Alþýðublaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.09.1981, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 9. september 1981 INNLEND STJÓRNMÁL 3 MATSMANNAMÁLIÐ OG ÚR- KLIPPAN Fyrri úrklippan hjá okkur i dag er úr Þjóöviljanum I gær. Það er fróðlegt fyrir þá, sem hafa fylgst með skrifum Alþýðublaðsins um mats- mannamáið illræmda, að sjá á hvaða plani skrif ritstjóra Þjóðviljans eru um sama mál. Svokallað matsmannamál hefur talsvert verið til umfjöllunar i blöðum. Það er rekiö af miklu offorsi og þeir sem pennum stýra sjást lltt fyrir. Enda liggur mikið við. Loksins þykjast andstæðingar Alþýðubandalgsins hafa náð taki á formanni flokksins sem notið hefur að þeirra mati óþarflega mikilla almennra vinsælda. Og málið er vissulega alvar- legs eðlis. Það hefur semsé komið upp úr Alþýðublaðinu að annar matsmaðurinn er faðir aðstoðarráðherra Svav- ars Gestssonar og hinn er hvorki meira né minna en skyldur honum I 5. og 6. ættlið að sögn kratablaðsins. Rann- sóknir standa nú yfir á þvi fyrir tilstuðlan Alþýöublaðsins hve skyldleikinn sé náinn, og mun það væntanlega birta ættfræðiniðurstöður innan skamms. Þjóðviljinn hefur það hinsvegar eftir óyggjandi heimildum að hann sé i 6. og 7. lið, og má blaðið vart mæla fyrir hneykslan. En það er með þessa tilbúnu deilu eins og Alþýðublaðs- deiluna að menn eru ekki sammála um hvað hún snýst. Alþýðublaðið segir að hún snúist um bitlinga og skyld- leika og hálft prósent mats- gjald, en Dagblaðið segir að það skipti engu máli, heldur séu matsmennirnir óþarfir. 1 þessu striði gegn félags- málaráðherra er ekki sérstak- lega vænlegt að bera á borð staðreyndir, þvi „skandall” skal það verða hvað sem það kostar. Þó skal þess freistað hér að minna á, að fram að setningu nýju húsnæðislag- anna var mat vegna endursölu á ibúöum i félagslega kerfinu i miklum ólestri. Það var þess- utan helmingi dýrara en nú. Auðvitað er það firra að ekki sé nauðsyn á óháðu mati við endursölu ibúða i verka- mannabústaðakerfinu. Er það virkilega meining þeirra sem telja slikt mat óþarft, að það eigi að vera i höndum eig- anda, kaupanda eða seljanda að leggja mat á endurbætur, ástand og söluverðmæti? Ætli hver myndi ekki toga i sinn enda og af verða þrætur miklar. Auðvitað er þörf á samræmdu mati, en fram- kvæmd þess má að sjálfsögðu haga á ýmsan h(*t. Hvernig gengjr rammpóli- tiskum mönnurn að vinna á „frjálsu og óháðu” blöðunum? Hvernig skyldi framsóknar- maðurinn fyrrverandi svara þvi? Finnbogi Hermannsson hefur nú verið ráðinn sem blaðamaður að Vestfirska fréttablaðinu Við spurðum hann fyrst hvort hann væri hættur öllum afskiptum af pólitik. Hvenær eru menn hættir afskiptum af pólitik og hvenær ekki svaraði Finnbogi, já, ég verð nú að segja, að þegar maöur tekur til starfa við blað óháð stjórnmálaflokkunum, þá fer það ekki beint saman að sá blaöamaður hafi sig frammi i flokkapólitiskum deilum. Þvi þótt hann sé að skrifa dags daglega „frjálst og óháð”, þá er það nokkuð ljóst, að almenningur hugsar sem svo: „Ja, þaö er hann Finnbogi sem er að skrifa þetta, við vitum hvaða skoðanir hann hefur á málunum, það skin i gegn og á milli linanna, o.s.frv.. Eg held að með þvi að ráða sig á blað eins og Vestfirska fréttablaðið hljóti menn að afsala sér þess- um mannréttindum svona nokkurnveginn um leiö.” Matsmannamálið, sem Al- þýðublaðið hefur rakið á siðustu dögum fer aldeilis fyrir brjóstiö á formanni Alþýðubandalagsins og Þjóðviljanum. Algjörlega án málefnalegra raka, hafa þeir gripiö til örþrifaráöa. Reynt að drepa aðalatriðum málsins á dreif með stóryrðum og þvælingslegum útúrsnúningum. Það verður ekki annaö séð, á ummælum Svavars Gestssonar c® umfjöllun Þjóöviljans en réttmæt gagnrýni á ákveðna • þætti félagslega ibúðabygginga- kerfisins, snúist um æru for- manns Alþýðubandalagsins. Al- þýðublaðið telur hins vegar að persóna Svavars Gestssonar sé hjóm eitt miöað við mikilvægi þeirra málefna, sem hér er um fjallað. Matsmannamálið fjall- ar um bitlinga til handa flokks- mönnum ráðherra. Mats- mannamálið segir af óeðlilegri rukkunarstarfsemi. Mats- mannamálið sýnirsvartá hvitu, hvemig aðilum leyfistað merg- sjúga launþega undir vemdar- væng hins opinbera kerfis. Matsmannamálið segir þjóð- inni, hvemig sjálfvirkt inn- heimtukerfi getur verið vara- samt, þvi allt of oft eru seljend- ur Ibúöa að greiða óháðu mats- mönnunum fyrir störf sem þeir inna ekki af hendi og raunar þurfa ekki að vinna. Það eru þessi atriði og fleiri ámóta, sem gera matsmanna- málið að skandal. Þaö þarf ekki, að gera matsmannamálið að neinum „skandal” eins og Þjóð- viljinn segir Alþýðublaðið dunda sérviö. Það þarfekki, þvi matsmannamálið er skandall. Hvað sem Þjóðviljinn fjarg- viðrast, þá er það staðreynd, sem ekki hefur verið véfengd, að annarhinna ráðherraskipuðu matsmanna, er faðir aðstoðar- ráðherra Svavars Gestssonar. Halldór Backrnann verktaki og matsmaður ráðherra er faðir Ammundar Backmann aðstoðar- manns félagsmálaráðherra. Alþýðublaðið hefur i umfjöll- un sinni ummálið, haldið sig viö staðreyndir málsins. Þær hafa talað sinu máli. „Ósæmilegur skætingur, róg- ur og nið,” er orðfarið sem félagsmálaráðherra notar, þeg- ar leitað er eftir málefnalegri afstöðu hans til málsins. Þó seg- ir hann siðan, aö „það sé svo aftur annað mál, að hvorugur þessara matsmanna sé ráðinn til eilifðar og það er engan veg- inn ákveöið, að 1/2% þóknunin verði til frambúðar.” — Ráð- herra hefur sem sagt áttað sig á þeirri staðreynd, að þessi pró- sentutala fyrirekkimeirivinnu, er fráleit, auk þess sem hann hefur skynjað, að almenningi finnst það ekki eðlilegt, að ættarbönd ráði ferðinni við út- hlutun starfa. Og siðan segir Svavar Gests- son i viðtali við Alþýðublaðið: „Þetta er nýtt fyrirkomulag og mun taka þeim breytingum, sem nauðsynlegar kunna að teljast.” Og slðar i viötalinu segir félagsmálaráðherra: „Ég itreka að þetta er allt i mótun ennþá og viðmiðunin, sem er uppi i'dag, veröur ekki endilega til eili'fðar.” — Er augljóst á þessum orðum ráðherra, að hann hefur aö athuguðu máli gert sér ljóst, að gegndarlaus rukkunarstarfsemi matsmanna hans hefur gengið út I öfgar og ráðherra vill þvi hafa vaðið fyr- ir neðan sig og segir allt fyrir- SVAVAR skrif Alþýðublaðsins, en svo strax á eftir, eru málefnalegar athugasemdir Alþýðublaðsins afgreiddar þannig, að þetta sé allt I mótun og taki breytingu. Eða eins og Skúli Sigurðsson annar hinna ráöherraskipuöu matsmanna, sagði i viðtali. „Þetta tekur allt breytingum og hefði gert þótt Alþýöublaðið hefði ekki vakið máls á þessu.” Og Þjóðviljinn er á sömu lin- unni, þegar gifuryrðin þrýtur og segir um matsmannafyrir- komulagið, að „framkvæmd þess megi að sjálfsögðu haga á ýmsan hátL” Þessar tilvitnanir i ráðherra- klikuna, segja meira en mörg orð. Hæstvirtur félagsmálaráð- herra hefur nú áttað. sig á þvi, að hann getur ekki afgreitt óhóf- lega rukkunarstarfsemi mats- manna hans, með einhverjum gifuryrðum um það, að Alþýðu- blaðiö haldi uppi rógi og niðium æru hans. Sannleikurinn er sá, að I þessu máli, hefur Alþýðu- blaðið látiðæruSvavars liggja á miili hluta. Nú nema það sé ærumeiöandi fyrir Svavar, þeg- ar frá þvi'er greint, aö hann hafi veitt föður sérlegs aðstoöar- RITSTJORNARGREIN rétt hjá Þjóðviljanum, að I fjöl- mörgum tilvikum eru þessir óháðu matsmenn óþarfir. En það er rangt hjá Þjóöviljanum aö þaö standi einhverjar deilur um það, hvað af þessu, málið snúist um. — Málið snýst nefni- lega um allt þetta og meira. Það skal itrekaö enn og aftur, þannig að ekki fari á millimála, að þessir tveir sérlegu erindrek- ar ráðherra, fá isina vasa, 1/2% af matsveröi hverrar ibúðar byggðar á félagslegum grunni, sem fer i sölu. Miðað við 200 ibúðasölur á ári, þá jafngildir þóknunin til matsmanna — þóknun sem seljendur ibúðanna greiða — langtyfir 30g. milljón- um á ári. Alþýöublaöið hefur aldrei vé- fengt það, að nauðsyn sé á óháðu mati við endursölu ibúöa i verka mannabústaðakerfinu. Það er bara ekki nærri alltaf þörf á þvi. Þaö þurfa engir óháðir matsmenn að koma nærri matinu, þegar samkomu- lag næst á milli kaupenda og seljenda um matsverð. Þessir óháðu matsmenn ættu að vera málskotsaðilar, sem væru til- tækir ef ekki semdist milli hags- munaaðila. Það óskar enginn seljandi eftir þvi að kaupa rán- dýra þjónustu matsmannanna, þegar enginn þörf er á þessari sömu þjónustu og starf þeirra hefur þegar verið innt af hendi. Þá er einfaldlega verið að mergsjúga peninga út úr launa- fólki. Þá er verið aö rukka fyrir vinnu sem ekki er þörf fyrir og enginn hagsmunaaöila hefur beðið um. Enda viðurkennir félagsmálaráðherra i fyrr- nefndu Alþýðublaðsviðtali, þeg- ar spurt er hvort ekki sé eöli- legra aö óháðu matsmennirnir séu aðeins málskotsaðilar, „að það sé vel hugsanlegt að þetta verði þannig i framtiöinni”. Alþýöublaöið hefur meö um- fjöllun sinni um matsmanna- málið bent á óeðlilega veitingu bitlinga og óþarfa rukkunar- starfsemi. Blaðið styður auðvit- aö við félagslegt átak I hús- næöismálum eftir sem áður. Hins vegar vill Alþýðublaðið að blóðug og óréttlát rukkunar- starfsemi, innan þess kerfis og undir verndarvæng félagsmála- ráðherra, verði aflögð. — GAS komulag i' mótun og það geti tekið breytingum. Og þetta er m jög i stil við svör matsmanna sjálfra og tónsins hjá Þjóðviljanum. Fyrst er hrópað hátt og mikið um róg- manns sins þennan ágæta mats- mannabitling. Það er rftt hjá Þjóðviljanum, að þetta matsmannamál, f jallar m.a. um bitling, skyldleika og hálft prósentugjald. Það er lika Alþjóðasamtök eldfjallastöðva stofnuð Siðasti áratugur var óvenju viðburðarfkur á sviði eldfjalla- fræða. Eldgos voru tið og sum þeirra leiddu til verulegs tjóns. Gosið á Heimaey, tslandi, sem olli verulegu t jóni á Vestmanna- eyjakaupstað, verður minnis- stætt vegna baráttunnar, sem Ibúar eyjunnar háðu gegn eyði- leggjandí hraunstraumum. A eyjunni Guadeloupe i Vest- ur Indium, leiddi órói i eldfjall- inu Soufriere til þess að um það bil 74000 manns, sem bjuggu I hliðum fjallsins, voru fluttir brott frá heimilum sinum. Brottflutningur fólksins skapaði stjórnunarlegt og visindalegt vandamál og deilur, sem snér- ust um þaö á hvaða forsendum væri unnt að flytja fólkið aftur til heimila sinna. A Islandi var nýbyrjað á byggingu j arðgufuorkuvers við eldfjallið Kröflu, þegar fyrstu merki um nýja eldvirkni komu i ljós. Eldfjallafræöingar vöruðu þegar i stað við, að eldvirknin gæti aukist og staöið i mörg ár. Stjórnvöld ákváðu hins vegar að ráðgjöfin væri ekki byggð á nægjanlega traustum gögnum til að hún gæti haft afgerandi áhrif á framkvæmdir. Krafla hefur siðan gefið m jög góð tæki- færi til rannsókna á eldvirkni i tengslum við jarðskorpugliðn- um, og það kann að vera örlitil sárabót fyrir orkuver án orku. A Italiu hefur Etna valdið al- mannavörnum áhyggjum, en hún hefur einnig gefið visinda- mönnum tækifæri til rannsókna. I Sovétrikjunum gátu eldfjalla- fræöingar sagt fyrir eldgos i Tolbachiek eldstöðinni á Kamt- chatka með hjálp jarðskjálfta- mæla. Þegar fyrstu merki komu fram, i mars 1980, að eld- fjallið St. Helena i Banda- rikjunum væri að vakna til lifs- ins, skapaöist strax náin sam- vinna milli eldfjallafræðinga og stjórnvalda um það verkefni að afla stöðugra upplýsinga um ástand eldfjallsins hverju sinni og þá hættu sem gæti stafað af þvi. Hápunktur þessa viðburða- rika áratugar kom þann 18. mai 1980, þegar St. Helena gaus miklu sprengigosi, sem oili manntjóni og eyðileggingu verðmæta. 1 sögu eldfjallafræð- innar hefur ekkert gos verið rannsakað af meiri gaumgæfni og reynslan, sem hefur áunnist, mun bæöi auka skilning visinda- manna á sprengigosum og visa leiðina til bættra samskipta vis- indamanna og stjórnvalda I málum, sem lúta að almanna- vörnum vegna eldgosahættu. Fundur i Vestur Indí- um I þeim tilvikum, sem nefnd voru hér að framan, þurftu eld- fjallafræðingar að vera hvoru tveggja i senn, visindamenn og ráðgjafar stjórnvalda. Þeir voru oft illa undir það búnir að takast á hendur ráðgjafahlut- verkið, sumpart vegna þess að litil áhersla hefur verið lögð á eldfjallafræði I f járveitingum til visindarannsókna, sumpart vegna þess að eldfjallafræðing- ar þurftu að leysa v^nda, þar sem ekki var hægt að styðjast við fyrri reynslu. Akvörðun ráðamanna um að flytja fólk brottfrá Guadeloupe- eyju og sú félagslega ringulreið, sem brottflutningurinn olli, varð til þess að franskir eld- fjallafræðingar fengu á sig stærri og þyngri brotsjó af gagnrýni en starfsbræður þeirra hafa mátt þola fyrr eða síðar. Viðbrögð þeirra við þess- ari áraun varsú aðendurbyggja frá grunni eldfjallastöðvar sin- ar og stórauka fræöilegar rann- sóknir á eldvirkni. 1 tilefni þessarar uppbygging- ar og endurbóta á eldfjalla- stöðvunum á Martinique og Guadeloupe buðu frönsk stjórn- völd fulltrúum frá eldfjalla- stöðvum og stofnunum, sem fást við eldfjallafræði hvarvetna i heiminum, tilfundar dagana 18. -21. febrúar 1981 á Guadeloupe- eyju. Markmið fundarins var að komaá tengslum milli visinda- manna, sem eru annaö hvort beinlinis ábyrgir fyrir vöktun eldstöðva eða fást við eldfjalla- rannsóknir og veita stjórnvöld- um ráðgjöf. Auk gestgjafanna sátu fundinn fulltrúar frá eftir- töldum löndum: Costa Rica, Bandarikjunum, Islandi, Indó- nesiu, Italiu, Japan,Portúgalog Mexico. Eftir gagnlegar umræður og upplýsingamiðlun ákvað fund- urinn að setja á stofn formleg samtök undir nafninu Alþjóða- samtök eldfjallastöðva (World Organization of Volcano Ob- servatories). Eins og nafnið gefur til kynna eru samtökin miðuð við eldfjallastöðvar og vöktun eldfjalla og þess er gætt að fara ekki inn á verksviö ann- arra alþjóölegra samtaka, sem fást við almenna eldfjallafræði. Höfuðmarkmið nýju samtak- anna eru: 1) Að skapa og efla tengsl milli eldfjallastöðva og stofnana, sem fást við eldfjallavöktun. 2) Að auðvelda upplýsinga- streymi með fundarhöldum. 3) Að viðhalda skrá um mann- afla og tæki, sem unnt væri að flytja til þeirra stofnana sem vegna aðsteðjandi vanda þyrftu á liðsauka að halda. 4) Að leita til alþjóðlegra stofn- ana, sem gætu greitt ferða- kostnað og önnur útgjöld vegna hjálparleiöangra. Fundurinn kaus stjórn sam- takanna, en hana skipa: Dr. Guömundur E. Sigvaldason, Islandi, formaður Dr. Robert I. Tilling, Banda- rikjunum. Próf. I. Yokoyama, Japan. Dr. J.L. Le Mouel, Frakklandi. Auk ofangreindra landa hafa Nýja Sjáland, Ecuador, Filipps- eyjar, Tobago og Trinidad lýst áhuga á þátttöku. Guadeloupe- fundurinn ákvað að lönd gætu gerst stofnfélagar samtakanna þar til á næsta fundi, sem hald- inn verður á tslandi i ágúst 1982.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.