Alþýðublaðið - 22.09.1981, Síða 3
Þriðjudagur 22. september 1981
3
ÚR-
KLIPPAN
Ósjaldan hefur nokkrum
stjórnmálamanni tekist eins
meistaralega að snúa sér út úr
fyrri skoðunum og Hjörleifur
Guttormsson, iðnaðarráð-
herra gerði í Helgar-Timanum
siðasta Hann lýsti þar gömlum
(?) skoðunum sinum á þvi
hvernig stjórnvöld i kommún-
istarikjum eigi að standa að
málum til að pupullinn komist
ekki upp með neitt „múður”.
Þetta var allt saman bless-
uðum Heimdellingunum að
kenna sagði hann og mat-
reiðsluaðferð þeirra... Þá vit-
um við það... Annars má það
furðulegt heita, að setningin
,,að ekki sé rétt að leyfa um-
ræður né gefa fólki kost á að
velja um neitt nema á grund-
velli sósialismans” getur
flokkast undir borgaraleg lýð-
réttindi... eða hvað finnst les-
endum?
— Þið sem voruð islenskir
námsmenn i Austur-Þýska-
landi á þessum árum tölduð
þið ykkur vera fylgjandi
sósialisma með tjáningar-
frelsi?
„Alveg tvimælalaust. Við
hagnýttum okkur lika að sjálf-
sögðu alltaf slikt tjaningar-
frelsi, og' engar hömlur voru
lagðar á það, enda hefði verið
erfitt um vik!”
— Nú finnst mér annað
koma fram a.m.k. á einum
stað i SIA-bréfunum ykkar,
sem Heimdallur gaf út sem
Rauðu bókina, þvi þar segir
orðrétt á einum stað: „Við
álitum, að rétt sé og sjálfsagt
að leyfa ekki umræður né gefa
fólki kost á að velja um neitt
nema á grundvelli sósialism-
ans, og þá sist Þjóðverjum”.
Og heldur siðar segir: „Fynd-
ist okkur heiðarlegar að farið,
ef valdhafar hér lýstu yfir, að
þeir hefðu tekið völdin og létu
engan komast upp með mót-
mæli. stefnubreytingar eða
annað múður”. en þarna eruð
þið að fjalla um að kosninga-
fyrirkomulagið i A-Þýska-
landi hafi litið gildi, þegar
ekki sé um að velja nema
mjög þröngt afmarkaða
stefnu.
Hvað vilt þú segja um
þetta?
„Nú veit ég ekki hvað þú ert
vel lesin i þeim gögnum og
Rauða bókin svokallaða, sem
Heimdallur gaf út á sinum
tima, með sinni ákveðnu mat-
reiðsluaðferð, setur fram
okkar skoðanir eftir óskum og
hugmyndum Heimdellinga og
slitur það sem við höfðum
fram að færa úr öllu sam-
hengi.
Við sem vorum þarna við
nám, vorum alla tið mjög
ákveðnir stuðningsmenn
borgaralegra lýðréttinda og
lýðræðishefða.
Það sem fór i taugarnar á
okkur mjög fljótt, var þessi
ákveðna sýndarmennska, sem
við sáum i gjörðum stjórn-
valda. Við fórum ekkert i
grafgötur um, að það voru
ákveðnar andstæður milli
orða og athafna stjórnvalda i
A-Þýskalandi. Við töldum að
það væri miklu nær að þau
kæmu til dyranna eins og þau
væru klædd, og til þess má
rekja þau ummæli sem ti-
unduð hafa verið úr einu bréfa
okkar.
„Ég held að þeir sem fara i
gegnum Rauðu bókina, sjái
ekki viðhorf okkar i þvi ljósi
sem þau raunverulega voru.
Þó held ég að við lestur á þess-
um samtiningi og þessum
valda útdrætti Heimdellinga
úr okkar bréfum, skini mjög
ljóslega i gegn eindregin
gagnrýni á þá þjóðfélagshætti
sem þarna riktu, ekki aðeins i
A-Þýskalandi, heldur einnig
frá félögum okkar sem voru
við nám annars staðar i
Austur-Evrópu. Um þetta
mætti vissulega margt segja.
Ég tel að dvölin þarna, án þess
að ég ætli að draga upp ein-
hverja svart-hvita mynd af
aöstæöum, eða i stuttu viðtali
að kveða upp dóma um þær
þjóðfélagsaðstæður sem
þarna riktu.
______________________RITSTJORNflRQREIN
fSLANDS (Ó)HAMINGJA?
E inhverntima hefði það þótt
tiðindum sæta, að tslendingar
þættu sjálfkjörnir til þess að
kenna Búddistum að slappa af.
Eingu að siður hefur þetta
gerzt. Ungur tsiendingur, bú-
settur i Bandarikjunum, hefur
gefið út bækur til þess að kenna
hrjáðum jarðarbúum að verjast
streitu og öðlast þá rósemi hug-
ans sem leiða á til iifshamingju.
Bækur hans hafa að sögn ver-
ið þýddar á japönsku og önnur
austurlandamál og seljast i
stórum upplögum. Islendingar
eru þess vegna farnir að kenna
Búddistum að slappa af.
Og nú er röðin komin að ís-
lendingum sjálfum. Bókin um
hamingjuna, eftir sama höfund,
er nýkomin út. Spurningin er:
Eru Islendingar sú hamingju-
sama þjóð, sem býr i sátt og
samlyndi við sjálfa sig, land sitt
og stöðu sina i umheiminum, að
hún sé þess vegna aflögufær um
þrautreynda lifsspeki handa
Búddistum og Hindúum? Eða
erum við einmitt, þvert á móti,
dæmi um streituþrungið samfé-
lag, nagað af efasemdum, ör-
yggisleysi og óánægju, þannig
að teljast megi viti til varnaðar
öðrum þjóðum?
S jálfsgagnrýni og sjálfsskoð-
un er ekki fyrirferðarmikil i op-
inberri umræðu um þjóðfélags-
mál meðal tslendinga. Fjöl-
miðlar eru að visu fullir af ein-
hvers konar pólitik allan ársins
hring. En mörgum finnst sú um-
ræða yfirborðskennd, öfgafull
og ómarkviss. Fæstum finnst
hún beri vott um þá yfirvegun
og rósemi hugans sem Búddist-
ar eru frægir fyrir. Það er sér-
lega eftirtektarvert, að aka-
demiskir borgarar, þeir sem
hafa eiga að æfistarfi rannsókn-
irog kennslu við æðstu mennta-
stofnun þjóðarinnar, leggja fátt
til mála i almennri þjóðfélags-
umræðu. Ættu þeir þó öðrum
fremur að hafa til þess forsend-
ur: þekkingu, hlutlæga afstöðu
ognæðitilihugunar.Hvort þessi
þögn akademiunnar stafar ein-
faldlega af þvi, að hún hafi engu
að miðla þjóð sinni, eða af öðr-
um ástæðum, skal ósagt látið.
En þá er illa komið æðri mennt-
un i landinu og um mikla aftur-
för að ræða frá fyrri tið.
Venjulega kenna menn and-
legtálag og streitu við ys og þys
stórborgarlifs. Hin grimma
samkeppni, þröngbýli og hraði,
— þetta ásamt með ópersónu-
legum samskiptum manna og
firringu, eru einkenni þess lifs-
forms, sem stórborgir iðnaðar-
samfélagsins teljast ala af sér.
Útlendingar, sem við slik lifs-
skilyrði búa, gera sér þvi oft
rómantiskar hugmyndir um Is-
land og Islendinga — þ.e.a.s.
þeir fáu, sem vita af tilveru
þessarar eyþjóðar. Þeir sjá i
hillingu fámennt þjóðfélag, þar
sem hver einstaklingur gegnir
stærra hlutverki en i mann-
mergð stórþjóðanna: Litið, frið-
sælt þjóðfélag, úr alfaraleið, þar
sem verstu einkenni borgarlifs
iðnrikjanna hafa ekki náð að
spilla eðlilegum og náttúruleg-
um lifnaðarháttum.
Sá maður, sem virðir fyrir sér
islenskt nútimaþjóðfélag úr
nokkurri fjárlægð, en þekkir
eitthvað til veruleikans, sem að
baki býr, á óneitanlega erfitt
með að sjá það i slikum hilling-
um.
jóðfélag okkar virðist við
fyrstu sýn þrungið atorku og
spennu. Framkvæmdasemi og
athafnaþrá einstaklinganna
blasir viða við. Þrátt fyrir smæð
sina hefur Reykjavik að mörgu
leyti á sér stórborgarbrag.
Listalif er með ótrúlegum
blóma. Þeir sem áhuga hafa á
leiklist, tónlist og málaralist
eiga t.d. fullt i fangi með að
fylgjast með. önnur ytri tákn
menningar- og athafnalifs segja
sömu sögu.
Hvar sem litið er i islensku
þjóðfélagi blasa við merki at-
hafnasemi og nýjungagirni,
fremur en kyrrstöðu eða sof-
andaháttar.
En er þetta hamingjusöm
þjóð? Eru Islendingar ánægðir,
með það þjóðfélag, sem þeir búa
i? Erum við lausir við þá kvilla
bölsýni, uppdráttarsýki og upp-
gjafar, sem gera vart við sig i
vaxandi mæli með ýmsum ná-
grannaþjóðum okkar?
Þvi fer fjarri. Islenskt mann-
lif viröist á margan hátt ein-
kennast af meiri streitu, meira
öryggisleysi og meiri óvissu um
ókomna tið, en gengur og gerist
með grannþjóðum okkar.
etta virðist með einum eöa
öðrum hætti vera afleið-
ing verðbólguþjóðfélagsins.-
A þvi leikur enginn vafi, að Is-
lendingar vinna lengsta vinnu-
dag i Evrópu. Það er regla,
fremur en undantekning, að
hjón vinna bæði úti. Langur
vinnudagur, eftirvinna og yfir-
vinna, aukastörf — öll þessi
auðkenni islenska verðbólgu-
þjóðfélagsins eru nærri þvi
óþekkt með öðrum þjóðum.
Flestir Islendingar virðast
heyja þindarlaust kapphlaup
við timann, til þess að sjá sér og
sinum farboða. Fyrsta verkefni
nýgiftra hjóna er að koma sér
upp þaki yfir höfuðið. Til þess að
ráða við það verkefni þurfa hjón
eða sambýlisfólk að leggja nótt
við dag árum saman. Skulda-
bagginn og fjárhagsáhyggjurn-
ar, sem þessu fylgja, eru næst-
um óbærilegar byrðar.
Hverjar eru afleiðingar þessa
lifsforms á f jölskyldulif, uppeldi
barna, tómstundir? Mega menn
nokkuð vera aö þvi að tala sam-
an i þessu þjóðfélagi? Hvaðan
eiga börn og unglingar að læra
það mannamál, sem sjaldan eða
aldrei er fyrir þeim haft?
Hverjar verða afleiðingar þess-
arar félagslegu upplausnar fyr-
ir islenskt þjóðfélag, þegar
fram liða stundir?
Hvernig fer þjóð, sem býr við
jafn þrotlaust vinnuálag og lát-
laust kapphlaup við verðbólgu
aö þvi að slappa af? Frá náttúr-
unnar hendi búum við við óstöð-
ugt og duttlungafullt veðurfar.
Þeir sem þurfa á afslöppun að
halda eftir vinnuálag og fjár-
hagsáhyggjur vetrarins, telja
sig gera það best, með þvi að
leita út fyrir landsteinana. ís-
lendingar flykkjast i skipulagð-
ar hópferðir til sólarlanda. Birt-
ingarform hins islenska alkó-
hólisma, minnir helst á
drykkjuvenjur hinna vonar-
snauðu þjóða Austur-Evrópu,
sem eiga erfitt með að finna lifi
sinu tilgang og þurfa að finna
óhamingju sinni útrás.
S tjórnmálamönnum okkarer
tamtab likja islensku þjóðfélagi
vib velferðarriki grannþjóð-
anna, þar sem einstaklingurinn
býr vib velviljaða forsjá rikisins
og öryggi frá vöggu til grafar.
Þrátt fyrir viðamikla félags-
málalöggjöf, sem sett hefur
verið að norrænni fyrirmynd, er
þó veruleikinn allur annar, ef
skyggnst er úndir yfirborðið.
Sextiu - sjötiu stunda vinnuvika
er með öllu óþekkt i þeim vel-
ferðarrikjum, sem við erum að
reyna að bera okkur saman við.
Þær kröfur, sem gerðar eru til
húsbyggjenda, þættu með öllu
ómennskar — nánast villimann-
legar, með öðrum þjóðum. Og
þrátt fyrir þennan langa og
stranga vinnudag fer það ekki
milli mála, að lifskjör eru jafnt
og þétt að dragast aftur úr þvi
sem þekkist með öðrum þjóð-
um.
Þvi fer fjarri, að Islendingar
kunni að lifa i sátt við landið
sitt, t.d. með sama hætti og
Norðmenn. Að stunda útivist,
iþróttir, sjálfsnám eba aðra
timafreka tómstundaiðju, allt
er þetta stórum hluta Islendinga
lokuð bók. Lifsstritið sjálft tek-
ur allan tima manna.
Tilgangurinn með „velferðar-
rikinu” var aldrei sá, að gera
menn að þrælum dauðra hluta,
heldur ab herrum eigin lifs. Viö
tslendingar eigum enn langt i
land að ná þvi marki —■ og
margt ólært. Þetta þjóðfélag
geture.t.v. orðið Búddistum viti
til varnaðar. En við eigum
margt ólært af Búdda.
— JBH
Athugasemd Skúla Sigurðssonar matsmanns
vegna viðtals við konu úr Hafnarfirði
Reyndi að svíkja fé út úr
félagslega íbúðakerfinu
Hinn 17. þ.m. birtist i Alþýðu-
blaðinu viðtal við konu úr Hafn-
arfirði, sem skýrir frá sam-
skiptum sinum viö undirritaöan
vegna sölu hennar á ibúð i
verkamannabústað i Hafnar-
firði.
Þvi má skjóta hér inn, að ibúð
þessi mun vera að Breiövangi
16, nánar tiltekið 3. h.t.h. Eig-
andinn vildi ekki I viðtalinu láta
nafn sins getið, og er það skilj-
anlegt, þegar tillit er tekið til
þess, hver er hin raunverulega
ástæða til óánægju konunnar.
Verður nú skýrt nánar frá at-
vikum.
Matsgerö á þeirri ibúö, sem
hér um ræðir fór fram 30. júni
og var matsgerö send þá þegar
til matsbeiöanda, þ.e. bæjarlög-
mannsins i Hafnarfirði. Eitt
þeirra atriða, sem matsgerðin
byggði á, var, að á ibúöinni
hvildi lán úr Byggingarsjóði
verkamanna að fjárhæð kr.
33.746,-. Svo sem kunnugt er, á
seljandi ibúðar I verkamanna-
bústað rétt til þess að fá greidda
þá fjárhæð, sem hann hefur viö
endursölu greitt af upphaflegu
kaupverði ibúöarinnar, meö
verðbótum frá kaupdegi til sölu-
dags, auk endurbóta en aö frá-
dreginni fyrningu. Þannig átti
seljandi ibúöarinnar að fá
greiddar kr. 151.673,- við sölu á
ibúð sinni til Hafnarfjarðar-
kaupstaöar. Til þess að fá hærri
greiðslu greip seljandi ibúöar-
innar til þess ráös, sem ekki er
óþekkt gegnum árin, að greiöa
upp áhvilandi lán Byggingar-
sjóðs verkamanna, og gera þvi
næst kröfu til þess, að fá reikn-
aðar visitölubætur á þá fjárhæð,
sem miðuðust við visitöluhækk-
un frá upphaflegum kaupdegi
ibúöarinnar I des. 1977, til þess
dags, er Hafnarfjaröarkaup-
staður endurkeypti ibúöina.
Uppgreiðsla á láni Byggingar-
sjóðs verkamanna fór fram 5.
ágúst sl. og fyrir að hafa greitt
þann dag kr. 33.746,- gerir selj-
andi ibúðarinnar kröfu til aö fá
greiddar kr. 156.921,-, þar af
verðbætur kr. 123.275,-. Enginn
vafi leikur á þvi, að sá leikur,
sem hér átti að leika, er I engu
samræmi viö gildandi lög og
reglur. Þess hafa veriö dæmi
hér áður fyrr að þetta væri gert,
en með nýjum reglum hefur
verið komið I veg fyrir að þetta
væri unnt i framtiðinni.
Sú ósk konunnar úr Hafnar-
firði, aö hún þurfi aldrei aftur að
lenda I þessum mönnum, þ.e.
undirrituðum, sem matsmanni
félagslegra ibúöa,er skiljanleg i
ljósi þess, að við komum I veg
fyrir aö hún gæti með blekking-
um haft út úr þeirri félagslegu
ibúð, sem hún er að selja yfir 12
milljónir gamalla króna. Hins
vegar er þess að vænta, aö þeir
seljendur félagslegra ibúöa,
sem láta sér ti) hugar koma i
framtiðinni, að beita svipuðum
blekkingum til þess að fá fjár-
muniút úr félagslegum ibúðum,
sem enginn réttur stendur til,
muni „lenda I” mönnum, sem
koma i veg fyrir sllkt verði unnt.
En ekki á ég von á þvi, að mikil
brögö verði að þvi, að slikt verði
reynt. Það eru nefnilega ekki
allir, sem eru þannig innrættir,
að þeir geti hugsaö sér að afla
sér fjármuna á þann hátt. Þátt-
ur þeirra dagblaða, sem reyna
að fegra hlut þeirra, sem gera
tilraun til þess, að svikja fé út á
verkamannabústaði, er hins
vegar sér kapituli, sem ég geri
ekki aö umtalsefni hér.
Skúli Sigurösson.