Alþýðublaðið - 22.09.1981, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 22.09.1981, Qupperneq 8
r~ : Ctgefandi: Alþýðuflokkurinn. alþýöu- blaðið Framkvæmdastjóri: Jóhannes Guðmundsson * _ a _ f a Stjórnmálaritstjóri og ábm.: Jón Baldvin Hannibaisson. A C L'KITT OfC 1IHI1111 Ritstjórnarfulltrúi: Guðmundur Arni Stefánsson. |\| | | Lfll dl II Blaðamenn: Einar Gunnar Einarsson, ólafur Bjarni Guðnason og Þráinn Hallgrímsson. Útlitsteiknari og ljósmyndari: Einar Gunnar Einarsson. Ol OCC Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Auglýsingar: Sigrlður Guðmundsdóttir. öloðö Dreifingarstjóri: Sigurður Steinarsson. , . . ‘ VI Ritstjórn og auglýsingar eru að Slðumúla 11, Reykjavlk, simi 81866. ALÞÝÐUBLAÐIÐ SEGIR: Togarinn verkefnalaus við bryggju, en samt á að kaupa annan — Raufarhafnarmálin dæmigerð fyrir fumið og markleysuna í sjávarútvegsmálum Fram hefur komiB í fréttum, að útgerðarfélagiö Jökull á Raufarhöfn standi nú höllum fæti og reksturinn gangi vægast sagt skrykkjótt. Fyrirtækið getur ekki greitt starfsmönnum laun, togarinn Rauðinúpur hefur verið stopp við bryggju vikum saman og erfiðlega gengur að losna við fiskafuröir, sem fylli nú allar geymslur frystihússins. í sjálfu sér er þetta ekkert nýtt i fyrirtækjarekstri hér- leridis. Aörar eins fréttir hafa áður heyrst. Einnig er vitað að fleiri frystihús og fleiri útgerðir á landinu eru á brauðfótum. Það er út af fyrir sig, ihugunarefni, aö sjávarútvegurinn sem löng- um hefur verið talinn grund- völlur þess, að lifvænlegt sé hér á landi, standi eins illa og raun ber vitni. Eða eins og maðurinn sagði: Ef ekki er hægt að græða á útgerð, þá er ekki hægt að reka nein fyrirtæki hérlendis án halla. ,,Og það eru mörg sann- leikskornin i þessari fullyrð- ingu. Þorskveiöar hafa t.a.m. giæðst verulega á siðustu misserum og er það ekki litið skref tii betri vegar. Þrátt fyrir þetta er eymdin og veöldin slik, að frystihúsin eru I þann veginn að stöðvast hvert af öðru og togararnir, sem streyma inn i landið festast við bryggju I löng- um bunum. Hvaö er að gerast? Togarinn Rauðinúpur hefur verið bundinn við bryggju á Raufar- höfn að undanförnu og frystihúsið I lamasessi. Jökull h/f vill aðstoð frá hinu opinbera. Nú eiga þingmennirnir og Framkvæmdastofnun að skaffa pening, eins og gerðist þegar fjárfest var i nýja ókomna togaranum þeirra i tJtgerðarfélagi Norður-Þingeyinga. Astand sem þetta er ekki alls- endis óþekkt frá fyrri árum. Hins vegar veröur ekki séð annað, en allt stefni nú á bólakaf og þaðan verði ekki afturkvæmt fyrr en aö löngum tima liðnum — eftir langt og kvalafullt loft- leysi og myrkur. Vitleysan meö Ingvar En litum aðeins nánar á Raufarhafnardæmið. Flestir muna vafalaust eftir þeim miklu blaðaskrifum, sem urðu á sinum tima, þegar útgerðar- félag Norður Þingeyinga (Jök- ull h/f á 40% i þvi félagi) vildi láta rikisstjórnina og Fram- kvæmdastofnun kaupa handa sér norska togarann Ingvar Ivertssen fyrir stórfé, þegar fjölmargir aðrir og ódýrari val- kostir buðust. Það mál allt þvældist fram og til baka i stjórnkerfinu og enginn vildi barnið eiga — nema þeir fyrir norðaustan, þeir vildu Ingvar (þ.e. Ivertsen Ingvar) og engan annan. Nokkur þúsund norskar krónur til eða frá, var ekki þröskuldur i þeirra augum. Norðausturland-Raufarhöfn og Þórshöfn — þurfti sinn togara og þaö var búið að festa Ingvar Ivertsen og vantaði bara pen- ingana úr Fiskveiðasjóði og frá Framkvæmdastofnun til að borga brúsann. En það vildu ekki allir kyngja stórum og seigum bitum þeirra fyrir norð- austan og stjórn Framkvæmda- stofnunar var meö múöur, uns Steingrímur skipaði þeim að hætta þessari þvermóðsku, það væri búið að lofa þeim fyrir norðaustan togara og togara skyldu þeir fá, hvað sem hann kostaði. En á meðan var Ingvar Ivert- sen seidur — ekki til íslands — og þá urðu þeir fyrir norðaustan fokvondir. Ekki datt þeim það i hug að kaupa einhverja þá ódýrari togara, sem i boði voru, heldur settu þeir i gang nýsmiði og eiga nú von á einum glænýj- um og ekki ódýrum til sin snemma á næsta ári. Og með þessa forsögu i huga og þá ofuráherslu sem lögð var á, aö fá togara á Raufarhöfn og Þórshöfn, þá kemur nú spurnar- svipur á ýmsa, þegar togarinn sem fyrir er á Raufarhöfn er i stoppi og öll fiskvinnsla liggur niðri. Á meðan' gengur smá- bátaútgerð ágætlega hjá Þórs- hafnarbúum. Ekki fær maður séð, hvernig eigi að smella hin- um nýja glæsta togara, sem Framkvæmdastofnun og fisk- veiðisjóður hafa fjármagnað, inn i hið flókna munstur hjá kauptúnunum fyrir noröaustan. Það er kannski viðbótar bryggjuplass fyrir hinn nyja togara á Raufarhöfn, þar sem verður hægt að leggja honum við hlið Rauðanúps. Það er þó ef til vill fullfljótt að ganga frá málunum þannig. Það er ekkert vist að Jökull fái að láta nýja togarann vera bundinn viö sinar bryggjur, þvi það er enn ófrágengið mál milli Raufarhafnar og Þórshafnar, hvaðan skuli gera togarann góða út (eða binda fastan). Hver er heildarstefnan? Þegar öllu gamni er sleppt, þá verður ekki séð annað, en Raufarhafnardæmið sé dæmi- gert fyrir þá óstjórn og þá markleysu sem viðgengst i sjávarútvegi okkar Islendinga. Togurum er dælt viðstöðulftið inn i landið, enda þótt þeir sem fyrir eru, séu meira og minna verkefnalausir. Togari á hverja vik, er nú lausnarorðið, þótt margar vikurnar hafi ekki frystihús til að vinna aflann. En þá er málið leyst á þann hátt, að allur afli skal unnin um borð. Og hver er á atvinnuhvatinn af togaranum fyrir fólkiö i landi? Togarasjómenn hafa margir 7 L/ Frestað vegnaveðurs Vegna veðurofsans á Vestfjörð- um um helgina, varð að fresta fyrirhugaðri kjördæmisráðstefnu Alþýðuflokksins, sem halda átti I Héraðsskólanum að NUpi, Dýra- firði. Var vart fært milli húsa i verstu hryðjunum og veöurofsinn geysilegur. Alþýöuflokksmenn á Vestfjörð- um láta hins vegar veðurguðina ekki aftra sér til langframa og nefnd kjördæmisráðstefna hefur .verið sett á um næstu helgi á fsama stað með áður auglýstri dagskrá. „Geri ráö fyrir að við hitt- umst áður en vikan er liðin”, segir þingflokksformaður Sjálf- stæðisflokksins og á þá við margfræga fundi Gunnars og Geirs. Hins vegar bætir þing- flokksformaður þvi við, ,,að Gunnar væri ekki heima þessa dagana og yrði beðið eftir hon- um”. Einkar er þetta drengilegt og vel til fundið hjá Geir og Ólafi G að biða heimferðar Gunnars. Deilur við hringborðið: GðBEVAROS! Við sátum saman, nokkrir upplýstir, viðlesnir og bráð- gáfaðir snillingar, á kaffihúsi hér i borg, fyrir nokkrum dög- um, og ræddum um Síbelius. Skoðanir voru skiptar. Andlit þrútin og rauð! Skipulögð skoð- anaskipti á siðmenntuðu formi voru ekki lengur möguleg! Allir töluðu I einu! Hnefar voru krepptir! Þeim var slegið i borðplötuna af nokkru afli! Oðru hverju hófst einhver raustin upp, yfir samfelldan niö stanslausra skoðanaskiptanna. (sem ekki voru siðmenntuð) en slikar raddir brustu fljótlega, og runnu saman viö kliðinn, svo ekki varð greint nákvæmlega hvað sagt var, utan nokkur orð, svo sem: „attanúrkreistingur”, „bavian með pappaeyru”, „þú ferð með pianó, eins og það sé ritvél”, „fasisti”. Þaö var þegar siðasttalda orðið heyrðist hrópaö yfir klið- inn, að deilurnar duttu snögg- lega niður. Ekki svoað skilja aö nokkur okkar hefði tekið þetta tilsín! Siðurensvo! Gúbevaros, eins og Holberg hefði sagt. (Hann spilaöi á júðahörpu kall- inn sá) (Annars hljómar þessi ágæti danski frasi „GUbevaros”, eins og nafn á einhverjum suðurameriskum skæruliðasamtökum). Nei, það sem þaggaði niður i okkur öllum, var undrun. Við spurðum sjálfa okkur: „Hvað kemur „fasismi” málinu við?” Við erum viðlesnir, viö erum upplýstir, við tökum lifið og list- ina alvarlega. Það er samræmd skoðun i okkar hóp, sem við höf- um aldrei efast um, eftir að um- ræður höfðu farið fram, og ákvöröun verið tekin, að listir hafa ekkert með stjórnmál að gera. List listarinnar vegna, það er okkar mottó! Hvaða vargur var það sem hafði læðst inn i okkar musteri lifsnautnar- innar? Hver var það, sem sló þennan hræðilega feiltón ivand- lega orkestreraða hljómkviðu lifs okkar? 1 stuttu máli sagt: „Hver var delinn?” Viö sátum umhverfis borðið og bræðin sauð niðri okkur. Við litum smátt og smátt upp. Við rannsökuðum hver annan, vandlega. Við skoðuðum hvert andlit, og leitum að einhverjum þeim rúnum i enni einhvers okkar, sem gæfu til kynna að hann væri sauðurinn svarti. Þessi leit fór fram i algerri þögn. Enginn vogaði sér að líta undan. Enginn vogaði sér að stökkva á fætur og hlaupa út. (Við vorum ekki enn búnir að borga reikninginn). 1 stuttu máli sagt, Sibelíus var gleymdur. I fyrstu var þögnin vandræða- leg! Siðan varð hún magn- {rungin!! Að lokum varð hún djöfulleg!!! Þá brast þolgæði delans. Hann glúpnaði, fölnaði, titraði, skalf, umlaði, og þaö fór ekki á milli mála, hvað honum lá á hjarta. Hann var DELINN! Nokkrir harðlinumenn i hópn- um vildu ganga hartfram. Nán- ast óbliðlega! En við hinir, jafn- hneykslaðirog þeir, en ekki jafn dómharðir, lögðumst gegn þvi. Við vildum ekki refsa, heldur skilja! Delinn var veluppalinn, vel klæddur, kurteis og listrænn. Hann hafði hlotiðgottuppeldi og tilheyrði borgarastéttinni, eins og viö hinir. Hann hafði aldrei áður stigið hið minnsta vixlspor um ævina. Hvað kom til? Hann sem aldrei hafði verið nokkrum manni ósammála áður! Hann sem aldrei haföi haft aðrar skoðanir en þær, sem hann vissi að voru réttar! Hversvegna? Við yfirheyrðum hannþarna á kaffihúsinu frameftir degi, en ekkert gekk. Hann svaraði Uti hött. Hann umlaði og dæsti, iðaði allur á bekknum og smátt og smátt gránði hár hans. En engin svör. Engin! Að lokum samþykktum við að vita hann, en vægilega þó. Við gerðum hann útlægan úr hópn- um í viku, og dæmdum hann til að borga kaffið fyrir okkur alla. Hann tók þessu karlmann- lega, og útlegðin er nú liðin og hann sækir fundi okkar aftur. Hann tekur þátt í umræöunum eins og áður, en er þó eins og fjarrænn. Hann brosir um leið og hann tekur þátt i heitustu deilum okkar. Það er eins og hann verði aldrei mjög upptdi- inn í deiluefninu sjálfu. Enginn deilir heldur mjög hart við hann. Hver veit? Hon- um gæti slegið niður aftur! Og enginn vill taka þátt i slfkri uppákomu. Gúbevaros! Þetta meö Sibelius var aldrei útkljáð. Enginn vill vekja máls á þvi aftur. Kannski hefur Sibelius svona sterk áhrif á hann! Hver veit? — Þagall

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.