Alþýðublaðið - 19.02.1981, Side 1

Alþýðublaðið - 19.02.1981, Side 1
Víxlarnir í musterinu Sjá leiðara bls. 2 27. tbl. 62. árg. Réttarstaða fólks í óvígðri sambúð — Þingsályktunar tillaga Jóhönnu Sigurðardóttur samþykkt á Alþingi A mánudag var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga Jóhönnu Sigurðardóttur, um könnun á réttarstöðu fólks i óvigðri sambúð. Samkvæmt til- lögunni skal viðkomandi ráð- herra skipa nefnd, er ger.i til- lögur um hvernig réttindum fólks á óvigðri sambúð verði best fyrir komið, sérlega meí tilliti til eignarréttar og erfða- réttar. Nefndin skal hraða störf- um og skila áliti og tillögugerð áður en næsta reglulegt Alþingi kemur saman. 1 greinargerð með tillögu Jó- hönnu, var vitnað til álitsgerðar sambands Alþýðuflokkskvenna, en i greinargerðinni segir m.a.: „Þróun siðari ára hvað snertir óvigða sambúð og réttarstaða þeirra, sem hana kjósa, hefur sýnt fram á nauðsyn þess, að brýn þörf er á að itarleg könnun fari fram á þvi, hvernig löggjaf- inn getur best tryggt hagsmuni, réttindi og skyldur þeirra aðila, sem velja slikt sambúðarform, ekki sist með tilliti til eignar- og erfðaréttar”. „Helstu lög, sem tryggja eiga réttindi og skyldur i hjúskap, eru lögin um stofnun og slit hjú- skapar og lögin um réttindi og skyldur hjóna, en þessi lög ná ekki til fólks i óvigðri sambúð og hefur löggjafinn enn sem komið erekki séð ástæðu til sérstakrar lögverndar sliks sambúðar- forms. Fyrst og fremsteinkennist þvi efnahagsleg réttarstaða ógifts fólks i sambúð af öryggisleysi, sem hlýtur að verða að gefa gaum og löggjafinn verður að gripa inn i á þeim sviðum sem brýnust eru”. Verður að telja grundvallar- atriði, að nauðsynlegur undan- fari þess að aflétla þvi réttar- farslega öryggisleysi, sem rikir hjá fólki i óvigðri sambúð, sé sá, að gaumgæfilega sé kannað hvar og hvernig réttindamálum þeirra verður best fyrir komið. Óhjákvæmilegt hlýtur einnig að vera að taka afstöðu til hvað það er, sem ákveði hvort um sambúð sé að ræða sem eigi að veita þau réttindi sem hér hefur verið vikið að. Verður varla hjá þvi komist að slikt verði gert með tilkynn- ingaskyldu eða skráningu sam- búðar sem báðir aðilar standi aö. Gæti þvi verið um val að ræða hjá fólki i óvigðri sambúð — þar sem annars vegar væri um að ræða óbreytt ástand, en hins vegar skráningu óvigörar sam- búðar sem fylgdi efnahagslegt og réttarfarslegt öryggi. Væri slik skráning ekki fyrir hendi hlyti það að skapa vandræði, t.d. ef sambúð hefur staðið mjög stutt og annar hvor aðilinn ætti mun meiri eignir en hinn, auk þess sem skilgreining á hugtak- inu sambúð yrði að vera skýr og ótviræð þegar um aukinn laga- legan rétt væri að ræða”. Þelr fara með aðalhlutverkin I togarahneykslinu. Talið frá vinstri: Stefán Valgeirsson, Steingrfmur, Sverrir Hermannsson og Eggert Haukdal. Togarahneyksli utan dagskrár í báðum deildum Alþingis: „Skiptir ekki öllu máli hvort þorskurinn er drepinn með dýrum eða ódýrum togurum” sagði Steingrímur Hermannsson á Alþingi í gsr Fyrirsögnin er dæmigerð fyrir Steingrfm Hermannsson. Hann og fleiri Framsóknarþingmenn gera nú allt sem i þeirra valdi stendur til að afgreiða Þórshafn- armálið „fljótt og vel” eins og oft er sagt um skitamálin. Liflegar umræður urðu utan dagskrár I báðum deildum Alþingis f gær. I báðum deildum var rætt um tog- arakaupin til Þórshafnar. t báð- um deildum reyndi rikisstjórn að þvo hendur sinar. t báðum deild- um fórst fyigismönnum hennar það jafn illa. Kjartan Jóhannsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i Efri deild Alþingis um málið. Kjartan sagð- ist vildu bera fram nokkrar spurningar til forsætisráðherra um málið. Almenningur ætti heimtingu á að vita hvernig málið hefði þróast. Um fátt væri meira talað meðal fólks, en einmitt þetta skuggalega mál. Kjartan lagði áherzlu á það, að hann og margir aðrir þingmenn teldu þessi togarakaup röng. Með leyfisveitingu fyrir togarakaup- um erlendis frá, hefði verið farið framhjá reglum um togarakaup og þá sagði Kjartan að það væri stör spurning hvort ætti að leysa atvinnuvandamál staðanna með þessum hætti. Kjartan ítrekaði aö þingmenn kjördæmisins hefðu lagt málinu lið á þeim forsendum, aö keyptur yrði togari, sem upphaflega kost- aði 1.5 milljarða gamalla króna. Kaupverðiö nú væri komið i 3.5 milljarða og þar með væru for- sendur þingmannanna brostnar. Þá rakti Kjartan yfirlýsingar þeirra stjórnarmanna i Fram- kvæmdastofnun, sem úttalað hafa sig um málið og vildi fá skýringar d þvi, hvers vegna Fra mk væmdastofnun hefði kúvent i afstöðu sinni til kaup- anna. Sverrir Hermannsson hefði lýst þvf, að hann væri mótfallinn kaupunum. Siðan hefði verið samþykkt í stjórn Framkvæmda- stofnunar að afgreiða beiðni rikisstjórnar þannig að af kaup- unum yrði. Kjartan Jóhannsson lýsti furðu sinni á þessari kúvend- ingu. Kjartan itrekaði að Karl Stein- ar Guðnason, fulltrúi Alþýðu- flokksins í stjórn Framkvæmda- stofnunar hefði ætið verið andvig- ur kaupunum, enda hefði hann ávallt látið gera sérstaka bókun þegar til atkvæðagreiðslu hefði komið. t framhaldi af þessu beindi Kjartan Jóhannsson nokkrum spurningum til forsætisráöherra, Gunnars Thoroddsens. Hann spuröi fyrst hvort einhver bókun hefði veriö gerð um málið i rikis- stjórninni I fyrradag. Þá spurði Kjartan hvort rikisstjórnin hefði látið boð ganga inná fund st jórnar Framkvæmdastofnunar um af- greiðslu. Og aö endingu spuröi Kjartan forsætisráðherra um það, hvort það væri stefna rikis- stjórnarinnar að afla fjár til kaupanna meö þvi að taka af fjár- munum, sem ætlaöir hefðu veriö til styrktar innlendum skipaiðn- aði I landinu. Forsætisráöherra, Gunnar Thoroddsen, gerði sér far um að svara Kjartani Jóhannssyni, i framhaldi af fyrirspurnunum. Hann rakti béfaskriftir rikis- stjórnar og Framkvæmdastofn- unar og sagði, i framhaldi af þvi, að rikisstjórnin hefði fallist á það 1. ágúst siðastliðinn, að keyptur yrði erlendur togari og aö tryggt yrði fjármagn til kaupanna með sérstakri fjárveitingu. i-K Hann vildi ekki svara þvi 12/ hvort Steingrimur W „MÖRGU GÖMLU FÓLKI HRÝS HUG- UR VIÐ ÞESSARI BREYTINGU” — segir Gisli Jónsson prófessor um áformaða skrefatalningu á höfuðborgarsvæðinu Það hefur varla farið fram hjá mörgum Reykvikingum, aö til stendur að taka upp skrefa- talningu á simtöl innan höfuð- borgars væðisins á næstu mánuðum og hefur sú fram- kvæmd vakið upp deilur um réttmæti þessarar ákvörðunar Pósts og sima. 1 bigerð munu mótmæli á höfuðborgarsvæðinu gegn skrefatalningunni og er meöal annars er hafin undir skriftasöfnun og til stendur að halda borgarafund um málið. Af þessu tilefni þykir Alþýðublað- inu rétt að rifja upp aðdraganda málsins og ræða við Gisla Jóns- son, prófessor, sem mest hefur beitt sér gegn skrefataln- ingunni. Hann telur, að skrefa- talningin sé spor aftur á bak og muni hafa ófy rirsjáanleg félagsleg áhrif. Úmræða um mismunandi verð á simaþjónustu i þéttbýli og dreifbýli hefur komið upp i fjölmiðlum meö ýmsum hætti á undanförnum árum. Þannig birti Fjórðungssamband Vest- firöinga á sinum tima skýrslu, sem sýndi fram á aö kostnaður fyrirtækja vegna sima- kostnaðar var miklu hærri á landsbyggöinni en i Reykjavik. Lengi hefur sú skoðun verið al- menn meðal dreifbýlisfólks, að langlinusamtöl væru of dýr miðað við innanbæjarsimtöl. Mál þessi komust I brenni- depil árið 1977, þegar sett voru lög áriö 1977 um málefni Pósts og sima, en þar var ákveöið að fara allt aðra leið til leiðrétt- ingar á mismunandi sima- gjöldum en nú hefur verið ákveöiö. 1 lögunum segir (ll.gr. l.nr. 36-1977) að „stefnt verði að þvi við gjaldskrárgerð, að sömu gjöld gildi innan hvers númera- svæðis” og skal ákveöið i reglu- gerð hvenær þetta ákvæði kemst til framkvæmda. Þá var ráöherra heimilað að ákveða aö sama gjald yrði krafist fyrir simtal við helstu stjórnsýslu- stofnanir á höfuðborgarsvæð- inu, hvaðan sem hringt væri af landinu. Setja átti reglugerð á grundvelli laganna, en hún hefur ekki séð dagsins ljós enn i dag og má það heita furðulegt, þar sem þar heföu efalaust komiö til framkvæmda ein- hverjar leiðréttingar i anda laganna. Það sem næst gerist i málinu, var að á Alþingi 22. mai 1979, tæpum tveim árum eftir að lögin voru samþykkt, upplýsti Ragnar Arnalds, þáverandi simamálaráöherra, á Alþingi, aö Póstur og simi hefði pantað nýjan búnað til aö mæla lengd simtala á höfuðborgarsvæöinu til að jafna simakostnað á landinu. Upplýsingar Ragnars Arnalds urðu tilefni harörar gagnrýni á yfirmenn Pósts og sima fyrir aö leyfa sér að panta dýran tækjabúnaö án heimildar fjárveitingavaldsins. Kostnaöur vegna hins nýja búnaðar var siðan tekinn inn á f járlög 1980 og hefur Gisli Jónsson prófessor m.a. varpað fram þeirri spurn- ingu, hvort þingmenn hafi al- mennt gert sér grein fyrir þvi, hvað þeir voru að samþykkja. Tækjabúnaöurinn var I fjár- lögunum kallaöur , Karlssons- búnaður” og þótti ýmsum, sem það væri verið aö dulbúa eöli búnaðarins með þessu oröi. Gisli Jónsson prófessor sagði i samtali viö Alþýðublaðið i gær, að það væri furðulegt, að þessi tækjabúnaður væri settur upp nú bersýnilega i trássi við lögin Albert ólason Tveir sjómenn taldir af eftir óveðrið Báturinn Heimaey Ve 1, strandaöi á Þykkvabæjarfjöru i óveðrinu mikla á mánudags- kvöld. Niu skipverjar björg- uðust i land, en tvo tók út i brim- garöinum og hafa lik þeirra ekki fundist enn. Þeir voru Albert Ólason, tvitugur sjómaöur frá Vestmannaeyjum, en hann lætur eftir sig unnustu og barn, og Guðni Guömundsson, tvitug- ur sjómaður frá Vestmannaeyj- um einnig, en hann var ein- hleypur. Guðni Guömundsson. Gisli Jónsson. um Póst og sima frá 1977, þar sem Alþingi hefði markað allt aðra stefnu. Lögin hefðu veriö einróma samþykkt og núverandi simamálaráöherra Steingrimur Hermannsson, hefði þá lýst sig fylgjandi jöfnun simagjalda innan hvers númerasvæðis og heimild til sömu gjaldtöku hvaðan sem hringt er af landinu fyrir simtöl til stjórnsýslustofnana á höfuð- borgarsvæðinu. Halldór E. Sigurösson minntist á skrefa- talningu i umræðunum en enginn þingmaður tók undir sjónarmiö hans og þvi er það furðulegt að Pósti og sima skuli hafa tekist að knýja þetta mál i gegn i trássi við vilja Alþingis,” sagði Gisli. „Það hafa aldrei komiö fram

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.