Alþýðublaðið - 08.09.1981, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. september 1981
INNLEND STJÓRNMÁL
3
____ÚR:
KLIPPAN
Siðdegisblöðin geröu að
umtalsefni i' leiðurum síöustu
viku, hofmóð og hroka Svav-
ars Gestssor.ar félagsmála-
ráöherra. Við byrjum á Dag-
blaðinu?
Atlaga að eigin
mannorði
Komið hefur i ljós, aö Arn-
mundur Bachmann, aðstoðar-
maður Svavars Gestssonar
félagsmálaráðherra, hefur
beitt áhrifum sinum til að
koma föður sinum i feitan bitl-
ing annars tveggja mats-
manna við endursölu verka-
mannai'búöa.
Einnighefur komið i ljós, að
bitlingar þessir eru óþarfir og
hafa bæöi ti'masóun og ferða-
kostnaö i för með sér. Matið
mætti frem ja i tölvu, af þvi að
þaö er bara útreikningur á
visitölubreytingum frá eldra
mati.
Jafnvel þótt þessir bitlingar
leiddu ekki til tjóns, sem þeir
gera, er út I hött, að pólitiskir
forstöðumenn ráðuneyta mis-
beiti valdi sinu með þessum
hætti.En þaö sýnir hugarfarið
að baki hugsjónafroðunnar.
Svavar Gestsson sagði i
viðtali við Dagblaðiö, að gagn-
rýnin væri enn ein atlagan aö
mannorði sinu. I þessu gætir
nokkurs misskilnings ráð-
herrans, þvi að það er hann,
en ekki sögumenn, sem hefur
gert atlögu að eigin mannoröi.
Rifrildið um, hvaö raun-
verulega sé greitt i kostnað við
þessa bitlinga, skiptir engu
máli isamanburðiviðhitt, að i
fyrsta lagi eru þeir óþarfir og i
öðru lagi eiga menn ekki að
veita þá nánum ættingjum
aöstoðarráðherranna.
Þaö er einmitt þetta, sem -
flestir hafa við stjómmála-
menn okkar að athuga. Þeir
koma hvarvetna fram Ut-
belgdir af hugsjónum og um-
hyggju en eru svo i raun upp-
teknir af hagsmunum sinum
og sinna. Þess vegna er mann-
oröiö litið.
( — Dagblaöiö — leiöari
Jónasar Kristjánssonar)
Engir eru iðnari en ráö-
herrar Alþýðubandalagsins
við að hygla „sinum mönn-
um”, hreiðra um sig i
stjómarráðinu, maka krók-
inn. Þeir aka um á gljá-
fægðum lúxusbllum með
einkabilstjóra. Þeir gerast
viðförlir um nágrannalöndin
búandi áfimmstjörnuhótelum
og gerast snobbaöri og fyrir-
mannlegri en sjálft aristó-
kratiið. Þeir hossa sér i pluss-
klæddum ráðherrastólum og
fjarlægjast verkalýðinn og
daglaunamanninn jafnt i anda
sem athöfnum.
Sérkennilegasta breytingin
er þó fdlgin i framkomunni,
þessari dæmalausu hrokafullu
vandlætingu, sem sifelR er
sett upp þegar pólitiskri gagn-
rýnier beintað geröum þeirra
eða ákvörðunum.
1 Alþýöublaðinu hafa undan-
farna daga birst upplýsingar
um þaö, hvaða þóknun mats-
menn félagsmálaráðuneytis-
ins fá fyrir að meta söluverð
ibúða i' verkam annabústööum.
Þar er fullyrt að þóknunin
nemi sautján þúsund krónum
pr. ibúð, sem samtals nemi 350
þúsundum króna á ári miðað
við þann ibúöafjölda sem
venjulega gengur kaupum og
sölum á einuári. Jafnframter
fullyrt aö akstursgjald til
matsmanna sé allt að átta
sinnum hærra en tiðkast hjá
hinu opinbera. Alþýðublaöið
telur hér um álitlegan bitling
að ræða, og inn i það mál
blandast ættartengsl mats-
manna og staðgengils ráð-
herra.
Félagsmálaráöherra bregst
við afyfirlæti.Hann visar allri
gagnrýni á bug á þeirri for-
sendu að verið sé að vega aö
mannorði sinu. Siðan segir
hann Alþýðublaöinu upp!
ÁKVÆBISVINNAN 0G
ÞEIR SEM MINNA MEGA SÍN
,, Eg skil ekki og hef aldrei
skilið hvers vegna alltaf þarf aö
byrja á láglaunafólki, ef eitt-
hvað þarf eöa á aö spara, hvort
sem það er i opinbera kerfinu
eða hjá öðrum fyrirtækjum,” -
sagði verkakona ein I Alþýðu-
blaðinu á laugardag, en þar var
skýrt frá þvi, aö breytt vinnutil-
högun hjá ræstingarkonum
Pósts og sima hér i Reykjavlk
heföi leitt til þess, aö 5 konur af
9, sem viö ræstingarnar unnu,
sögðu upp störfum. Astæöur
uppsagna kvennanna voru þær,
að hið nýja kerfi gerir ráð fyrir,
að konurnar skili mun meira
vinnuframlagi fyrir sömu laun.
I þessu tiltekna dæmi, var
breytingin á vinnufyrirkomu-
laginu, færð frá fermetra
uppmælingu og yfir i tima-
mælda ákvæöisvinnu. Varafor-
maður verkakvennafélagsins
Framsóknar, sagði i viðtali viö
blaðið vegna þessa máls, að
verkalýðsfélögin gætu ekki beitt
sér gegn skipulagsbreytingum
sem þessum, þar sem verka-
lýðshreyfingin hefði i
samningum fallist á timamælda
ákvæðisvinnu og væri
hreyfingin bundin þeim
samningsákvæðum.
Það er ekkert nýtt i sjálfu sér,
að upp komi deilur um hina
timamældu ákvæðisvinnu.
Þetta ákvæöisvinnufyrirkomu-
lag hefur rutt sér til rúms æ
viðar á vinnumarkaðnum og þá
sér i lagi I fiskvinnslunni. Fyrir
fólk með óskerta starfsorku
virðist þetta nýja fyrirkomulag
henta ágætlega i flestum til-
vikum, en málið horfir öðruvisi
viö, þegar skoðaö er frá sjónar-
hóli fólks, sem hefur vegna
aldurs eða annarra orsaka,
skerta starfsorku. Þá hefur hin
timamælda ákvæöisvinna þau
áhrif ein, að þetta fólk lækkar i
launum eða það hrökklast frá
störfum vegna vinnuþrælkunar.
Þarna stangast á tvö ill-
sættanleg viðhorf. Annars vegar
ósk þeirra, sem vilja ná hærri
launum með auknu vinnuálagi
og hins vegar sú napra stað-
reynd, að ekki eru allir i stakk
búnir til að geta aukið vinnu-
hraöa.
Hiá Pósti og sima varö niður-
staða málsins sú, að eldri kon-
urnar, þær sem höfðu unnið
jafnvel áratugum saman hjá
stofnuninni, gátu ekkert annað
gert, en að taka pokann sinn og
kveðja. Hið nýja kerfi þýddi
ekkert annað fyrir þær, en
auknar vinnuálögur nú eða
lægri laun.
Verkalýðshreyfingin er nauö-
beygö að taka með festu á þess-
um málum. Hreyfingin getur
ekki lokaö augunum fyrir þvi,
aö fólk sem komiö er á efri ár
hrökklist i stórum hópum út af
vinnumarkaðnum vegna aukins
vinnuálags. Það þurfa að vera
fyrir hendi valkostir. Þeir sem
það vilja, geta unnið samkvæmt
timamældu ákvæðisvinnufyrir-
komulagi. Hinir sem þaö ekki
geta né vilja, eiga að fá að
starfa út frá sömu viðmiöun og
áður.
Eins og áður hefur komið
fram, þá eru þeir atburðir sem
gerðust hjá Pósti og sima fyrir
fáum mánuðum, langt frá þvi að
vera einsdæmi. Tilvik þessu llk,
hafa gerst margoft áöur. Það
veröur hins vegar að sjá til þess,
aö svona endurtaki sig ekki.
Með rökréttri einföldun, er hægt
að fullyrða, að Póstur og slmi
hafi hreinlega sagt upp þeim
ræstingarkonum, sem lengstan
starfsaldur höfðu að baki.
Þaö er alkunna, að mörg
fyrirtæki, sem hafa þau mark-
miö ein aö stefna aö hámarks-
gróða og láta hagsmuni starfs-
fólks sig litið varða, leitast viö
aö losna viö starfsmenn sem
vegna aldurs skila ekki sömu
vinnuafköstum og áður. Það
skiptir þessi fyrirtæki engu, þótt
þessir sömu starfsmenn hafi
veriö burðarásar fyrirtækjanna
um áraraðir og lagt allt sitt af
mörkum. Þau láta hinar isköldu
og miskunnarlausu leikreglur
kapitalismans ráöa ferðinni og
vilja hámarksgróða. Mann-
eskjan er ekki hátt skrifuö á
þeim pappirum. Um leið og
starfsorka launþeganna minnk-
ar, eru þeir látnir fjúka. Það er
hins vegar öllu alvarlegri hlut-
ur, þegar þessi viöhorf speglast
I ráðstöfunum opinberra fyrir-
tækja, eins og Pósts og sima.
Það er timi til þess kominn,
að verkalýðshreyfingin stigi á
hemlana og endurskoöi þessi
mál. Timamæld ákvæöisvinna
getur veriö réttlætanleg I
sumum tilvikum og þá einkan-
lega þegar hún gefur af sér
aukin laun. Þegar hins vegar
þetta kerfi kastar sjálfkrafa út
af atvinnumarkaðnum fólki,
sem hefur unniö hörðum
höndum fyrir þjóðarbúið um
áratugaskeið, þá er rétt að
staldra við.
Ræstingamálið hjá Pósti og
sima, er aðeins eitt dæmi af
mörgum. Aöeins litill, en dæmi-
geröur hluti, vandamálsins.
Launþegar I hópi eldri kyn- •
slóðarinnar, eiga allt annað :
skiliö af þjóðfélaginu, en aö
vera ýtt i burtu á þennan hátt.
Verkalýðshreyfingin er I
stanslausri kjarabaráttu. Það
er barist fyrir hækkuðum
launum. Timamælda ákvæðis-
vinnan hefur gefiö fjölmörgum
kost á, að hækka i launum. En
timamælda ákvæðisvinnan
hefur lika hrakið fólk úr vinnu.
Grunnur verkalýðshreyf-
ingarinnar er fólkið sem I henni
er. Þar er fólk á öllum aldri meö
misjafna heilsu. Verkalýðs-
hreyfingin veröur einnig að lita
til hagsmuna þeirra sem minna
mega sin. Verkalýðshreyfingin
hyggst leggja allt kapp á barátt-
una fyrir þá, sem lægst hafa
launin. Eldri launþegar og þeir
sem skerta starfsorku hafa, eru
nær undantekningarlaust i hópi
hinna lægst launuðu. Þaö getur
ekki veriö réttindabarátta eða
kjarabarátta fyrir þetta fólk,
þegar nýtt vinnufyrirkomulag
þýðir óbeinan brottrekstur.
Verkalýðshreyfingin veröur aö
sjá til þess, að þetta fólk geti
unnið störf sin og þegiö sann-
gjörn laun fyrir. Verkalýös-
hreyfingin veröur að stöðva þá
öfugþróun, að eldri launþegum
sé sparkað á beinan eða óbeinan
hátt úr vinnu.
Ræstingarkonudæmið hjá
Pósti og sima, er dæmi sem á
ekki og má ekki endurtaka sig.
Þorvaldur Jónsson, bæjarfulltrúi Akureyri:
STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR STARFA
Á LÝÐRÆÐISLEGUM GRUNNI
Að starfa i bæjarstjórn, er að
taka þátt i iðandi mannlifi sveit-
arfélagsins. Þar kynnist bæjar-
fulltrúinn störfum hinna fjöl-
mörgu áhugamanna, sem drifa
áfram hina margbreytilegustu
starfsemi i bænum. 1 raun hafa
bæjarbúar litla yfirsýn yfir
þessa starfsemi, þeir sjá
iþróttasvæði, golfvelli, útivist-
arsvæði og fl. og fl. og þeim þyk-
ir harla gott ef vel er gert, en
lengra nær þekking fjöldans
vart. Hin eiginlega starfsemi
hinna mörgu áhugafélaga er al-
menningi hulin aðverulegu
leyti. Bæjarstjórnarmenn reyna
að gera sér eins glögga grein
fyrir mikilvægi þessara starfa
og unnt er, þar sem kröfur
áhugafólksins eru miklar á
hendur bæjarst, en takmarkaðir
tekjustofnar setja ráðamönnum
stólinn fyrir dyrnar að verulegu
marki.
Tekjustofnar
takmarkaðir
Bæjarstjórnarmenn
reyna þó að verða við óskum
sem flestra um fjárframlög,
þóttsumum umsækjendum þyki
eflaust smátt skorið þegar fjár-
hagsáætlun liggur fyrir. Að
framansögðu eru störf við af-
greiðslu þessara mála aðallega
fjárhagslegs eðlis og bundið við
fjárhagsáætlun hvers árs. Þau
eru fremur smá i sniðum miðað
viö heildartekjur bæjarsjóðs, en
við afgreiðslu stærri mála og
þeirra fjárfrekustu eru hendur
bæjarfulltrúa að verulegu leyti
bundnar. Annars vegar af fast-
ákveönum greiðslum, sem
stafa af sameiginlegum kostn-
aði rikis og sveitarfélaga og
hins vegar af þeim stefnu-
skrám, sem barist er fyrir um
kosningar og siðan samningi,
sem geröur er um stjórn bæjar-
ins milli fulltrúa þess meiri
hluta sem myndaður er i bæjar-
stjórn.
Framkvæmdasamur
meiri hluti
Sá meirihluti, sem nú situr i
bæjarstjórn verður varla sakað-
ur um framkvæmdaleysi i bæn-
um, þótt alltaf megi deila um
forgang framkvæmda og skipt-
ingu fjármagns til einstakra
verka. Meiri hlutinn hefur lagt
áhersiu á að ljúka stórverkefn-
'um á sem skemmstum tima svo
að fjármagn nýtist sem best og
hefur minni hlutinn stutt þessa
stefnu. Má i þessu tilviki geta
gatnaframkvæmda i bænum,
sem kosta mikið fé, en eru tald-
ar af flestum bæjarfulltrúum
undirstaða undir stækkun bæj-
arins og velliðan ibúa.
,, Steinstey pumenn"
Bregður þá svo við að hörð
gagnrýni kemur fram i blaða-
grein á þessa stefnu bæjar-
stjornar og bæjarfulltrúar
nefndir „steinsteypumenn” i
niðrandi merkingu. Sem betur
fer eru fáir formælendur þess að
hverfa til fortiðar á moldargötu
og i torfhús. Almenningur vill
lifa i fögru og hreinu umhverfi
og að þeir geti farið ferða sinna
um gott umferðakerfi, þar sem
steinsteypa og gróður fari vel
saman og setji svip sinn á
bæinn. Þetta er aöeins smá
sýnishorn af mati einstakra
manna á stórframkvæmdum
sem bæjarstjórn ákveður. Þessi
gagnrýni er oft sett fram að litt
athuguðu máli, eða að viðkom-
andi hefur orðið' fyrir von-
brigöum með framgang sinna
áhugamála i bænum.
ópólitískar
bæjarstjórnir.
Sá áróður er nú rekinn i
sumum fjölmiðlum að heiila-
vænlegast sé að leggja alla
stjórnmálaflokka niður i
sveitarstjórnum og pólitiskt
skoðanalausir einstaklingar eigi
að stjórna bæjarfélögum. Þetta
myndi eflaust vera ágæt hug-
mynd, ef við byggjum ekkí i
lýðfrjálsum hluta heims, þar
sem mismunandi stjórnmála-
skoðanir eru taldar nauðsyn-
legar og pólitiskir stjórnendur
jafn nauðsynlegir og fæöi og
kiæði almennings, enda hafa
stjórnendur þjóöarinnar og
sveitarfélaganna talið það styrk
sinn að hafa á bak við sig öfluga
pólitiska hreyfingu, þar sem
ýmis sjónarmið á framkvæmd
mála koma til umræðu og af-
greiðslu.
Stjórnmálaf lokkarnir
eru lýöræöislegir
Stjórnmálaflokkar hér starfa
á lýðræðislegum grunni og eru
opnir fyrir hinum fjölbreytileg-
ustu lifsskoðunum fólks og óviða
er auöveldara að koma þeim á
framfæri og hafa áhrif á gang
áhugamála sinna. Það yrði þvi
spor afturábak ef engin stjórn-
málaumræða færi fram i bæjar-
stórn Akureyrar, og vandséð
hvernig sú stjórn yrði á bæjar-
félaginu, sem ekki hefði hinn
fjölbreytta svip pólitiskra
skoðana.
Þorvaldur Jónsson.