,
ásamt svo orðræöu sem liggur i
loftinu um það, að Bandarikja-
menn vilja gjarnan fá aðstöðu
í>
„HREINT KJ
DANMORK
— segir Ritt Bjerrei
Fyrir stuttu síðan birtist v
Arbejderbladet, málgagni
Ritt Bjerregaard er jafnac
verið sagt, að hún sé einn I
Danmörku. Hún var kennslu
sett af, fyrir lúxus, og gerc
1979. Þá félagsmálaráðherrö
vera kjaftfor. Kastar sér
viðkvæm deilumál. Deilir h
og vinstri róttæklinga og hel
krata.
Sjálf segir hún að hún sé
jafnaðarmaður fram í fingur-
gómana. Hún er alin upp á
Vesturbrú i Kaupmannahöfn, en
þangað hafa jafnaðarmenn jafn-
an sótt fylgi sitt i Kaupmanna-
höfn.
Faðir hennar var smiður
kommúnisti, sem gekk atvinnu-
laus langtímum saman og sagði
sig úr flokknum 1956 þegar upp-
reisnin i Ungverjalandi var bæld
niður. Uppvaxtarár hennar
mótuðust af kjörum foreldranna.
Ritt var spurð að þvi, hvernig
heföi staöiö á þvl aö hún geröist
jafnaöarmaöur. Eiginlega heföi
hún átt aö veröa byltingarsinni,
vinstri sósialisti, miöaö viö upp-
runa sinn. Af hverju?
— Málið er einfalt. Ég vil ná
árangri í starfi. Ég hef ekki
gaman af einhliða mennta-
mannaumræðum um fræði-
kenninguna. Ég hefði aldrei getað
þrifist sem vinstri sósialisti, án
þess að saman færu skoðanir
minar — og árangur i pólitisku
starfi.
Ég held að pólitiska afstöðu
mina megi rekja til uppvaxtarár-
anna. Ég horfði uppá marga
skólafélaga mina hætta i skóla
eftir skyldunám og fara i verk-
smiðjuvinnu auk þess sem marg-
ir feður voru atvinnulausir. Þá
kynntist ég einnig gjörólikum
skoðunum i menntaskóla þegar
einhverjum datt i hug að standa
upp og segja sina meiningu.
Þarna kynntist ég einnig gifur-
legum lifskjaramun.
Ástæðan fyrir þvi að ég gerðist
grunnskólakennari má einnig
rekja til upprunans. Með þvi vildi
ég gera það sem i minu valdi stóð
til að veita öðrum betri mögu-
BRYNDÍS SCHRAM SKRIFJ
Njótið heil!
Leiklistarskóli tslands sýnir
Peysufatadagurinn 1937
Höfundur: Kjartan Ragnarsson
Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson
Tdnlistarflutningur: Fjóla Ólafs-
ddttir
Lýsing: David Walters
Leikmynd og búningar: Magnús
Pálsson.
Það er mikið um að vera i leik-
húsum borgarinnar um þessar
mundir. Margar sýningar á
kvöldi hverju, fyrir utan árs-
hátíðir, þorrablót og aðrar
skammdegishátiðir. Ef menn svo
stunda venjulega vinnu ofan á allt
þetta, þá er i rauninni óhugsandi
að ætla sér að sjá allt. Þá verður
aö fara að velja og hafna. Ekki er
hægt að sjá eina skólasýningu og
forsdma aðra. Þess vegna er
óhjákvæmilegt að sleppa þeim
öllum. Hins vegar gegnir svolitið
öðru máli meö sýningu Leik-
listarskóla rikisins. Þar er verið
að temja væntanlega þjóðleikara,
fólk, sem tekur listina alvarlega