Alþýðublaðið - 29.10.1981, Side 6
6
Fimmtudagur 29. október 1981
ÁLYKTANIR 40. FLOKKSÞINGS:
ir og fjölbreyttara atvinnulif
kalla á aölögun að breyttum að-
stæðum — sifellda endurmennt-
un og nýja starfsþjálfun. Leggja
verður áherslu á eftirfarandi i
sambandi við fullorðinsfræðslu:
— Endurmenntun og starfs-
þjálfun i tengslum við at-
vinnulifið m.a. vegna nýrrar
tækniþróunar á ýmsum svið-
um atvinnullfsins.
— Félagsleg menntun og ráð-
gjöf er auki færni einstak-
lingsins til þátttöku I at-
vinnulifinu og félagslegum
störfum t.d. með leiðbein-
ingarstöðvum um starfsval
við endurkomu i atvinnuli'fið.
— Fullorðinsfræðslan taki mið
af sérþörfum fatlaðra. Full-
orðinsfræðslan verði skipu-
lögð eins og kostur er með
þeim hætti að hún stefni aö
öflun viðurkenndra réttinda i
námi og atvinnulifi.
Heildarlöggjöf um skipulagöa
fullorðinsfræðslu hefur nú verið
i undirbúningi á annan áratug.
Ekki verður lengur við það unað
að Alþingi taki ekki af skarið,
þannig að þvi máli verði hrund-
ið i framkvæmd.
Foreldrafræðsla og
fjölskylduráðgjöf
Einaf þeim breytingum sem
orðið hafa á siðari árum i is-
lensku þjóðfélagi er að foreldrar
eru yngri en áður, stofna fyrr til
fjölskyldu. Allar þessar breyt-
ingar kalla á meiri ábyrgð hjá
ungu fólki, meiri þekkingu og
skilning, meiri tillitssemi, en
nokkru sinni fyrr, ef ekki á illa
að fara.
Þjóðfélagið verður að taka til-
lit til þessara staðreynda vegna
aukinnar tiðni hjónaskilnaða
(hjúskaparslita) á siðustu ár-
um.
bess vegna leggur flokkurinn
áherslu á:
— að strax i grunnskólum fái
nemendur haldgóða fræðslu
um kynlífog getnaðarvarnir.
— að i efstu bekkjum grunn-
skólans sé lögð áhersla á að
kynna þá ábyrgð sem fylgir
þvi' að eignast börn og stofna
heimili.
— þeirri fræðslu sé haldið áfram
fyrir unglinga og ungt fólk
með námskeiðum, fræðslu i
námsflokkum eða kvöldskól-
um og með skipulagðri og
markvissri fræðslu i' útvarpi
og i sjónvarpi.
— að i hverju sveitarfélagi sé
ávallt fyrir hendi aðgengileg
og ódýr foreldrafræðsla fyrir
fólk með börn og verðandi
foreldrum sérstaklega boðið
upp á slika fræðslu og þeir
hvattir til að notfæra sér
hana.
Dagvistarmál
Litlar fjölskyldur hafa nú
komið i' vaxandi mæli i stað
stórra fjölskyldna. Þess vegna
er það ákaflega vafasamt að
heimilið eittgeti veitt smábarni
þá félagslegu örvun sem það á
kröfur til og sem er forsenda
fyrir eðlilegum félagsþroska
þess.
Þjóðfélagið verður h'ka að
komatiLmóts viö óskir og þarfir
foreldra sem þurfa eða óskaeft-
ir að vinna utan heimihs.
Þess vegna eiga allir foreldr-
ar sem þess óska að geta komið
börnum sinum i góða dagvistun,
sem býður upp á sveigjanlegan
dvalarti'ma" i samræmi við
vinnutima foreldranna.
Jafnframtá það að vera ský-
laus réttur hvers barns að eiga
kost á dagvistun við sitt hæfi.
A meðan riki og sveitarfélög
geta ekki fuhnægt þeirri þörf
sem er fyrir dagvistun barna
verða þessir aðilar að koma til
móts við láglaunafjölskyldur
með styrk til að mæta kostnaði
við einkagæslu.
Einnig verður að kanna vel
alla möguleika til að þessi þjón-
usta verði sem ódýrust bæði fyr-
ir foreldra og hið opinbera án
þess þó aö slaka á þeim kröfum
sem gera verður til slikra stofn-
ana.
Tómstundir
— menningarstarf
1 stefnuskrá Alþýðuflokksins
segir: „Alþýðuflokkurinn telur
tómstundir hin mikilvægustu
lifsgæði og nýtingu þeirra skipta
sköpum um velferð fólks.”
Leggja verður rika áherslu á
að fólki gefist næg tækifæri til
fjölbreyttrar tómstundastarf-
semi, og hafi aðstöðu til iþrótta-
iðkana, ýmis konar félagsstarfa
og til annarrar menningarstarf-
semi.
Það þarf að stuðla að þvi að
fólk á öllum aldri geti verið
saman f leik og starfi; börn, for-
eldrar, aldraðir.
Þannig má i senn vinna gegn
einmanaleika einstaklinganna
og brúa um leið hið margumtal-
aða kynslóðabil i þjóðfélaginu.
Opinberir aðilar verða að
hafa frumkvæöi i að koma upp
féiagsmiðstöðvum sem víðast, á
eigin vegum eða i samstarfi við
einstaklinga og félagssamtök,
þar sem það þykir henta.
Skóla landsins á aö nýta sem
félags- og menningarmiðstöðv-
ar skóiahverfisins, eftir þvi sem
við verður komið, án þess að
það trufli hið daglega skóla-
starf.
Vinnutimi, frí o.fl.
Forsenda þess að fólk geti bú-
ið sér og sinum góð lifsskilyrði
og notið tómstunda sinna og
annarrar menningarstarfsemi
er að fólk geti lifað af 8 stunda
vinnudegi.
Rikisvaldog atvinnurekendur
þurfa þar að auki að taka sér-
stakt tillit til fólks með ung
börn.
Foreldrar ungra barna þurfa
að hafa möguleika á að vinna
styttri vinnutima, sveigjanlegri
vinnutima eða taka sér launa-
laust leyfi frá störfum meðan
börnin eru ung.
Heimila þarf foreldrum að
vera heima ákveðin dagafjölda
á ári vegna veikinda barna
sinna.
Almannatryggingar
Allt frá þvi að Alþýðuflokkur-
inn hóf göngu sina hefur hann
barist og beitt sér fyrir hald-
góðu og réttlátu tryggingakerfi
fyrir alla landsmenn.
Alþýðuflokknum hefurallatið
verið ljóst að með skynsamlegu
og réttsýnu tryggingakerfi má
jafna óréttláta tekjuskiptingu
og tryggja hlut hinna veiku sem
afýmsum ástæðum standa höll-
um fæti i lifsbaráttunni.
Tryggingakerfið er sifellt i
deiglunni og hlýtur og verður að
taka mark og mið af breytilegu
þjófíélagi og breyttum tímum.
Hinsvegar verður að varast
að þróun þess verði i þá átt að
hvetja til misnotkunar.
Vinna þarf að þvi að trygg-
ingakerfið verði manneskju-
legra, komið verði i auknum
mæli til móts við fatlaða svo
sem með skattaivilnunum.
Lögð verði aukin áhersla á
meira jafnrétti i bótaupphæðum
alm anna try gginga.
Húsnæðis- og
skipulagsmál
Grundvallarstjónarmið jafn-
aðarmanna i' húsnæðismálum
er, að allir þegnar samfélagsins
eigi fuilan rétt á að búa i vönd-
uðu og öruggu húsnæði, hvað
sem liður efnahag og ytri að-
stæðum.
Sveitarfélögverða að sjá fyrir
nægu skipulögðu landi undir
ibúðabyggð til að ná þessu
markmiði. Samþykkt á tillögum
Alþýðuflokksins um þjóðareign
á landi er forsenda þess að mörg
sveitarfélög geti valdið þessu
verkefni og þannig mætt þörf-
inni fyrir úrlausn i húsnæðis-
málum.
Með félagslegu átaki verður
að mæta húsnæðisþörfum
þeirra sem versta aðstöðu hafa
til að eignast þak yfir höfuðið.
Einfaida þarf og endurbæta
gildandi skipulag i þessum efn-
um til þess að sniða það betur að
þörfum ungs fólks og annarra
sem höllum fæti standa.
Jafnaðarmenn telja, að i nán-
asta umhverfi sérhverrar
ibúðabyggöar eigi að vera rúm-
góð og vei skipulög útivistar-
svæði þar san borgarar á öllum
aldri geti unað sér við útivist,
leik og heilsubótariþróttir jafnt
vetur sem sumar. Við teljum að
slik útivistarsvæði eigi að vera i
órofa tengslum við hibýli
manna og sem aðgengilegust
fyrir alla aldursflokka.
Fyrirlestur um Ágúst Strind
berg og kvikmyndasýning
Norræna húsið og sænska
sendiráðið halda upp á Strind-
bergsárið með þvi að Jón Viðar
Jónsson fjallar um leikritun
Strindbergs á fimmtudagskvöldið
29. okt. kl. 20.30 og sýnd verður
kvikmynd um Strindberg sem
listmálara.
Svlar hafa minnst Strindbergs
á þessu ári með leiksýningum,
fyrirlestrum og annarri dagskrá,
t.d. helgaði Dramaten i Stokk-
hólmi honum næstum allt vorið
1981 og sýndi leikrit hans. Utan
heimalands sins er Agúst Strind-
berg lfklega sá rithöfundur
sænskur sem mest er lesinn og
viðkunnastur hefur orðið, og leik-
rit hans eru sviðsett oftar en
nokkurs annars landa hans.
Sænsk kvikmyndagerð leitar
stöðugt fanga ihinum margvis-
legu verkum Strindbergs, og
sjálfur var hann alla tið hleypi-
dómalaus gagnvart kvikmynd-
um. „Kvikmyndið leikritin min
eins og ykkur lystir”, þannig
hljóðaði simskeyti sem hann
sendi kvikmyndafélagi einu löngu
áður en þessi listgrein hafði slitið
barnsskónum. Ef Strindberg væri
á meðal okkar i dag hefði hann ef-
laust orðið mikilvirtur og hæfur
kvikmyndahöfundur, sjálfstæður
og sérlundaður og hrist upp i fólki
eins og fyrrum.
Eftir fyrirlestur Jóns Viðars
Jónssonar verður sýnd kvikmynd
um Strindberg, sem nefnist
Strindberg sem listmálari. Það
er sænska útvarpið sem fram-
leiddi myndina og Bengt Lager-
kvist stjórnaði töku hennar. 1
þessari kvikmynd er reynt að
kynna Strindberg sem málara og
ljósmyndara. Jafnframt er
brugðið upp myndum úr lifi hans,
eins og það endurspeglast i' mál-
verkum hans, frá hinum leitandi
myndum æskunnar til rtjáningar-
rikra verka ellinnar.
A iaugardaginn 31. okt. og
sunnudaginn 1. nóv. kl. 13.00
verða sýndar tvær kvikmyndir i
Regnboganum, sem gerðar hafa
verið eftir leikriti og sögu eftir
Strindberg. FAÐIRINN, gerð
1969 undir stjóm Alfs Sjöbergs
eftir samnefndu leikriti og GIFT-
AS, sem gerð var 1926 undir
stjóm Olofs Molanders og byggir
á smásögunni Mot betalning, sem
birtisti' Giftas II. Kvikmyndirnar
verða sýndar i B og D sal, og er
aðgangur ókeypis.
Ný reglugerð um síldarmat
Að ósk Sildarútvegsnefndar
og sildarsaltenda, gaf sjávar-
útvegsráðuneytið úts.l. sumar
reglugerö um mat á ferskri
sild.
t framkvæmd hefur reglu-
gerð þessi sætt gagnrýni
vegna þess aö hausskemmd
sild hefur verið dæmd
óvinnsluhæf, þótt hún hafi ver-
iö nýtt til söltunar.
Ráðuneytið hefur með nýrri
reglugerð, sem gefin var út i
dag, fellt niður þau ákvæði,
sem deilum olli, og ætti þvi að
vera tryggt að öll sild, sem
hæf er til söltunar, þótt haus-
skemmd sé, verði greidd fullu
verði.
Hljóðar reglugerðin nú svo:
Si'ld skal flokkuð I 1. gæða-
flokk til manneldis.
1. flokkur. Vinnslusild sem
er fersk með eölilega lykt, út-
lit og blæ og laus við átu-
skemmdir.
úrgangssild. Sild, sem er
með greinilega súr-, ýldu- eða
slagvatnslykt, er slegin, ram-
in, marin, blóðsprungin og
með greinilegum átuskem md-
um.
Sjávarútyegsráðuneytið,
16. október 1981.
SKYTTURNAR
eftir Alexandre Dumas eldri
134. — D’Artagnan nefndi hvorki sárið né konu bókhaldarans við Porthos. Þaö er aldrei
góðum vinskap til framdráttar, aö þekkja þesskonar leyndarmál. Hann var leiður og
sorgmæddur, en hann héit áfram. Hann hugsaði um hina ungu og fögru fró Bonacieux
og velti þvi fyrir sér, hvaöa ógæfa heföi nú hent hana. Hún var fórnardýr I hefnd
kardináians, og hefnd hans var hræöileg.
D’Artagnan sökkti sér ofani hugrenningar sinar, og rankaðiekki við sér aftur, fyrr en
hann kom til Crévecoeur.
Hann fann veitingaháuiö, þar sem Aramis hafði orðið eftir. Konan sem rak veitinga-
húsiö sagði d’Artagnan, að Aramis væri þar enn, en að hann myndi tæpiega vilja taka á
móti gestum.
— Hvers vegna ekki? Er kona iheimsókn hjá honum? spurðid’Artagnan.
— Hvernig getið þér iátið yöur detta slikt I hug um þennan aumingja unga mann,
sagði veitingakonan. Nei, það er sóknarpresturinn I Montdidier og prldrinn frá jesúita-
klaustrinu i Amiens, sem eru i heimsókn hjá honum!
— Fjandinn fjarri mér, hrópaðid’Artagnan, er hann svo langt leiddur?
— Nei, alls ekki, en eftir að hann náði sér af sárum sínum, hefur hann fundið guð,
sagði veitingakonan, og nú ætlar hann að taka prestvígslu.
D’Artagnanfór út Iforgaröinnog fannþar tröppur sem lágu upp að herbergi Aramis.
Hann hljóp upp, en Bazin stóð I ganginum og vildi ekki hleypa honum framhjá.
Þjónninn eygði nú loks möguleika á þvl að ná sinu helsta markmiði, að veröa þjónn
prests. Hann lét þvl heldur óvinsamlega, þegar hann sá d’Artagnan koma upp
tröppurnar. En d’Artagnan ýttihonum til hliðar og gekk inn.
135. — Aramis var svartklæddur og sat við borð, á milli sóknarprestsins og
jesúitapriórsins. Hann leit upp, þegar d’Artagnan gekk inn, en virtist ekki bregða hið
minnsta. Hann hugsaðiekki lengur um þessa heims gæði.
— Góðan daginn, d’Artagnan, sagði hann. Það gleður mig mjög að sjá þig.
— Sömuleiðis, sagöid’Artagnan. En er ég að trufla þig við skriftir?
Aramis roðnaði. — Þessi herramaður er vinur minn, sagði hann við prenstana, og
hann er rétt nýsloppinn úr mikilli hættuför.
— Þú kemur einmitt á réttum tíma, kæri d’Artagnan, sagði Aramis. Þessir virðulegu
herrar, priorinn i Amiens og sóknarpresturinn I Montdidier hafa lagt fyrir mig nokkur
guðfræðileg vandamálogég vildi gjarna heyra álit þitt á þeim.
— Alit hermanns á slikum vandamálum getur ekki verið mikils virði, sagði
d’Artagnan, sem skildi hvorki upp né niöur iþvf sem var aðgerast.
— Sjáðu til, sagði Aramis. Hinn virðulegi priór segir að ritgeröin min eigi að vera
bæði fræöileg og fræðandi.
— Ætlar þú að skrifa ritgerð? stundi d’Artagnan.
— Auðvitað, sagði jesúitinn. Enginn stenst próf eða hlýtur vigslu, nema hann skrifi
fyrst ritgerð.
— Hlýtur vigslu? spurði d’Artagnan, og trúði ekki eigin eyrum.
— Já, sagði Aamis, en sjálfur vildi ég frekar skrifa ritgerð sem væri meira fræðileg,
en fræðandi, ég vildi frekar halda mig viðhinar flóknari kennisetningar.
Aramis og prestarnir héidu áfram rökræðum slnum, sem voru > tyrfnar og torskiljan-
legar, og þar aö auki á latlnu að hluta til. D’Artagnan geispaði svo að brakaði I kjálkum
hans.