Alþýðublaðið - 09.09.1981, Side 5

Alþýðublaðið - 09.09.1981, Side 5
Miðvikudagur 9. september 1981 5 Breikkun Hafnarfjarðarvegar: TIL ÞURFTAR EÐA OÞURFTAR? — Garðbæingar teknir tali Stórframkvæmdir á vegum sveitarfélaga þykja ætið fréttaefni og til þess fallin að bera út hróður þeirra sem i hlut eiga. En þegar hafist var handa við að gera fjórfaldan veg, sunnan Arnar- ness i gegnum Garðabæ, kom babb i bátinn. Nokkrir ibúar Garðabæjar tóku sig til og lögðu fram lögbannskröfu á framkvæmdirnar. Kröf- unni var hrundið. Þegar liða tók að hausti lét félagsmálaráðherra þau boð út ganga að áætlunum skyldi breytt þannig að koma mætti til móts við Garðbæinga. Aftur tóku ibúar sig saman, nú þeir sem vildu að áætlunum væri fylgt, og sendu samgönguráð- herra undirskriftir sinar þvi til áréttingar. En hvað finnst ibúum Garðabæjar. Alþýðu- blaðið lagði leið sina þangað og leitaði álits nokk- urra þeirra og spjallaði við verkstjóra vegafram- kvæmdanna. Gfsli Guðjónsson: „Ég er alfarið á móti lagningu vegarins eins og fyrirhugað er, sérstaklega vegna hávaðans sem maður verður var við hér i næsta nágrenni við veginn. Hihs vegarer ég fylgjandi þvi að eitthvað sé gert, t.d. lögð sjávarbraut eöa tenging við Keflavikurveginn, þá breytist þetta allt saman. bó á ég ekki von á þvi að sjávarbrautin verði lögö. Þessi vegur á að heita innan- sveitarvegur en et raunvaru- lega þjóðvegur. Ég var einn þeirra sem skrif- uðu undir lögbannsbeiönina, vegna þess að það liggur ekkert skipulag fyrir um þessi mál, og þvi eru framkvæmdimar kol- ólöglegar. Þetta er bara sprell i meirihlutanum i bæjarstjórn. Hvað varðar slysahættu og umferðarhraða, þá tel ég að breytingin sé öll til bóta. Hér var flöskuháls sém var slysa- gildra, en með breikkun vegar- ins tel ég að slysahætta minnki, þó hraðinn aukist. En gallinn er hinsvegar sá, að meö þessu er búið að skipta sveitarfélaginu i tvennt. Garöabær á land fyrir vestan veginn og þegar byggð myndast þar, þá koma upp vandamálvaröandi samskipti á milli helminganna. Fram- kvæmdirsem auðvelda börnum tiiað komastyfir veginn iskóla, veröa að fylgja. En meirihlutinn klórar i bakkann.” Ragnar Bárðarson: „Það er ekki nokkur ástæða til annars en aö laga veginn. Þetta er þjóðbraut sem mynd- aðist milli Reykjavikur og Hafnarfjarðar og eðlilegt, að henni sé haldið við. Menn eru að tala um að þeir séu hræddir við hraðbraut. En þetta á ekki að veröa nein hrað- braut. Það eiga að koma 3 um- ferðarljós, við Lækjarfit, Engi- dal og Vifilsstaöaveg, eða það les maður a.mi. i blöðunum. Svo er verið að tala um sjáv- arbraut. Hún kemur af sjálfu sér, þegar byggðin fer að vaxa og teygjast út með sjó Ut á Alftanes. Það verður heldur aldrei hjá þvi komist aö börn þurfi ekki að komast yfir svona brautir, það þarf aöeins aö ganga þannig frá málunum, að það verði sem hættuminnst. Ég verð ekkifyrir neinuónæði vegna umferðarinnar þó ég búi nálægt. Maður horfir bara á traffikina. Alls staðar þurfa að vera góð- ar samgöngur, þar sem hag- stæðaster á hverjum tima og ég vona bara að vegurinn eigi eftir aö verða greiöfær.” Rannveig Björnsdóttir: „Þetta mál allt er orðin mikil flækja ogþað ererfittað átta sig á hlutunum og þar að auki hef ég ekki fylgst nógu vel meö. En annað get ég sagt, og það atriði nálgast það að vera glæp- samlegt: A meðan á þessum umferðarframkvæmdum stend- ur, og þaö er búið að segja manni, að þannig verði það til frambúðar, þá er öllum umferð- arþunga inn i Túnin, beint upp Vifilstaöaveginn og framhjá HörgatUninu, eftir mjóum göt- um, sem eru aðalieið barnanna i hverfinu i skólann. Ég veitbara ekki hvaömenn- imir eru að hugsa! Mér var ekki boðiö að skrifa undir undirskriftalistann, þar sem veginum var mótmælt, en ég hefði svo sannarlega gert þaö.” Ester Arellusardóttir: ,,Ég vil ekki þennan veg hér I gegn, eins og meirihlutinn. Ég er viss um að slysahættan eykst með aukinni umferð og vegna barnanna, sem þurfa að sækja skóla yfir veginn. Það er rétt að gamli vegurinn þjónar ekki lengur tilgangi sin- um, en mér heföi þótt sjávar- brauteða framhald Keflavikur- vegarins betri kostur. En þessu verður ekki breytt. Það veröur ekki hætt við fram- kvæmdir héðari af. Það á bara eftir að koma i ljós, hvað þeir verða duglegir við sjávarbraut- ina, þegar að henni kemur. Svo er ekkert skipulag fyrir hendi og mér finnst rangt að hefja svona framkvæmdir, meöan það er ekki til.” Sigvaldi Fjeldsted, verkstjóri: „Við stefnum i aö ljúka þess- um framkvæmdum um miðjan næsta mánuð,” sagöi Sigvaldi Fjeldsted, verkstjóri vegafram- kvæmdanna i Garðabæ. „Annars er aldrei hægt að segja um þetta, svo öruggt sé, t.d. vorum við óviðbúnir þessu ræsi, sem viö erum aö fást við núna. Það stendur til aö hækka brautina á um 3 - 400 metra kafla sitthvoru megin við ræsið, þar sem hún er lægst.” — Hafa mótmæli ibúanna I Garðabæ haft einhver áhrif á framkvæmdir? , ,Ég hef ekkert um það að segja, það hefur enginn rætt þaö viö mig.” — Hefurðu oröið var viö seinkun áframkvæmdum vegna mótmælanna? ,,Nei, ekki vegna þessa kafla sem viö erum aö vinna i núna. Enþað er óvist með Engidalinn (gatnamót Reykjavi'kurvegar, Keflavikurvegar og Alftanes- vegar). Ráðherra hefur gert einhverjar breytingar á áætlun- um, sem vegagerðin hafði geng- ið frá. Hann talar um slétta hól- inn fyrir ofan Olis-bensinstöðina og hækka Engidalinn. Og nú heyrir maður ekki um annað en það eigi aö draga úr fram- kvæmdum, — lágmarksfram- kvæmdir heitir það, og maður veit ekki einu sinni hvað þaö er.” —-Og framhaldið er þá frekar óljóst? „Já, það er óljöst, Ég veit diki hver fjandinn er I þessu, pölitfk eöa hvaö.” Gisli Guðjónsson Ragnar Bárðason Rannveig Björnsdóttir Ester Areliusardóttir Sigvaidi Fjeldsted

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.