Alþýðublaðið - 02.07.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.07.1981, Blaðsíða 6
.6 Fimmtudagur 2. júlf 1981 1 Alþýðublaðið segir Amnesty International: Samviskufangar mánaðarins leg viö keppinauta þeirra erlendis. Um það snýst þetta mál. Þrátt fyrir allt veizluhjaliö um að iönaöurinn eigi að taka viö bróðurpartinum af þvi fólki sem á vinnumarkaðinn kemur á næstu árum, hefur núverandi rikisstjórn, og raunar forverar hennar, enga vitiborna lang- timastefnu i málum islenzks iðnaðar. Þetta á ekki bara við um gengisskráninguna. Rangskráð gengi bitnar á iðnaðinum. Styrking dollarans kemur frystiiðnaðinum vel. Veiking Evrópugjaldmiöla gagnvart dollar bitnar hins vegar á iðnaðarútflutningi okkar til Evrópulanda. Þetta á lika við um skatta- mál. Aðstdðugjaldið er kolvit- laust skattur, sem lagöur er á fyrirtæki án nokkurs tillits til afkomu eða hagnaðar. Hinn geypihái söluskattur leikur útflutningsfyrirtæki grátt. Fyrir löngu siðan ætti að vera búið að taka upp virðis- aukaskatt, i staö söluskatts. Með sliku skattakerfi er álagður söluskattur sjálfkrafa endur- greiddur fyrirtæki við útflutn- ing. Þetta á einnig við um útlána- póiitfk banka og fjárfestingar- lánasjóða. 1 þeim málum er iðnaðurinn hornreka. Hringl rikisstjórnarinnar og framkvæmdaleysi, ekki einasta varðandi aðstöðugjaldið heldur lika öll þessi hagsmunamál is- lenzk iðnaðar, er til háborinnar skammar. Hér þarf að móta skýra stefnu og hrinda henni i framkvæmd. Stefna Alþýðuflokksins Á árunum 1964-1970 voru uppi harðar deilur um það, hvers konar stefnu íslendingar ættu að fylgja i millirikjaviðskifAam. Alþýðuflokkurinn, undir fory^Ui þáverandi viöskiptaráðherra, dr. Gylfa Þ. Gislasonar, hafði frumkvæði að þvi að boða gali- harða friverzlunarpólitik. Sjálf- stæðisflokkurinn studdi þá stefnu. Þess má geta, að Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna voru einnig fylgjandi þeirri stefnu og greiddu atkvæði á Alþingi með inngöngu Islands i EFTA. Framsókn hafði enga skoðun. Hún sat hjá. Alþýðu- bandalagið var i sjálfu sér sam- kvæmt i sinni þröngsýnu ein- angrunarpólitik og beitti sér hatrammlega á móti. Nú þarf ekki að deila um það, að friverzlunarpólitikin er rétt. Fáar aðrar þjóðir eru eins háð- ar utanrikisviðskiptum og Is- lendingar. Eitt stærsta hags- munamál okkar er að eiga greiðan og tollfrjálsan aðgang að erlendum mörkuðum fyrir okkar útflutningsvörur. Það er einnig mikið hagsmunamál is- lenzkra launþega og neytenda að eiga hömlulausan aðgang að tollfrjálsum innflutningi á lægsta hugsanlegu verði. Sama máli gegnir að sjálfsögðu um aðföng hráefna og tækja fyrir innlenda framleiðslu. Framsóknarhöft Hinn kosturinn er viðskipta- leg einangrunarstefna og hafta- pólitik, sem gekk sér til húðar i kreppunni miklu og átti stóra sök á þeirri alþjóðlegu við- skiptakreppu sem þá tröllreiö heiminum. Á valdatima Fram- sóknar og Sjálfstæðisflokks höfðu innflutningstollar verið gerðir að einu helsta tekjuöfl- unartæki rikissióðs. Nevtendur báru kostnaöinn af þessari toilapólitik meö þvi að greiöa hærra verð frá tollvernduðum iðnfyrirtækjum, en þeir ella áttu kost á með innflutningi. Það er hins vegar undirstöðu- atriði, þegar horfið er frá hafta- búskap að friverzlun, að aðlög- un hagkerfisins að svo róttæk- um breytingum fari fram kerfisbundið og skipulega á nokkrum umþóttunartima. Verulegur hlutur islenzk iðn- aðar nýtur annars konar vernd- ar, t.d. fjarlægðarverndar, og þarf þvi ekki að óttast beina samkeppni. Að öðru leyti á með skipulögðum hætti að beina fjárfestingu okkar og mannafla i þær greinar, sem liklegar eru til að standast samkeppni bæði við tollfrjálsan innflutning á heimamarkaði og á erlendum mörkuðum. Stefnuleysi rikisstjórna Það er nákvæmlega þetta sem hefur brugðizt. Vinstri stjórn- irnar á s.l. áratug höfðu engan skilning á þessum málum. Rikisstjórn Geirs Hallgrims- sonar og Ólafs Jóhannessonar 1974-1978 var ekki hótinu betri. Þess vegna er nú svo komið, að atvinnuöryggi fólks i iönaðinum er stefnt i tvisýnu vegna hring- landahátts og stefnuleysis stjórnvalda. Það breytir engu um það, að friverzlunarpólitikin er rétt. Það sem á skortir er að islenzkir stjórnmálamenn geri • sér grein fyrir þeirri staðreynd, að af friverzlunarpólitikinni leiðir að búa verður atvinnu- rekstrinum i landinu, og is- lenzkum iðnaði alveg sérstak- lega, sambærileg starfsskilyrði og erlendir keppinautar þeirra njóta. Sérstaklega verður að færa skattapólitikina til sama horfs og er i helztu viðskipta- og markaðslöndum okkar. I þessu efni hefur hver rikisstjórnin á fætur annarri brugðizt. —JBH Aðlögunargjald 8 bandalagsins, I Brussel i boði þess 19. og 20.'mai s.l., hafi verið misskilin, eins og eftirfarandi ummæli hans gefa greinilega til kynna. Spurðist sendiráðið að gefnu tilefni fyrir um það hjá honum hvað hann hefði látið i ljós við gestina úr hópi Islenskra iðnrekenda nokkrum dögum áður, er álagning aðlögunar- gjalds hefði boriö á góma. Voru ummæli hans orðrétt sem hér segir (í Islenskri þýðingu): ,,Ég rakti I stuttu máli viðhorf Efiiahagsbandalagsins til jöfn- unargjaldsins og aðlögunar- gjaldsins. Efnahagsbandalagið haföi viðurkennt jöfnunar- gjaldið, þar sem þvi var ætlað að vega á móti áhrifum islenska söluskattsins. Hins vegar var afstaða Efnahagsbandalagsins til aðlögunargjaldsins neikvæð enda þótt viðbrögð þess hefðu verið mjög hógvær og engum gagnaðgerðum verið beitt. Ég mun hafa wðað það þannig: „Við fórum ekki i strið Ut af þvi.” Engar umræður áttu sér staö um álagningu nýs gjalds, en ég sagði almennt að engin vandkvæði yrðuá að samþykkja ráðstafanir, sem hægt væri að réttlæta með ákvæðum fri- verslunarsamningsins.” Af þessu má sjá, að ummæli fulltrúans fjalla ekki um hugsanlega afstöðu bandalags- ins til álagningar aðlögunar- gjaldsins aö nýju, enda er sú neikvæöa afstaöa kunn af itrekuðum yfirlýsingum ráða- manna bandalagsins við islensk stjórnvöld, bæði fyrir og eftir heimsókn hóps iönrekenda frá Islandi. Brussel, 30. júni 1981. Henrik Sv. Björnsson Starfsfólk 1 einnig ýmsir hópar sem aðeins ’ væri samið fyrir á Seyöisfirði. Alþýöublaðið spurði Hallstein hvort honum finndist rétt að starfsfólk á vinnustaö semdi beint viö sjálft fyrirtækið. ,,Já, ég gæti verið samþykkur þvi”, sagði hann, ,,ég held að menn gætu samþykkt það i verkalýðs- hreyfingunni almennt. Ef fyrir- tæki gengur vel er æskilegt að þaö geti sýnt velgengnina með betri samningum. Tal okkar um atvinnulýðræði hlýtur að eiga aö hafa áhrif jafnt á hlutdeild i hagnaði sem stjórnun. Ég hygg að þessi þáttur atvinnulýðræðis sé aðeins timaspursmál og býst við að samningar eigi i auknum mæli eftir að færast i hendur ákveðinna landshluta, félaga eöa starfsfólks ákveðinna fyrir- tækja. Það gengur ekki að einn samningur gildi fyrir allt landiö og allir þurfi að hækka þegar vel gengur á einum stað.” —g.sv. Horacio CIAFARDINI frá Argentinu er 39 ára gamall hag- fræðingur og háskólakennari. Hann hefur verið i fangelsi i meira en fjögur ár. í mars 1979 var hann sýknaður af öllum ákærum, en honum er enn hald- ið f fangelsi vegna lagasetning- ar sem eru undirskrifaðar af forseta lándsins. Hann er kvæntur. Dr. Horacio CIAFARDINI var handtekinn 21. júli 1976 á vinnustað sínum. Hann var einn af 17 manna starfsliði i „Uni- versidad del Sur, Southern Uni- versity” i borginni Bahia Blanca, sem handteknir voru þennan mánuð. Flestir þeirra unnu við hagfræðideildina, þar sem hann hélt fyrirlestra i hag- fræöi. Rektor háskólans, dr. Victor BENAMO var handtek- inn I april 1976. Herstjórinn og lögreglustjór- inn I héraðinu héldu blaða- mannafund i ágústmánuði i borginni Bahia Blanca og héldu þvi fram að i háskólanum hefði fariö fram skipuleg fræðsla um kenningar Marx og þeir sögðu aö dr. CIAFARDINI og hinir sem teknir voru til fanga væru viðriðnir máliö. Tæpum þremur árum siðar eöa 9. mars 1979 tilkynntu Argentinsku blöðin að kærur á hendur dr. CIAFARDINI og fimm öörum heföu verið dregn- ar til baka. Þessum fimm mönnum var sleppt strax en dr. CIAFARDINI er ennþá haldiö I fangelsi. Vinsamlegast skrifið og biðjið um að Horacio CIAFARDINI veröi látinn laus, til: Exmo. Sr. Presidente de la Nación, Tte. General Roberto VIOLA, Bal- carce 50, 1064 Buenos Aires, Argentina. Tsehai TOLESSAfrá Ethiopiu er eiginkona Gudina TUMSA, sem er þekktur kirkjuleiðtogi, en hann hvarf eftir að honum hafði verið rænt i júli 1979. Henni hefur verið haldiö i fangelsi, án þess að vera ákærð eða dregin fyrir rétt, siðan i fdirUar 1980. HUn hefur einnig verið pyntuö. Hjónin eiga fjögur börn, sem öll eru landflótta. Tsehai TOLESA er ein af nokkrum hundruðum manna af „Ormo” ættbálki, sem stjórnini Addis Ababa hefur handtekið. HUn og margir aðrir hafa verið pyntaðir á stað sem kallaöur er „Counter-Revolutionary In- vestigation Department”. Henni er nU haldiö i „Melelik Palace”, sem eru aðaístöðvar hersins. Tsehai TOLESSA og eigin- maður hennar, sem var ritari „the EthiopianEvangelical Mekane Yesus Church”, og fé- lagi I „the Lutheran World Federation”, var rænt af óþekktum mönnum vopnuðum byssum 28. jUlí 1979. Henni var sleppt eftir nokkrar klukku- stundir en um örlög Gudina TUMSA er ekki vitað. Það er talið fullvist að þeir sem rændu þeim hafi veriö I leyniþjónustu rikisins. Þvi er haldið fam að handtaka Tsehai TOLESSA og hinna hafi veriö hefndaraðgerð gegn starf- semi „the Oromo Libertation Front” (OLF) en þeir berjast gegn stjórninni I suöurhluta landsins. Hvorki Tsehai TOLESSA né eiginmaður henn- ar hafa stutt OLF. Kirkjan þeirra hefur samt sem áður verið að áminna her- foringjastjórnina um mannrétt- indi undanfarin þrjú ár. Vinsamlegastaskrifið og biöj- iðum aö Tsehai TOLESSA veröi látin laus, til His Exellensy MENGISTU Haile Mariam, Chairman of the Provisional Military Administrative Coun- cil, PO Box 5707, Addis Ababa, Ethiopia. Petr UHL frá Tékkóslóvakiu er 40 ára gamall verkfræðingur, sem hefur verið dæmdur I 5 ára fangelsi og er I Mirov fangels- inu. Þetta er i annað skipti sem hann ersamviskufangi. Hann er kvæntur og á tvö börn. Petr UHL og niu aðrir, félag- ar í „the Committee for the De- fence of the Unjustly Per- secuted (VONS)”, voru hand- teknir I mai' 1979 fyrir a’ó undir- búa yfirlýsingar um fólk, sem þeir álitu að sætt hefði illri m eð- ferð og einnig fyrir að dreifa þessum yfirlýsingum i Tékkó- slóvakiu og erlendis. Sec meö- limir I VONS samtökunum ásamt Petr UHL voru dregnir fyrir rétt i október 1979. Hann fékk lengsta dóminn eða fimm ár. I október 1980 kvartaði hann við yfirmann Mirov fangelsins um illa meðferð á pólitiskum föngum. í næsta mánuði á eftir var honum refsað fyrir að móðga annan fanga. Petr UHL hefur bæði verið (rfsótturog oft verið fangelsaður af yfirvöldum siðastliðin 12 ár. 1 desember áriö 1969 var hann og 18félagar hans ákæröir fýrir að dreifa and-Sovéskum áróðri, þar sem þeir gagnrýndu hið sósialiska stjórnkerfi I landinu. 1 marsmánuði 1970 voru þeir dæmdir sekir um landráö og dæmdir i allt að fjögurra ára fangeisi. Petr UHL fékk lengsta dóminn. Vinsamlegast skrifið og biöjið um að Petr Uhl veröi látinn laus, til: JuDr Gustav HUSAK, President of the CSSR, 11 908 Praha — Hrad, CSSR, og til JuDr Jan NEMEC, Minister of Justice of the Csr, Vysehradska 16, Praha 2 — Nove Mesto, CSSR. eftir Alexandre Dumas eldri SKYTTURNAR 50. -Einhver gætti kannski hrætt konuna mina til að njósna um drottninguna, sagði ó- kunni maðurinn við d Artagnan. —Það er ekki ósennilegt, en þekkið þér manninn, sem rændi konu yöar? —Hann er handgenginn kardinálanum, hans illi andi. Þér þekkið hann ekki með nafni, en getið þér lýst honum fyrir mér? —Hann er herramaður, með hefðarsvip, svart hár, dökka húö, hvltar tennur og ör i andliti. —Hefðarsvip, hvítar tennur og ör í andiiti, kallaöi d Artagnan upp yfir sig. —Það er maöurinn frá Meung. Það er maðurinn sem ég elti. —Maðurinn sem þér eltuð? —Það gerir málið miklu einfaldara, aö viö leitum báðir sama manns, hrópaðld Art- agnan. —Nú sláum viö tvær flugur i einu höggi. En hvar get ég fundið hann? —Það veit ég ekki, en ég hef séð hann koma út úr Louvrehöll. —Það er nú ekki mikið að byggja á. Hver sagði yöur aö konu yðar hefði veriö rænt? —Það var herra de La Porte, og þar að auki hef ég fengiö. —Fengiö hvað? spurði d Artagnan, þegar maðurinn hikaði. —Ég hef fengiö bréf, svo sannarlega sem ég heiti Bonacieux... —Afsakið að ég grip frammi fyrir yður, en mér finnst ég hafa heyrt þetta nafn áður. — Það er ekki óliklegt, ég á þetta hús. Og vegna þess, að þér hafiö gleymt aö borga mér húsaleigu í þrjá mánuði, hélt ég kannski aö þér vilduð gera mér dálitinn greiða i staðinn. 51. Já, kæri Bonacieux, sagði d’Aragnan. — Ég er yður ómælanlega þakklátur fyrir elskulegheit yðar og að sjálfsögðu vildiég gjarna gera yöur þennan greiöa.... Maðurinn dró bréfið upp úr vasa sinum, og rétti tj Artagnan þaö. Hann las: „Leitið ekki að konu yðar. Við munum senda hana aftur til yðar, þegar við höfum ekki lengur þörf fyrir hana. Ef þér reyniö hið minnsta til að finna hana, eruð þér glataöur maður”. —Ég er ekki embættismaður, sagði Bonacieux. —Og ég er hræddur viö Bastilluna. En ég hef tekiö eftir því að þér eru mikið I fylgd með skyttum úr verði de Tréviiles, og þið virðist ekki vera hræðslu- gjarnir. Ég veit lika að þið eruð ekki sérlega vinveittir kardinálanum, og þessvegna datt mér i hug að ykkur væri það ljúft að hjálpa vorri kæru drottningu, og gera kardin- álanum óleik á sama tima. Þá skal ég lika gleyma því, að þér skuldið mér húsaleigu. —Það var ágætt, sagði d Artagnan. —Þá datt mér lika I hug aö þér gætuð þegiö sextiu gullpeninga. —Það kæmi sér mjög vel. Eruð þér ríkur maður? —Ja, velstæður, væri betra orö. EN hvað er þetta? —Hvað þá? spurði d Artagnan. —Niðri á götunni. Þarna niðri við hliöiö, maðurinn í kápunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.