Alþýðublaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.10.1981, Blaðsíða 9
Laugardagur 17. október 1981 9 Hin hlutlausa fréttastofa og „hlutleysisstefnan” Sl. fimmtudag birti AlþýOu- blaðið frétt af útvarpsráOsfundi. Tilefniö var cröalag á Reuters- fréttþar sem Bandarfkjaforseti og framkvæmdastjóri Atlanz- hafsbandalagsins voru sagöir „hafa látiö i ljds áhyggjur vegna sfvaxandi fylgis viö mál- staö friöar og hlutleysis f V- Evrópu”. Skv. frétt Alþýðu- blaOsins haföi þaö veriö véfengt, aö þetta oröalag væri rétt þýöing á umræddu fréttaskeyti. Ennfremur, aö samþykkt heföi veriö aö láta kanna frumheim- ildir þessarar fréttar. Nú hefur blaöinu borist at- hugasemd frá fréttastjóra rfkis- útvarpsins, Margréti Indriöa- dóttur, vegna þessa #máls. Athugasemdin er svohljoöandi: Jón Baidvin Hannibalsson ritstjóri Alþýðublaösins. t forsiöufrétt i Alþýöublaöinu f dag 15.10. ’81 er gefiö 1 skyn, aö starfsmaöur fréttastofu útvarps hafi fariö rangt meö frétta- skeyti frá Reuters fréttastof- unni f útvarpsfréttum sunnu- dagim 11.10. um fund þing- manna 14 rilqa AUanzhafs- bandalagsins i Munchen. Hiö rétta er, aö útvarpsfréttin var mjög nákvæm þýöing á frétta- skeyti Reuters. Ekki er aö efa aö Alþýðublaðið vill hafa þaö sem sannara reynist. Frétta- stofan fer þvi fram á aö blaðið birti I heild meðfylgjandi út- varpsfrétt, sem ein setning er tekin úr i blaöinu f dag, og þann hluta fréttaskeytis Reuters, sem fréttin er tekin rúr fylgir einnig hér meö. Fer þá ekkert á milli mála. F.h. Fréttastofu útvarps, Margrét Indriðadóttir fréttastjóri. Alþýöublaöinu er mikil ánægja aö veröa viö þessum til- mælum fréttastjórans.Hér fer á eftir umrædd útvarpsfrétt og siöan hin umdeilda setning úr fréttaskeyti Reuters á ensku. Þýðing fréttamanns „Þingmenn frá 14 rikjum Atlanzhafsbandalagsins komu til fundar í Munchen i V-Þýska- landi i dag. Þeir hyggjast ræöa um hina vaxandi friöar- hreyfingu i Evrópu. í gær tóku 250 þús. manns þátt i mótmæla- aögeröum gegn kjarnorkuvíg- búnaöi i Bonn. Þetta voru fjöl- mennustu mótmælaaögeröir i landinu frá striöslokum. A fundi Atlanzhafsbandalagsins á aö fjalla um innri vandamál þess og kjarnorkuvopnastefnu niunda áratugarins. Athyglin beinist ekki sist aö afdrifum áætlana bandalagsins um aö koma nýjum, meöaldrægum kjarnorkuflaugum fyrir i Evrópu. Fyrstu eldflaugarnar á aö setja upp áriö 1983. Andófiö i Bonn i gær beindist fyrst og fremst gegn þessum áætlunum Atlantshafsbandalagsins, sem hafa mætt viötækri mótspyrnu. Ronald Reagan, Bandarlkjafor- seti, og Josef Luns fram- kvæmdastjóri Atlanzhafs- bandalagsins, hafa látiö i Ijós áhyggjur vegna sfvaxandi fylgis viö málstað friöar og htutleysis I V-Evrópu. Aö sögn embættis- manna veröur spurningin um þaö, hvernig bregöast skuli viö friöarhreyfingunni ofarlega á baugi á fundi bandalagsins I Munchen.” Hin umdeilda setning, sem at- hugasemdir voru geröar viö, hvort rétt væri þýtt, hljóöar svo á ensku i Reauters skeytinu: „President Reagan and Josef Luns, secretary general of NATO, have voiced alarm at what they see as growing pacif- ist and neutralist sentiment in W-Evrope ”. Athugasemd ritst]óra: Ég þakka Margréti Indriöa- dóttur, fréttastjóra, fyrir aö bregöast fljótt og vel viö og fá Alþýöublaöinu til birtingar frumtexta umrædds frétta- skeytis frá Reuter. Svona eiga sýslumenn aö vera. Þaö er hins vegar misskilningur frétta- stjóra aö texti fréttastofunnar sé „mjög nákvæm þýöing á fréttaskeyti Reauters”. Þvert á móti. Þýöingin byggist á hug- takabrengkm og er beinlinis villandi. 1 hinum enska texta er hvergi vikiö aö þvi sem frétta- maöurinn kallar „málstaö friöar”. A þaö er enginn dómur lagöur. Hér segir einfaldlega aö umræddir heiöursmenn hafi varaö viö þvi, sem þeir kalla, vaxandi undirtektir í V-Evrópu viö einhliöa afvopnun og hlut- leysisstefnu. Væntanlega dettur engum 1 hug aö gera þessum herramönnum upp þá skoöun, aö aukinn stuöningur viö hlut- leysisstefnu og andóf gegn varnarviöbúnaöi eigi eitthvaö skylt viö „málstaö friöar.”? Nemaumræddum fréttamanni, sem meö oröalagi sinu gerir þeim upp þá skoöun, aö þeir vari viö „málstaö friöar”. Hér er m.ö.o. um hugtakabrenglun aö ræöa. Nú skal viöurkennt, aö oröiö „pacifist’ ’ getur veriö vandþýtt. Merkingin ræöst nokkuö af samhenginu. Merking þess er þó fyrst og fremst „maöur sem af trúarlegum eöa siöferöi- legum ástæöum er andvigur vigbúnaöi eöa vopnaburöi, i þágu hvaöa málstaöar sem er”. I ensku máli hefur þaö einnig aöra og talsvert niörandi merk- ingu, s vipaöa og „defeatist” eöa uppgjafarsinni. Leyfist mér aö minna á „appeasement”? Sögufrægur friðarsinni Breski heimsvaldasinninn - Neville Chamberlain var á slnum tima, af sumum, hylltur sem mikill „pasifisti”, þegar hann sneri heim af fundi Hitlers og veifaöi bréfsnifsi meö undir- skrift Hitlers framan I Lundúnabúa og hrópaöi „Peace in our times”. Þessi stuöningur Chamberlains viö „málstaö friöar” — svo notaö sé þýöingarlag fréttamannsins, kostaöi þjóöir Tékkóslóvakiu og reyndar Evrdpu allar ófá mannslif. Þegar Bretar nú upp- nefna NevilleChamberlain sem paifista, þá meina þeir aö hann hafi veriö flfl og aumingi, sem þarf ekki endilega að þýöa þaö sama og „friöarsinni”. Chamberlain var emfaldlega ski'thræddur viö ofbeldishótanir þýzku gangsteranna, og kaus þvi aö Iáta undan, friöa þá, meö þvi aö fleygja Tékkum og Sló- vökum I gin óargadýrsins. Þaö var samkvæmt þvi siöferöilega lögmáli, „aö heiöra skuli skálk- inn.svo aö hann skaöi þig ekki”. Nú, 40 árum og 52 milljónum mannslifaslöar, á sú „friöar- hreyfing”, sem kennd var vib andann frá Munchen, ekki upp á pallboröiö hjá sagnfræöingum. Þaö er vægast sagt mikiö vafa- mál, hvort þeir menn, sem á okkar dögum kjósa aö heiöra skálkinn Brésnev, af svipuöum hræöslugseöum, geti talizt þjóna ,,málstaö friöar” fremur en Chamberlain foröum. Ögmundur þýðir 1 fréttaútsendingu sjónvarps þann 11.10. mátti heyra útlegg- ingu Ogmundar Jónassonar, fréttamanns, á þessu sama Reuters f ré tt a s k ey t i. ögmundur foröast þá hugtaka- brenglun.sem núverandi frétta- maöur útvarps og fyrrverandi blaöamabur á Þjóöviljanum, Einar örn Stefánsson, geröi sig sekan um. ögmundur kemur fréttinni til skila meö þessum oröum: „Bæöi Reagan Bandarikja- forseti og Josef Luns, fram- kvæmdastjóri Atlanzhafs- bandalagsins, hafa nú lýst áhyggjum sinum vegna auk- innar tilhneigingar i Evrópu til fylgis viö einhlfiia afvopnun.” Þetta stemmir. Bæöi viötexta Reuters-skeytisins og margyfir- lýstar skoöanir þeirra Reagans og Luns. Þaö veröur aö teljast vafa- samt af fréttastofu rikis- útvarpsins aö ætla aö svipta Þjóöviljann einkarétti sinum á þvl aö flytja einhliöa og villandi frásagnir af umræddri andófs- hreyfingu, sem félagi Helmut Schmidt segir meö réttu aö eigi aö heita „Angstbewegung” eöa hræöslubandalag, miklu fremur en friöarhreyfing. Þvi miöur er þaö svo, aö þeir sem ekki hafa vib annaö aö styöjast en frétta- flutning rikisútvarpsins af þessum málum, vita ekki betur ain aö hér sé um aö ræöa sam- tök „fribarsinna” imerkingunni andstæöingar vopnaburöar og varna af hvaöa tagi sem er. Misskilningur Þetta er reginmisskilningur. Friöarsinna I þessari merkingu ereinkum aö finna meöal kirkj- unnar manna. Slikir menn eru sjálfum sér samkvæmir, þegar þeir beita sér fyrir einhliöa af- vopnun — ab smiöa plógjárn úr sveröum. En þaö veröur aö segjast eins og er, aö meöal talsmanna þesssarar hreyf- ingar eru þeir sárafáir, sem reka mál sitt á þessum grund- velli. Rauöi þráöurinn er óttinn viö kjarnorkustriö og ófyrir- sjáanlegar afleiöingar af stig- mögnum vigbúnaöar. Kirkjunnar menn eru ekki einir um þaö. Akvöröun Nato var tvi- þætt: Hún fól I sér aövörun og frest til handa Kremlverjum i 4 ár, um aö setjast aö samninga- boröi og takmarka kjarnorku- vigbúnaö beggja, — ella veröi eldflaugarnar settar á sinn staö iárslok 1983.Hérer boöiö upp á „moratori'um”l4 ár. Oghverju svara Rússar? Þeir setja upp eina eldflaug á viku hverri. Þeir hernema Afgnanistan og hóta Pólverjum striöi daglega. Svo kalla þeir sig heimsfriöar- hreyfingu ofanikaupiö, en hrak- yröa Helmut Schmidt og Franc- ois Mitterrand sem striös- æsingamenn. Þvilik djöfuls ósvifni. H verjir haf a veriö staö- fastari boöberar sátta og friöar milli Austurs og Vesturs en þýskir sósialdemókratar á undanförnum áratug? Engir. Sú umræöa, sem nú fer fram i Þýzkalandi um varnir Evrópu, og um samstarf Evrópu og Bandarikjamanna er geysifróö- leg, enda stunduö á háu plani. Hún S^ékkert skylt viö þann enduróm hinnar sovézku áróöursherferöar semrekiner á sibum Þjoöviljans. Þess vegna er slæmt, aö fréttastofan skuli ekki kunna þýzku. Hitt vissum viö ekki fyrr, aö hún kynni ekki einu sinni aö þýöa skammlaust úr ensku. Vonandi stendur þaö til bóta. Afmæliskveðja: Gústaf Lárusson, Einn virtasti borgari Isa- fjaröarbæjar, Gústaf Lárússon, fyrrv. skólastjóri, er 70 ára i dag. Þegar ég nú hugsa til þessa gamla kennara mins og skóla- stjórá á þessum timamótum i ævi hans, finnst mér eins og ósjálfrátt aö þeir eölisþættir persónuleikans sem gera hann hugstæöastan vinum sinum séu þrieinir. Gústaf er frá náttúrunnar hendi þaö sem vinir vorir Bretar hafa sett sér sem mark- miö meö skólun sinni og þjóöar- uppeldi: Hann er hinn sanni heiöursmaöur. „Gentleman” fram f fingurgóma. Gústaf Lárusson er lika persónugerfing þess, sem hvaö mest hefur dugaö góöum mönnúm til farsældar og lifs- fyllingar.hann er hinn innhverfi og iliuguli lærdómsmaöur, sem á sér veröld I eiginhugarheimi. GústafsLárussonar veröur ekki minnst, án þess aö geta um leiö þeirrar gyöju, sem hann hefur veriö handgengnastur alla tiö. — En sú er Madam Matemat- ika, gyöja stæröfræöinnar, drottning hinnar tæru hugsunar. Ótaldar munu þær stundir, sem Gústaf hefur notiö þeirrar fagurfræöilegu nautnar sem honum er fólgin f glimu viö stæröfræöiþrautfr. Stæröfræöin skipar öndvegiö I vönduðu bóka- safni hans. Margar mestu ánægjustundirnar I lifinu á liann list hennar aö þakka. Gústaf sagöi mér einhverju sinni frá samskiptum sinum viö Vilhjálm bónda á Narfeyri, þann náttúrusnilling islenzkrar stæröfræöi, sem naut alþjóö- legrar viöurkenningar fyrir frumleik sinn og sköpunargáfu. Þeim manni hygg ég aö Gústaf vildi gjarnan Ukjast. Ég minnist þess frá skóla- meistaraárum minum vestra, þegar aö þvi kom aö brautskrá fyrstu stúdentana, þá kom Gústaf til min á laun og fékk mér i hendur einhver úrvalsrit stæröfræöinnar til aö afhenda I verölaunaskyni þeim stúdent, Gústaf Lárusson sem frammúr skaraöi á þvl sviöi. Þeim vana hélt hann siöan. En anonymus var hann ævinlega. Þaö er hans still. Mér fyrirgefst hins vegar vonandi, þótt ég ljóstri þessu upp núna. Þriöji þátturinn i skaphöfn Gústafs, sem gerir hann okkur eftirminnilegan og aölaöandi, er húmorinn. Þetta ljufa , hlýja skopskyn, sem umvefur lífið tviræöri birtu og gerir okkur öllum tilveruna ögn bærilegri en efni standa til. Þá náöargáfu hefur Gústaf þegiö i vöggugjöf. t hans version er hún glettin, glaövær og græskulaus. Kannski dálitiö dönsk, en mjög siuiliseruð. Sá húmor hæfir vel höfuðstaö Vestfjaröa, sem á sö- sögufræga fortiö og gamlar menningarlegar rætur, kannski ögn danskar ef aö er gáö. Gústaf Lárusson er fæddur 17. október áriö 1911 aö Tröllatungu iSteingrimsfiröi i Strandasýslu. Foreldrar hans voru Lárus Jakobsson Richter, og Anna Bjarnadóttir. Gústaf mun hafa veriö á fyrsta árinu þegar harin fhittist ásamt fjölskyldu sinni til ísafjaröar, þar sem faðir hans starfaöi siðan sem skipasmiöur viö góðan oröstir. Gústaf er þess vegna nærri þvi innfæddur ísfirNngur, en sú manngerð er næsta fátiö nú á dögum. ísfirbingar eru flökkukyn. Gústaf hefur hins vegar haldiö kyrru fyrir. Hann þarf ekki aö skipta um umhverfi tii þess aö leita tilbreytingar. Hann á sér sinn innri heim. Gústaf varö stúdent frá Menntaskólantim á Akureyri áriö 1933. Þvi næst lagöi hann stund á læknisfræði viö Háskóla Islands á þriðja ár, en varö aö hverfa frá námi vegna veikinda. Ariö 1937 geröist hann kennari við Gagnfræðaskólann á Isa- firtS. Þeirri stofnun hefur nafn hans veriö tengt lengst af siöan. Hann lét af störfum áriö 1977 eftir 40 ára farsælan feril sem kennari og skólastjóri. Hann var um langt skeiö náinn sam- starfsmaöur fööur mins og leysti hann af hólmi viö skóla- stjórnina árum saman, meöan Hannibal sat á þingi. Þegar Hannibal sagöi endanlega skiliö viö ísaf jörö og hélt suöur til aö herja á Róm eins og nafni hans I mannkynssögunni, tók Gústaf viö skólastjórninni og gegndi henni i 10 ár. Nemendur hans frá 40 ára kennaraferli á Isafiröi skipta hún orðiö hundruöum. Þá er nú aö finna i öllum heims- hornum. Og allir munu þeir hugsa hlýlega til Gústafs i dag. Ariö 1939, þ. 7. október gekk Gústaf aö eiga Kristjönu Samúelsdóttur, fallega og glaö- væra konu, eins og þær gerast bestar á Isafiröi. Þeim varö tveggja barna auöiö. Samúels prentara og skiöagarps, á ísa- firöi og Onnu Láru, sem gift er Steingrimi Steingrimssyni, tæknifræöingi, og búsett syöra. Barnabömin eru oröin 6. Þaö veröa fangaðarfundir i' Tún- götunni þegar þessi glaðværi hópur kemur saman til þess aö samfagna afmælisbarninu I jdag. Aö lokum þykir mér hlýöa aö AlþýðublaKÖ sendi jafnaöar- manninum Gústaf Lárussyni hugheilar kveðiur á afmælis- daginn. \ JónBaldvin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.